Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 7
Utgefó ndi: PRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjón: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur I Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrií stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — I reynsluskóla „Reynslan er bezti skóiinn. Ura það munu allir hugs- andi og ábyrgir menn vera sammála. Þrátt fyrir það verð- ur vart óhugnanlegrar tregðu margra íslendinga til þess að ganga 1 þennan skóla og viðurkenna lærdóm hennar“. Á þessum föðurlegu vísdómsorðum hefst forystugrein niorgunblaðsins á öðrum degi eftir að Alþingi er sett. Undir þessi orð er rétt og skylt að taka, ekki sízt í þessu blaði, sem mjög hefur hvatt rikiss; jórnina undanfarn- ar vikur til þess að vera áhugasamur nemandi í skóla reynslunnar' og draga af því námi rétta lærdóma. Til viðbótar vísdómsorðum Morgunblaðsins má gjarn- an minna á, að íslenzkt spakmæh segir, að menn læri einmitt mest af eigin mistökum. Vegna þess, að þau námsskilyrði eru einnig fyrir hendi hefur ríkisstjórn- in alveg einstök tækifæri til þess að láta sér verða reynslu- skólavistina að gagni. í reynsluskólanum hefur ríkisstjórnin líka notið úrvals kennslubóka. Fyrst má nefna öndvegisritið „Viðreisn“, sem út kom um leið og stjórnin settist í fyrsta bekk revnsluskóians. Þar er fræðikenning.n sett fram í stuttu og glöggu máli. í hverjum bekk hafa svo bætzt við ný kennslurit, töflur, skýrslur og fram komnar staðreyndir iim fræðin í framkvæmd. Einn.g ræfur stjórnin fengið tölueinkunnir hjá Hagstofunni fyrir úrlausnir í námi og prófum. Af þeim hefur mátt miKið læra. Nú er ríkisstjórnin komin í fimmta bekk reynsluskól- ans og eins konar fullnaðarpróf er fyrir dyrum. Alþingi er prófdómarinn. Verða þá íagðar fram einkunnir og námsvinna stjórnarinnar úr allri skólavistinni. Sú nið- urstaða er að vísu ekki sem bezt og allmargir „míhusar“ koma fram, svo sem hækkun dýrtíðar um 50—60 af hundraði, en bót í máli er það að nú fær stjórnin að semja nýja prófritgerð og leggja fvrir Alþingi, og stíls- efnið er: Hefur stjórnin nokkuð lær*- af reynslu sinni og mistökum? Morgunblaðið er byrjað á smáuppköstum að ritgerð- mni, en þau lofa því miður ekki nógu góðu enn. „Tregða íslendingsins“, sem Mbl. talar um er of mikil. Huggun er það, að meirihluti prófdómenda tekur ef til vill vægi- lega á því, þótt lítt votti fyrir nýjum skilningi hjá próf- sveinunum. „Landráðamenn“? „Rætt um nauðsyn kauphækkana“. segir í þversíðu- fyrirsögn í Vísi í gær. Undir þessari myndarlegu fyrir- sögn segir m. a.: „—Eftir hinar miklu verðhækkanir, sem orðið hafa, síðan kaup hækkaði í sumar, verður ekki komizt hjá því að krefjast kjarabóta . . .“ Þetta segir ráðstefna, sem stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar i verkalýðshreyfingunni hafa boðað til. Svo held- ur Mbl. og Alþbl. því fram dag eftir dag, að það sé stjórnarandstaðan, sem standi ein að því að krefjast kjara- bóta og það sé af póhtískum ástæðum til að koma ríkis- stjórninni á kné!! En hvernig stendur á því, að helztu framámenn stjórnarfloKkanna standa fyrir því að boða til sérstakrar ráðstefnu og fylkja liði ti! að krefjast kaup- hækkana? Þeim er það hreint ekk: ljúft þvert ofan í skrif Mbl., en þeir eru neyddir op nauðbeygðir til þess vegna þess ástands, sem „viðreisniu“ hefur skapað. Mbl. sendir þessari ráðstefnu svuðningsmanna sinna heldur kaldar kveðjur Það kaliai bá. sem telja óhiá- kvæmilegt að bera hönd fyrir hcfu.