Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 8
Leikfélag Hafnarfiarðar: JÓLAÞYRNAR eftir Wynvard Browne, leikstjóri KlemensJónsson. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Kirkjuárið Það eru víst ekki margir, sem hugsa um nýársdaginn, sem er í dag. Kirkjan, hennar form og siCir eru ekki hátt i huga margra. Samt er kirkjan svo fagurlega nálægt því, sem er að gerast í ríki náttúrunnar á hverjum árstíma. Aðventan, sem helguð er ár- vekni og yfirbót, afturhvarfi og viðbúnaði gagnvart hinu komandi er einmitt þegar svefn inn er næst og andvaraleysi og hættur vetrarnæturinnar um- kringja allt og alla. Jólin, þegar aftur fer að lengja dag og hækka sól, minna á Krist, hina upprennandi sói í andlegri veröld, og einnig á ljósið, sem lýsir í myrkrinu og hrekur það á flótta. Yndislegt vorið með brum- andi líf og grænkandi greinar og sprota, boðar upprisu og uppstigningu allt á sinn hátt. Ferskur og frjáls blær hins unga sumars minnir á undur- samlegan kraft heilags anda, sem skapar sumar menningar og frama í sálum og samfélagi manna, hvar sem hann nær tökum. Fölnandi haustið minn- ir á harm og dauða, en um leið á það líf, þar sem fræ- kornið lifir í frosti og skugga og textar og söngvar kirkjuárs- ins eru helgaðir vonum og ei- lífðardraumi mannssálnanna. Þannig er kirkjuárið, sem á sinn nýársdag fyrsta sunnudag í aðventu eða þrran vikum fyrir jól, ár hvert, einn af göf- ugustu ávöxtum hugsunar og menningar. Það eitt er lista- verk út af fyrir sig, áhrifamik- ið og yndislegt í senn, jafnvel þeim, sem ekki gera sér neina grein fyrir uppbyggingu þess, skipulagi og lögmál'um. Andi kristindómsins hefur með áhrifum kirkjuársins seytl- að gegnum björgin, holað stein- inn og skapað hinar tignustu kirkjur og göfgustu musteri. Það hefur einnig með anda sínum lagt veldi tónanna undir sig og mótað og myndað dýrð- legustu kóralverk og kirkju- söngva, sem jafnvel þeir, sem aldrei koma í kirkju, telja meistaraverk æðstu snillinga mannkyns allra tíma, og allra þjóða. Andi Krists hefur með kirkju- árinu tekið litina í þjónustu sína og framleitt hin fegurstu málverk og meistarastykki myndlistar allra tíma og kyn- slóða. Og þá ætti heldur ekki að gleymast, hvernig kirkjuárið hefur mótað málið, mál allra kristinna þjóða og skapað hinar fegurstu bókmenntir t.d. Nýja- testamentið sjálft, Passíu- sálmana, Lilju Ásgríms og ó- teljandi sálma og ljóð. Á sama hátt hefur andi krist- indómsins lagt undir sig sjálfa rás tímanna og mótað í djúp ára og alda sjálfa mynd Drott- ins síns Jesú Krists, svo að hann opinberar þar sína eilífu ásjónu, sem skín frá vikum og dögum, sunnudag eftir sunnu- dag, hátíð eftir hátíð. Þannig á dagskrá kirkjuársins, ef svo mætti segja, sitt áhrifaval'd frá mynd hans, sem speglast i djúpi aldanna. Kirkjuárið verður þá líkt og tigin og voldug dómkirkja, þar sem söfnuðurinn kemur saman. Þar hljómar sú tónlist, sem fegurst berst að eyrum. Þar er fluttur sá boðskapur, sem á bezt að hæfa hverjum tíma og hverri kf/nslóð til friðar og heilla og leiða á veg frelsis og réttlætis og íklæðast búningi aldarfarsins hverju sinni, svo að hann eignist endurhljóm í hverju hjarta, bergmál í vit- und hverrar manneskju í játn- ingu trúar og skýringu lífsskoð- unar. Þannig verður kirkjuár hvert líkt og perlan á festi tímanna, sem með bliki og ljóma ótelj- andi blikflata endurspeglar dýrð Guðs og vonir og þrár mannshjartans. „Hvert mitt innsta æðarslag ómi af gleði þennan dag.