Tíminn - 02.10.1963, Side 3

Tíminn - 02.10.1963, Side 3
LÍKURNAR FYRIR ÞVÍ, AÐ MÚLLER HAFI KOMIZT UNDAN AUKAST ENN Beinaleifar þriggja manna fínnas 't i f gröfínni NTB-Berlín, 1. október. Grunurinn um, að hinn al- ræmdi nazíistaforingi, Heinrich Miiller, hvíli ekki í gröf þeirri, sem ber hans yfirskrift, nálg- ast nú fullvissu, eftir að sér- fræðingar hafa fundig bein úr a.m.k. þrem persónum í gröf- inöi, sem opnuð viar fyrir helg- ina að kröfu vestur-þýzka dóms- málaráð'uneytásins. Skipun um að opna gröf þessa, sem talið var að Miiller hefði verig jarðsettur í eftir bardagana um Berlín árið 1945, var gefin, eftir að ákæruvald- inu í V-Þýzkalandi hafði borizt margar kærur vegna stríðs- glæpa Miillers, en talið er, að hann hafi m. a. tekið virkan þá.tt í Gyðingaútrýmingunum. Upp á síðkastið hafa verið sérstaklega háværar raddir uppi um, að Miiller sé alls ekki látinn, heldur hafi hann kom- izt undan í stríðslok og látið grafa lík annars eða annarra manna í sinn stag til þess að leyna flótta sínum. Er sagt, að hann fari nú huldu höfði. Á legst'eininum á gröfinni ‘ stendur, að þar hvíli Heinrich MUlIer, sem fallið hafi í bar- dögum í maí árið 1945. Meðal greinilegra beina- leifa, sem fundizt hafa í gröf- inni, er hauskúpa, sem sér- fræðingar segja að sé af mun yngri manni en Miiller. Vestur-Þýzk blöð hafa látið í það skína, að hugazt gæti, að Miiller væri í Sovétríkjunum, þar sem hann þegar fyrir styrjaldarlok hafi haft náið samband við þau. STUTTAR FRÉTTIR NTB—Washington, 1. okt. — Meira en 650 blökkumenn voru handteknir í Suðurríkjum Banda ríkjanna, eftir að lögreglan hafði látið til skarar skríða gegn stór- um hópi blökkumanna, sem fóru í kröfugöngur til að fylgja eftir jafnréttiskröfum sínum. — Einn foringi blökkumannanna, séra Newman hefur kært lögregluna fyrir hrottaskap gegn fólkinu, en lögreglan hefur vísað kærunni á bug. í bænum Selma í Alabama voru 300 blökkumenn handteknir fyrir framangrelndar sakir. í New Orleans fóru 10,000 blökkumenn og um 50 hvítir menn í mótmælagöngu, en ekki kom til neinna óeirða. NTB—Stokkhólmi, 1. okt. — Enn ein Lansen-herþota hefur farlzt, að því er talið er, og er hún sú fjórða, sem ferst í Svíþjóð á nökkrum dögum. Tveir flugmenn sem með vélinni voru, fórust. — Ekki er vitað um orsakir slyssins, en veðurskilyrði voru góð á Eystrasalti, er flugvélin týndis*. en hún var þar á æfingaflugi. Allar jarðeignir franskra manna í Alsír þjóðnýttar! NTB-Algeirsborg, 1. október. • Benn Bella, forseti Alsír, lýsti því yfir í Algeirsborg í kvöld, aS allar jarðeignir franskra borgara í Alsír væru þjóSnýttar frá og meS deginum í dag og hér eftir yrSu ekki einn einasti hektari lands undir eignarrétt erlendra nýlendusinna seldar. • ÞjóSnýting þessi nær til um einnar milljónar hektara lands og hefur frönsku stjórninni veriS tilkynnt um þessa ráS- stöfun, aS því er Ben Bella sagSi á útifundi í Algeirsborg í dag, þar sem um 100.000 manns hlýddu á mál hans, en auk bess var ræSunni útvarpaS lim gjÖrvallt landiS. Sagði Ben Bella, að nýlendusinn- arnir þyrftu nú ekki að hafa á- hyggjur af uppskerunni í haust, þar sem allt landsvæði tilheyrði nú þjóð sinni, en hins vegar yrði frönskum jarðeigendum bætt að fullu uppskera þessa árs, og fengju að hafa á brott með sér allt lausa- íé, er þeir hyrfu af jörðum sín- um. Hersveitir, sem styðja Ben Bella, forseta Alsír, höfðu í dag náð öll- um völdum í höfuðborg Kabylia- héraðsins, Tizi Ousou, en fyrr um daginn höfðu hersveitirnar fengið skipun um að umkringja allt hérað ið, vegna uppreisnartilrauna and- stæðinga Ben Bella, sem eru marg ir á þessu svæði. Abderrazak, höfuðsmaður, skýrð'i frá því í dag, að ekki hefði komið til neinna bardaga í Kabyl- ía (sjöunda hersvæðinu) og allt væri með kyrrum kjörum í höfuð- borginni. Ekki verður vart neinna herflutninga