ð sér, þegar hin ofsa- lega dýrtíðarholskefla ríður yfir. „laudráðamenn"!! Hallciéra Bfamadóttir níræð á morgsins Heimilisiðnaðarsafn hennar varðveitt í Bændahöllinni Ein í hópi merkustu íslenzkra kvenna verður níræð á morgun, mánudaginn 14. október. Það er Halldóra Bjarnadóttir á Blöndu ósi, fyrrverandi kennari, skóla- stjóri, ritstjóri, rithöfundur og óþreytandi hetja í baráttu fyr- ir íslenzkri heimilismenningu. Þann dag ætlar hún að dveljast hjá vinum sínum í Reykjavík. Ævi Halldóru Bjarnadóttur hefir verið með óvenjulegum hætti, svo sem búast mátti við þegar í hlut átti svo óvenjulegur persónuleiki. Hún er Húnvetn- ingur að ætt, fædd á Ási í Vatns dal 14. október 1873. Hún er því nítjándu aldar kona, aldamóta- kona, og hefur þar að auki átt þátt í að móta meir en 60 ár af tuttugustu öldinni. Átta ára gömul fluttist hún til Reykja- víkur með móður sinni. Hún átti um hríð heima hjá Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara og fræðimanni. Þar las hún þús- lestra kornung, horfði á skóla- pilta Latínuskólans koma á haustin og fara á vorin. Hélt í hestana fyrir Þorvald Thorodd- sen og Ögmund Sigurðsson, þeg- ar þeir voru að búa upp á, til rannasóknarleiðangra um landið og var „uppáhaldið hans Helge- sen“ í ungum og upprennandi barnaskóla í Reykjavík og lærði þar söng hjá Jónasi Helgasyni tóhskáldi. Ung fór hún að búa börn undir skólanám, lærði karl mannafatasaum, var kaupa- kona á æskustöðvunum, og að lokum farkennari 17 ára gömul og stundaði þá íþrótt til tuttugu og tveggja ára aldurs. Næst lá leiðin til Noregs. Þar lauk hún kennaraprófi 1899. Þar kynntist hún andlegum íeið togum eins og Christopher Bruun og Thorvald Klaveness, sá marg sinnis Henrik Ibsen, hlustaði á hljómleika hjá Grieg og teygaði, eins og þyrstur svala drykk, af norskum bókmennt- Að kennaraprófi loknu fór hún heim til íslands og gerðist stundakennari við barnaskól- ann í Reykjavík. Stundakennsla var illa borguð, en fasta kenn- arastöðu tókst Halldóru ekki að fá þrátt fyrir ágæta menntun og mikla hæfileika. Því vildi hún ekki una og sagði upp kennslunni. Bríet Bjarnhéðins- dóttir tók vasklega upp hanzk- ann fyrir hana í blaði sínu og færði rök fyrir því, að Halldóra Bjarnadóttir væri ekki aðeins vel menntaður kennari, heldur hefði hún komið með ný upp- eldissjónarmið inn í barnaskól- ann. Það kom fyrir ekki. Nú hvarf Halldóra til Noregs á ný. Þar fékk hún kennara- stéðu og hvarf ekki beint til ís- lands fyrr en árið 1908, er hún var skipaður skólastjóri við barnaskólann á Akureyri. Skólastjóri var hún i 14 ár. Þá flutti hún til Reykjavíkur og varð handavinnukennari við Kennaraskólann og jafnframt ráðunautur almennings í heim- ilisiðnaði. Síðan lá leiðin til Ak- ureyrar aftur og hún átti þar heima í mörg ár. Árið 1946 stofn aði svo Halldóra Tóvinnuskól- ann að Svalbarði í Þingeyjar- sýslu og stjórnaði honum í 9 ár. Auk alls þessa var Halldóra Bjarnadóttir sístarfandi að mál efnum kvenna á mörgum svið- um. Hún stofnaði Samband norðlenzkra kvenna og stjórn- aði því í mörg ár. Hún barðist af alefli fyrir efling íslenzks heim- iiisiðnaðar, stóð fyrir fjölda heimilisiðnaðarsýninga um allt land og einnig erlendis. Hún ferðaðist um byggðir íslendinga í Vesturheimi í boði Þjóðræknis- félagsins og hélt þar fjölda sýn- ínga á heimilisiðnaði. Hún tók þátt í fundahöldum áhuga- samra kvenna og hvar sem hún kom nærri málum,_ fylgdi henni líf og kraftur. Á landsfundi kvenna á Akureyri 1926 stóð hún við hlið hinnar miklu hetju, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. — „Tveir karlmenn fengu að taka til máls“ á fundinum og var sannarlega nóg. Konurnar þar voru vissulega ekki hjálpar ,þurfi og höfðu um nóg að tala og um nóg að sýsla í heila viku. Og málefnin, sem rædd voru, reyndust öll að vera velferðár- mál lands og þjóðar. Piltarnir sem „fengu