Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 2
f ÞÁTTUR KIRKJUNNAR KAÞÓLSKA klrkjan komst syo langt að veita þeim, sem skara fram úr í því aö líkjast Kristi helgi 03 tilbeiðslu. Ef til vill eru það öfgar, og erfitt að dæma um hver stend- ur næst meistaranum, og hverj- um ber dýrlingsnafn og helgi. En eru hitt betri öfgar, sem víða kemur fram hjá öðrum kirkjudeildum og ekki sizt á hinum „frjálslyndu" og „rétt- trúuðu“ lúthersku kirkjum, að þeim er fátt eða ekkert heilagt? Sé engin helgi yfir minningu og eftirdæmi þeirra, sem bezt og grandvarast lifa og lifðu sam- kvæmt kenningum og anda Krists, þá skerðist eitthvað af inorsök fyrir því taumleysi, sem margir kvarta nú um í uppeldi og siðum. Barn, sem ekki lítur á neitt eða neinn, sem heilaga fyrir- mynd verður rótlaust rekald í straumi tizku, aldarháttar og hverfleika. Það eignast aldrei sjón út yfir hinn þrönga hring hversdagsleikans og verður and- lega vanþroska. Hið sama gjörist að meira eða minna leyti með fullorðna manneskju, sem metur ekki helgi annarra, sem skara fram úr í fagurri breytni eða hafa gjört það. Og þessi virðing fyrir heilag- leika er einnig undirstaða og að skilið en eilífar helvítiskvalir, þessi kenning, sem komið hefur alla leið að háaltari lútersku kirkjunnar, og er kennd við sjálf an Ágústín og Lúther, er út frá sjónarfniði mannúðar og mann- helgi hið hryllilegasta guðlast, sem heyrzt hefur. Og í eðli sínu er þessi helvítiskenning undirrót mannvíga og fjöldamorða, styrj- alda og eyðingar, allt frá galdra brennum til Gyðingamorða. Til hennar má rekja þá raunalegu staðreynd, að „kristnar þjóðir" eru taldar herskáustu þjóðir heims, þangað til Kínverjar eða foringjar þeirra hafa þá lært nóg til að taka upp þann vafasama titil og heiður. Það veitti því sannarlega ekki af að taka upp Allra-heilagra- messu í einhverri mynd. Ef til vill ekki á þann hátt sem móður ALLRA HEILAGRA MESSA heigi og virðingu hans sjálfs og guðshugs j ónarinnar. í uppeldi barna má al'drei gleyma að benda þeim á heilag- ar fyrirmyndir. Og erfitt er að ala þá upp, sem ekkert er heil- lagt. Virðing og lotning fyrir því, sem heilágt er skapar jarð- veg fyrir fræðslu og aga, bók- staflega markmið uppeldis, ekki sízt í trú og siðfágun. Því ætti kirkjan aldrei að gieyma. Skortur á helgidómum og helgum fyrirmyndum er meg hornsteinn þeirrar mannhelgi, sem nú er talað um svo sem helzta öryggi mannkyns gegn styrjöldum og eyðingu. Því lengra, sem mannsvitund nær í þv£, að viðurkenna og meta hið góða og fagra í fari annarra, því meiri fjarstæða verður að drepa, særa og eyðileggja. Hin gamla, hryllilega kenning um hið algjöra þýðingarleysi mannsins, og að hann sé ekki annað en „glötunardyngja ‘ mold og maökafæða, sem eigi ekki ann kirkjan kaþólska, sem kenndi að dýrka og tilbiðja Maríu og Jósef, Birgittu og heilagan Franz. En áreiðamega þannig, að sérstak- an dag árlega bæri að minnast skærustu l]ósa mannkyns í for- tíð og nútið. Benda á þessi ljós. Færa þau undan mælikerinu og í Ijósastikuna, ef svo mætti segja. Þannig ætti ekki að gleyma að kenna fólkinu um Albert Schweitzer, Tryggve Lie, Ralph Bunch, Gandhi, Kagawa og fieirl, sem fáir þekkja til hlít ar, þótt hins vegar nöfn morð- ingja og stríðsvarga þyki sálu- hjálparatriði á söguprófum. En hitt ætti þá ekki heldur að gleymast á slíkri nútíma Allra heilagramessu, að minna á helgi og gildi hverrar einustu manns sálar, jafnvel hinna aumustu allra, jafnvel fólks, sem sýnist hafa glatað öllum manndómi sín um og mannsveru í drykkjuskap, löstum og syndum. Stundum finnur maður þar skærustu perl ur og dýrasta gull í allri sorp- hrúgunni. Og þá furðar mann ekki þótt Kristur legði leið sína um helvíti á leið sinni til himins, stigi niður til heljar, af því að hann vissi að þar duldist ltka eitthvað heilagt, fagurt og guð- dómlegt, sem þurfti að bjarga og frelsa. Og urðu ekki „allir heilagir" fyrst' og fremst heilagir vegna þess, að þeir leituðu að hinu týnda til að frelsa það? Þeir vissu að glataði sonurinn átti dýrmæta sál