Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- iands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f — Stórhættulegt mái Fyrir nokkrum dögum lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka íslands. Aðalefni þess er að heimila bank- anum að auka frystingu á sparifé, sem lagt er í viðskipta- banka og aðrar lánsstofnanir, í 25% úr 15—20%, eins og nú á sér stað. Þá er lagt til að heimila Seðlabankanum að selja vaxtabréf með gengistryggingu, en slík verðbréfa- sala myndi að sjálfsögðu keppa mjög við viðskiptabanka og aðrar lánsstofnanir um spariféð. Frumvarp þetta hefur enn ekki verið tekið til með- ferðar á Alþingi, og því ekki verið rsett þar. í greinar- gerð þess er það aðallega rökstutt með því, að Seðlabank- inn þurfi á aukinni frystingu sparifjár að halda til þess að geta veitt atvinnuvegunum afurðalán. Hér er m. ö. o. búin til ný röksemd til að réttlæta með frystinguna. Hingað til hefur sparifjárfrystingin verið rökstudd með því, að hún sé nauðsynleg vegna gjaldeyrisinneignar bankans erlendis. Þeirri röksemd hefur margoft verið hrundið og þess vegna er nú reynt að rökstyðja fryst- inguna með því, að hún sé nauðsynieg vegna afurðalána bankans. Sú röksemd er þó enn fjarstæðari hinni fyrri, því að áður en frystingin kom til sögunnar voru veitt hlutfallslega hærri afurðalán en Seðiabankinn veitir nú. og ráðgerir að veita. Ef sú fyriræflun nær fram aS ganga, aS SeSlabank- inn frysti 25% af sparifénu og hefji sölu gengis- tryggSra verSbréfa aS auki, þá er ekki annaS sjáan- legt en aS viSskiptabankarnir verSi aS miklu leyti gerS- ir ófærir um aS gegna því hlutverki, sem þeim er ætl- aS. Núverandi frysting lamar nú þegar starfsemi þeirra stórlega, en hvaS þá eftir aS hún hefur veriS aukin að miklum mun. AfleiSingin verSur sú, þegar viSskipta- bönkum og sparisjóSum er þannig meinaS aS halda uppi eSlilegri banka- og lánastarfsemi, aS menn reyna í vaxandi mæli aS afla sér lánsfjár utan bankanna með því aS leita til kunningja og aSs?andenda, sem eiga sparifé. Jafnframt eykst jarSvegur fyrir alls konar svartamarkaSsbrask meS peninga Þetta á sér þegar staS í sívaxandi mæli, eins og sést á því, aS sparifjár- innlög í bör/kum og sparisjóSum fara minnkandi. Vegna þess aS hendur viSskiptabanka og sparisjóSa hafa aS verulegu leyti veriS bundnar af SeSlabankan- um, hafa þeir, sem eftir lánsfé sækja, orSiS aS leita annaS og bersýnilega gert þaS með vaxandi árangri. Ef slíku heldur áfram, verSur kippt grundvelii undan allri heilbrigSri banka- og ánastarfsemi í land- inu. SpariféS mun í vaxandi mæli beinast í meira og minna óheilbrigSa farvegi utan viS bankakerfiS. — JarSvegur fyrir svartamarkaSsbrask meS peninga stór batnar. Spilling og svindl í fjármáium mun aukast. — ÖngþveitiS í peningamálum verSur meira og óhugnan legra en nokkru sinni fyrr. Svo virðist líka sem ríkisstjórnin hafi fengið nokkr? eftirþanka síðan hún lagði þetta mál fyrir Alþingi Þess vegna hefur verið dregið að taka það til umræðu Það væri skynsamlegt og lofsvert af ríkisstjórninni, e.f hún léti þetta stórhættulega mál sofna svefninum langa. Ætli rikisstjórnin hins vegar að halda þessu máli tii streitu, verður að veita því fyllstu mótspyrnu. Óreiðan og öngþveitið í efnahagsmálunum er meira en nóg, þótt það verði ekki enn aukið með þessu háttalagi. Johnson fer myndarlega af stað Rætt um Humphrey og Wagner sem varaforsetaefni demokrata SEINUSTU dagana hefur at- hygl’i manna um víða veröld að sjálfsögðu beinzt meira að hin- um nýja forseta Bandarikjanna en nokkrum manni öðrum. Hann hefur verið undir smá- sjá manna um allan heim. Ó- hætt er að fullyrða, og Johnson hafi