Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 16
ÍMH Föstudagur 1. nóv. 1963 237. tbl. 47. árg. SKYN DIH APPDRÆTTIÐ Nú er rétti tíminn til að gera skil fyrir heimsenda miða. Aðalskrif- stofa happdrættisins er í Tjarnargötu 26. simi 15564. Skrifstofan er opin til klukkan 7 alla daga, nema laugardaga tli hádegis. — Dragið ekki til morguns það, sem hægt er að gera í dag. Gerið skil fyrir heimsenda miða sem ailra fyrst. — Miðinn kostar aðeins 25 krónur, en vinningar eru tveir bílar og mótorhjól. Happdrætti Framsóknarflokksins. // Kóngsdóttir // heim- sótti hofuðborgina FB-Reykjavík. 31. »kt. Um tíu-leytið í gærkvöldi lagð- ist þokuruðningur yfir Reykjavík, og máttu menn vart greina næstu hús, og ökumenn áttu í miklum crfiðlcikum á götum borgarinnar. Flugvellimir í Reykjavík og f Keflavík lokuðust einnig af og til og flugvélar gátu ekki lent á völl- unum, og urðu því að láta fyrir berast á erlendri grund. Veðurfræðingar sögðu okkur, að þokuruðningur nefndist það, þeg- ar þokan legðist yfir í blettum, og í gærkvöldi hefði gert svartaþoku yfir allt um klukkan tíu. Ástæðan var sú, að óvenju hlýtt var í veðri í gær og mikilí raki í Joftinu, en svo kólnaði að vanda með kvöld- inu og rakinn þéttist og þétt þoku slæða sveipaðist um allt hér suð- vestanlands. í morgun fór svo að rofa til en allt fram undir tíu lá þokan í blett um yfir Reykjavík og þegar ljós- myndara blaðsins var eitt sinn litið út á Reykjavíkurflugvöll, stóð að- eins toppurinn á flugturninum upp úr, eins og sjá má á myndinni. en aðrir hlutar flugvallarins voru huldir þoku. Sólskin var þá ann- ars staðar í suðurbænum. Jón Eyþórsson veðurfræðingur sagði, að eins og við vissum væri þokan kóngsdóttir í álögum, en ekki vissi hann hvern hún hefði verið að heimsækja hérna nema eí vera skyldi Loftleiðir. Við hringdum því í starfsmann Loft- leiða, og spurðum þá, hvernig flug vélum félagsins hefði gengið. Framha)'1 a 3. síðu MYNDIN hér til hliðar er tekin frá Hringbrautinni yfir þokuna út að flugturninum, sem gnæfir upp úr hennl. 'Ljósm.: Tíminn—KJ). — Hin mynciin er tekin um svipað ieyti, um klukkan hálf ellefu, og sést á henni yfir Sundin og út að Esju, sem er með þokubelti um slg mlðja (Ljósm.: Tímlnn—GE). — Grunur um, að sláturfé hafi verið vanvegið í hundraðatali munaði einu kg. á hverjum tíu ANNAÐ UNDIRVIGTARMAL? KH-Reykjavík, 31. okt. Stórkostlegt vandamál kom í Ijós í sambandi við sauðfjárslátr- un hjá Sláturfélagi Suðurlands nú í haust. Þegar búið var að slátra allmiklu fé, a.m.k. svo hundruðum skipti, kom upp grunur um, að vigtin, sem kindurnar voru vegn- ar á, sýndi of lítinn þunga. Var þegar skipt um vigt, en málið er nú í athugun, og fari svo, að grun- ur þessi reynist réttur, verður Sláturfélagið að greiða bætur. BLaðinu gekk erfiðlega að afla sér upplýsinga um málið þar sem forstjóri Sláturfélags Suðurlands er erlendis, og bændur vilja ekki láta hafa mikið eftir sér, fyrr en málið hefur verið rannsakað. Lög- gildingarstofunni í Reykjavík mun að líkindum ekki hafa borizt kæra um málið, en blaðinu tókst ekki að ná tali af forstöðumanni hennar í kvöld. Það, sem blaðið hefur heyrt um málið, er í stuttu máli þetta: Bændur, sem komu með fé sitt til slátrunar til SS í haust, voru ekki ánægðir með þunga dilka sinna og fór síðan að þykja þeir grun- samlega rýrir. Fór þá einn bænd- anna úr Kjós með 10 kg lóð og fékk það vigtað á sömu vigt