Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 16
Laugardagur 30. nóv. 1963 250. tbl. flWBSIMI! 47. árg. Johson ræðir við foringja svartra NTB-Washington, 29. nóvember. Johnson forseti sat á fundum í dag metí helztu samstarfsmönn- um sínum og er nú talið að stjórn- arstairfið sé komið í eðlilegar skorður eftir sogaratburði fyrri viku. Johnson ræddi fyrst við varnar- málasérfræðingana og síðan við McNamara varnarmálaráðherra. Þá talaði hann við John McCone, forstjóra lenyiþjónustunnar, og McGeorge Bundy, sérlegón ráð- gjafa um aiþjóðleg öryggismál. Loks talaði hann við Rusk utan- ríkisráðherra. Það hefur vakið athýgli í Was- hington, að Johnson talaði einnig við framkvæmdastjóra baráttufé- lags svartra manna fyrir réttind- um, Roy Wilkins. Þetta er talið Framnald á 15. sfSu. Johnson forseti ávarpaSi í fyrradag bandarfska þingið. Bak við hann á myndlnni eru John W. McCor- mack, forseti fulltrúadeildarinnar, og (til hægri) Cari Hayden, forseti öldungadeildarinnar. • • LYSTI TOKU ONNU FRANK NTB-Amsterdam, 29. nóv. Karl Silberbauer, lögreglufull- trúi í Vínarborg, sem stóð að hand töku Önnu Frank, skýrir frá því í viðtali við hollenzkt vikublað, hvernig handtöku Önnu bar að höndum. Silberbauer, sem hefur verið vikið frá starfi, meðan rann sókn málsins fer fram, segir, að hann hafi sagt við föður Önnu: Þér eigið tallega dóttur. Og Anna var i raun mikið fallegri en mynd in f dagbókinni, sem hún skrifaði, segir til um, staðhæfir Silber- bauer. Silberbauer segir að Gestapo hafi flutt hann frá Vínarborg til Amsterdam árið 1943, ári áður en Anna Frank var tekin höndum í Amsterdam. Síðan segir Silberbauer. Þetta var á sunnuöegi í ágúst. Ég ætlaði einmitt að íara að borða morgun- matinn, þegar síminn hringdi. Mér var skýrt frá því að nokkrir Gyð- ingar væru í felum í húsi einu í Prinsengracht. Eg fékk átta hol- lenzka gestapomenn í lið með mér og fór á staðinn. Silberbauer segir síðan frá því sem gerðist eftir að þeir höfðu fundið gyð- ingafjölskylduna í þakherberginu. Fólkið var á þönum, tróð munum sínum niður í töskur og herbergið var svo lít.ið, að ég varð að standa í dyragættinni. Þegar ég sá einn, sem ekki hrærði legg né lið, hróp aði ég: Flýttu þér. Maðurinn gekk þá til mín og sagði að hann héti Frank og að hann hefði verið vara liðsmaður i þýzka hernum. Ég spurði hvað þau hefðu verið lengi í felum og hann svaraði: tuttugu og fimm mánuði. Þegar ég trúði honum ekki, tók hann um hönd stúlkunnar sem stóð næst honum, — það hlýtur að hafa verið Anna — og_ stillti henni upp við dyrastafinn. Á kann inn höfðu verið ristar skorur, sem sýndu hvað hún hafði hækkað. Ég sá að hún var orðin nokkuð hærri en efsta skoran. Stilberbauer segir í viðtalinu, að hann geti ekki skilið hvernig það hofi mátt verða að Anna skrifaði i dagbokina að gyðingar væru cirepnir á gasi. Við höfðum ekki hugmynd um það. Hann heldur því fram að hefði Frank ekki fai- :ð sig, hefð' ekkert hent hann og ,‘jölskyldu hans. Eftir klukkutíma '•ar starfi mínu lokið og gyðing- arnir voru fluttir burt og ég Framhald á 15. sfðu. HVEITIÐ VERÐUR EKKI SELT! NTB-Washington, 29. nóv. Tvær sovézkar verzlunarnefndir nafa nú farið heim frá Bandaríkj- unum, án þess að samið hafi verið um kornkaupin miklu. Segja Rúss- ornir, að þeir hafi ekki fengið aðgengilega samninga um kaupin, sem áttu að nema mörg hundruð milljónum dala. Fróðir menn í Washington segja að kornsalan hafi ekki strandað á gi eiðsluákvæðunum heldur á flutn ingavandamálinu. Rússar voru fús- ir til