Alþýðublaðið - 29.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.09.1942, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. september 1942 ALÞYÐUBLAÐIÐ * s \ s s N V s V s ■s s s s s s s s s - s s s Fljúgandi tundurskeyti Þjóðverjar reyna að kljúfa hersveit ir Rússa i Stalin~ Þetta er ein af hinum frægu tundurskeytaflugvélum Ameríkumanna, Martin B-26, eða fljúgandji itundunskeylti, eins þær eru kall^ðar. og Aokin samheldni meðal Baodamanna. Sex leiðtogar þeirra halda 1 rœður. Washington, 28. sept. SEX merkir leiðtogar Banda manna fluttu um helgina ræður, sem allar bentu til auk- innar samvinnu milli þeirra svo og 'aukins sóknarmáttar. Sendimaður Roosevelts, Willkie, er kominn til Kína, ■varaforsætisráðherra Breta, Attlee, er í Kanada} Sir Staf- ford Cripps og upplýsingaráð- herra Rússa, Alexandrov, hcífa talað í London og Moskva brezki ráðherrann Noel Baker í London og loks hefir Wavell talað í New Delhi. WENDELL WILLKIE skýrði frá því, að þjóðirnar við botn Miðjarðarhafsins væru meir og meir að hallast að því, að Bandamenn muni vinna fulln- aðarsigur í styrjöldinni og veiti þeim því aukinn stuðning. CLEMENT ATTLEE sagði: Þeir, sem eru við stjórnar- taumana álíta styrjöldina um allan heim vera eina og sömu baráttu og allar áætlanir okkar eru gerðar í samráði við banda- menn okkar. Sir STAFFORD CRIPPS fórust þannig orð: í þessu stríði höfum við myndað meiri þjóð- areiningu en nokkru sinni á seinni öldum. ALEXANDROV sagði í ræðu til verkamanna: Bandalagið milli Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna verður með hverjum deginum sterkara. Sá tími er ekki fjarri þegar Banda- menn okkar munu einnig leiða heri sína fram til orrustu við óvinina. SimARCHIBALD WAVELL hélt ræðu og sagði: Vonir Þjóð- verja um að gersigra rússneska herinn á þessu ^umri hafa brugðizt þeim. Eg er ekki í hin- um minnsta vafa um úrslit styrjaldarinnar. Ameríkumenn, við sjálfir, Rússar og Kínverjar munu berjast þar til yfir lýkur. NOEL BAKER sagði, þegar hann bauð skipbrótsmenn úr skipalestinni miklu, sem ný- komin er til Rússlands, vel- komna heim: Vopnasendingin fiðring kaupir hús í Svípjóð. Kanadiskar flngvélar gera ðrásir á Japani Lelðtogar nazista bola sig nndir flétta. TV/T ARGAR fréttir berast þessa dagana, sem benda í þá átt,_ að ástandið í Þýzkalandi og leppríkjum þess sé mjög líkt því, sem það var 1918, skömmu áður en hrunið, sem leiddi til ósigurs þessarra ríkja í fyrri heimsstyrjöldinni, hófst. Hermann Göring hefir nú keypt sér hús við Áppelviken í Stokkhólmi og hefir hann án efa í hyggju að eiga þar at- hvarf, ef illa færi fyrir Þýzka- landi í þessarri styrjöld. Göring hefir áður verið í Svíþjóð og var hann þá á geðveikrahæli. Fyrri hona hans var sænsk. Auðugur þýzkur iðjuhöldur kom fyrir nokkru til Svíþjóðar og bað þá umboðsmann sinn að atvega sér vinnu þar í landi. Þegar umboðsmaðurinn spurði undrandi, hverju þetta sætti, sagði iðjuhöldurinn: „Eg er meðlimur nazistaflokksins, en hef þó aldrei tekið nokkurn þátt í starfsemi'hans. En ég er h'ræddur um að allir meðlimir flokksins verði drepnir“. LEPPRÍKIN. Einn af sonum Horthys ríkis- stjóra Ungverjalands hefir keypt landareign í Brasilíu fyr- ir Horthy f jölskylduna. Mun hún, eins og Göring, vilja eiga þar athvarf þegar dregur að lok um styrjaldarinnar. New York — Kaiser hefir full komnað met sitt. Hann hefir smíðað skip — 10,000 smálesta flutningaskip, fullbúið, — á minna en tveim vikum. mikla, sem skipalestin flutti til Rússlands, getur átt mikinn þátt í bardögum eystra, því, að hún var meiri en nokkru sinni hefir farið í einu lagi austur þangað. Bandamenn eru nú Möndulveldunum yfirsterkari hvað mannafla snertir, vopn og flugvélar. WASHINGTON í gærkv. AMERÍKUMENN hafa í nokkrum smáviðureign- um á Guadalkanal og Florida í Salomonseyjum borið hærri hlut. Flugvélar þeirra hafa síðan á föstudag skotið niður fyrir Japönum yfir 40 flug- vélar, en ekki misst eina ein- ustu sjálfir. Þá hafa sprengju flugvélar þeirra gert árásir á skip Japana norðar í eyjunum og hæft tvö beitskip sprengj- um. KISKA Kanadamenn hafa nú