Tíminn - 01.11.1963, Síða 8

Tíminn - 01.11.1963, Síða 8
Dr. Björn Þórðarson fyrrverandi Dr. juris Björns Þórðarson var til moldar borinn í dag. Hann lézt 25. okt s.l. nær hálfníræður að aldri. Með honum er fallinn í val- inn mikill persónuleiki, sem sett hefur svip sinn á opinbert líf á íslandi síðustu áratugi. Björn var stórgáfaður maður, hámenntaður, stórbrotinn, skyldurækinn og gagn vandaðisr maður, sem gerði mest- ar kröfur til sjálfs sín. Það varð hlutskipti dr. Björns Þórðarsonar að vera oddviti og málsvari þjóðarinnar á mestu ör- lagastundu og hátíðlegustu tíma- mótum í sögu hennar á seinni öld- um, er það kom í hlut hans að standa á Lögbergi og lýsa yfir stofnun lýðveldis og endurreists þjóðveldis. Öllum þeim, sem sáu hann þar, mun ógleymanleg mikil- úðug, fyrirmannleg og glæsileg framganga hans öll. Fáir menn munu hafa átt eins ó.'íkorað traust samferðamannanna til allrar drenglundar og réttsýni, ekki sízt í dómarastörfum. Hann var alla ævi dómari í fasi sínu og framkomu, og lög hans réttsýni og réttlætiskennd. Þó að dr. Bjöm Þórðarson þætti alla daga valds- mannslegur, aðsópsmikili og mjög formlegur ,í allri framkomu, vissu þeir, sem höfðu af honum náin kynni, að hann átti heita lund og örlátt hjarta, sem miðlaði góðfýsi og hjálpsemi. Öllum þeim, sem kynntust honum, þótti mikils um það vert. Dr. Björn var djúpskyggn og heilhuga vísindamaður, og fræði- mennska hans og ritstörf allt hið gagnmerkasta verk. Hann hlaut doktorsnafnbót fyrir rit sitt um „Refsivist á íslandi frá 1791 til 1925." Hann reit einnig mikla bók um Landsyfirréttinn frá 1800 til' 1919 og hlaut fyrir verðlaun úr „Gjöf Jóns Sigurðs- sonar". Þá kom á efri árum út eft- ir hann lítil bók: „Iceland past and Present", og var þar saman þjappaður mikill og afar traustur fróðleikur um ísland, ætlaður enskulesandi þjóðum. Auk þess reit hann mikinn fjölda ritgerða um íslenzka sögu, lögfræði og stjórnmál í íslenzk tímarit. Síð- asta verk hans á þessum vettvangi var formennska Alþingissögu- nefndar og ritstjóra Alþingissög- unnar, og vann hann þar hið merki legasta verk á efstu árum sínum. Dr. juris Björn Þórðarson var kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur Briem bónda og alþingismanns frá Álfgeirsvöllum, og er sonur þeirra Þórður sakadómari í Reykjavík. f s.l. viku, er Björns Þórðar- sonar var minnzt á Alþingi, fórust forseta m.a. orð á þessa leið: „Björn Þórðarson var fæddur í Móum á Kjalarnesi 6. febrúar 1879. Foreldrar hans voru Þórð- ur bóndi þar Runólfsson bónda í Saurbæ á Kfalarnesi Þórðarsonar og kona hans, Ástríður Jochums- dóttir bónda í Skógum í Þorska firði Magnússonar. Hann braut- skráðist úr lærða skólanum í Reykjavík vorið 1902 og lauk lög fræðiprófi í háskólanum í Kaup- mannahöfn snemma árs 1908. Næsta sumar var hann fulltrúi hjá bæjar- o£' héráðsfógetanúm í‘ Bogense á Fjóni, en kom hingað heim um haustið,1 settist -að í Reykjavík og gerðist málflutnings maður við yfirréttinn. Hann var settur sýslumaður í Vestmanna- eyjum 1909—1910, stundaði síðan málflutning og var jafnframt starfs maður í fjármálaskrifstofu stjórn- arráðsins öðru hverju á árunum 1910—1912 og hafði auk þess á hendi setudómarastörf. Hann var settur sýslumaður í Húnavatns- sýslu 1912—1914, settur sýslumað- ur í Mýra- og Borgarfjarðarsýsl- um 1914—1915, varð þá aðstoðar- maður í dómsmálaskrifstofu stjórn arráðsins, síðan fulltrúi þar til árs- loka 1919, gegndi dómarastörfum í forföllum bæjarfógetans í Reykja vík nokkra mánuði á árunum 1916 og 1917 og skrifstofustjóraembætti í dóms- og kirkjumáladeild stjórn- arráðsins 1916—1919, hafði á hendi fyrir atvinnu- og samgöngu- máladeild stjórnarráðsins og síðar atvinnu og samgöngumálaráðuneyt ið úrskurðun sveitarstjórnar- og fátækramála 1916—1928. