Alþýðublaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 7
'fönuntadagur 1. október 1942. ALÞYÐUBLA0IÐ i \ Bærinn í dag. \ Næturlœknir er Jónas Krist- jánsson, Greittisgötu 81, sími: 2581. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Kvennaskólinii verður settur í dag kl. 2. Hlutavelta Barnakórsins Sólskins- deildin. Dregið var í happdrættinu hjá lögmanni nýlega og komu upp þessi númer: 6058 500 kg. kol. 9905 250 kg. kol. 6383 250 kg. kol. 10438 250 kg. kol. 8180 250 kg. koL 11968 Matarstell. 5241 Mál- verk eftir Kjarval. 8117 Málverk eftir Jón Þorleifsson. 629 Litprent- uð mynd. 8119 „María Stuart“. — Munanna 9é vitjað í verzl. Kjöt og Fisk. SamtíSin, 8. hefti þessa árgangs er nýkomið út. Efni: Hvað dvelur vísindamenn vora? Sigurður Birkis ritar um kirkjusöng, Á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar nefnist grein eftir Dr. Einar Ól. Sveinsson, þá er grein nm Jón Aðils leikara, grein um Ljóðmæli Gðumundar Friðjónsson ar, smásaga eftir Foster, sem heit- ir: Þið trúið mér ekki, Listin að elska heitir grein eftir Andre Maurois. Dýrtíðarfrumvarp Roosvelts sam- þykkt i fulltrúa- tíeildimii. LONDON í gærkveldi. FRUMVARPIÐ um stöðvun dýrtíðarinnar, sem fylgis- menn Roosevelts lögðu fyrir þingið, hefir verið samþykkt í fulltrúadeildinni óbreytt. Hefir því breytingartillaga sú, sem bændafulltrúarnir í þinginu lögðu fram um 12% hækkun á landbúnaðarafurðúm, verið felld. Frumvarpið mun nú verða lagt fyrir öldungadeildina og hefir Roosevelt ákveðið að gefa þinginu nokkurra daga frest enn til þess að ganga frá máli þessu, en hann hafði áður hótað að nota vald sitt og grípa fram fyrir hendur þess, ef það ekki stöðvaði dýrtíðina fyrir 1. okt. — Félagslíf. — ÁRMENNINGAR! Vetrarstarfsemin er hafin. Æfingar í kvöld eru sem hér segir: kL 7—8 2. fl. karla, —* 8—9 1. fl, kvenna, ,■— 9—10 2. fl. kvenna. Skrifstofan er opin milli kl. 8—10. Látið innrita ykkur. Verið með frá byrjun. Stjómin. ST. MÍNERVA nr. 172. Fundur fellur niður í kvöld. Knattspyrufél Fram. Æfing í kvöld kl. 6,30 hjá meistaraflokki. Mjög áríðandi, ,að allir mæti. Stjómin. Pjölbreylt kvðldvaka1 Blaðamannafélags- íbs í fprakvðld. KV ÖLDV AKA Blaða- mannafélagsins byrjaði í fyrrakvöld seinna en til var ætlazt, vegna loftvarnaæfing- arinnar, en fór að öðru leyti vel fram. Skemmtiskráin hófst með því, að Þorsteinn Hannesson söng nokkur lög með undirleik Hallgríms Helgasonar tón- skálds og fékk ágætar undir- tektir. Þorsteinn söng fáein lög síðar, vegna þess að einleikur Hallgríms Helgasonar féll nið- ur, af því að hljóðfæri hússins var ekki í góðú lagi. Þá var mannlýsing, en hún var á þá lund, að Skúli Skúla- son, ritstjóri, kom með minn- ingar-eða afmælisgrein, sem hann sagði, að týnzt hefðu úr orð í prentsmiðju einni. Bað hann áheyrendur að geta í eyð- , urnar og las síðan greinina alla ásamt ágizkunum, og var að þessu hin bezta skemmtun. Ragnar Jóhannesson las upp kafla úr ævintýrum góða dát- ans Sveiks, sem koma út inn- anS skamms í þýðingu Karls ísfelds. Árni Jónsson frá Múla flutti l þátt um daginn og veginn, voru það hugleiðingar um ýmislegt, sem nú ber hæst í þjóðlífinu. Árni Óla sagði draugasögu í myrkri og rann þá mörgum þreklitlum áheyranda kalt vatn milli skinns og