Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 15
Sextugur í dag: ús Jónsson Vigfús Jcnsson, oddviti, á Eyrar bakka er sextugur í dag, fæddur 13. okt. 1003 í Reykjavík. Voru foreldrar hans hjónin Jón Vigfús- son síeinsmiður og Helga Sigurð ardóttir. Vegna veikinda móður sinnar var Vigfús tekinn í fóstur hálfs mánaðar gamall til föður- systur sinnar Margrétar Vigfús- dóttur og manns hennar Tómasar Tómassonar formanns í Garðhæ á Eyrarbakka. Hjá þeim mætu hjón um óist Vigfús upp og naut hins bezta uppeldis. Vigfús tók snemma þátt í félagsmálastarfsemi í Ung- mennafélagi Eyrarbakka og tileink aði sér hugsjónir ungmennafélags skaparins, sem hann hefur verið trúr alla tið síðan. Hann hefur t.d. aídrei neytt tóbaks 'né áfengis. Snemma hneigðist hugur Vig- fúsar til smíða og gerðist hann hag ur vel og trésmiður góður án þess að læra þá iðn sérstaklega. Tók hann sveinspróf í trésmíðaiðn og stofnaði Trésmiðju Eyrarbakka með Bergstoini Sveinssyni og ráku þeir það fyrirtæki í mörg ár og vann Vigfús þar. Árið 1942 var Vigfús kosinn í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps og hefur átt þar sæti síðan. Oddviti varð hann 1946 og sýslunefndar- maður 1950. Öll þessi ár síðan V:gfús var kosinn oddviti má segja að hann hafi helgað Eyrarbakka- hreppi alla starfskrafta sína. Hann tók þátt í stofnun Hraðfrystihúss Eyrarbakka þegar það var reist fyrir mörgum árum og hefur verið framkvæmdastjóri þess síðan. Mörg fleiii trúnaðarstörf hefur Vigfús með höndum þó ekki verði það rakið hér. Útgerð rekur Vigfús í félagi við annan mann og eiga þeir saman mótorbátinn Öðling sem stundar sjó frá Eyrarbakka. Viðfús er hógvær í skapi og þýður í framkomu og hvers manns hugljúfi og hinn mesti drengskap- armaður. Hann er starfsmaður cnikill’, úrræðagóður og samvinnu þýður. Vill hann hvers manns vandræði ieysa og snúa til betri vegar. Vigfús hefur sýnt í störf- um einstaka fórnfýsi og áhuga fyrir velferð Eyrarbakka og fólks- ins, sem þar býr. er óhætt að segja, að hann hafi átt manna mestan þátt í því hversu atvinnu- líf hefur blómgazt' þar og velmeg- un aukizt. Þá hefur Vigfús einnig lagt gott til almennra framfara- máia í Árnessýsl'u, og ekki legið á liði sínu þar sem hann hefui' verið til kvaddur um siarf og stuðning. Eyrarbakki er eitt elzta kauptún þessa lands, en um tíma leit út fyrir að mannlífsútsogið á hinni frægu brimströnd ætlaði að verða svo sterkt vegna þjóðlífsbreytinga, að Bakkinn færi, í auðn, en Vig- fús Jónsson, sem þar átti sin bernsku- og æskuspor, varð" sér' gæfumaður að halda fast í taug- ina, sem rekka dregur föðurtúna til. Hann sleppti því taki aldrei, og nú vilja margir eiga með hon- um heima á Bakkanum og meðal annars vegna trúmennsku og starfs Vigfúsar er nú hægt að eignast farsæl lífsskilyrði þar ekki síður en annars staðar. Ég vil nota þetta tækifæri, sex- tugsafmæli Vigfúsar, til þess að senda honum kveðju mína með þakklæti og árnaðaróskum. Ágúst Þorvaldsson. Volkswagen lítið keyrður, til sölu. Bíllinn er í góðu lagi, model 1958. Upplýsingar gefur Valgeir Jónasson, Bifreiða- verkstæði FOSS, Húsavík. Þakjárn í 6—10 feta lengdum Verð kr. 13,70 pr. fet (með söluskatt, KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA byggingavörudeild — Sími 50292 Fundarboð SLYS KH-Reykjavík, 12. okt. — Kl. 12,50 í dag 'var lögreglunni tilkynnt, að drengur til heimilis að Bústaða- hverfi 8, hefði slasazt illa af völdum sprengingar. Nánari tildrög voru þau, að Viggó Cuðmundsson, sem er 15 ára að aldri, hafði verið a'ð fikta með hvellhettu í litlum skúr við hliðina á heimili sínu. Hvellhett- una hefur hann .fengið á vinnustað sínum, en hann var í byggingar- vinnu. Hann hafði tengt þræðina