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1920 —1928 og jafnframt útgefandi hæstaréttardóma, en varð lögmað- ur í Reykjavík í ársbyrjun 1929 og gegndi því embætti þar til hann varð forsætisráðherra 16. desem- ber 1942. Ráðuneyti hans lét af störfum 21. október 1944. 1945 var hann skipaður formaður Al- þingissögunefndar og ritstjóri Al- þingissögunnar, og gegndi hann þeim störfum fram til ársins 1956, er þeirri útgáfustarfsemi lauk. Ýmsum nefndarstörfum öðrum gegndi hann um ævina, var for- maður húsaleigunefndar Reykja- víkur 1919—1926, formaður merkjadóms Reykjavíkur 1919— 1928, í yfirkjörstjórn við prests- kosningar 1920—1928, formaður verðlagsnefndar 1920—1921, skip- aðúr í landskjörstjórj) 1922; for- maður yfirsk’attanefndar Rpykja- Víkur 1922—1928, skipaður sátta- semjari í vinnudeilum 1926 og rík- issáttasemjari 1938—1942. Forseti Nemendasambands menntaskólans í Reykjavík var hann frá stofnun þess, 1946, meðan honum entist heilsa, og félagi í Vísindafélagi ís- lendinga varð hann 1927. Ljóst er af því, sem hér hefur verið rakið um opinber störf Björns Þórðarsonar, að hann hef- ur notið mikils og sívaxandi trausts þeirra aðila, sem um veitingu em- bætta og trúnaðarstarfa hafa fjall að. Þegar á skólaárum þótti hann vel fallinn til forustu. Hann var virðulegur í fasi, skyldurækinn og traustur, starfsamur og vandvirk- ur. Hann var lærður og glögg- skyggn lagamaður og samdi all- mörg rit og ritgerðir um lögfræði leg og söguleg efni. Doktorsprófi í lögum lauk hann við Háskóla ís- lánds árið 1927. Hann vann mikið og gott starf við útgáfu Alþingis- sögunnar og ritaði sjálfur veiga- mikinn hluta hennar, sögu sjálf- stæðismálsins 1874—1944. f störf- um sáttasemjara sýndi hann lagni og þolinmæði, í embættisstörfum reglusemi og festu. Gleggst vitni um þann trúnað og traust, sem hann naut, ber það, er honum var á umbrotatímum styrjaldaráranna falið það vandasama hlutverk að veita forustu ríMsstjórn, sem sMp- uð var utanþingsmönnum. Hér skal ekki dæmt um stefnu og störf þeirra stjórnar, en fullyrða má, að Björn Þórðarson vann með sam ráðherrum sír um af einlægum hug lagni og festu að framkvæmd þeirr ar stefnu, sem ríkisstjórn hans hafði markað sér. Og það féll í hlut Björns Þórðarsonar að vera forsætisráðherra á hinni sögulegu og hátíðlegu stund, er íslenzkt lýð veldi var endurreist að Lögbergi á Þingvjjllum 17. júní 1944. á Þingvöllum 17. júní 1944. um í persónuleika Björns Þórðar sonar, sem flestum urðu auðsæir vegna opinberra starfa hans, virðu leika þeim og trúmennsku, sem hann var gæddur. Þeir, sem kynnt ust honum nánar, þekktu hann að hvoru tveggja í senn: hátíðleik og gamansemi, strangleik og góð- vild.“ HVAR ER HÆTTAN MEST Á EIDSVOOA I BORGINNI? „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að láta fara fram athugun um, hvar geti verið mestar hætt- ur af tjóni í borginni, ef eldsvoða ber að höndum, einkum þar sem mikið af eldfimum efnum eru geymd. Borgarstjórnin felur bruna málastjórn að gera þessa athugun við fyrstu möguleika, og gefa skýrslu um hana og gera tillögur til úrbóta, ef ástæður þykja til“. Þessa tillögu flutti Björn Guð- mundsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, á fundi borgar- stjómar hinn 17. okt. s.l. „Bruninn mikli í ísaga í sumar, vakti ýmsa menn til um- hugsunar um hve geigvænlegt það er, að vera með iðnrekstur, sem mikil eld- og sprengihætta er af, inni í miðri borginni. Að stað- setja þannig rekstur í