engu síður en hinn prúði eg „syndlausi", sem alltaf var heima. „Víða til þess vott ég fann þótt vendist oftar hinu, að Guð á margan gimstein þann, sem gióir i mannsorpinu". segir skáldið frá Bólu, sem ekki var nú myrkur í máli um mann- lega galla yfirleitt. Það er vegna hins heilaga og guðdómlega í hverri sál, sem við ættum að taka upp minningar- dag um skærustu ljósin eða sól- irnar á ferli kristins dóms, en fela þau eða þær ekki lengur bak við ský tómlætis og skugga björg vanþekkingar og heimsku. Árelíus Níelsson. Hjálpar- beiðni Svo sem alþjóð er kunugt af fréttum, urðu hjónin í HömluJholt um fyrir því tjóni, að íbúðarbús- ið brann ofan af þeim aðfaranótt mánudags s.l. Þar með urðu átta börn heimilislaus á aldrinum 9 mánaða til 15 ára. Ölluim má ljóst vera bjargar- leysið eftir slíkt áfall og hve ömur legt það er að horfa á fríðan bamahóp tvístraðan eftir áfallið. Landsmenn hafa oft áður brugð ið skjótt við til hjálpar í líkum tilfellum, þess vegna er það von sveitunganna að með sameiginleg um fjárstyrk verði unnt að bæta tjónið. Því leita ég nú á náðir almenn ings um fjárhagsaðstoð, svo unnt verði, hið fyrsta, að veita hjónun- um pg gáfuðum og efnilegum börnum þeirra heimili að nýju. Blaðið hefur góðfúslega orðið jr- I Árið 1961 hóf Þjóðkirkjan þátt- töku í srarfsemi, sem miðar að því að auka kynni þjóða í milli. Fór þá hópur níu ungmenna vest ur um haf, en þrír amerískir ung lingar dvöldu hér í eitt ár. Næsta ár voru íslenzku þátttakendurnir 15, en hinir amerísku 4. Yfirstand andi skiptiár dvelja 20 íslending ar vestra, en hinir erlendu gisti- vinir hér eru enn aðeins 4 Ungmennaskipti þessi hófust upphaflega eftir síðari heimsstyrj öldina, er Bræðrakirkjan í Banda- ríkjunum beitti sér fyrir því, að þýzkir unglingar fengju að dvelja á amerískum heimilum. Tilhögun 15. júlí næsta sumar mun ís- lenzki hópurinn halda vestur um haf. Verður fiogið með Loftleiða flugvél til New York, en síðan við beiðni um að veita fjárfram legucn viðtöku. Árni Pálson, sóknarprestur. dvalið í r.okkra daga í háskóla á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem hinir erlendu hópar blandast og fá sín fyrstu kynni af banda- rísku þjóðlífi. Síðan tvístrast hóp urinn og hver heldur til þess heim ilis, sem honum hefur verið út- hlutað og hann hefur áður staðið í bréfaskiptum við. Um svipað leyti kemur banda- ríski hópurinn hingað og fær sín fyrstu kynni af íslenzku fjöl- skyldulífi. Hingað til hefur Kefla vík verið eini staðurinn utan Reykjavíkur, sem hefur tekið skiptinemenda öll árin, en auk þess dvaldi skiptinemi í Hafnar firði eitt ár. Þátttakendur. Umsæk.’.endur verða að vera •orðnir 16 ára 1. sept. 1964 og ekki eldri cn 18 ára sama dag, til þess að geta tekið þátt í næstu skiptum. Þeir verða að hafa góða undirstöðuþekkingu í enskri tungu. Allar nánari upplýsingar veitir æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar á skrifstofu biskups, Klapparstíg 27, súmi 12236, og afhendir hann einnig umsóknareyðublöð. Verða umsóknir að hafa borizt fyrir 12. desember. Sýning á ódýrum trésmíðavélum GB-Reykjavík, 31. okt. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða vélasýningu, sem Everest A FÖRNUM VEGI EITT AF FYRIRBRIGÐUM hinna síöustu tlma er það, að verðlauna með hlnu óskaplegasta brambolti og hástemmdu skrumi friðleik kvenna, ungra stúlkna, sem hafa í vöggugjöf þegið snoturt and- litsfall, sem þeim er á engan hátt sjálfrátt. En ekki hafa sextugar mæður ennþá verið sæmdar heiðri sem bezt hefur tekizt að varð- veita æskufegurð sína, og væri þó snefili af viti í því. En nú er að sjá hversu mikilsvert það hef- ur orðið fyrir þessar fegurðardis- ir að hafa hlotið þennanr drottn- ingartitil. Um það segir blað eitt á þessa lcið: „ÞAÐ MUN HAFA verið eitthvað fyrr en 1940, sem þessi auglýs- ingaherferð var hafin tll að velja „fegurðardrottningar". Um 30 ungar ítúlkur hafa hlotið æðstu titlana: „Ungfrú Evrópa", „Ung- frú heimur" 00 „Ungfrú Alheim- . ur". Átján þessara glæsikvenna hafa gifzt. Tiu af þeim hjónabönd