Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 3
* Bankagfaldkeri situr inni fyrir meint ávísanafals Skoti drukknaði KJ-Beykjavík, 29. nóv. Ungur gjaldkeri í einum bank- anna hér í bænum hefur orðið upp vis að ávísanafalsi. Ekki er á þessu sligi vitað um upphæðina, en mál- ið er það alvarlegt að hann hefur setið í gæzluvarðhaldi síðan á þriðjudag. Ungur gjaldkeri við einn af yngri bönkum bæjarins hefur set- ið í gæzluvarðhaldi síðan á þriðju- ciag fyrir meint ávísanafals. Gjald- keri þessi var aðeins búinn að vera við störf í fcankanum í einn mán uð, en hafði áður unnið m. a. sem bílsíjóri hjá stóru fyrirtæki hér í bænum. Ekki getur blaðið nefnt r.eina upphæð í sambandi við þetta meinta ávísanafals, en rannsókn- Framhald a 15 síBu SK-Vestamannaeyjum, 29. nóv. í gærkvöldi, þegar stundarfjórð- ungur var eftir í ellefu, féllu tveir menn af skozka línuveiðaranum Glennfbruar í sjóinn, þegar þeir voru að ganga ' land. Eftir u.þ.b. tíu mínútur náðust þeir um borð aftur og voru þegar hafnar lífg- unartilraunir á öðrum þeirra, Gor- don Thompson, en hann var með- vitundarl'aus. Einar Guttormsson BANASLYS IH-Seyðisfirði, 29. nóv. í gær um kl. 16 varð banas'Iys hér á Seyðisfirði, lítill drengur Guðmundur Víðiir Hallbjörnsson, 2ja ára, varð fyrir bifreið og beið þegar bana. Rannsókn slyssins er að mestu lokið, en hún stóð fram yfir mið- nætti í gærkvöldi og til kl. 1:30 í dag. Engir sjónarvottar voru að slysinu, en Ijóst virðist af fram- burði sjónarvotts, sem kom að ör- skömmu eftir að slysið varð, svo og af skýrslium annarra vitna, hvernig slysið mun hafa borið að. Framhald á 15. siðu sjúkrahússlæknii, kom strax um borð og fylgdi manninum eftir á sjúkrahúsið, en maðurinn fékk ekki meðvitund aftur. Godron var 47 ára að aldri og frá Aberdeen, félaga hans varð ekki meint af volkinu. Sambandsráðs- fundur Sambandsráðsfundur S.U.F. hefst í dag kl. 14 í Tjarnargötu 26. Jón A. Ólafsson, varaformaður S.U.F., setur fundinn og flytur síðan skýrslu sína. Því næst verða fluttar skýrslur gjaldkera og er- indreka, og verða umræður um þær. Að umræðum loknum verð- ur skipað í þrjár nefndir: fjár- hags- og skipulagsnefnd, stjórn- málanefnd og atvinnu- og félags- málanefnd. Verða síðan umræður um stjórnmálaviðhorfið. Formæl- andi er Einar Ágústsson alþingis- maður. Sunnudaginn 1. desember verða nefndastörf frá kl. 10 til 12 f. hádegi. Fundur verður aftur settur kl. 14, og verður þá um- ræða um nefndaályktanir. Fundi verður slitið kl. 18:30. „Vitiaust veður á Suðurlandi“ FB-Reykjavík, 29. nóv. — Hér hefur verið kol- vitlaust veður síðasta sólar- hringinn, sagði Skúli á Mið- felli, þegar við töluðum við hann í dag. — Stóra Laxá ruddi sig í fyrrinótt, og ruddi áin jöklunum upp á Auðsholtsveginn, en hann var svo ruddur, en í dag varð liann aftur ófær vegna áframhaldandi vatnavaxta. Stefán Jasonarson í Vorsa bæ sagði í dag, að Auðsholts bæirnir, sem standa á eystri bakka Hvítár hafi verið um flotnir síðan áin fór að ryðja sig. Mjólkurbíll hefur ekki komizt þangað, en mjólkin var flutt á bát út yfir Hvítá. Auðsholtsbæirnir, sem ó- fært er til, eru 10 talsins. í dag var mikið hvassviðri og rigning á Suðurlandi eins og verið hefur síðustu dag- ana austan fjalls, og hækk- aði vatnsborðið í Stóru Laxá og Hvítá síðdegis í dag, og er nú með öllu ófært á bíl- um