“ Ætti því að geta ómað frá sérhverju hjarta, sem skilur sitt hlutverk sem maður í riki og þróun réttlætis, friðar og frels- is. Og andi Krists og árið, sem honum er helgað, skilur engan eftir, hefur engan útundan. Hann kemur til þín eða mín hvern dag kirkjuársins, sunnu- daga, hátíðir og helgistundir, aðeins ef þú opnar vitund þína til viðtöku líkt og blómstur við dögg og sól „Hann þótt æðst í hátign ljómi hógvær kemur al'ls staðar. Hjarta þitt að helgidómi hann vill gjöra og búa þar. Opna glaður hjartans hús hýs hinn tigna geslinn fús. Getur nokkuð glatt þig fremur: Guð þinn sjálfur til þín kemur.“ Kæru söfnuðir, gefi ykkur Drottinn ljóssins gleðilegt og áihrifamikið kirkjuár með ó- teljandi ynöisstundir. „Eitt augnablik helgað af himinsins náð oss hefja til farsældar má.“ Árelíus Níelsson J LeiXIélag Hafnarfjarðar frura- sýndi Jólaþyrna eftir Wynyard Browne í Bæjarbíó á föstudags- kvöldið var. Höfundurinn er miðaldra mað- ur, enskur, scm hefur fengið gott orð fyrir nokkur leikrit. Hann er af gamla skólanum, fágaður, yfir- lætislaus. Jólapyrnar er mjög yfir lætislaust verk Viðfang höfundar er svo fallið til að snerta almenn persónuleg vandamál, að það eitt gæti fengið manni nokkurs leiða. Hann teflir fram heinnlisvandanum, þar sem hagsmunir æskunnar og ellinnar stangast á. Ung kona er að hætta við giftingu tií að sjá um aldraðan föður sinn. En þar raeð er fátt sagt af þessum leik. Heimilisvand* inn er leið Wynyards Browne, sera hann velur til að vega að blekk- ingunni, þvi- sem hér mætti jafna við þá sjóndepru að grilla aðeins það, sem er í mikilli fjarlægð, en sjá ekki möur fyrir tærnar á sér. Einnig þetta er harla ófrumlegt. En Brown er ckki að leita að frum leikanum. Hann reynir ofan í æ að varpa Ijósi á þann sannleik, Auður Guðmundsdóttir, yngri dóttir sem hver má þreifa á, minnugur þess, að sannleikurinn fellur aldrei úr gildi. Leikurinn gerist um jól í prests húsum á Suður-Englandi. Prestur inn ekkjuraaður, kominn að fót- um fram, börnin farin að heiman nema eldri dóttir. Hún vill gifta sig, en mannsefnið hefur fengið stöðu í Suðar-Ameríku. Og þar stendur hnifurinn í kúnni. Á því hefst leikurinn, að hjónaleysin ræða með sér þennan vanda. Bróð ir og systir þeirra, sem vill gifta sig, koma heim á jólum, ásamt tveimur frænkum og einum frænda. Frænkurnar telja gifting ar allra cncina bót, eggja fast til ráðahagsins. Yngri systirin neitar að sýsla urn föður sinn. Hann veit ekki hvað cr að gerast á heimilinu. Fórnfýsin og lífsviljinn togast á, og skyndilega eru þessi rólegu prestshús vettvangur mikilla sár- inda. Gestur Páisson leikur prestinn, fágaðan menntamann, sem leitar sannleikans. Því „sannleikurinn kemur öllum við .... sannleikur- inn um mannleg örlög“, segir prests, og Gestur Pálsson, presturinn hann. Örbirgð hans er mikil, þeg- ar hann kemst að raun um sann- leikann, að börnin hafa aldrei þor- að að segja honum allt af létta, af því „að það er ekki hægt að segja presti sannleikann“. Gamla prestinn uggir, að lífsstarf sitt hafi verið ur.nið fyrir gíg, og vitneskjan utn, að hann hefur jafn vel ekki átt trúnað barna sinna, gengur nærri honum. Það verður gömlum presti þungbært, að yngri dóttir hans hefur átt barn í leyn- um, misst það og er farin að drekka. Hitt er verra, að hún hef- ur ekki þorað að segja honum frá því. Gestur