Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 9
í SÍMASKRÁNNI hefur Magnús Á. Árnason blátt á- fram starfsheitið listamaður, sem er ekki ýkja yfirlætisfullt. Más'ke er það af því, að Magn- ús telur sigekki fremur málara en myndhöggvara eða öfugt, vegna þess að hann er hvort tveggja jöfnum höndum. — í upphafi listaferils síns var hann fremur myndhöggvari, sumir sem hrifust tnest af höggmyndum hans framan af árum, vilja helzt að Magnús verði ætíð fyrst og fremst myndhöggvari. En sannleikur- inn er sá, að Magnús er fleira en þetta tvennt, sem sé rithöf- undur, ljóðskáld og tónskáld, hefur samið hundruð sönglaga og jafnvel fleiri tegundir tón- Hér stendur Magnús llstamaður hjá einni Mexicómynd sinni, er hann nefnir Eintrjáninga. m. k. sagði einn þeirra við mig, þegar við ræddum saman: — ,,Við berum hina dýpstu fyrir- litningu hver fyrir öðrum“. — Þótti þér mikið koma til mexikanskrar nútímalistar? — Já. Ég er þeirrar skoðun- ar, að málaralist í Mexico standi með einna mestum blóma í heiminum í dag. — Málararnir í Mexico eru lang- flestir alveg lausir við Parísar- tízkuna, hafa eigin þjóðlegan stíl og forðast að apa eftir tízkufyrirbærum. — Sækja máske útlendir listamenn mikið til Mexico? — Ég held, að ekki sé svo mjög mi-kið um ' það, einna helzt þó líklega listamenn frá Norðurlöndum. — Eru þeir Rivera, Orozco og Siqueiros enn stóru nöfnin af mexikönskum málurum? — Þcir eru vissulega risar meðal listamanna þar í landi og verk þeirra víða í opinber- um byggingum, þar sem þeir Höfðingjarnir fara í tukthúsið til að sitja fyrir hjá málaranum verka. Á næstunni kemur út bók, sem hann hefur tekið sam an og nefnist Listamannaljóð. Þar á hann sjálfur nokkur kvæði. Og þessa dagana held- ur Magnús listsýningu í Boga- salnurn, þar sem .hann sýnir sex höggmyndir og um fimm- tíu málverk, sem er eitthvað það mesta, sem hægt er að koma lyrir í Bogasalnum. — Nokkur málverkanna eru frá Mexico, og um það land spannst. aðallega samtalið, þeg- ar ég hitti Magnús í Bogasaln- um urn daginn. Þótt Magnús sé gamalkunn- ur á Kyrrahafsströnd Ame- ríku, þar var hann árum sam an eftir fyrra stríð og fram undir alþingishátíð, þar ferð- uðust þeir sem fóstbræður úr einni byggð í aðra hann og Halldór Laxness, er fyrst nú •..éltyfggjyffiff gerir sér ferð ríÍ Mexico og kynnist því landi að ráði. Þau fóru þangað hjónin, hann og Barbara list- málari, fyrst og fremst til að heimsækja son sinn, Vífil, sem fyrstur íslendinga leggur stund á háskólanám í bygging- aralist þar í landi. Það er mér kunnugt um, að Vífill stendur sig með mikilli prýði, og álíta prófessorar hans hann einn af efnilegustu nemendum hins fræga skóla. — Hvernig féll þér að mála í Mexico? — Mér fannst það ákaflega þægilegt. Þar voru nú ekki umhleypingarnar öðru nær. — Við hjónin dvöldumst í land- inu í níutíu daga, og allan þann tíma kom varla dropi úr lofti, ég get ekki talið það. — Aðeins einu sinni rigndi — í tuttugu mínútur. — Varstu hrifinn af land- inu? — Já, bæði er landið á marg an hátt tilkomumikið og síðan eru hinar sögulegu minjar ein stæðar sömuleiðis og hin fornu listaverk byggingarlistarinn- ar frá tímum Aztekanna, árþús unda arfleifðir. En hvað land- ið sjálít snertir, þá minnir það víða á ísland. Bæði löndin eru gömul eldfjallalönd og ber mik ið á uppblæstri og örfoka landi, það eru handaverk Spán verjanna, sem eyddu skógun- um þegar þeir komu til lands- ins og fóru þar um drepandi, rænandi og eyðandi. — Sýnduð þið hjónin verk ykkar í Mexico? — Já, okkur var boðið að taka þátt 1 geysimikilli samsýn ingu i Mexicoborg. Þessi sýn- ing var þó eingöngu ætluð mexikönskum listamönnum og þeim útlendum, sem starfað höfðu minnst fimm ár í land- inu. Ellefu hundruð umsókn- ir um þátttöku bárust, en af þeim fengu aðeins 275 inn- göngu. — Eru mexikanskir lista- menn samrýndir eða líkt á- stand í þeirra íélagslífi og hér? —, Blessaður vertu, það er svona víða, hver höndin upp á móti annarri í félagslífi lista manna. Ég býst við, að það gangi oft talsvert á þegar hin- ir mexikönsku kollegar okkar koma saman, því að þeir eru miklir einstaklingssinnar. A. gerðu svo mikið af því að mála múrmálverk í stórbyggingar. Tveir þeirra eru nú látnir, Rivera og Orozco, og Siqueir- os situr í fangelsi. Annars eru ýmsir aðrir miklir listamenn tnexikans'kir, og kemur mér þá helzt í hug Tamayo, sem líka er mjög kunnur bæði um alla Ameríku og í Evrópu. Hann þykir flestum mjög ólíkur öðr- um mexikónskum málurum og þeir höfðu margir horn í síðu hans, þótti hann of mikið und- ir útlendum áhrifum frá París- Pramhaio t 13 síðu Þessi mynd er á sýningu Magnúsar frá mexikónsku þorpi, þar sem þau hjónin dvöldust um hrið við að máia. GUNNAR BERGMANN i I T í MIN N, f östudaginn 1. nóvember 1963 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.