Alþýðublaðið - 25.09.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.09.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fö&tudagur 25, sesþt, 194Sfc Steingrimnr Aðai- steinsson rekinn Ar Verklýðsfélagi Akcrejrar. TÓLFTA þessa mánaðar barst formanni dómnefnd ar Verkalýðsfélags Akureyrar kæra á Steingrím Aðalsteins- son, sem Félagsdómur dæmdi inn í Verkalýðsfélagið 17. júní s. L'Var kæran frá formanni félagsins og var þar krafizt að Steingrímur yrði rekinn úr fé- laginu fyrir brot á lögum þess. Dómnefndin kom saman daginn eftir og samþykkti að senda kærða hana. til umsagnar. Barst nefndinni svar Steingríms 17. þ. 'm. og nokkru síðar ákvað 'dómnefndin á fundi sínum að taka kæru formanns til greina og víkja Steingrími úr félaginu fró 21. þ. m. að telja. Togaraverkfall boðað frá klukk an 12 á miðnætti 1. oktober. Tveim bifreiðnm stolið í flafnarfirði. IFYRRINÓTT var stolið tveimur bifreiðum í Hafn- arfirði og var þeim rennt niður brekkur, þar eð ekki var hægt að setja vélarnar í gang. Aðra bifreiðina átti Björn Eiríksson á Sjónarhól, en hina B. M. Sæberg. Hvorug bifreið- in skemmdist að ráða. Stirkastleg loftvarnaæf- ing eitíhvert næsta kvöld. --------------——♦------- Nær yfir Borgarnes, Hvalfjörð, Reykjavík og allt til Vestsnannaeyja STÓRKOSTLEG LOFTVARNAÆFING verðux haldin hér um slóðir eftir að dimmt er orðið dag einn síðustu vikuna í september og taka bæði setuliðið og allar loftvarna- sveitir íslendinga þátt í henni. Æfingin mun ná yfir suðvest- iu-hluta landsins, eða suðvestan við línu, sem dregin er frá Borgarfirði til Kaldaðarness. Hvalfjörður og Vestmanna- eyjar munu einnig verða með í æfingunni. Allar loftvarnasveitir fslendinga munu taka þátt í æf- ingimni og verður einnig lögð sérstök áherzla á myrkvun íbúðarhúsanna. Er öllum, sem búa á svæði því, sem æfingin nær yfir, ráðlagt að kynna sér ítarlega allar reglur um loft- varnir og vera við æfingunni búnir. Allar deildir hers, flota og flughers hér á landi munu taka þátt í æfingu þessari óg er hún til þess gerð að reyna loftvamir, bæði hersins og borgaranna. Ef allir skilja, hversu nauðsynlegt það er, að hver einasti maður taki þátt í æfing- unni og geri sitt til þess áð fylgja settur reglum, mun öryggi Reykjavíkur verða meira eftir en áður var. Kommfinistar fá bandamann í vSrn- inni fpir vaMboði setnliðsins. . ;. ♦...■■■ Eggert Claessen sér sér leik á borði til þess að rífa níður samníngsrétf verkalýðsfélaganna. ¥-% AÐ lætur að líkindum, að Vinnuveitendafélagið væri ekki lengi að átta sig á því hvaða framtíðarmögu- leikar sköpuðust fyrir það við valdboð setuliðsstjómarinn- ar um kaup og kjör verkamanna í setuliðsvinnunni og uppgjöf kommúnista fyrir því. í fyrradag fer framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- félagsins, Eggert Claessen, á stúfana í Morgunblaðinu og lætur þar heldur en ekki ánægju sína í ljós yfir því, að setu- liðsstjómin skuli hafa neitað að viðurkenna samningsrétt verkalýðsfélaganna. Lætur hann um leið í ljós undrun sína yfir þeirri gagnrýni, sem gerræði setuliðsstjórnarinnar hef- ir orðið fyrir meðal verkamanna og ekki hvað sízt í Alþýðu- blaðinu. Setuliðsstjórnin sé, segir Eggert Claessen, í sínum fulla rétti, að skammta verkamönnum kaup og kjör eftir sínum geðþótta. ---------------------■-------♦ f>að Sveinaféiag klæð- O AMNINGAR hafa tekizt milli Skjaldborgar, félags klæðskerasveina, annars vegar og hins vegar Meistarafélags klæðskera, Félags íslenzkra iðn- rekenda og Gefjunar um kaup og kjör starfsfólksins. Samkvæmt samningunum hækkar kaup starfsfólksins um 30—40% og vinnudagurinn er 8 stundir. Auk þess fékk það ýmsar aðrar réttarbætur. getux í rauninni ekki komið neinum á óvart,, þó að hið innlenda atvinnurekenda- vald fagni þannig valdboði setu liðsst j órn anin n rjr. I>að hefir hvað eftir annað verið tekið fram í Alþýðublaðinu í greinúm um þetta mál undanfarið, að með valdboði setuliðsstjómar- innar og hinni smánarlegu upp- gjöf kommúnista fyrir því, væri skapað hættulegt fordæmi, sem ekki að eins setuliðið sjálft mundi færa sér í nyt síðar meir til þess að skammta verka- mönnum hér kaup eins og því sýndist. Hið innlenda atvihnu- rekendavald myndi einnig ganga á sama lagið. Það er því meira en hlægilegt þegar blað kommúnista, Þjóð- viljinn, er í gær að reyna að að belgja sig upp út af fögnuði Eggerts Claessens yfir setuliðs- taxtanum. Hvílir ekki