að staðgreiða kornið, ef á þyrfti að halda, en Bandaríkja- írenn höfðu krafizt þess, að helm- ingur kornsins yrði fluttur neð amerískum skipum, sem hafa mun hærri flutningataxta en skip ann- arra þjóða. Rússinn Borisov, aðstoðarverzi- unarmálaráðherra, sagði við brott •'örina, að ekki væru neinar áætl- r.nir uppi um, að þeir kæmu aftur seinna. Nokkrir Rússar úr nefnd- nni fóru til Kanada til þess að væða nánar um kornkaupin það- BRETAR SEGJAST EKKI VILJA 12 MILUR NTB-London, 29. nóv. Brezka utanríkisráðuneytið bar i dag til baka fréttir í brezkum blöðum, þar á meðal The Times, um að Bretland ætlaði að lýsa yfir því í bvrjun Vestur-evrópsku ráðstefnunnar um fiskveiði, að brezka fiskveiðilögsagan yrði víkk- uð úr ^remur milum í tólf. Var sagt, að fiskveiðilögsagan yrði áreiðanlega rædd á fundinum, sem hefst í Lor.don á þriðjudag- inn, en rikisstjórnin muni fyrst iaka afstöðu til aukinnar lögsögu eft.ir fundinn og þá í Ijósi niður- slaða fundarins. The Times hafði fullyrt í morg- un, að brezku fulltrúarnir á fund- inum mundu lýsa yfir því í upp- hari fundar að Bretar ætluðu að víkka sína lögsögu út í 12 mílur Segir blaðið, að m. a. hafi Heath varautanríkisráðherra gefið þetta í skyn í neðri deild þingsins, er hann sagði, að stjórnin gæti ekki neitað brezkum fiskimönnum um aukin réttindi eftir allt, sem á und an er gengið. Brezka togaraeigendasambandið hefur krafizt þess í málgagni sínu, Trawling Times, að lögsagan verði færð út. Segjast togaraeigendur hafa tapað miklu síðustu árin vegna aukningar fiskveiðilögsögu við ísland, Noreg og Danmörku. og nú ætli fleiri að fylgja í kjöl- farið. Formaður togaraeigendafélags- ins, Suddaby, lýsti yfir í dag, að félagið sem slíkt hafi alltaf verið á móti tólf mílunum, þótt það skilji, að brezkir fiskimenn verði að fá aukna vernd á heimamiðun Framhald á 15. sfðu. ,isl. sósíalistar ættu að fara að dæmi Laxness' „Hreyfing íslcnzkra sósíalista, sem enn er of mjög haldin ýmiss konar sovétvil'lu, þyrfti að fara að dæmi Laxness, gera hreint fyrir sínum dyrum“. Þetta segir Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, sem segist hafa sérstakan rétt til að taka svo til orða, þar sem hann sé enn sósíalisti. Hann skrifar ágæta grein um Skáldatíma Laxness í Frjálsa þjóð, sem út kom í gær. í niðurlagi greinar sinnar segir Bjarni: „Það er nú lýðum Ijóst að lof- gerð manna, bæði hér á landi og annars staðar um ágæti sovét- lífs á fjórða tugi aldarinnar var ein af stórlygum tímans. Sem sósí- alisti hef ég sérstakan rétt til að segja, að enn í dag er fyrirkomu- lagið í Sovétríkjunum sízt við hæfi okkar hér á þessum lengdarbaug- um. Hver unir til dæmis þeirri hugmynd í fullri alvöru, að sköp- un bókmenntanna sé fyrst og sein- ast þáttur í flokksstarfi, að öll út- gáfa sé í höndum pólitískra stofn- ana, að engin þjóðfélagsleg hugs- un sé þóknanleg nema hún sé soðin upp úr nokkrum meira og minna dauðum bókum frá fyrri | öld<? Hreyfing íslenzkra sósíalista, sem enn er of mjög haldin ýmis konar sovétvillu. þyrfti að fara .að dæmi Laxness, gera hreint fyrir sínum dyrum og láta sér takast betur ef verða mætti. Það er með-1 al annars pólitísk nauðsyn, eins og málum er komið — en þó framar öllu mannleg nauðsyn, sú andlega skvldukvöð að hafa það jafnan er sannara reynist Ef skyldan við sannleikann er ekki rækt af fullri einurð, hrynur allt í rústir fyrr eða eða síðar — ekki aðeins stefna mannsins heldur einnig sál hans og sæmd.“ I l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.