Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 9
tólftu öld — á mykjuskán Guðmundur Karl málar í nýklassiskum stíl. Hér stendur hann hiá elnni uppstillingar-mynd sinnl. (Ljésm.: Kárt). Guðmundur Karl Ásbjörns- son er ungur listmálari, sem lítið liefur haft sig í frammi við að sýna verk sín opin- beríega hér, hann hefur ekki enh sem komið er, efnt til sér sýningar; það var fyrir ein- hverja tilviljun, að ein mynd eftir hann var með á sam- sýningu Myndlistarfélagsins í vor eð leið. En hann œtti að vita lengra nefi sínu um sitt- hvað, er að myndlist lýtur, þvi að næsta vor útskrifast hann frá Listaháskólanum í Flórens, þar sem hann hefur verið við nám undan far- in ár. Hann kom heim í sumar og var að tygja sig til ferðar út aftur, þegar við hittum hann á dögunum og spjölluðum við hann um stund. — Eru fleiri íslendingar, sem ganga í þennan sama skóla cg þú? — Nei, það hefur enginn verið við myndlistannám í Flórens upp á síðkastið. En á undan mér voru þar nokkr- ir við nám, t.d. Ferró og Kári Eiríksson. — En sækja ekki útlend- ingar mikið til slíks náms í þeirri fornfrægu borg? . — Það er ekki sérlega mik- ið af námsfólki frá Norður- löndum við listaháskólann. Flestir koma að austan. Ég hygg að flestir séu frá Grikk- landi, einnig Tyrklandi, og fjöldinn allur er þar líka frá Saudi-Arabíu. Mest furðaði ég mig á því, hve ríflega námsstyrki þeir fengu frá heimalandi sínu. hvorki meira né minna en þrjátíu þúsund krónur á mánuði, af þessu lifðu þeir auðvitað eins og greifar á móts við okkur hina, sem verðum að láta okkur nægja fjögur—fimm þúsund krónur eða svo. En það eru nú víst ekki arabiskir á- hugamenn, sem fá slíkar fúlg ur sendar frá heimaríki sínu heldur munu þeir, sem slíks verða aðnjótandi, flestir vera skyldir eða venzlaðir kon- ungsfjölskyldunni eða af- sprengi annarra yfirstétta. — Er ekki dýrt að fram- fleyta sér þar syðra? — O jú, ekki er þvi að neita. Bein skólagjöld eru, sem betur fer, ekki há, því að þetta er ríkisskóli. En gott húsnæði kostar varla minna en hér, gott herbergi fæst varla undir tvö þúsund krón- um á mánuði, nema í gömlu borginni, en þær vistarverur kærum við okkur ekki um, sem til þess þekkjum af reynslunni. — Og hvað finnurðu þeim til foráttu? — Þeir eru hissa á þvi ítalirnir ,að Islendingar geti ekki hafzt þar við fyrir kulda, en samt er það svo. Ég leigði einu sinni herbergi þar og geri það ekki oftar, ég gat eiginlega hvorki sofið þar né unnið fyrir kulda á vetr- um. Þetta eru nefnilega mest- an part margra alda hús- greni, allt frá tólftu öld, þar sem allir vindar næða um, sé þrjátíu stiga frost úti, þá eru líka þrjátíu stig inni. Þó eru til ofnar í þessum vist- ar verum, en þeir hrökkva, hvergi nærri til að hita upp herbergin, nema í hæsta lagi einn metra frá sér. ítalimir eru þessu svo vanir, að þeir láta sér ekki bregða, og gera sér að góðu að búa í þessum útihúsum, þar sem allt frýs á vetrum, sem frosið getur. — Eru þá allflest hús eld- gömul í miðborginni? Hefur ekki verið endurbyggt þar á seinni árum? — Jú, að vísu hefur verið byggt í stað þeirra húsa, sem farið hafa forgörðum, og í hinum nýrri er auðvitað skap legra að búa. Annars er það oft ekki sýnilegt hið ytra, að ný hús hafi verið byggð. Um það gilda strangar reglur, hvers konar hús megi byggja og hvar. í gamla borgarhlut- anum verður að byggja hús í gömlum stíl, svo að þau stingi ekki um of í stúf eða raski útliti hverfisins. Það þýðir samt ekki, að Flórensbúar séu svo óskaplega íhaldssam- ir eða gamaldags í bygging- armálum. Þeir standa ein- mitt mjög framarlega í húsa- gerðarlist ,eins og sést í hin- um nýjum úthverfum borg- aanna, sem eru einhver sá fallegasti nýtízku arkitektúr, sem maður sér nokkurs stað- ar. — Fæst þú mest við að mála mannamyndir? — Ég hef gert mikið af að mála portrett, einnig upp- stillingar, árin mín þar syðra, en