rök- studdur grunur á kommúnist- um sjálfum, að hafa hjálpað til að samja taxtann? Hafa þeir ekki svínbeigt sig fyrir vald- boðinu og þar með sjálfir gefið upp samningsrétt verkalýðsins í viðskiptunum við setuliðið? Og hafa þeir ekki að endingu beinlínis borið blak af vald- boði setuliðsins og reynt að rétt læta það með því, að það hefði með taxtanum ekki gert annað en það, sem íslenzkir atv.rek- endur hefðu hvað eftir annað gert? Hvaða ástæðu hefir Þjóð- viljinn þá til þess að undrast það, þó að Eggert Claessen, framlivæmdastjóri Vinnuveit- endafélagsins, komi nú á eftir og segi ,að setuliðsstjórnin hafi ekki gert annað en það sem hún hafi haft fullan rétt til? Nei, það sem kommúnistar hafa gert í sambandi við vald- boð setuliðsins er ekkert annað en að ryðja brautina fyrir hið (Frh. á 7. síðu.) Mær ©iEirésna ákvoréaa togara- slém&nna wil aikvæéagroiésiuná I félSgnnnm. Fundur stjórna Sjómannafélaganna í gærkveldi. —.——-»------- Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda barst í gærkveldi tilkynning frá Sjómannafélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði um að sjómenn myndu leggja niður vinnu á öllum togurum frá klukkan 24 fyrsta október næstkomandi. Ákveðið var að senda togaraútgerðarmönnum þessa tilkynningu um vinnusíöðvun á togurunum að aflokinni alls- herjaratkvæðagreiðslu meðal togarasjómanna, sem stóð & þriðjudag og miðvikudag, á fundi, sem stjórnir beggja sjó- mannafélaganna héldu síðdegis í gær. Alls tóku 188 togarasjómenn þátt í þessari atkvæða- greiðslu. 178 sögðu já við því sem þeir greiddu atkvæði um, en það var heimild handa stjórnum félaganna til að lýsa vinnustöðvun, ef samningar tækjust ekki. 9 sögðu nei, en einn seðill var ógildur. Því miður gátu ekki fleiri * ~ togarasjómenn tekið þátt í at- kvæðagreiðslunni, því að all- mörg skip voru úti. En þessi úrslit atkvæðagreiðslunnar munu gefa fullkomlega rétta mynd af afstöðu sjómanna til deilumálanna. Atkvæðaseðillinn var þann- ig: Samþykkir þú að gefa stjórn þinni umboð til þess að ákveða fyrir félagsins hönd að hefja vinnustöðvun, með löglegum fyrirvara, ef atvinnurekendur vilja ekki ganga að þeim samn- ingum um kaup og kjör, sem stjórn og samninganefnd telja viðunandi? Já Nei Setja skal X framan við Já eða Nei eftir því hvort svarið er játandi eða neitandi. Eins og kunnugt er hefir hin ríkisskipaða sáttanefnd haft deilmál þessi til meðferðar und anfarið. Síðast hafði hún fund með aðilum fyrri daginn, sem allsher j aratkvæðagreiðslan stóð, á þriðjudag, en sá fundur bar engan árangur. Allmikið ber enn á milli. Allir munu vona að reynt verði til hins ítr- asta að ná samkomulagi í þess- ari deilu, en nú er aðeins vika til stefnu, þar til sjómennirnir ganga af skipunum, ef útgerð- armenn vilja ekki greiða þeim það kaup og láta þeim í té þau kjör, sem þeir telja sig geta un- að við, við hin erfiðu og hættu- legu störf þeirra. Glæsilegir hljónlelk- ar f fiamla Bió I gærkvuidi. Fyrsta kvöld Katbleen Long* IZ ATHLEEN LONG, hinn enski píanósnillingur, hélt fyrstu hljómsleika sína í Gamla Bíö í gærkveldi fyrir troðfullu húsi. Voru þessir hljómleikar ekki fyrir alla, heldur fyrir með limi Tónlistarfélagsins og gesti þeirra. Ungfrú Long hafði fjölbreytt prógramm, lék meðal annars lög eftir Rameau, Schubert, Chopin, Brahms og Rachmani- noff og var óspart klappað lof í lófa. í lok hljómleikanna rigndi bókstaflega yfir hana blómvöndum og átti hún fullt í fangi með að komast með þá út af sviðinu í Gamla Bíó. Ungfrú Long heldur fyrstu opinberu hljómleika sína í Gamla Bíó í kvöld kl. 7, og leik- ur þá annað prógramm en I gærkveldi. Leiðrétting! Eftir upplýsingum, sem Alþýðu- bláðið hefir fengið, mun það vera ranghermi, að það hafi verið bíll- inn E 13, sem valt á Siglufirði, þegar bílslysið varð þar um dag- inn. Bíllinn E 13 er Akranesbíll, sem áldrei hefir til Siglufjarðar komið. Setnliðsmenn ráðast inn í Vikingsprent i kvennaieit. RÉTT fyrir miðnætti í fyrri- nótt réðust tveir setiiliðs~ menn inn í Víkingsprent. Höfðu þeir verið að elta stúlk ur, sem höfðu flúið þar inn und an þeim. Brutu þeir þá rúðu í hurðinni og réðust inn, en tveir menn, sem vinna í prentsmiðj- unni tóku á móti þeim og komu þeim út á götu. Kom þá ame- ríkska lögreglan á vettváng og tók hermennina. 50 ára er í dag Helgá Irigibjörg Krist- jánsdóttir, Grettisgötu 64. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.