og notað var til að vigta sláturfé,, og sýndi hún 9 kg. Önnur löggilt vigt sýndi hins vegar 10 kg. Hér var um mikla skekkju að ræða. og var þegar skipt um vigtina, sem þá var búin að vega sláturfé, svo að hundruðum skipti í haust. Fé það var eign bænda úr mörgum sveitum, einkum þó Kjós. Mosfells- sveit og Þingvallasveit Fjárrækt- arfélag Kjósverja mun hafa vigtað eitthvað af té Kjósverja á fæti, áður en það fór til slátrunar. og verður því unnt að styðjast við skýrslur félagsins við rannsókn þessa máls. Hin ranga vigt var lög- gilt í sumar, en gæti hafa skekkzt af eðlilegum ástæðum á þessum tíma. Fari svo, að grunur um undirvigt reynist réttur, eiga bændur rétt á miklum skaðabót- um. .. 11 1 1 11 ——■BiTMgirwmi———bb«—aaaagft Sumum bjargað - aðrir heftir Þau tíðindi gerðust, meðan stjórnarflokkarnir voru að búa kaupstöðvarfrumvarp sitt úr garði til Alþingis í fyrradag, til þess að koma i veg fyrir kauphækkanir verkalýðsstéttanna og hindra yfir- vofandi verkföll annarra, að þing- menn úr stjórnarliðinu gerðu full trúum sínum í tveimur kaupstöð- um landsins, þar sem ósamið var enn við bæjarstarfsmenn, aðvart um stöðvunarfrumvarpið, sem koma mundi daginn eftir, svo að þeir gætu bjargað kauphækkunum þessara starfsmanna í gegn fyrir stöðvunina. En innsti stjómarhring urinn vissl einn um það ákvæði frumvarpsins, að stöðvunin gilti frá þeirri stundu. er það yrði lagt fram á þingi. Þetta voru kaupstaðirnir ísa- fjörður og Vestmannaeyjar. For- seti sameinaðs þings er Birgir Finnsson, forseti bæjarstjórnar á ísafirði. Síðdegis á miðvikudag- inn fékk bæjarstjórnin þar fregnir um það sem í vændum væri, boð- aði til skyndifundar og samþykkti þar ályktun þess efnis, að bæjar stjórn mundi greiða starfsmönnum bæjarins laun frá 1. júlí 1963 í samræmi við niðurstöður kjara- dóms, en síðar yrði samið nánar um kaup og kjör og röðun í flokka. Undir þessa samþykkt skrifuðu all ii fulltrúar í bæjarstjórninni. Guðlaugur Gíslason er bæjar- stjóri Vestmannaeyja og þingmað- ur í stjórnarliðinu. Að kvöldi mið- vikudags bárust eftir einhverjum lc-iðum boð til fulltrúa íhaldsins í Eyjum, um það hvað yfir vofði. Átti þá að vinda sér í samninga, sem ógerðir voru við bæjarstarfs- menn. Illa gekk að ná ábyrgðar- mönnum á slíkan fund. þvi að Oddfellow-fundur stóð yfir. Þó munu samningar hafa hafizt og staðið í fyrrinótt og jafnvel í gær, en ekki víst, hvort bæjarstjórn var búin að fullgilda slíka samn- inga síðdegis í gær. Hins vegar var Guðlaugui Gíslason allt í einu kominn til Eyja síðdegis að ganga fvam í málum Síðustu dagana munu samningar hafa verið gerðir við bæjarstarfs- menn á 4kureyri, Akranesi og Hafnarfirði I Keflavík og Kópa vogi voru sarrningar gerðir á mið- vikudagskvöld. Mun stjórn Banda lags starfsmanna ríkis og Oæja hafa frétt það frá mönnum sínum a ísafirði og Vestmannaeyjum, er kallað var svu snögglega til samn- inga þar. og þá brugðið við að herða á samningum í þeim bæj- um þar sem starfsmannafélög æj aistarfsmanna eru í BSRB Hins vegar má telja víst, að einhver.iir bæir og kauptún hafi ekki verið búin að gang; frá samningum, og bá hafa starfsmennirnir þar orðið at þeirri leiðréttingu á kjörum sínum, sem beir hafa átt inni síð- an kjaradómut fél) í sumai og samningar voru gerðir við starfs- menn Reykjavíkurborgar. Þótt eðlilegt sé. að bæjarstarfs- Framh. á bls 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.