Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 3
Eftir því sem heyrzt hefur, þí. hefur Onassjs gefið Mariu Callas upp á bátinn og sú, sem heíur kcmið í staðinn er Lee HádziwT.r þrinsessa, systir Jucquelme Kennedy. Þetta er þó aðems aðdáun í fjarlægð, en nóg til þess, að hægt verður að bjarga þeim peningavanda- málum, sem Kennedy á við að etja og þar að auki hefur Onassis lánað Lee lystisnekkju sina Christina. en á henni dvelj ast nú báðar systurnar, Lee og Jackie. Ekki hefur neitt heyrzt frá Callas um þetta. Krustjoff forsætisráðherra var fyrir skömmu á ferð um alit Rússland og ræddi hann rnikið um það, sem gera mætti úl að efla kornræktina, en eins og kunrugt er neyðist Rússland iíklega úl að þiggja hveiti af Bandarikjunuríi, vegna skorts heima fyrir. Myndin af honum þarna er tekin í Ukrainu, þar sem hann heldur. ræðu og hvet ur fólk til að sýna meiri dugn- að við kornræktina, því að hart Lafi verið í ári og komþörf ANS 74 ára gamall þjónn í Chica- co grét nýlega þurrum tárum, þegar 18 ára gamall köttur hans dó Hann strikaðj. hann að eins út af listanum og sagði hljóðlega, nú eru fjórir eftir. Málinu er þannig farið, að fyr- ur þremur árum lézt frú Mont- gomery og hún arfleiddi þjón sirm að 15.000 dollurum, svo framarlega, sem hann lifði leng ur en kettirnir hennar fimm. Catherine Loh var kjörin feg urðardrottning Malaysia síðasta apiíl, en hún er frá olíulandinu Rrunei. Aumiingja Cathemina geiði séi bjartar vonir um fram ííö'ina og sá sjálfa sig í anda við hátíð'ahöldin, þegar Malays- ía yrð1 stofnuð. En það var áður en Brunei sagði sig úr s&mbandinu og kom í veg fyrir frekari jðgerð'ir í bilL Þetta voru samt ekki einu vonbrigð- in, þvi sambandsslitin höfðu það einnig í för með sér, að ungfrú Loh gat ekki verið full trúi Maiaysia í Miss Universe- iceppni’ini. Stjórnmál geta ó- neitaniega verið leiðinleg með köflum, eða það finnst Cather- ine Loh áreiðanlega. Rússa muni nú aukast með ári hverju. Til að gera ræðuna á- lirifameiri veifar Krustjoff tveimur maísstönglum framan í áheyrendur, og hrópar: Fé- iagar, við þurfum á meira korni að halda. Sem dæmi upp á ástandið sem nú ríkir í landinu má nefna það, að gömul kona var sett í nokkurra mánaða fangels inýlega fyrir að geyma Lvö maísstöngla í íbúð sinni handa kettinum sínum. Já, iongt getur það gengið. Arbók SÞ er nú komin út og í henni eru margar fróðleg ar tölur. Þar stendur m. a., að í dag lifi þrír milljarðar og 100 milijónir manna á jörðinni. Á árunum 1950—1961 jókst íbuatala jarðarinnar um 560 milljónir. Tokyo er stærsta borg jarðarinnar með 8,3 millj. íbúa, en New York er númer tvö með 7,7 milljónir og þriðja er Shanghai með 6,9 milljónir ibúa. Að með'altali búa 23 manns á ferkílómetra og eru þá landflæmi eins og A.ntarktis og Grænland talið með. Þéttbýl ast er i Hollandi, en þar eru 46 manns á ferkílómetra. Hámarksaldur er hæstur í Frakklar.di, Hollandi og Nor- egi, eða 75 ár. Tala hjónaskiln aða er hæst á Jómfrúareyjum, en eru þeir 4.31% miðað við hverja 1000 íbúa. Á Norður- lrlandi