um hafa sundrazt vegna óreglu og ólifnaðar. Sum þeirra hjóna- banda sem eftir hjara, riða þó til falls. Þær, sem ekki hafa gifzt, skiptast í tvo hópa. í öðrum hópn um hafa stúlkurnar reynt að fremja sjálfsmorð, en í hinum hópnum, sem eru fleiri í, eru stúlk urnar stöðugt undir iæknisgæzlu, vegna bilaðra tauga." — ÞETTA er þá árangurinn af öllu tilstandlnul Slík eru örlög þess- ara drotfninga. Og þetta er talið eitt af menningarfyrirbærum sam tíðarinnarl! Ego. Trading Company hefur sett upp í anddyri Háskólabíós og stendur til fimmta nóvember. Á sýningunni eru eingöngu tré- smíðavélar frá Ungverjalandi, og fullyrtu innflytjendurnir, að vélar þessar væru yfirleitt um 25% ódýr- ari en gerist um sams konar vélar á heimsmakaðnum, enda gengju þær nú vel út, hefðu selzt upp undir tuttugu síðan sýningin hófst. Þetta er þriðja vörusýningin, sem Everest Trading Company set- ur upp, hin fyrsta var sýning á tannlækningatækjum, sú hin fyrsta hér á landi og haldin í Gefjunar- skáianum í Kirkjustræti Þá hafði fyrirtækið sýningardeild á Kölnar- messunni í sumar eð leið og sýndi þar loftverkfæri frá amerísku verksmiðjunni Senca, sem það hefur umboð fyrir um alla Evr- ópu. Fagur boðskapur Nú eru þvingunar- og kúgun arlögin komin fram á Alþingi. Er rakið annars staðar í blað- inu, hvernig þau eiga að verka og að hverjum að beinast fyrst og fremst. Er athyglisvert, að bera þau saman við þau skrif, sem birzt hafa í Alþýðublað- inu undanfarið um ástandið í efnahagsmálunum, öngþveitið og óréttlætið og misskiptingu teknanna. Var ekki unnt að skilja Maðið á annan veg en þann, að ríkisstjórnin hygðist fyrst og fremst beina aðgerðum sínum gegn stórgróðamönnun- •um í þjóðfélaginu, taka af þeim skerf og dreifa meðal hinna lægst launuðu. Fögur fyrirheit S.I. sunnudag segir Alþýðu- blaðið þetta: „Hin hefðbundnu deiluatriði í kapitalistisku þjóðfélagi eru ekki aðeins vinnulaun, heldur einnig ágóði. í nágrannalönd- um okkar kemur sja'ldan fyrir, að frjálslyndir flokkar herði að öðru, þegar þjóðarhagur krefst nema herða einnig að hinu. En hér á landi virðist ekkert vera til, sem heitir gróði, því að all- ir atvinnurekendur keppast um að sanna með ítarlegum talna- dæmum, hve þeir tapi óskap- lega miklu. Þó fer aldrei neinn á hausinn. Ágóði er sjaldan bókfærður hjá íslenzkum fyrirtækjum. Honum er stungið undan og eigendur taka hann út í hlunn- indum bjá fyrirtækjunum, sem kaupa fyrir þá bfla og reka þá, senda menn í ferðalög, halda fyrir þá veizlur og svo fram- vegis. Það er þessi óbeina tekjulind, sem skapar lúxus- lífskjör á íslandi í dag . . . Nú kemur einu sinni sem oftar að skuldadögum, og verður að tryggja jafnári dreifingu tekn- anna. . . . Þegar svo er komið verður að ná tii gróðans ekki síður en vinnu'launanna. Það verður að herða stórlega skattaeftirlit og taka upp refs- ingar, sem fæla menn frá skatt- svikum. Það verður að fylgjast betur með kostnaði fyrirtækja og frádráttarliðum þeirra. Á þennan hátt verður ríkið að draga til sín stórfé, stöðva ó- hóflega kaupgetu hinna fáu, en nota féð til félagslegra ráð- stafana, sem koma láglauna- fólki til góða.“ Á miðvikudag segir svo Al- þýðuMaðið ennfremur: „Hvernig er hægt að jafna kjarabætur þær, sem fengizt hafa á siðustu mánuðum, án þess að fella krónuna? — Al- þýðuflokkurinn hefur fullan vilja á að leysa þetta vandamál þannig, að láglaunastéttirnar, sem hafa fengið minnstar kjarabætur, megi við una.“ Hva$ hafa þeir veriö að gera? Eftir að hafa setið við stjórn- völinn ásamt Sjálfstæðisflokkn- um hátt á fimmta ár er þetta tónninn í málgagni Alþýðu- flokksins. Hvað hafa mennirn- ir verið að gera þennan tíma? — Þeir hafa þjarmað að lág- launastéttunum og sérstaklega unga fólkinu? Þeir hafa hlúð að stórgróðamönnunum. Þeir hafa lækkað skatta á stórfyrir- tækjunnum og gefið þeim aukið olnbogarými til að draga tekj- ur undan skatti. Þeir hafa ger- L breytt skattakerfinu öllu og Framhald á 13 síðu 2 TÍMINN. föstudairinn 1. nóvember 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.