eftir veginum út í Lang holtshverfi í Hrunamanna- hreppi. Eins og við sögðum frá í gær fiæddi Ölfusá yfir bakka sina fyrir austan Kald aðarnes, nú hefur sjatnað í ánni á ný en miklir vatna- vextir eru í Ölfusforum enn þá. i,—mnm mJ BANKAÚTIBÚ RANGÆINGA HE-Rauðalæk, 29. nóv. ur fullfrá því gengið hvenær framkvæmdir hefjast, en lík- Bændur í Rangárvallasýslu lega verður það seinni partinn hafa um langan aldur haft mik í vetur eða í vor. inn áhuga á að fá bankaútibú Einn sparisjóður er starf- í sýsluna, og nú virðist, sem andi í sýslunni Sparisjóður Ása- það mál sé að leysast, því banka og Holtahrepps, og mun hann ráð Búnaðarbankans hefur sam líklega ganga inn í útibúið með þykkt, að útibú skuli reist í út- því skilyrði þó, að þar verði sýslunni. staðsett í útsyslunni. Búizt er Ekki hefur útibúinu enn ver við, að útibúið muni hefja starf ið valinn staður, og ekki er held semi sína í leiguhúsnæði. Sjúkrabíllí árekstri Ár flæddu yfir vegi EAðils-Khöfn, 29. nóv. í dag varð árekstur milli sjúkra bíls og vöruflutningabíls, er sjúkrabíll'inn var að flytja farþega frá Gullfossi í Kaupmannahbfn, en farþeginn Jón Dagsson frá Djúpavogi hafði fengið hjartaslag um morguninn um borð í skipinu. Jón Dagsson var 57 ára gamall, og hafði komið með Gullfossi til Kaupmannahafnar einn síns liðs. Hann hafði kennt lasleika um morguninn, én lézt skömmu síðar. Fjórir menn, sem voru í bílun- um tveimur, sem lentu í árekstr- inum meiddust nokkuð, en enginn þeirra lífshættulega. HF-Reykjavík, 29. nóv. Síðasta sólarhringinn liefur mikið hvassviðri með skúrum gengið yfir allt land. Um hádegis- | bilið í dag mældust 10 vindstig j hér í Reykjavík og 12 mm. regn, en í nótt var regnið 20 mm. Mesta j úrkoman mældist þó í Stykkis- hólmi, 29 mm. Ár víðast hvar á landinu hafa vaxið mikið, vegna hinnar gífurfegu úrkomii, og hafa vegir sums staðar spillzt. í Dalasýslu er Hörðudalsá ófær vegna vatnavaxta, og hafa því mjólkurflutningar úr Dalasýslu út á Skógarströnd lagzt niður í dag. Ekki er um neina aðra stórtrafala að ræða vegna þessa óveðurs, en í Borgarfirði t.d. flæddu ár á mörg- um staöðum yfir vegi, og er verið að bæta úr því. Aðfaranótt þriðjudagsins gerði einnig mjög vont veður með úr- komu og hljóp svo í læk einn í grennd við nýja Þingvallaveginn, Framhald á 15. sí3u. Ruby í geðrannsdkn? NTB-Dallas, 29. nóv. Lögfricðingur Jack Ruby, þess sem r*rrti Oswald, skýrði frá því { da». ■<■< 'fnn ætlaði að láta fara fram geðraa.TSÓkn á skjólstæðingi sinuic, i :■* það fýrir augum að geta síts'í frrii- rétti, að Ruby hefði drcpið Lce Oswald í augnabliks torjálæðiskasti. Mál Ruby kemur fyrir rétt 9. des ember n.k. Lögfræðingur hans heitir Tom Howard, þekktur mað- ur, sem hefur fengið marga af skjólstæðingum sína sýknaða af akærum fyrir morð. Hann skýrði fiá því, að ekki væri mikið fé að hf ía af Ruty til að standa straum af kostnaði við málið, enda hefðu litlar tekjur verið að hafa af næt- arklúbbum og nektardansstöðum í Dallas eftir morðið á Kennedy. Lögfræðingurini. neitaði því ákveö ið í dag, að hann vissi um nokkra BAZAR 3. DES. Félag Framsóknarkvenna f Reykja- vík heldur bazar þrlðjudaginn 3. des. kl. 2,30 f Góðtemplarahúsinu. Teklð verður á móti munum á Grettisg. 