er tala hjónaskilnaða lægst, eða 0,09 á hverja 1000 ibúa. —★— 26 ára gamall enskur bluða- maður Laurence Terence Bell að nafni hefur nokkuð verið viðriðinn Profumo-málið, og fyr ir skömmu reyndi hann svo að fremja sjálfsmorð meff því að taka inn svefnlyf. Hann var ákærður fyrir kynvillu, en hún et bö.nnuð með lögum í Bret- landK Hann heldur því annars sjálfur fram, að kæra þessi sé tii komir af ofsókn lögreglunn ar, en hún haldi að hann viti of mikið um Profumo-málið. Þaff má sjá af þessu, að angar Profumomálsins eru óteljandi og hafa ýmsar afleiðmgar. Gallup-skoðanakönnun var garð á vinsældum NelsonRocke íeRer í Bandaríkjunum og það kom í jós, að að minnsta kosti 84% af löndum hans vissu hver hann var. En það eru ekki nema 58%, sem vita um tilveru Goldwaters. Aftur á móti standa þeir báðir í skugganum af Elizabeth Taylor, en hana þekkja 91% landsmanna. Hún hefur líka verið í fleiri hjóna- böndum. en þeir báðir. Fischer-fimmbiirunum, sem fæddust fyrir skömmu í Suður- Dakota hafa nú áskotnazt yfir tvær milljónir króna, en þá er nieðtalið nýtt heimili, sem þeim var gefið og reiknað er á 700.000 krónur. Faðirinn ætlar samt sem áður að halda áfram að starfa sem 'afgreiðslumaður fyrir 540 krónur á mánuði. — Miðað er við danskar krónur. Það lá vel á Burton og Lix, þegar ljósmyndarar smelltu nokkrum myndum af þeim í Mexikó um dagimn. Richard Burton leikur þar í myndinni. Night oi the Iguana, sem gerð er eftir samnefndu leikriti eft- ir Tennesee Williams. Liz er ekkert sérstakt að gera í Mexi- co, bar? að gæta Burtons, ef svo má að orði komast. Þarna hefur hún þó leitt athyglina frá Bunon stundarkorn og gæl- ir við asna. sem orðið hefur á vegi þeirra. Sue Lyon fer með aðalhlutverkið á móti Burton, en han-i kannast flestir við frá því að hún lék Loitu. Sue hefur lýst því yfir, að Marilyn Monroe og Brigitte Bardot séu eftirlæt’sleikkonur hennar, en ekki minntist hún einu orði á Liz. Rockefeller ríkisstjóri og kora hans Happy hafa undan- tarið verið á ferðalagi um Evrópu og sagt er að það sé td að styrkja stöðu Nelsons í væntaniegum forsetakosning- urn en ekki veitir af, eftir að hann kvæntist Happy. Þau eru bæði fráskilin með börn. en Bandarikjabúar líta venjulega óbliðum augum á hjónaskiln- aöi, að minnsta kosti meðal æðri manna. Þau hjónin hafa þvi síðan þau giftu sig, unnið eins os. hestar við að auka vin- sældir Kelsons. Myndin er tek m af þeim á flugvellinum í Paris, en þau eru að leggja af stað heim til Bandaríkjanna og veifa Evrópu í kveðjuskyni. Konurnar tvær, sem þið sjá- ið á myndinni heita Sister Rosemary og Rose Kennedy, og þær eru með þessar ein- kennilegu húfur af því að önn- ur er nunna, en hin hefur ver- ið sagmd heiðursnafnbót. Sist- cr Rosemary er forstöðukona St Joseph College, en sá' skóli sæmdi Rose Kennedy, móður Johns Kennedy, forseta. heið- • ursnafnbótinni „an outstand- ing mother“. Myndin er tekin við þetta ánægjulega tækifæri. T í M I N N, sunnudaginn 13. október 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.