í hvert sinn sem ég kem heim, dreg ég mig eftir lands- lagsfyrirmyndum, eins og t.d. nú í sumar, tek skissurnar út með mér og vinn að þeim yfir veturinn. — Mér skilst, að þú sért innsti koppur í búri hjá hin- um fræga Annigoni. Er hann orðinn kennari þinn? — Ekki beinlínis. Ég kynnt- ist honum þar úti, hann býr einmitt í Flórens. Hann varð mér strax við fyrstu kynni mjög vinsamlegur og bauð mér að heimsækja sig og leita hjá sér ráða, hvenær sem ég vildi. Ég hef því oft heimsótt hann á vinnustof- una og lært mikið af því; fengið hjá honum holl ráð. Hann er líka mjög skemmti- legur persónuleiki, svo að ég tel mér mikið happ að hafa kynnzt honum. — Gengur málurum þar syðra ýfirleitt vel að lifa af list sinni? ■ — Ég er viss um, að all- flestir þeir, sem færir eru í list sinni, lifi góðu lífi, og þeir, sem hljóta nokkra frægð, verða margir stórríkir menn á ekki löngum tíma. Þar er mikið keypt af lista- verkum, fyrst og fremst eru þar margir auðmenn, sem safna listaverkum, og yfir- leitt í borgum Norður-ítalíu er ákaflega mikil velmegun, að því leyti er þar annar heimur en á Suður-ítalíu, þar sem fólk á við óheyrilega örbirgð að búa. Iðnaður og verzlun í norðurborgunum náði sér fljótt á strik eftir stríðið. Maður hlýtur að draga þá ályktun t.d. af öll- H um bílafjöldanum í Flórens, « að borgarbúar hafi mikið fé ffl handa á milli. Það er óvíða annars staðar eins krökt af 8 bílum og þar i borg. Og eftir B ^ramhalo f 13 (iðu Sjálfsmynd eftir Guðmund Karl. spellvirki, eu þá kast'ar auðvitaðj tólfunum. Nærri lagi mun veraj það, sem ölkær maður sagði eitt sinn: „’Mér finnst ekki verandi: með fullum mönnum, nema ég sé fullur sjálfur. Þeir eru svo leið- inlegir". Ölvun er sjálfsköpuð geggjun á misjafnlega háu stigi. í þessu sambandi á við það, sem Guttorm- ur skáld Guttormsson segir í ljóði sinu um prestinn á vitlausra spjtalanum: „Og einmitt að allir hann skildu,! af ástæðu kom, hinni gildu, að vitlaus hann var eins og þeir‘. Ölvuðum finnst, að þeir skilji hvorir aðra, og sitja þá tíðum sælir við spjall, þó bull sé, og veki þeim hroll, þegar af þeim rennur, ef þeir muna eftir því. SamkomuspjöII. Mikið er núorðið rætt, eins og eðlilegt er um ómenningu þá, sem fylgir ofdrykkju fólks á almenn- um skemmtisamkomum. Félags- heimilin, sem búið er víða að koma upp með ærnum kostnaði af miklum myndarskap, eru í vanda stödd. Brennivínsberserkir vaða uppi og ferðast jafnvel langar leið ir til þess að láta skarka á manna- mótum. Þeir setja með drykkjulát- um andstyggilegan svip á stórar samkomur. Minni „hetjur* taka sér þá til fyrirmyndar og fylla í skörðin. Kvenfólkið, sem gæti haft mikil siðfágunaráhrif. sýnir ekki andúð sína á ofurölvun sem skyldi, en tekur um of þátt í gervigleðinni. „Stelpurnar eru að verða eins og við“, sagði strákur nýlega fyrir rétti. Varla er réttmætt að hneykslast meira í þessu sambandi á stúlk- um en piltum. Hins vegar getur konum verið enn þá hættulegra en körlum að drekka frá sér að- gát og verða ofurölvi. Auk þess er svo í málinu sá dapurlegi sann- leikur, sem vitur maður orðaði þannig: „Ef konan vakir ekki, þá vakir enginn“. Fyrirskipað er, að lögregla mæti á samkomunum og veitir venju- lega ekki af því. Hún gengur um og „ussar“ á lætin. Er það til bóta, en nægir ekki. Enginn má við margnum, þegar hann tekur sig til. Hún fjarlægir einn og einn óróabelg við og við, en ef engin fangageymsla er tiltæk, og svo er víðasthvar, þá koma hinir fjar- lægðu aftur, eins og boltar af þaki. Stóru samkomurnar verða ýms- ar af þessum sökum ekki til þess gagns og gleði, sem þær annars gætu verið, og mörgum verða þær hreint og beint hvimleiðar, svo ekki sé meira sagt. Það þarf að taka harðara en gert er, á ölæðingum, sem spilla Framhald é 13. tfBu. T í M I N N, sunnudaginn 13. október 1963. — i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.