Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER ræður vegna verzlunarsamnings- ins, en þær höfðu farið út um þúf- ur í fehrúar. Brezka stjórnin svaraði ekki Sovéttillögunum um hernaðar- bandalag fyrr en 8. mai, en þær höfðu verið bornar fram 16. apríl. Svarið var neikvætt. Það styrkti grunsemdirnar í Moskvu, að Chamberlain væri ekki fús til að gera hernaðarsáttmála við Eúss- land til þess að koma í veg fyrir að Hitler tæki Pólland. Því er ekki að undra, að Rússar lögðu nú enn meira kapp á að ná til' Þjóðverjanna. Astakhov hitti Schnurre aftur 17. maí í utanríkis ráðuneytinu, og eftir að hafa rætt ýmis vandræði í sambandi við verzlunarviðskiptin sneri hann sér að veigameiri málum. — Astakhov fullyrti (sagði Schnurre), að ekki væri um neinn ágreining að ræða í utanríkis- stefnu Þýzkalands og Sovétríkj- anna og því væri ekki ástæða til óvináttu milli landanna tveggja. Rétt var það, að í Sovétríkjunum tværi sú tilfinning ríkjandi, að hætta stafaði af Þjóðverjum. Án efa væri þó hægt að útrýma þess- ari tilfinningu og vantrausti í Moskvu . . . Hann sagði sem svar við spurningu minni um ensk-sov- ézku viðræðurnar, að eins og þær stæðu núna skiptu þær varla máli. j Þremur dögum síðar, 20. maí, átti von der Schulenburg langan fund með Molotov í Moskvu. Hinn nýskipaði ráðherra var í „mjög vinsamlegu" skapi og sagði þýzka sendifulltrúanum, að verzlunar- viðskipta-viðræður milli landanna gætu hafizt, ef nauðsynleg stjórn- málaleg undirstaða undir þeim skapaðist. Þetta var ný tilraun af hálfu Kreml, en hún var gerð af mikilli varkárni og framkvæmd af hinum klóka Molotov. Þegar Schulenburg spurði hann, hvað hann meinti með „stjórnmálalegri undirstöðu“, svaraði Rússinn, að þetta væri nokkuð, sem báðar stjórnirnar yrðu að hugleiða. All- ar tilraunir sendiherrans til þess að fá eitthvað upp úr hinum slæga utanríkisráðherra, urðu til einskis. „Hann er þekktur", sagði Schulen- burg í skýrslu til Berlínar, „fyrir þrjózku sína1-'. Á leið sinni út úr utanríkisráðuneytinu leit sendi- herrann inn hjá Vladimir Potem- kin, varautanríkisráðherranum, og sagði honurn, að hann hefði ekki getað fengið upp úr Molotov, hvað hann vildi stjórnmálalega séð. „Ég bað Herr Potemkin“, sagði Schul- enburg, „að komast að þessu“. Hið endurnýjaða samband milli Berlínar og Moskvu fór ekki fram hjá athugulum augum franska sendiherrans í þýzku höfuðborg- inni. Þegar 7. maí, fjórum dögum eftir brottrekstur Litvinovs, var Coulondre farinn að segja franska utanríkisráðherranum, að sam- kvæmt upplýsingum, sem hann hefði fengið hjá nánum trúnaðar- manni foringjans, væri Þýzkaland að reyna að leita skilnings hjá Rússum, sem myndi meðal annars leiða til' fjórðu skiptingar Póllands. Tveimur dögum síðar sendi franski sendiherrann annað skeyti til Parísar, þar sem hann sagði frá orðrómi í Berlín „um að Þýzka- land hefði lagt fram, eða væri í þann veginn að leggja fram uppá- stungur við Rússa, sem stefndu að því að skipta Póllandi". Stálsamningurinn Enda þótt toppmennirnir í Wehr maeht hefðu lítið álit á herstyrk Ítalíu, vildi Hitler nú að^ gert yrði hernaðarbandalag við Ítalíu, en Mussolini hafði ekkert verið að flýta sér að samþykkja þetta. Við- ræður hófust milli manna úr yfir- herstjórnum beggja í apríl og Keitel skýrði OKW frá því, að „skoðun hans“ væri sú, að hvorki herstyrkur ítala né endurhervæð- ing væri í góðu ásigkomulagi. Ákveða yrði styrjöld mjög bráð- lega, eða