Alþýðublaðið - 29.09.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐiÐ Þriðjudagur 29. september 1942 ErjáRæði afurðaver&sfns: kaupa kjöt vegna verðhækkunarinnar Kveufélag Alpýðu- flokEisins á AðalDmræðnefni fnntíarins verða mál Alpýðoflokbsins. K JENFÉLAG Alþýðuflokks ins heldur fyrsta fund sinn á haustinu í Iðnó uppi annað kvöld klukkan 8,30. Rætt verð- ur um alþingiskosningamar og málefni Alþýðufloklcsins. Til máls taka á fundinum af lista Alþýðuflokksins Haraldur Guðmundsson, Jóhanna Egils- dóttir og María Knudsen. Auk þess verða frjálsar umræður. í>á verða og ýms skemmtiatriði og sameiginlegt kaffiborð. Félagskonur eru beðnar að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. Hann ráðíeggur i bréfi kaupfélðgunum, að borga bændum ekki út lema 4 kr. fyrir kílóið. Seglr, aH k|ðfraeyzla wmmmí uBinka, sefulitlMi hæffa a5 kaupa eg kaupféSfögira llggja oaeð kJHfH. Bílafithlitonarnefod byrj- nð að úthlnta bílunuin. Meirihluti hennar neitar að nokkur heim ild sé til að láta skilanefnd gera það. MEIRIHLUTI bifreiðaúthlutunarnefndar, þeir Jón Sig- urðsson og Stefán Jónsson, hafa ákveðið að hafa að engu tilkynningu Jakobs Möllers fjármálaráðherra um að nefndin sé svipt réttinum til að úthluta bifreiðum og hann falinn skilanefnd þeirri, sem hann hefir skipað fyrir bif- reiðaeinkasöluna. Komu þeir Jón Sigurðsson og Stefán Jóns- son saman á fund síðdegis í gær og úthlutuðu nokkrum bif- reiðum. Mun eigendum verða tilkynnt það í dag. Þriðji nefndarmaðurinn, Gísli Jónsson, mætti ekki á fundinum. því, Þessi ákvörðun meirihluta nefndarinnar kemur ekki á ó- vart. Nefndin var kosin á al- þingi fyrir aðeins fáum vikum. Og það er enginn minnsti vafi á því, að meirihluti alþingis veitti henni full umráð yfir út- hlutun bifreiðanna. í byrjun vildi fjármálaráðherra fá að ráða einn öllu um ákvarðanir nefndarinnar og afhenti henni lista yfir menn, sem hann hafði lofað bifreiðum. Voru fleiri nöfn á þeim lista, en til voru bílar til úthlutunar. Þá taldi ráðherrann að hann hefði leyfi til að tilnefna for- mann nefndarinnar og til- nefndi hann flokksmann sinn, Gísla Jónsson. — Meirihluti nefndarinnar viðurkenndi ekki rétt ráðherra til að útnefna formanninn og taldi sjálfsagt að hún kysi sér sjálf formann. Var Stefán Jónsson kosinn. — Ennfremur sá meirihluti nefnd arinnar að stárf það, sem al- þingi hafði ákveðið að hún hafði ákveðið að hún leysti af höndum yrði þýðingarlaust ef nefndin úthlutaði samkv. JÓN ÁRNASON forstjóri hefir nýlega skrifað kaupfélög- unum bréf í nafni Sambands íslenzkra samvinnufélaga og ráðlagt þeim, að greiða bændum ekki nema 4 krónur út á hvert kg. af nýju kjöti, þar sem gera megi ráð fyrir, að kau’pfélögin verði að liggja með kjötið meirihiuta ársins! í bréfi forstjórans er sú skýring gefin á þessari ráð- leggingu hans, að vegna hins háa verðs á kjötinu muni landsmenn ekki birgja sig upp að kjöti í haust og vafalaust minnka kjötneyzlu sína yfirleitt, og miklar líkur séu auk þess til, að setuliðið hætti alveg að kaupa kjöt við núver- andi verði á því! Þetta hefir Alþýðublaðinu verið símað frá áreiðanlegum heimildum úti á landi. . ^___________________________L.. Ekkert sýnir betur en þetta bréf, út í hvílíkt brjálæði verð- lagspólitíik Framsdkharflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins er ■komin að því ér snertir afurða verð landbúnaðarins. Kjötverðið er ákveðið 100% hærra én í fyrrahaust, þannig, að heildsöluverð þess er kr. 6,40 og útsöluverð kr. 7,30 kg. Um þetta verð á kjötinu virðist enginn ágreiningur milli Full- trúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í kjötverð- lagsnefnd. Jón Árnason for- stjóri, sem sjálfur á sæti í kjöt- verðlagsnefnd, hreyfir engum andmælum við þessari gífurlegu verðhækkun. Þvert á móti. Ifann segist geta fallizt á þetta verð í bráð, en boðar hins vegar á fundinum, þar sem það er á- kveðið, enn eina verðhækkun á kjötinu síðar á þessu hausti! Síðan sezt þessi herra niður og skrifar kaupfélögunum bréf í nafni Sambandsins og ráðlegg- urþeim, að greiða þændum ekki nema 4 krónur út á kjötkílóið, þar eð verðið sé orðið svo hátt, að landsmenn muni minnka stórkostlega við sig kjötkaup, setuliðið sennilega hætta að kaupa kjötið og kaupfélögin verða að liggja með það óselt mestan hluta ársins!! Hvað segja menn um slíka ráðsmennsku? Ætli það nefði ekki verið nær, að ákveða svo skaplegt útsölu- verð á kjötinu hér á innanlands- markaðinum, að neytendur gætu veitt sér það og salan á kjötinu væri þar með tryggð? Þetta lista ráðherra og neitaði þó að hún hins vegar muni taka fullt tillit til þessara manna, eins og annarra um- sækjenda, Menn munu ræða mjög um vald ráðherra til að svipta nefndina úthluíunarréttinum. Skal því birt hér þingsályktun- artillagan, sem samþykkt var á alþingi, en nefndin var kos- in og henni skapað valdsvið samkv. Þingsályktunartillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa 3ja manna nefnd (til tveggja ára og þrjá til vara), er hafi með höndum úthlutun bifreiða þeirra, sem eru fluttar inn af Bifreiðaeinkasölu ríkisins, enda sé einkasölunni óheimilt að láta af hendi bifreiðar, nema eftir ákvörðun nefndarinnar, en leita skal nefndin tillagna forstjóra einkasölunnar um út- hlutunina. Nefndin ákveður og, hverjir öðlast leyfi til innflutnings bif- reiða, ef þær eru ekki fluttar inn af bifreiðaeinkasölunni. Ákvæði þessi ná til allra bif- reiða, sem keyptar eru og flutt ar verða inn hér eftir, svo og þeirra bifreiða er einkasalan hefir þegar keypt og eru í eigu hennar hér eða erlendis. Skal nefndin haga úthlutun bifreið- anna með hliðsjón af þörf al- mennings og atvinnuveganna, og er henni skylt að gefa al- þingi skýrslu um störf sín. — Framhald á 7. síðu. hefði þó vel mátt gera, án þess að skerða hlut bænda, með því að fara inn á þær brautir, sem Alþýðuflokkurinn stakk upp á strax haustið 1940: að taka stríðsgróðann með útflutnings- gjaldi og sköttum og verja hon- um meðal annars til þess að halda niðri* útsöluverði á inn- lendum afurðmn með því að greiða á þær verðuppbætur af hálfu hins opinbera. En forráðamenn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa ekki verið alveg á því að fara inn ý þessa braut. í stað þess byrjuðu þeir á því að sprengja upp útsöluverðið á inn- lendum nauðsynjum hér innaii- lands og heimta stórkostlegar uppbætur á þær íslenzkar landbúnaðarafurðir, sem út- eru fluttar og ekki seljast þar nema fyrir lítið brot af því verði, sem þær eru seldar fyrir hér heima. Er