komið þannig fram fyrstu vikuna, sem hann hefur gegnt forsetaembættinu, að menn óttast orðið minna afleiðingar forsetaskiptanna en þeir gerðu áður. Framkoma og störf John- sons hafa bent til þess, að þar sé á ferð þrautreyndur, hygg- inn og mikilhæfur stjórnmála- maður, er vex með auknum vanda. Fyrsta vikan, sem Johnson hefur skipað forsetastólinn, hefur farið að verulegu leyti í viðræður við hina erlendu leið- toga, sem voru við jarðarför Kennedys, og undirbúning ræð unnar, sem Johnson fl'utti á sameiginlegum fundi beggja þingdeilda síðastl. miðvikudag. Sú ræða var þýðingarmikil fyr- ir Johnson, því að hún var lík- leg til að ráða mestu um við- horf þings og þjóðar til hans a. m. k. næstu vikurnar. VIÐRÆÐUR Johnsons við hina erlendu leiðtoga virðast hafa tekizt mjög vel. Helztu stjórnarleiðtogar Vestur-Evr- ópu virðast hafa farið mjög ánægðir af fundi hans. Það er ekki sízt talið mikilsvert, að de Gaulle hafi getizt vel að hinum Inýja forseta. Ákveðið er nú, að hann fari aftur tii Washing- ton eftir áramótin til viðræðna við Johnson, og einnig munu þeir Erhard og Sir Alec heim- sækja hann fljótlega. Þýðingar mest af öllu kann það þó að reynast. að viðræður þeirra Johnsons og Mikojans, varafor- sætisráðherra Sovétríkjanna, virðast hafa tekizt vel. Orðróm ur er um, að þeir hafi rætt um fund Krustjoffs og Johnsons á næsta vori. Fyrir Johnson er Iþýðingarmikið. að ekki skerist neitt í odda milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna meðan hann er að festast í embættinu. Vafa Taust væri það honum líka hag- ur í forsetakosningunum, ef sambúð austurs og vesturs færi heldur batnandi. Það forseta- efnið. sem þykir líklegast til að efla friðinn. mun hafa sterk asta aðstöðu. MENN höfðu beðið ræðu Johnsons á Bandaríkjaþingi með mikilli eftirvæntingu. Það þótti vfst, að sú ræða yrði vel samin, eins og líka reyndist. og þykjast margir kenna á henni orðalag Sörensens hins danska, sem undirbjó og fág- aði margar beztu ræður Kenn- edys og var honum manna handgengnastur á því sviði. En orðalagið var hins vegar ekki það, sem mestu skipti, þótt það hafi sína þýðingu. heldur hitt, hvað Johnson myndi segja og hvernig hann segði það Hvort tveggja þetta fullnægði beztu óskum manna. Johnson lýsti yfir því, að stefnu Kenn edys yrði fylgt fram á öllum sviðum og þc alveg sérstaklega á jafnréttissviðum. Mestan fögn uð vakti sú áskorun hans, að þingið samþykkti sem fyrst jafnréttisfrumvarp Kennedys. því að hans yrði bezt minnzt á þann hátt. Johnson flutti ræðu sína látlaust og alvarlega Sú mynd, sem menn fengu af honum í ræðustólnum, var mynd af öruggum og ábyrgum stjórnmálamanni. Johnson hefur til staðfest- ingar því, að stefnu Kennedys verði haldið áfram, beðið alla helztu samverkamenn hans að gegna störfum sínum áfram Hann virðist að sinni ekki áforma öllu meiri breytingar en þær, að hann mun bæta við starfslið Hvíta hússins þeim einkariturum og einkafulltrú um, sem hann hafði i þjónustu sinni sem varaforseti, og ef ti) vill einhverjum af þeim fulltrú- um, sem voru honum hand- gengnastir meðan hann var leiðtogi demokrata í öldunga- deildinni. VÍST ÞYKIR, að næstu vik- urnar muni Johnson aðallega snúa sér að innanlandsmálum, en þar er við mikinn vanda að fást, því að nær öll frurn- vörp Kennedys. er máli skiptu, voru strönduð í þinginu. Það mun verða Johnson til mikils vegsauka, ef honum tekst hér betur er, Kennedy. í amerískum blöðum er þvi yfirleitt haldið fram, að John- son muni verða forsetaefni demokrata, nema eitthvert sér- Framhald á 13. síðu. T f M I N N, Iaugardaginn 30. nóvember 1963. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.