7 og á Grenimel 13, til laugardagsin; 30. nóv. og kökum á bazardaglnn mllll kl. 10 og 12. Bazarnefndin fjöiSKyldu Dallas, þar sem Os- wald hefði íengið leigt. Kom þetta til umræðu vegna þeirrar stað- hæfingar eins Lundúnablaðs, að Oswald hefði verið vinur einhvérr ar Johnson-f jölskyldu í Dallas. Áð- ur hefur verið skýrt frá því, að þeir Ruby og Oswald þekktust. í dag skýrði ríkissaksóknarinn í Texas frá því að morðmálið kæmi fyrir rétt í Austin. Hann hefur íengið heimild til að kalla á vitni áð vild sinni, sem eiga að vinna ?ið að framburði sínum. Þessa heimild fékk hann, er hann var í Washington s.l. mánudag. Skýrt hefur verið frá því í Was hington, að Johnson, forseti, hygg ist skipa sérstaka nefnd til að rannsaka morðið á Kennedy. — Nefnd þessi mun án efa verða skipuð mönnum úr fulltrúadeild- inni og senatinu. Nefndinni mun íalið að safna gögnum frá leyni- lögreglunni og öryggislögreglunni, rannsaka málsa’.vik og síðán gefa út opinbera skýrslu um forseta- morðið. Unglingaklúbbur STOFNFUNDUR unglingaklúbbs F.U.F. verSur næstkomandi þriðjudags- kvöld kl. 20,30. FélagtS hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun unglinga- klúbbs innan félagslns og er markmið hans að stuðla að heilbrigðum skemmtunum unglinga. Stofnfundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Tjarnargötu 26, þriðjudaginn 3. des. og hefst kl. 20,30. Rætt verður um uppkast að iögum klúbbsins og kosin stjórn. — STJÓRN FUF. ÚLEYFILEGT AÐ SELJA 9RÆNMETIÐ BEINT FB-Reykjavík, 29. nóv. Nokkuð hefur borið á því í haust eins og undanfarin Iiaust, að ein- staka garðrækt.armenn bjóði fram leiðslu sýna til sölu hjá einstakl- ingum, neytendum í Reykjavík og i ýmsum kaupstöðum og kauptún- Um út um laud. Að sögn Eðvalds Malmquists yfirmatsmanns garð- ávaxta er hér um að ræða óleyfi- legan verzlunarhátt, og hefur verð gæzlufulltrúum og öðrum, sem um þessi mál fjalla borizt fjöldi kæra um frosnar gulrófur og mikið skemmda voru- Samkvæmt lögum mun vera með öllu óheimilt að verzla með kart- öflur, gulrófur, gulrætur eða ann- að grænmeti í heildsölu nema Grænmetisverzlun landbúnaðarins, sölumönnum hennar og Sölufélagi Garðyrkjumanna. sem að mestu sér um dreifingu gróðurhúsaaf- urða. Allt grænmeti. sem selt er til manneldis bei að flokka, merkja og auðkenna á umbúðum, eins og matsreglur segja til um. Rísi hins vegar mái út af broturn á reglu gerðinni skal farið með þau eins og önnur opinber mál, og varða brot sektum frá 300 í 10 þúsund krónur, nerna þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum, sagði yfir- matsmaðurinn. Trúnaðarmönnum verðlagsstjóra er ætlað dð athuga, að verðlag þessarar vöru, sé samkvæmt gæð utn hennar. Einnig hafa verið skip aðir matsmenn víðs vegar úti um land, sem einnig hafa eftirlit með að lögunum sé fylgt. Fólk, sem cskar eftir að kaupa einn eða fleiii poka af t.d. gul- rófum, getur fengið þær keyptar í heildsölu hjá verzlunum þeim, er hafa 'með þessa dreifingu að gera, og þar er kg. selt á ö^kr. og 50 aura. Listi yfir matsmenn garð ávaxta verður birtur í dagbókinni einhvern næstu daga. SKEMMTUN FUF FUF heldur skemmtun í Súlna- salnum, Hótel Sögu, föstudaginn 6. des. Fjölbreytt skemmtiatriSi. — Öllum Framsóknarmönnum og gest um þeirra boðið. — MiSapantanir f síma 15564—16066 og Tjarnarg. 26. — Nánar augiýst síSar. T f M I N N, laugardaginn 30. nóvember 1963. 3 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.