Ítalía væri algerlega úr leik. Um miðjan apríl sýnir dagbók hans, að Ciano hafi verið farinn að hugsa alvarlega um það, að allt benti til þess, að Þjóðverjar ætluðu að ráðast á Pólland á hverri stundu og koma þannig af stað styrjöld í Evrópu, sem Ítalía var ekki búin undir. Þegar Atto- lico sendiherra í Berlín sendi1 skeyti til Rómar 20. apríl um, að; aðgerðir Þjóðverja gegn Póllandi væru „yfirvofandi“, hvatti Ciano J hann til þess að koma í skyndi í ■kring, að hann fengi að hitta Ribb- entrop, svo að ekki yrði komið að Italiu sofandi á verðinum. Utanríkisráðherrarnir tveir hitt ust í Mílanó 6. maí. Ciano hafði komið þangað með skrifleg fyrir- mæli frá Mussolini um að leggja áherzlu á það við Þjóðverja, að Ítalía óskaði eftir að komast hjá styrjöld í að minnsta kosti þrjú ár. ítalanum til undrunar samþykkti Ribbentrop, að Þýzkaland vildi einnig halda friðinn í það langan tíma. í rauninni hitti Ciano þýzka utanríkisráðherrann „í fyrsta sinn í rólegu og þægilegu hugar-| ástandi". Þeir litu yfir ástandið í Evrópu, samþykktu að bæta! sambúð Öxulríkjanna við Sovét-J ríkin og fóru síðan og snæddu' stórkostlegan kvöldverð. Þegar svo Mussolini hringdi eft ir kvöldverðinn til þess að heyra,1 hvernig viðræðurnar hefðu gengið, | og Ciano svaraði, að þær hefðu gengið vel, fékk Mussolini skyndi- lega hugmynd. Hann bað tengda-, son sinn að afhenda blöðunum. yfirlýsingu þess efnis, að Þýzka-, land og Ítalía hefðu ákveðið að j gera með sér hernaðarbandalag. j Ribbentrop hikaði fyrst í stað. Að j lokum samþykkti hann að leggja j málið fyrir Hitler, og foringinn samþykkti uppástungu Mussolinis fúslega, þegar náðst hafði til hans í síma. Þannig ofurseldi Mussolini sjálf- an sig vegna skyndilegrar hug- dettu óafturkallanlega örlögum j Hitlers, eftir að hafa hikað í meira en eitt ár. Þetta var eitt af fyrstuj merkjum þess, að ítalski einræðis-j herrann, eins og sá þýzki, var byrjaour að glata þeim járnharða sjálfsaga, sem fram til þessa árs, 1939, hafði gert þeim báðum kleift að fylgja stefnu þjóðlegra hags- muna með ísköldum vilja. Stálsáttmálinn, eins og hann átti eftir að verða kallaður, var undirritaður með nokkurri pomp og prakt í rikiskanslarahöllinni í Berlín 22. maí. Ciano hafði veitt Ribbentrop Annunzista-kragann, en það gerði Göring ekki aðeins ævareiðan, heldur kom það út á honum tárum, að því er utanríkis- ráðherrann bezt gat séð. Stað- reyndin var sú, að hinn feitlagni marskálkur hafði orðið mjög reið- ur og kvartað yfir því, að raun- verulega hefði átt að veita honum kragann, þar eð það var hann, sem hafði komið því til leiðar, að sáttmálinn var gerður. „Ég lofaði Mackensen (þýzka sendiherranum í Róm)“, tilkynnti Ciano, „að ég myndi reyna að fá kraga handa Göring“. Ciano hitti Hitler „mjög vel á sig kominn, rólegan og ekki eins herskáan og vant var“, enda þótt hann liti út fyrir að vera nokkru eldri og fleiri hrukkur væru í kringum augun, ef til vill vegna svefnleysis. Foringinn var í bezta skapi, þegar hann fylgdist með, er utanríkisráðherrarnir undirrit- uðu skjalið. Þetta var hreinskilnislega orð- að hernaðarbandalag og árásareðli þess var undirstrikað með setn- ingu í formálanum, sem Hitler hafði heimtað að þar yrði, og þar sem lýst var yfir, að þjóðirnar tvær, „sameinaðar af innri skyld- leika skoðana þeirra . . . séu ákveðnar í því að grípa til að- gerða hlið við hlið og með sam- einuðum liðstyrk , til þess að — Og þú