hafið þátttöku í- hernaðaraðgerðum í Norður-Kyrrahafi. Hafa ameríkskar og kanadiskar spengjuflugvélar gert mikla árás á stöðvar Japana á Kis- ka í Aleuteyjum. Tveir Jap- anskir kafbátar löskuðust, nokkur fleiri skip urðu fyrir spengjum, þar á meðal her- flutningaskip. Ei Hímmler danönr? LONDON í gærkveldi. MJÖG STERKUR orð- rómur gengur nú um það í Berlin, að Heinrich Himmler, hinn illræmdi for- ingi Gestapo, sé dauður. Berlín logar nú af alls kon- ar orðrómum, og má af því marka, að kurr er í Þjóðverj- um. Svipaður orðrómur gekk nýlega um að von Bock hafi verið settur af, en enn hefir ekki frétzt, hvað hæft er í því. Leyniflugvellir í Mexikó. Mexico City, 28. sept. LEYNIFLUGVELLIR hafa fundist á plantekrum í Chapasfylki í Mexico. Þaðan er ekki meira en klukkustundar flug til Panamaskurðarins, sem hefir mikilsverða hernaðarlega þýðingu. Mexicanska stjórnin hefir lagt hald á fjörutíu stórbænda- býli, sem nazistar áttu, til að koma á veg fyrir að þau yrðu notuð, sem flugvellir fyrir ó- vinaflugvélar. Norðmenn fðgnnðn brezku flngvéiun- nm. LONDON í gærkveldi. MÖRG ÞÚSUND NORÐ- MANNA stóðu á húsþök- um í Oslo og veifuðu í ákafa til \ brezku flugmannanna, sem gerðu árásina á aðalstöðvar Gestapo á laugardag. Fólkið söng: „Ja vi elsker.dette landet" meðan sprengjurnar sprungu í borginni. Þjóðverjar hafa reynt að leyna því, hvert tjón varð af á- rásinni, og er svæðið kringum Victoria-Terrasse þéttskipað SS varðmönnum. Hinsvegar er það ekkert leyndarmál, að sprengjur brezku flugmannanna hittu í mark, og byggingin, sem eyði- leggja átti, varð fyrir miklum skemmdum. London í gærkvöldi — 50 menn úr liði Quislings hafa ver ið teknir höndum fyrir að neita að fara til austurvígstöðvanna. Eru þeir hafðir í haldi í Gini fangelsinu. 279 Norðmenn hafa verið fangelsaðir fyrir svipaðar sakir. bjóðverjar tilkynna 1 kafbátasignr. BERLÍN í gærkveld. ÞREMUR stórskipum banda- manna sökkt á Atlantshafi, segir í aukatilkynningu þýzku herstjórnarinnar. Skipin voru í skipalest, sem var á leið frá Ameríku til Englands og voru margir tundurspillar í fylgd með henni. Skipin voru línuskip. Eitt 19 G grad. NN er ekki útséð um það, 'hvort Þjóðverjar gleypa Stalingrad eða Stalin- grad gleypir þá, símaði brezkur fréttaritari frá Moskva í dag. „Þótt Þjóð- verjum takist að ná nokkrum húsum á sitt vald, tekst þeim ekki að vekja til lífsins þús- undir hermanna, sem liggja dauðir í rústum borgar- innar.“ Þjóðverjar reyna að kljúfa í sundur varnarhersveitir borg- arinnar með því að dýpka fleyga sína á ýmsum stöðum í borginni. og sækja eftir aðalgötum henn- ar að Volgu. Hafa þeir unnið dálítið á, en götubardagarnir halda áfram af sömu heipt og áður. Norðvestur af borginni heldur Timochenko áfram að þjarma að Þjóðverjum og hefir neytt þá til að draga lið frá aðalbardaga- svæðinu. í bardögunum á þess- um vígstöðvum sendu Þjóð verjar fram 3 herfylki og 100 skriðdreka. Rússar segjast hafa stráfellt 3 herdeildir og eyðilagt 5Q skrið- dreka. Á Mosdok vígstöðvunum hafa engar breytingar orðið. Við Voronesh féllu 1200 Þjóðverjar í bardögum. Á Rzhev vígstöðvunum eru Rússar í sókn og hafa tekið 25 þorp af Þjóðverjum og hrundið mörgum gagnáhlaupum þeirra. Á Sinjavinovígstöðvunum við Leningrad féllu 2000 Þjóð- verjar. Rússar gera sitt ýtrasta til að rjúfa hringinn um Leningrad til þess að tryggja samgöngu- leiðir til borgarinnar fyrir vet- urinn, og hafa þeir brotizt yfir Nevafljótið á mörgum stöðum; Hitler talar. London í gærkvöldi — Hitler hélt ræðu í dag í íþróttahúsinu í Berlín, að viðstöddum 12 þús- und liðsforingjum og hermönn- um. Af háttsettum foringjum nazista var Göring einn við- staddur. Ræða Hitlers snérist eingöngu um sögu Þýzkalands og sagði hann: „að Þýzkaland hafi aldrei átt glæstara tímabil í sögu sinni en nú“. Hann minnt ist ekkert á Stalingrad. Þegar Hitler hafði lokið ræðu sinni stóð Göring upp og bað menn að hrópa „Sieg Heil”. Ræðunni var ekki útvarpað. þús. smálesta, annað 17 þúsund smál. og það þriðja 11 þús. smál. segir ennfremur í tilkynning- unni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.