Tíminn - 01.10.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.10.1963, Blaðsíða 8
Varaforsetinn, John Glen (fyrir miSju), ásamt forseta íslands, hr. Ásgelri Ásgeirssyni og Jóni Arnþórs- syni, formanni íslenzku delldarlnnar. VARAFORSETI JUNIOR CHAMBER i HEIMSOKN UNGUR HETJU- TENÓR SYNGUR í GAMLA BÍÓI Ekki eru allir söngfugiarnir flogn- ir úr landi, en þeir eru óðum að tínast suður á bóginn, sem ekki ætla að hafa hér vetrarsetu. í kvöld gefst kostur á að hlýða á einn þeirra i Gamla bíói, Gest Guðmundsson, tenórsöngvara, túlka lög Beethovens, fjögurra íslenzkra tónskálda og loks syngja fjórar óperuaríur, með undir ieik Kristins Gestssonar píanóleik- ara. Fyrst hélt Gestur tónleika hér í borg um síðustu jól, er hann var nýkominn heim frá þriggja ára söng námi í Þýzkalandi. í haust hefur haxm sungið á nokkrum stöðrun norð anlands og fengið mikið lof fyrir. Þykir mörgum rödd hans svo fima mikil, að þeir víla ekki fyrir sér að kalla hann hetjutenór. En mörgum þeim, sem heyrðu hann syngja hér í fyrra, leikur forvitni á að hlýða á söng hans á ný. Innan skamms heldur Gestur enn suður á bóginn til að halda þar áfram námi. Þessi mynd var tekin á æfingu þeirra félaga, Kristinn tv. og Gestur t.h. PB-Reykjavik, 28. sept. FRÉTTAMENN hittu á föstu- daginn að máli nokkra menn úr stjórn félagsins „Junior Chamb- er fsland” og voru um leið kynnt ir fyrir einum af tíu varaforset- um „Junior Chamber Internati- onal” John Glen. íslenzka félags- deildin hefur starfað í 3 ár og eru meðlimir hennar um 50, en í alþjóðasambandinu eru nú um 320 þús. ungir menn í 75 þjóð- löndum. innar hér kynnti varaforsetann innar h érkynnti varaforsetann Glen, sem síðan sagði fréttamönn um dálítið frá starfi og tilgangi félaganna, en boðskapur þeirra er í fáum orðum: „Veldu þér for- ustuhlutverk. Þroskaðu þá hæfi- leika, sem í þér biía og ekki hafa fengið notið sin. Þjálfaðu þig með aðild i starfsemi Junior Chamber til að taka ábyrgðarmeiri þátt í þeim störfum, sem þú gegnir, í störfum þjóðfélagsins og innan fjölskyldu þinnar". Junior Chamber á upphaf sitt að rekja tii borgarinnar St. Louis í Bandarikjunum, en þar var fyrsta félagið stofnað árið 1915, og skyldu störf þess miða að bætt um þjóðfélagsháttum. Hreyfingin breiddist brátt út og nær nú til 75 landa, og eru aðalbækistöðvarn ar í Miami Beach í Florida. Hér á landi er aðeins ein deild, í Reykjavik. Koma félagsmenn saman einu sinni í mánuði og ræða ýmis mál, og fá fyrirlesara til þess að halda erindi. Félagið hefur nú í hyggju að reyna að gefa út bækling um ýmis fyrir- tæki á íslandi og útflutningsvör- ur ísiendinga, og senda síðan þennan bækiing til allra félags- deilda Junior Chamber. Gæti þetta orðið mikil landkynning fyr ir ísland, ekki sízt vegna þess að margir af félögunum eru framámenn í viðskiptalífi landa sinna. Annars gefur félagið hér á landi út lítið félagsblað, þar sem það hefur aðallega kynnt fé lagsmenn innbyrðis og birt alls konar félagsfréttir. Reglugerð um meðferð bú- fjár við rekstur og flutning Göngur og réttir standa nú yfir, því eru framundan stór- felldir rekstrar á búfé eða flutn inga~ með vögnum og skipum. Samband Dýraverndunarfé- laga íslonds leyfir sér því að vekja athygli á eftirfarandi at- riðum reglugerð'ar um meðferð búfjár við rekstur og flutninga. Við rekstur og flutninga skal ávallt sýna búfé fyllstu nær- gætni, svo að því líði eins vel og kostur er. Þegar sauðfé er flutt á bif- reiðum, skal ávallt hafa gæzlu- mann hjá því, jafnvel þó að um ———wwiiih"! ii^gagseiMBB sjcamman veg sé að ræða. Sérstaka athygli vill stjóm SDÍ vekja á því, að samkvæmt giidandi réglugerð um flutning búfjar, er algerlega óheimilt að flytja búfé í tengivögnum (t. d jeppakerrum eða hey- grindum), sem eigi er leyfilegt að hafa menn í td gæzlu. Bifreiðar þær, sem ætlaðar eru tii sauðfjárflutninga, skal útbúa með' pallgrindum, sem skulu vera svo þéttar, að eigi sé hætta á. að dýrin festi fætur í þe-m og gerðar úr traustum, sléMum við. án skarpra brúna Annað kvöld hefur Þjóðleikhúsið að nýju sýningar á Andorra, eftir Max Flrseh, og verður þá 39. sýning Þjóðleikhússins á þessu fræga ieikriti. — Leiksýningin fékk afburða dóma í fyrra, og var talin ein hln merkasta sfðan Þjóðleikhúsið tók til starfa. Á leik- sviðlnu þar urðu sýningar tuttugu, en síðan var farið í ieikför um norður- og austurland, og varð aðsókn óvenjugóð af leikriti alvar- legs efnis að vera, urðu sýningar úti á landi átján. Geta má þess, að Andorra verður eitt af fyrstu leikritum, sem Þjóðleikhús Englands sýnir, er það tekur til starfa í þessum mánuði. Gunnar Eyjólfsson leikur aðalhlutverkið og hlaut Silfurlampann í vor fyrir leik sinn í þessu leikrfti (og Pétri Gaut) og birtist hér mynd af honum í hlutverkinu. eða hcrna Eigi skulu slíkar pall griudur vera lægri en 90 cm. Hólfa skal pall sundur í stíur, er rúmi eigi yfir 12 kindur. Ef flumingsleið er lengri en 50 km. á að hólfa pallinn sundur í miðiu að endilöngu, svo að engin stia nái yfir þveran flutn ingspall Á pallinum sé komið fyrir þeim útbúnaði, sem bezt dregur úr háíku, svo að búféð nái að fóta sig sem bezt. Séu notaðar grindur, líkt og þær, sem tíðk- ast i fiárhúsum, skulu rimar vera tvöíaldar, þær efri þvers- um j bilpallinum og þéttari en rimar : fiárhúsgrindum. Leirazt skal við að flytja fé meðan dagsbirtu nýtur. Verði því eigi við komið, skal hafa ljós á bifreiðapalli. svo að vel sjaist um allan pallinn meðan á flutningi stendur. m þpss að forðast hnjask eða, meiðsli skal búa svo um, að unm sé að láta búfé ganga á flutningspa!) og af. Ef fiutningur tekur lengri tíma en 12 klst., skal sjá dýrun- Framhalo á 13. síðu. T í M I N N , þriðjudaginn 1. október 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.