hörunds. Loks var dans stiginn fram eftir nóttu og skemmtu menn sér hið bezta. Vnrkalýðsfélag Stykk ishólms semor við atvinnorekendor. VERKALÝÐSFÉLAG STYKKISHÓLMS undir- ritaði í fyrradag samninga við atvinnurekendur þar á staðnum. Samkvæmt þeim samningum er kaup í almennri dagvinnu kr. 2,00 á klukkustund, í eftir- vinnu kr. 3,00, í nætur og helgi dagavinnu kr. 4,00. Ý daíTvinnu í skipavinnu kr. 2,30, í eftirvinnu kr. 3,45, í næt ur og helgidagavinnu kr. 4,60. í dagvinnu við kol, salt og sement kr. 2,75, í eftirvinnu kr. 4,13, í nætur og helgidaga- vinnu kr. 5,50. Kaup kvenna í almennri dag- vinnu er kr. 1,40 á klukkust., í eftirvinnu kr. 2,10, í nætur og helgidagavinnu kr. 2,80. Þá var og samið um 8 stunda vinnudag, sumarleyfispeninga, sex daga kaup, ef slys ber að höndum og fleiri réttindi. Samið var samkvæmt kaup- taxta, sem Alþýðusamband fs- lands hefir sent út til félag- anna. Auglýsiö í Alpýðublaðinu. Frá og með 1. október, þar til öðru vísi verður ákveðið, verður leigugjald fyrir vörubíla í inn- anbæjarakstri sém hér segir: Dagvinna kr. 12,16, með vélsturtum kr. 17,50 Eftirvinna — 14,79, — ---- — 20,13 Nætur og helgi- dagavinna kr. 17.41, — ----- — 22,75 Vörubflastöðin Þróttur. 'i S V ) s s s s s s s s s s- s s s s s Fólksblfrelðin B. 1567 er til sölu í því ástandi, sem hún er nú á bif- reiðaverkstæði Páls Stefánssonar, Hverfisgötu 103. Tilboð í bifreiðina óskast.sent í skrifstofu mína fyrir 6. október n. k. — Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna þeim öllum. Lögreglustjórinn í Reykjavík. NÝIR RÆÐISMENN. Frh. af 2. síðu. Valdimar Björnson, hinn nýi íslenzki vararæðismaður í Minneapolis, Minnesota, benti á hina ágætu frammistöðu ís- lenzkra stúdenta i ameríkskum háskólum. „Enda þótti Minnesota sé í miðjum Bandaríkjunum, finnst okkur það vera tengt hinu frjálsa íslandi sterkum vináttu- böndum, þar eð stríðið hefir fært ísland miklu nær Amer- íku“, sagði Valdimar Björns- son. „íbúar hinnar litlu ný- lendu, sem íslenzkir innflytj- endur stofnuðu í Minnesota, er þeir settust hér að 1875, taka þátt í stolti okkar yfir hinni góðu frammistöðu 12 slúdenta frá íslandi, sem stunda á þessu ári nám við háskólann í Minne- sota. Er þetta nokkur aukning frá fyrra skólaári, ■ þegar átta stúdentar komu til Minnesota. Þetta er anilar stærsti hópur ís- lenzkra stúdenta, því að við há- skólann í Californiu stunda 18 . stúdentar nám. Þar sem stríðið hefir beint at hygli heimsins að íslandi, hefir áhuginn fýrir þessu gamla lýð- veldi aukist meðal afkomenda þeirra, sem fóru þaðan fyrir mannsaldri til að ávinna sér með brautryðjendastarfsemi sinni bæði virðingu og viður- kenningu meðal Ameríku- ma;nna“. Prófessor Richard, Beck, sem stjórnar deild í norðurlanda- málum og bókmenntum við há- skólann í Norður-Dakota, byrj- aði hið nýja skyldustarf með þessum orðum: ,,Eg hef haft þá ánægju að sjá hið aukna samband og sam- vinnu milli hins frjálsa íslands — vöggu lýðveldisstjórnarinn- ar — og hins mikla lýðveldis Bandaríkjanna. Heimsaðstæð- urnar, eins og þær eru í dag, hafa komið á nánu verzlunar- sambandi milli íslands og Amer íku. fslenzkum stúdentum fer stöðugt fjölgandi við ameríska háskóla og aðra skólá. Þannig kemst á náið menningarsam- band milli hinnar