að tala“ voru Sig- urður skólameistari og Haraldur Níelsson. Eitt af mörgum afrekum Hall- dóru Bjarnadóttur er stofnun ársritsins Hlínar. Það gaf hún út í meir en 40 ár. Ritið varð í höndum hennar gagnmerkilegt, og saga þess öll er með þeim hætti, að til mikils lærdóms mætti vera. Þegar útgáfan fór af stað, gaf hún kost á forstöðu fyrir Hlín „ef konurnar vildu styðja það með því að afla áskrifenda, taka ekki sölulaun og standa vel í skilum“. Konurnar brugðust henni ekki í þessum efnum. Sjálf annaðist hún prófarka- lestur og útsendingu. Ritið varð svo ódýrt að undrum sætti, kaup endafjöldi mikill og vinsældir eftir því. Henni tókst að fá fjölda manna og kvenna til þess að leggja til efni, kvæði, frá- sagnir, fræðandi ritgerðir um margs konar efni, hugvekjur og pistla. Það varð í einu vekjandi, fræðandi og til skemmtunar. Hlín efndi til verðlaunasam- keppni um íslenzk húsgögn, um bezt gerðu karlmannasokkana og beztu ilepppana, beztu gluggatjöldin, bezta litla teppið framan við rúmstokkinn og beztu gólfmottuna. Ekki gleymdi hún börnunum, og lét Hlín flytja litprentaðar síður með efni við þeirra hæfi, sem síðan kom út sem sérstök bók. Hlín var heimilisrit í beztu merkingu. Auk barnabókar Hlínar samdi hún Kvæði og leiki fyrir börn gaf út Vefnaðarbók Sigrúnar Blöndal og nokkrar íslenzkar uppdráttarmöppur fyrir útsaum og vefnað. Halldóra Bjarnadóttir hefur haft hina ágætustu samvinnu við fjölda karlmanna um hin fjölmörgu áhugamál sín landi og þjóð til gagns og nytsemdar. Af hinni áhættusömustu sam- vinnu við þá hefur hins vegar ekki orðið. Hún hefur aldrei gengið í hjónaband. Halldóra Bjarnadóttir er heiðursfélagi í Búnaðarfélagi íslands, og mun fólkinu í sveit- um landsins þykja það að verð- leikum. Hún hefur ánafnað Búnaðarfélaginu til varðveizlu í sérstöku herbergi í Bænda- Framhaie á 13. síðu. Skrifað og skrafað Fr :!Q al ti <lðu ráðið' að færa sig svolítið í þá áttina. Loks fellir Ólafur dóminn og segir: „Aðeins þetta. íslendingum er engin vcrkunn. Þeir eíga ekki aðeins fegurra land en flestir aðrir, heldur eiga þeir meiri auð í elfum landsins; iðrum jarðar og slcauti hafs- ins en titt er. Og þeir búa a.uk þess i dag við betri kjör en nœr allar aðrar þjóðir verald arinnar.“ Þetta er fallega sagt um landið og hvergi ofmælt. En samt skortir eitt, og Ólafur minnist ekki á það heldur. Við eigum ekki jafngóða ríkis- stjórn — ríkisstjórn, sem hæf ir landinu og gæðum þess. Það er nú meinið. Það er takmark að gagn í „auði í elfum“, ef ríkisstjórnin hefur ekki dug til að ráðast í virkjanir. Og auðurinn í skauti hafsins skerðist talsvert, ef ríkisstjórn in hleypir hremsilýð annarra þjóða hiklaust í sjóðinn. Til hvers er að eiga ærinn auð, ef ríkisstj. kveikir í honum dýr- tíðareld? Það varpar óneitan lega allmiklum skugga á gott og fagurt land og hafa lélega og öfughenta ríkisstjórn. Og ofan á allt saman búa íslendingar við betri kjör en nær allar aðrar þjóðir heims, segir Ólafur. Þarna flóði út úr hjá forsætisráðherranum. í hverju skyldu yfirburðakjör- in einkum vera fólgin? Lík- lega í þeirri náð að fá að vinna allt að helmingi leng- ur dag hvern en aðrar þjóðir fyrir nauðþurftum sinum. En hvernig stendur annars á því, að ísland er nú talið annað ódýrasta ferðamannaland í Evrópu, og Mbl. hefur meira að segja hvað eftir annað hossað þeirri dásemd? Það er líklega i samræmi við aðra hagspeki ríkisstjórnarinnar, að lifskjör heimafólksins séu því betri sem landið sé ódýr- ara ferðamannaland. Það þyk ir líklega sannast á Spáni, sem er enn ódýrara ferða- mannaland en ísland. T í M I N N, sunnudaginn 13. október 1963. — %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.