ber þunga leiksins, túlk ar prestinn af samúð og djúpri innlifun. Það er sönn ánægja að sjá Gest aftur á leiksviðinu, eftir nokkurt Iilc. Hámarki nær þessi leikur í upp- gjöri prests og yngri dótturinnar, þegar bæði komast að raun um sannleikann og samúðina í fari hvors annars. Auður Guðmunds- dóttir fer með hlutverk yngri dótt urinnar og heldur þar furðulangt til jafns við Gest. Auður er áhuga manneskja um leiklist, og ég býst ekki við, að hér sé hallað á neinn, þótt sú skoðun sé látin uppi, að leikur hennar hafi verið það at- hyglisverðasta í flutningi Jóla- þyrna. Hitt vita allir, hvað atvinnu mennirnir hafa gert og gera. Auróra Halldórsdóttir leikur aðra frænkuna, sem lifir í endur minningum um skammvinna hjóna bandssælu, masgefna og forvitna um einkamál. Auróra gerir þessu hlutverki mjög trúverðug skil. Emilía Jónasdóttir leikur hina frænkuna, piuraða og hryssings- lega, en akaflega hjartagóða inn við beinið. Þetta hlutverk felur í sér hæt.tu ýkingarinnar, sem Emelía komst ekki algjörlega fram hjá, en viðbrögð hennar, þegar hjartagæzkan skaut upp kollinura, voru nákvæmlega yfirveguð. Vin- sældir Emiliu eru gífurlegar, og henni var margsinnis klappað lof- í lófa. Jóhanna Norðfjörð leikur eldri dótturina, þá sem komin er á fremsta hlunn með að fórna gift- ingu fyrir föður sinn. Hlutverkið er ekki tilkomumikið, þessi stúlka er of mikill engill frá hendi Wyny- ard Browne til að vekja samúð eða raunverulega aðdáun. Jóhanna vegur sig upp með látleysi, en mótleikur hennar við unnustann í fyrsta þætti var ívið vandræða- legur. Sigurður Kristinsson leikur unn ustann, sem er enginn vangaveltu maður, en vill ganga hreint til verks að giftingum sem öðru. Það er nokkurt fát á honum, og verður að sínu leyti til þess að gera inn- ganginn andkannalegan.En túlkun Sigurðar kemur að góðum notum í leikslok. Valgeir Óli Gíslason leikur frændann, hermanninn, og trún- aðarvin yngri dótturinnar. Leikur Valgeirs var yfirleitt traustur, en fór r skorðum, þegar hann tók að skvra frá löngun sinni til að verða prestur. Og maður hafði á tilfinningunni, að Valgeiri mundu henta önnur hlutverk bet-' ur en þessa alvarlega þenkjandi stillingarmanns. Ragnar Magnússon leikur prests- soninn, sem gegnir herþjónustu, óráðinn ;im framtíðina. Ragnar gerir þessu hlutverki býsna góð skil á stundum og túlkar þá við-I brögð sonarins við heimilisvand- anum á mjög hispurslausan máta; þess á milli slaknar á leiknum og hann verður full skrykkjóttur. í heild má þó segja, að leikur- inn sé mjög áferðargóður, og þar lcemur til kasta leikstjórans, Klem ens Jónssonar, að samræma þaul- vana atvinnuleikara og áhugamenn í leik. Þegar á allt er litið ber ár- angurinn greinilegan vott um á- gæta hæfilsika leikstjórans, sem er heldur enginn viðvaningur, ef því er að skipla að tefla fram vön- um og óvönum. Magnús Pálsson teiknaði leik- t.iöldin, setustofu prests, af stakri smekkvísi. Þorsteinn ö. Stephensen þýddi i leikinn á gott mál, og mjög undan tekningarlítið eðlilegt í meðförum. Leikstjóra og leikurum var vel fagnað að n.akleikum. Baldur Óskarsson. KJÓSVERJAR Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur almennan félagsfund að Hlégarði mánudaginn 2. desember kl. 9 s.d. Kosnir verða fulltrúar á kjördæmisþing og rædd verða önnur mál. — Stjórnin. 8 T í M I N N, laugardaginn 30, nóvember 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.