frelsis unn- andi þjóðar á íslandi og Banda- ríkjanna. Aðal markmið okkar mun verða að auka vinnáttu- böndin milli þessara tveggja þjóða, sem báðar eiga að baki sér bc-lga sögu frelsis og fram- fara“ Trúlofun. Síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Margrét Sigurðardóttir frá Hjallanesi í Landsveit og Gísli Þorsteinsson, vélstjóri, Laugavegi 83. SAMNINGAR DAGSBRÚNAR. Frh. af 2. síðu. gengið inn á að greiða hjálp- armönnum þungavinnutaxta Dagsbrúnar, þ. e. kr. 2.75 á klst. í grunnkaup, en fagvinnu- taxtinn er kr. 2,90 í dagvinnu, grunnkaup. Þá hafa verið gerðir samn- ingar um kaup pakkhúsmanna, bæði við Kron og, Vinnuveit- endafélagið. Helztu atriði þess- ara samninga eru þau, að grunn kaup pakkhúsmanna verður kr. 450,00 á mánuði, og bifreiða- stjóra kr. 300,00 á mánuði. 8 stunda vinnudagur samnings- bundinn og öll yfirvinna greidd með yfirvinnukaupi Dagsbrún- ar fyrir almenna verkamanna- vinnu, auk þess eru ákvæði í samningum þessum um sumar- leyfi, veikinda- og slysadaga. Þá hafa verið undirritaðir samningar við Shell og Olíu- verzlun íslands og kaup og kjör á olíustöðvum þessara félaga. Mánaðarkaup verkamanna verður kr. 425,00 og kr. 450,00 á mánuði, grunnkaup, eftir starfsaldri, kaup bifreiðarstjóra kr. 450,00 og kr. 475,00 á mán- uði, grunnlaun. Grunnkaup næt urvaktmanna verður kr. 550,00 á mánuði. Þessir menn höfðu áður grunnlaun frá kr. 330,00 til kr. 360,00 á mánuði, fyrir 10 stunda vinnudag. Þá fela þess- j ir samningar í sér öll önnur á- j kvæði hins almenna Dagsbrún- arsamnings. Samskonar samn- ingur er í undirbúningi við Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Auk þessara samninga standa nú yfir samningar við Samband ísl. samvinnufélaga, samningar um kaup og kjör afgreiðslu- manna á benzíngeymum, og þá er einnig ólokið samningum um kaup verkamanna á lýsis- bræðslustöðvunum. Eftir er að gera nýjan samn- ing við Mjólkursamsöluna, Reykjavíkurbæ, Hafnarsjóð og Vegagerð ríkisins. Mun bráð- lega verða gengið að því að hefja samningaumleitanir við þessa aðila. 1 > ithngasemd frá bak> arasveinnm. AMKVÆMT tilkynningu, sem Alþýðublaðinu barst frá stjórn Bakarasveinafélags íslands í gær, hefir ekki verið sagt alveg rétt frá ágreiningi þeim um kaffihléð, sem olli þyí að samningar strönduðu milli bakarasveinanna og bakara- meistaranna. „Krafa sveina“, segir í til- kynningunni, „var 30 mínútur í 8 stundum, og sem miðlunar- tillaga 20 mínútur í 8 stundum, og 15 mínútur eftir 2 tíma unna í eftirvinnu“. I I. Fræðsln- og skemmtikvöld Algiðiflokksins. verður haldið í samkvæmiss'jlum Alþýðuhússins við Hverfisgötu laugardaginn 3. okt. kl. 8,30. SKEMMTIATRIÐI: 1. Skemmtunin sett, formaðir skemmtinefndarinnar. 2. Sigurður Einarsson flyturerindið: Eigum vér að erfa landið, eða töpum við því? 3. Samdrykkja, fjöldasöngur o. fl. ■ * 4. Upplestur (stuttur kafli úr bókinni „í verum“, Theódór Friðriksson).. 5. Ávarp formanns félagsins, Haralds Guðmundssonar. 6. DANS frá kl. 11. Aðgöngumiðar fást frá kl. 1 á föstudag í kosningaskrifstofu A-listans, 2. hæð Al- þýðuhússins, við Hverfisgötu, í aðalsölubúðum Alþýðubrauðgerðarinnar, Laugavegi 61, og einnig má panta’ aðgöngumiða í síma 5020. Skemmtinefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.