nú svo komið, að menn eru farnir að gera ráð fyrir þeim möguleika, að verja þurfi allt að 10 milljónum króna til verðuppbótar handa bændum á útflutt kjöt. Ætli að það hefði ekki verið skammar nær, að verja ein- hverju af þessu fé til þess að halda útsöluverðinu á kjötinu niðri á /innlendiim markaði, þannig, að íbúar landsins sjálfs gætu veitt sér það? Arásir á vcgfar- eiðnr balda áfram En erfiðlega virðist ganga að hafa hendur í hári ef- beltíismannanna- A RÁSIR á vegfarendur virðast sífellt vera að færast í aukana og það sem verra er, lögreglunni virðist ganga mjög erfiðlega að hafa upp á sökudólgunum, ekki að eins íslenzku lögreglunni, héld ur og einnig hinni ameríksku... Það eru ekki einungis am- eríkskir hermenn, sem fremja þessar ógeðslegu árásir, heldur virðast Islendingar vera farn- ir að taka upp á þeim — og mættum við gjarna taka aðra betri siði upp eftir hinum er- lendu mönnum, sem hér dvelja. Fyrir nokkrum dögum var ráðizt á konu hér í bænum og hún slegin mikið högg í and- litið. Hreytti sá er þennan verknað framdi ókvæðisorðum að konunni og virðist allt benda til þess, að hér hafi fs- lendingur verið að verki. Laust fyrir klukkan 11 s.l. laugardagskvöld réðust ame- ríkskir hermenn á mann, sem var á gangi við Arnarhvol. — Börðu þeir hann í höfuðið. — Þetta var tilkynnt í varðstofu lögreglunnar og komu íslenzk- ir og tameríkskir lögregluþjón- ar á vettvang, en þeir munu ekki hafa haft uppi á sökudólg- unum. Var haldið að þeir hefðu horfið inn í Lindargötu. Það er mjög hætt við því, að ef það endurtekur sig oft að slíkar árásir séu framdar, án þess að hægt sé að hafa hend- ur í hári sökudólganna, þá muni^þeir fara í vöxt. Dæmdnrfyrlraðbrjétabann vli áfengisneyzln. Saga unga mannsins, sem ætlaði sér að verða söngvari, en hefur nú verið dæmdur 88 sinnum fyrir ölvun og ofbeldi SAKADÓMARINN í Rvík hefir kveðið upp dóm yfir manni fyrir að brjóta bann við áfengisneyzlu, sem kveðið hafði verið upp yfir honum með dómi. Maður þessi er Guðni Albertsson, ungur mað- ur, lágur vexti, en svo ofsa- fenginn við vín, að hann lend- ir oftast í vandræðum er hann neytir áfengra drykkja. Fyrir mörgum árum kom maður þessi hingað til Reykjá- víkur til söngnáms og efndi hér til söngskemmtana. — Snemma í desember 1941 var Guðni Albertsson dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að berja mann til óbóta, þar sem hann réðist á hann á vinnustað hans. Er all langt síðan Guðni framdi þessa árás og er maður sá er og er talið að hann muni ekki fyrir henni varð enn rúmfastur ná sér aftur. Jafnframt því að vera dæmdur í 9 mánaða fang- elsi fyrir þessa árás var honum bannað að kaupa eða neyta á- fengið þar til fimm ár væru lið- in frá því að hann hefði afplán- að dóm sinn. En fyrir skömmu síðan var Guðni látinn laus úr fangelsinu, enda hafði hann þá 'að mestu afplánað hegninguna. Hafði hann hegðað sér sæmi- lega vel meðan á því stóð, en heilsu hans var þannig farið að hann var látinn laus að læknis- ráði. En Guðni féll fyrir freisting- unni fljótlega. Hann var stadd- ur inn á veitingahúsi 2. sept- ember síðast liðinn, ölvaður og var að neyta áfengis. Fyrir þetta var Guðni dæmdur í 40 Prfc. á T síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.