og vegatálmanir, sem stjórnin lét setja upp í gær hafa sumar hverjar verið' fjarlægðar. NTB—Caracas, 1. okt. — 23 meS limir Kommúnistaf lokksins í Vene zuela voru handteknir í gær í sambandi við árás, sem gerS var á járnbrautarlest, er flutti fólk á leið í frí. Er talið að samtök kommúnista hafi staðið á bak við árásina. — í bardögunum um lestina voru 6 stjórnarhermenn felldir. NTB—Djakarta, 1. okt. — Indó- nesíska fréttastofan Antara skýr ir frá þvi í dag, að stjórn indó- nesíu sé fús til að borga að veru tegu leyti fyrir tjónið, sem varð i brezka sendiráðinu í borginni í óeirðunum, sem þar urðu i sam bandi við stofnun Malaysíusam- bandsins. NTB—Helsingfors, 1. okt. — Ahti Karjalainen var í dag falið að gera tilraun til stjórnarmyndun- ar í Finnlandi. 'Hefur hann þegar átt viðræður við formenn borg araflokkanna og vinstri sósíalist ana, en ekki er enn vitað um árangur þeirra viðræðna. NTB—Stokkhólmi, 1. okt. — Helandermálið var fyrir rétti [ dag og var aðallega fjallað um ritvélamálið, en ekki kom neitt nýtt fram. Gerð var grein fyrir athugunum sérfræðinga, sem virð ast telja, að ekki sé hægt að sanna neitt óyggjandi í þessu sam bandi. NTB—Prag, 1. okt. — Ludvik Hujka, sem er tékkneskur að upp runa, en verið hefur sænskur rík isborgari um margra ára skeið, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í bænum Bruno, fyrir njósnir. Hujka fór í sumar til æskustöðva sinna, en var þegar í stað handtekinn og ákærður fyrir njósnir og samkvæmt frétt um í dag á hann að hafa játað ákærunni við yfirheyrslur og dæmdur samkvæmt því. NTB—Scarborough, 1. okt. — Harold Wilson, sem mundl verða forsætisráðherra í Bretlandi ef Verkamannaflokkurinn færi með sigur af hólmi í væntaniegum þingkosningum, flutti í dag ræðu á landsfundi flokksins og var gífuriega fagnað. Köfnuðu oft orð hans í aðdáunarhrópum áheyr- enda. í ræðu sinni réðist hann harkalega á það, sem hann nefndi: Klúbb gömlu guttanna, sem hann sagði ætíð treysta á stuðning annarra, ef í nauðir ræki. — Sagðl Wilson m.a. að til þess að Bretar gætu tekið þátt í tæknibyltingu okkar tíma, yrðu að bæta mjög aðstöðu tækni mennlaðra manna. Mohand Ou Hadj, ofursti. sem Ben Bella vék í gær úr stöðu yf- irmanns sjöunda hersvæðisins, livatti hermenn í Kabylia í dag til að slást í hóp þeirra sveita, sem berjast gegn Ben Bella, og fasista- stjórn hans. Sagði hann, að markmið upp- rdsnarmanna væri að' koma upp iýðræðisríki með fullum borgara- iegum réttindum íbúa þar með töldum réttindum til að láta í ljós pólitískar skoðanir. Síðdegis í dag skipaði Ben Bella Said Abid, major yfirmann sjöunda hersvæð'isins og var hann væntanlegur til Tizi Ouzou í kvöld. í ræðu í dag sagði Ben Bella, að hann hefði fengið skeyti frá herstöðvum víða í landinu, þar sem fullum stuð'ningi við stjórn- ina var heitið. Georges Gorse, sendiherra Frakka i Alsír kom til Parísar í dag og afsannaði þá m. a. fregnir um, að hætt hefði verið við að senda franska hermenn heim, eins og til stóð, vegna ástandsins í Kabylia. Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum í París í dag, að tala franskra hermanna í Alsír sé V.m 80.000, en var 400.000, þegar Evian-samningurinn var undirrit- aður í fyrra. í júlí næsta ár er áætlað, að aðeins 15.000 hermenn verði orðnir eftir í Alsír. TH hægri á myndinni sést Bob Hope, hinn frægi leikari og sjónvarps- stjarna, segja Kennedy, Bandaríkjaforseta, brandara, eftir aS hann hafði veriS sæmdur heiSursmerk! úr gulli fyrir frábæra kynningarstarfsemi fyrir þjóS sína. Kennedy afhenti Hope heiSurspeninginn í Hvíta húsinu hlnn 11. sept. s.l. TaliS er aS Bob Hope hafl ferSast um tvær mllljónir mílna og komiS fram á sýningum, sem meira en 10 milljónir manna hafa horft á. T í M I N N, miSvikudaginn 2. október 1963. — 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.