á hvellhettunni við rafhlöðu á. vasa- Ijósi. Hann slasaðist mikið í andlit- inu, og svo var sprengingin öflug, að félagi hans, sem var hjá honum, kastaðist út úr skúrnum. ÁGÆTAR FISKSÖLUR Framhaíd af 1. síðu. Síldarmjöl og -lýs'i: Verð á síld- armjöli og síldarlýsi hefur farið hækkandi síðustu vikurnar, en töluvert var eftir óselt af síldar- mjöli frá síðustu vertíð þegar ver- tíð hófst í vor. Mestallt síldar- mjölið er þó farið úr landi, því eftirspurnin hefur farið vaxandi á heimsmarkaðinum, og verðið er enn að hækka. Síldarlýsið var í mjög lágu verði fyrir síðustu ára- mót, en byrjaði að hækka í janú- ar, og hefur haldið áfram að hækka síðan. Allmikið var búið að seija fyrir fram á lága verðinu, en SR eiga enn eftir að selja um 8 þús. lestir af 15 þús. lesta fram- leiðslu, og er verið að bíða eftir að selja þetta magn, þar til verðið hefur hækkað enn nokkuö. Humar: Humaraflinn varð miklu meiri í ár en í fyrra, helm- ingi meiri hjá SH, en þrátt fyrir það hefur Sölumiðstöðinni tekijzt að selja meginmagnið. Humarinn hefur aðallega verið . seldur til Englands og Bandaríkjanna. Þeg- ar ljóst varð í sumar, að frani- ; -leicslan -myndi-. verða mikil ,i.£r, lét SH hefja leit ag.nýjum mörk- uðum, og hafa markaðir fengizt í Sviss og Ítalíu, og fleiri eru í athugun. Á þessu ári hafa sölustjóra.r SH ferðazt víða um Vestur-Évrópu í þeim íílgangi að auka sölur á þessum mörkuðum, en þeir Iiafa verið erfiðari en oft áður, meðal a.ninai's vegna tolhnúranna, sem skapað íiafa ákveðna erfiðleika. Jafnframt hefur verið unnið að auknum sölum í Austur-Evrópu, sérstaklega á frystri síld, og verið' er að vinna að þessari söiu, bæði þar og í Vestur-Þýzkalandi, og væntanlega munu bráðlega ‘liggja fyrir siamningar um það, hversu mikið verður selt þangað á þessu hausli. Fundur í fulltrúaráði Sjómannadagsins verður haldinn að Hrafnistu í dag ki. 14. Stjórnin Leiðrétting í sambandi við frétt frá Stjas í Vorsabæ um hrútasýningu þar, viljum við birta tvær lejðréttingar Sú prentvilla varð, að sagt var að yngsfi hrúturinn hefði vegið 122 kg., en það átti að vera þyngsti. Enn fremur var það ranghermi, að sýningarstcri hæfust klukkan 13, þau hefjas* kl. 9 um morguninn, en sýningii; er opnuð almenningi klukkan 13 F.ll-F. Amessýslu ASalfundur FUF I Árnessýslu verS- ur haldinn fimmtudagi.nn 1ý, okt. kl. 9,30 síÖdegis aS Flúðum f Hruna mannahreppl. — Venjuleg aSalfund arstörf. Helgl Bergs mætir á fundln um og heldur ræSo usxi stjórnmátr viðhorfið, Stjórnin. ipqfpsri' ■ tíl sölu Upplýsingar í síma 10092, Þau rnisfök urðu á þingsíð- unni í gær, að aðaígreinin um sförf Alþingis í fyrradag féii niður. Greinin, sem birtasf áfti undir fyrirs^gnirsni er svo hljóðandh TK-Reykjavík, 12. okt. Setningarfundi Sameinaðs AI- þingis var fram haldið í gærdag. Aldursforseti, Ólafur Thors, stýrði fundi. Kjördeildir skiluðu áliti og voru kjörbréf öll samþvkkt, en ágreiningsmáluni, kærum og vafa atkvæðum vísað tií kjörbréfa- nefndar þingsins, enda röskuðu þau ekki kosningaúrslitum. Framsögumenn fyrir kjördeild- um voru þeir Benedikt Gröndal, Auður_ Auðuns og Alfreð Gísla- son. Ólafur Jóhannesson gerði athugasemtí við afgreiðslu máls, ins og er mál hans rakið á öðrum stað. Að lokinni afgreiðslu kjörbréfa undirrituðu þeir þingmenn sem ekki hafa átt sæti á þingi áður drengskapiirheit. Hinir nýju þing- ir.enn eru Ragnar Arnalds, Sverr- ir Júlíusson og Matthías Bjarna- son. Þá fór franl kjör forséta sam- e r.aSs þings Kjörinn var Birgir Finnsson með 32 atkvæðum. Karl Kristjánsson hlaut 19 og Hanni bal Valdimarsson 9. 