sagðir ekki frá þessu. — Ekki þér. — Engum? __ Ó, jú. Marynelle vissi það til dæmis. — Marynelle! __ Ég sagði henni frá því um leið og ég sagði henni, að ég gæti ekki verið brúðarmær. Hún horfði niður fyrir sig, svo leit hún aftur á hann. — Þú skilur, Phil, ég varð að komast í burtu fyrir brúðkaup ykkar. Eg er ekki sérlega góður leikari. Eg vissi, að mér yrði of- raun að láta sem ekkert væri, þeg- ar hún væri gift þér. Hann starði á hana. — Ó.Min! Hún beit á vör. — Svona er það þá, rauðhaus. — En ég hélt — Hvað þá um þig og Whit? — Það er ekkert á milli okkar. Whit er góður strákur, og ef til vill ætti ég að giftast honum. En þú veizt, hvernig maður er, rauð- haus. Hún kveikti sér í sígarettu. Phil hallaði sér aftur á bak og reyndi að átta sig á því, sem hun hafði sagt honum. — Þetta datt mér aldrei í hug, muldraði hann. — Ég hefði kannski att að segja þér það, sagði Min þurrlega. Hann hló hikandi. — Allir aðrir vissu það. Whit, Marynelle, allir. _ Já, líklega var þetta rett. Þess vegna . . . — Já, en Min! Hún yppti öxlum. — Hafðu ekki áhyggjur, rauðhaus. Þú spurðir, hvers vegna ég væri að fara í burtu, og ég svaraði spurningu þinni. Eg hefði ekki getað haldið áfram að umgangast ykkur Mary- nelle, eftir að þið voruð orðin hjón. — Já, en núna . . . — Sleppum því. Eg er ráðin í þetta starf, og ég ætla að spreyta mig á því. Eg er viss um, að mér mun geðjast að því. ! — Eg þori að veðja, að Whit er ekki hrifinn af þessu. — Það er nú enn ein ástæðan fyrir brottför minni. Mér geðjast vel að Whit, en ég get ekki gifzt honum. Þegar ég er ekki lengur hér, fær hann tækifæri til að kynnast öðrum stúlkum. — Það, sem þú átt að gera . . . Hún drap í sígarettunni og klapp j aði honum síðan á höndina. —' t Eg veit alveg hvað ég á að gera, ’ sagði hún. Svo gretti hún sig fram- j an í hann, sneri sér við og gekk I til dyra. — Bless, rauðhaus, ég ' skal senda þér kort úr dýragarðin- um. i Phil lá lengi_ og hugsaði málið. Eitt var ljóst. Úr því að litla, blíð- I lynda Min hafði kjark til að brenna brýr að baki sér, hvers vegna skyldi hann ekki hafa kjark til þess líka? Svo að Min var að fara til St. Louis! Hann ýtti ákveðinn til hlið j ! ar hugsununum, sem læddust fram I í huga hans. FJÓRÐI KAFLI. Phil batnaði hægt, en örugglega. j 1 Hann komst þó ekki á fætur, fyrr J en komið var fram í febrúar. Hann i hafði rjátlað um íbúðina okkar í viku, þegar ég stakk upp á því við hann, að hann dveldist um tíma í fjallahóteli i iðjuleysi og sól, áður en hann hæfist handa á sjúkrahúsinu á nýjan leik. íbúðin okkar var í einu af gömlu múrsteinshúsunum á Spring, Avenue. Við höfðum okkar eigin J arin úr tígulsteinum með eikar- hillu. Það var notalegt að verma sig þar á kvöldin. Litlu herbergin okkar tvö opnuðust fram í setu- stofuna. Við vorum mjög ánægðir , með verustað okkar. ! ÁSTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT Phil sparkaði í arininn, eins og til að vera viss um athygli mína, og renndi fingrunum gegnum rauð an lubbann. Að undanskildu örinu við hægra gagnaugað, var ekki lengur hægt að sjá nein merki dauðans, sem hann hafði sloppið svo naumlega frá. Hann var eðli- lega mjög fölur eftir tveggja mán- aða sjúkralegu. Venjulega var hann fallega brúnn á hörund. — Eg sagði þér, — og ég hélt, i að þú tryðir mér, — að ég ætla ’ ekki að halda starfi mínu hér á i sjúkrahúsinu áfram. — Þú sagðir mér það, rumdi ég, j — en ég hélt bara, að þú hefðir | ruglazt svolítið af höfuðhögginu. i — Eg var ekkert ruglaður,' sagði hann rólega. — Fyrir mér hljómaði það eins og hvert annað brjálæði — Þú reynir ekki einu sinni að skilja mitt ^sjónarmið. Þú hugsar aðeins um sjúkrahúsið, og þá: vinnu, sem þú þarft að taka á þig, j þegar ég fer. — Eg vildi, að þú hugsaðir of-; urlítið um það. — Eg vildi, að ég gæti gert þér, skiljanlegt, hvernig það var að liggja þarna í snjónum, þegar égj var orðinn viss um, að ég væri; að deyja, viss um, að ég mundi aldrei geta framkvæmt neitt af því, sem mig hafði árum saman dréymt um. — Eg skil, Phil en . . . — Eg fékk enga vitrun, sagði hann hugsandi En mér varð það ljóst, mjög ljóst, að maður verður að gera þá hluti í lífinu, sem mann langar til að gera. Mér varð ljóst, hvað lífið er stutt, og að það er enn styttra, ef maður er aðeins hálfur. Ef þú yrðir fyrir slíkri reynslu sem ég, Whit, þá værirðu ekki lengur í neinum vafa. — Eg býst við, að það sé rétt hjá þér. — Þú getur verið viss um það. Og síðan, þegar ég skildi, að mér hafði verið gefið lífið á nýjan leik! Það var endurfæðing, Whit! Litl- ar hrukkur komu í ljós við augun, hann hálfhló að ákafa sínum. — Eg var aðeins viss um einn hlut, ég varð að nota þetta annað tæki- færi, sem mér hafði verið gefið. Eg varð að framkvæma það, sem mig hafði alltaf dreymt um. — Þig hefur alltaf langað til að veiða lyst þína. Því gerirðu það ekki? — Eg ætla að gera það. En mér skildist líka, að þýðingarmestu hlutina verður maður að gera fyrst. Þess vegna koma læknavís- indin á undan. — En ef þér gengur nú illa við rannsóknirnar? Ef þér leiðast þær? — Það er vitanlega mögulegt. Eg verð þá fyrstur til að viður- kenna það. — Ekki or ég eins viss um það. — Æ, góði Whit! Eg vildi svo gjarnan geta komið þér í skilning um afstöðu, mína. En í rauninni skiptir engu máli, hvort þú skilur mig eða ekki. Eg mun fara héðan þrátt fyrir það, strax og ég hef gengið frá málum mínum hér. Eg sló úr pípunni minni. — Þú | ert þó líklega ekki að flýja héðan, jaf því að þú finnur til sektar út af dauða Marynelle? Eg sá, að hann hrökk við, en J hann svaraði rólegri röddu: — I Vissulega finn ég til sektar vegna dauða hennar, viðurkenndi hann, j en það er ekki ástæðan fyrir brott- jför minni. Og þó að þig langi ef J til vill ekki til þess, þá ætla ég að endurtaka . . . Eg ræskti mig, og hann hló við. Phil er góður náungi. — Eg býst við, að þér finnist þessar yfirlýsingar afkáralegar og ólíkar mér, hélt hann áfram, en ástæðan er raunverulega sú, að mér hefur verið gefið nýtt tæki- færi til að lifa lífinu, til þess að framkvæma það, sem -mig dreymdi um að gera „einhvern tíma“. Mér er orðið Ijóst, að þetta „einhvern tíma“ getur brugðizt. — En, mótmælti ég, þú talar, eins og þú hafir verið að sóa tím- anum í einskisverða hluti hér. Það er ekki rétt, Phil. Þú hefur unnið mikið og gott starf hér, þú hefur haft næg tæki'færi til að beita kunnáttu þinni í skurðlækningum, þú hefur bjargað mörgum manns- lífum. Eg fæ ekki skilið, hvernig þú getur dæmt starf þitt hér fá- nýtt og einskis vert. Þú hefur blátt áfram ekkert að bæta fyrir. Hann hnyklaði brúnirnar. — Eg er ekki að reyna að bæta fyrir . . . — Hvern fjandann meinarðu þá eiginlega? spurði ég æstur. Eg stóð á fætur, hallaði mér upp að arinhillunni og skók pípuna fram- an í hann. — Þú stagast sífellt á 14 TÍMINN, föstudaginn 1. nóvember 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.