íbúðarhverf um eða þar sem þétt byggð er, getur haft hinar geigvænlegustu afleiðingar. Margir, sem sáu brunann £ ísaga, Tíllaga Björns Guötmindssonar um athugun á því, hvar mest er geymt af eldfimum efnum. telja, að það hafi nánast verið yfirnáttúrleg mildi, að þar varð ekki manntjón af. • En það munu fleiri staðir en gasframleiðsla ísaga, sem geta vald ið ægilegu tjóni, ef eldur yrði laus. Við eina mikla umferðargötu eru staðsettir benzín- og olíutankar skammt þaðan á aðra hönd, er mjög mikið af eldfimu efni geymt í hrörlegu timburhúsi. sem jafn framt er vinnustaður margra. Á hina hönd tankanna, í svipaðri fjarlægð, er annar rekstur, sem einnig myndi valda miklum eldi og jafnvel sprengingum, ef eldur yrði laus. — Enn fremur skal minnzt á bifreiðaverkstæðin. Af þeim mun vera allmikil eldhætta og hafa ósjaldan orðið miklir brun ar á þeim. En svo mikið frjáls- lyndi eða gáleysi ríkir í þeim efn um hér í borginni, að bifreiðaverk stæði eru staðsett á götuhæð í stórbyggingum. þar sem fjöldi manns starfar við ýmiss konar störf í sama húsinu. En það er brunamálastjórnarinn ar að kanna þetta, ef till. verður samþ. og þetta því ekki rakið nán- ar. En það er ástæða til að halda, að á nokkrum stöðum sé teflt of d.jarft og ég held að það sé fyllsta ástæða til að láta fara fram hlut- lausa athugun á málinu. Og virð- ist þá liggja beinast við, að fela brunamálastjórn borgarinnar, að framkvæma hana, og óska jafn- framt eftir tillögum til úrbóta, ef ástæður þykja til. Við búum í vaxandi borg og margir staðir, sem þóttu út úr fyr- ir nokkrum áivtugum, eru orðnir niðsvæðis nú. Það getur því verið fyllsta ástæða til að flytja ýmsan iðnrekstur til, einkum þann sem mikil eldhætt? stafar af. Og lítt forsvaranlegt tómlæti, að gera það ekki. Eg hefi verið að bíða eftir, að þessu máli yrði hreyft í borgar- stjórn eða á vegum borgarinnar. En þar sem það hefir dregizt, er nú flutt þessi tillaga, sem hér er til umræðu. Ekki mun ástæða til að gera sér háar hugmyndir um samþykkt hennar. Það þykir ekki henta, og varla rétt lýðræði, að samþykkja mikið frá okkur minni hluta-mönnum En þessi alvöruorð vil ég mæla til þeirra, sem kynnu að taka að sér svæfingarhlutverk við þessa tillögu. Hugsið um ábyrgðina, — ef ó- gæfan dyndi yfir. Eldurinn gerir ekki boð á undan sér, sagði Björn að lokum. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri tók til máls, kvaðst vilja að það kæmi fram í tilefni þessarar til- lögu, að athugun sú, sem þar væri talað um, væri sífellt viðhöfð. Þar væri ekkert lát á starfi bruna- málastjórnar borgarinnar, sagði borgarstjóri. Nú væri unnið að nýrri brunamálasamþykkt fyrir borgina og frumvarp að henni á leiðinni. Björn Guðmundsson kvað gott að heyra um þá árvekni, en þó væri hún aldrei of mikil. og það væri ekki borgaryfirvöldum að þakka, að stórtjón og manntjón hefði ekki orðið af ýmsum elds- voðum. Nærri hefði legið í ísaga, en svipaður eldsvoði gæti víðar brotizt út, því að víða væri eld- fimt efni geymt, jafnvel í þétt- byggðum ibúðar- og umferðarhverf um. Það væri réttmætt að sam- þykkja tillöguna. sagði Björn. Hún mundi ekki geta gert illt af sér en varnaðarorð hennar væru tíma- bær. SJÖTUGUR: Jóhann Eiríksson F. 25. 10. 1893. Jóhann Eiríks alltaf má yngri halda en skyldi. Æskufjörið óskert á öndvegis í gildi. Léttur á fæti, lundin góð laus við hræsnis smjaður. Inni falda geymir glóð, gegnum sóma maður. Enn í fasi keikur klár karskur, ekkert tefur. Seglum þöndum sjötíu ár siglt nú byrinn hefur. Þinn vinur. Jón Ben, 8 T f MIN N . föstuúaginn 1. nóvember 1963

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.