1. varaforseti var k.iörinn Sigurður Ágústsson og 2 varafors:'f.i Sigurður Ingimund- arson. Að loknu kjöri forseta fór fram kcsning kjörbréfanefridar. Fram komu þrír bstar. A-listi með nöfn unum Einar Ingimundarson, Matt- uíf s. Á. Mstthíesen og Eggert G. Þorsteinssoii B. Iisti með nöfn- unum Ólafur Jóhannesson og Her- . mainn Jónasson og C-listi með nafni Alfreðs Gíslasonar. Kosning fói þanni’ að A-listi fékk 32 at- kvæði og 3 kjörna, B-listi 19 at- kvæði og 2 kjörna, C-listi 9 at- kvæði og (ngan kjörinn. Skrifarar S.þ voru kiörnir Ólafur Björns- srn og Skuli Guðmundsson. Þá fór fram kosning 20 þing- manna til ffri deildar. Þessir voru kjörnir: Ásgeir Bjarnason, Páll Þorsteinssf j) Karl Kristjánsson, Óiafur Jóhannesson, Hermann Jón asson og Helgi Bergs. — Sigurður óli Ólason, Bjartmar Guðmunds- son Ólafur Björnsson, Gunnar Thoroddsen, Magnús Jónsson, Jón Arnasoi). Þorvaldur Garðar Kristj ánsson og Auður Auðuns. — Jón Þorsteinsson, Eggert G. Þorsteins son og Guðmundur í. Guðmunds- son. — Björn Jónsson. Alfreð Gísiason og GHs Guðmundsson. Að loknum fundi í sameinuðu þingi voru fundir settir í deildum. Aldursforsetar, Ólnfur 'Thors í neðri deild og Karl Kristjánsson í c-j'ri deild stjórnuðu fundum, þar til forsetakjöri var lokið. Forseti efri^ deildar var kjör- inn Sigarður Óli Ólason, 1. vara- forseti Eggert G. Þorsteinsson og 2. varaforseti Þorvaldur Garðar Kristjánsson Ritarar efri deildar voru kjörnir Karl Kristjánsson og Bjartmar Guðmundsson. Forseti neðri deildar var kjör inn Jóhann Hafstein, 1. varafor- seti Benedikt Gröndal og 2. vara- forseti Jónas Rafnar. Ritarar neð'ri deildar voru kjörnir þeir Sigurvin Einarsson og Matthías Bjarnason. Þá var hlutað niður sætum þing manna og að því loknu var fundum sliíið. SÝKING Fra.mhald af 10. síðu. sem slátrað verður úr Hörðudals- hreppi Miðdalshreppi og Hauka- dalshreppi, en að líkindum verð- ur það eftir rúma viku, og verður það fé rannsakað gaumgæfilega á sama hátt og féð frá Bæ og Núpi. KJARAMÁL Framhald af 16. síðu. ráði verkalýðsfélaganna í Reykja- vík var boðið að senda þrjá full- trúa og að auki er einn fulltrúi frá þessum félögum í Reykjavík: Bagsbrún, Iðju og Verkakvenna- félaginu Framsókn. Dagblaðið Vísir skýrir svo frá niðurstöðu kaupgj aldsráðstef nu „lýðræð'issinna": ,',Eftir hin'ar miklu verðhækkanir, sem orðið hafa, síðan kaup hækkaði í sum- ar, verður eklci komizt hjá því að krefjast kjarabóta . . . “ í tilefni bindindisfélagsins efnir áfengisvarnarnefnd Hafnarfjarðar tl samkomu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 í dag. Séra Jóhann Hannes- son, prófessor. flytur erindi, séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, flytur ávarp, Helmut Neumann leikur einleik á selló, organleik og söngstjórn annast Páll Kr. Páls- son, söngflokku.r Hafnarfjarðar- kirkju og Fríkirkjukórinn syngja. Okkar innilegustu þakkir og kveSjur færum vlð öllum, sem veitt hafa hjálp og sýnt ckkur samúð í veikindum og við andlát sonar okkar og bróður ' G Y L F A SiSjum ykkur guðs blessunar. Sigurlaug Jóhannesdóttir Stefán K. Snæbjörnsson Snæborg Stefánsdóttir Jónas Stefánsson Fióla Stefánsdóttir. , Ég þakka af hjarta öllum þelm, sem sýndu samúð og heiðruðu minningu eiginmanns míns ’ Ásmundai' Jónssonar frá Skúfstöðum. Sérstaklega þakka ég Tómasi Jónassyni lækni og St. Jóseps-systrum í Landakoti fyrir framúrskarandi hjúkrun og umhyggju við hann. Enn fremur þakka ég útvarpsstjóra eg starfsmönnum hans. ríkis- útvarpsins fyrir þá virðingu er þeir sýndu minningu hlns látna. Listamönnunum dr. Páli ísólfssyni, Guðmundi Jónssyni, söngvara, og Birni Ólafssyni fiðluleikara, sendi ég alúðar þakkir fyrir þeirra mikla skerf. — Fyrir hönd aðstandenda Irma Weife Jónsson. T í M I N N, sunnudaginn 13. október 1963. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.