Alþýðublaðið - 02.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1942, Blaðsíða 2
'2 AUÞYÐUBLAÐIÐ Föstndagnr 2. oktáier 1942. Friðsamleg lansii togaradeilannar: Sættir tókust í gær milli útgerð- armanna og fulltrúa siómanna. Eftir að flugvélin, sem kom með sendiherrana, landaði. Frá vinstri: Donald B. Beary aðmíráll, Ólafur Thors forsætisráðherra, Leland B. Morris, hinn nýi sendiherra, Thor Thors sendiherra, Charles H. Bonesteel hershöfðingi og Carlos J. Warner sendiherrafulltrúi. Sjómenn fengu 55 prósent hækk un á mánaðarkaup og lifrarhlut. Og auk þess aðrar mjög veralegar kjara bætur þar á meðal lengra sumarfrí. VERKFALLI á togaraflotanum var afstýrt á síðustu stundu. Það átti, ef samningar tækjust ekki, að hefj- ast klukkan 12 á miðnætti síðast liðna nótt, en samningar voru undirritaðir klukkan 2,30 síðdegis í gær. Samningaumleitanimar stóðu lengi og voru erfiðar. Alls voru haldnir 12 fundir með báðum aðilum, og stóð sáttanefndin fyrir samningaumleitimum. Sáttanefndin hóf sáttaumleitanir 14. september, eftir að henni hafði tekizt að leysa farmannadeiluna. Síðan hafa fundir verið haldnir með stuttu millibili. Leit oft svo út, að samkomulag myndi ekki takast, en eftir þrálátar viðræður tókst að koma á samkomulagi, og ber að fagna því. Sammngarnir eru stór sigur fyxir togarasjómennina. Kaup þeirra hækkar um 55%, bæði mánaðarkaup og lifur, og yfirleitt öll hlunnindi aukast. Babarasveina- verbfallinu lokið! Samkomulag náð ist síðdegis í gær Vinoð taófst i morgun Bakarasveinaverk- FALLINU er lokið. Það stóð ekki nema tvo daga. Samkomulag náðist síðdegis í gær, og samningar voru þvf næst imdirritaðir í gær- kveldi. Vinna hófst aftur f brauðgerðarhúsunum í morg un. Samkomulagið, sem náðist í gær, er á þá leið, að bakara- sveinar skuli fá 20 mínútna kaffihlé í 8 stunda vinnutím- anum, eins og bakarameistar- arnir buðu upp á, áðwr en verkfallið byrjaði; hins vegar var ákveðið, að grunnkaupið skuli vera 3 krónum hærra 6 viku, en bakarasveinar fóru upphaflega fram á og búið var að ná samkomulagi um, eða 147 krónur í stað 144. Nji ameríkskt sendiherrann komhingaðmeð f lngvéil gær ..... ♦. /— Með söniu flugvél kom Thor Thors frá Ameríku til viðræðna við ríkisstjórnina HINN NÝI sendiherra Bandaríkjaima hér á landi, Mr. Leland B. Morris, kom hingað til Reykjavíkur í gær. Samtímis kom hingað heim sendiherra íslands í Washington, Thor Thors. Þeir komu hingað með flugvél frá Bandaríkjunum og lentu iér á flugvellinum klukkan 2,15 eftir hádegi. Hafði ferðalagið gengið að óskiun. Mr. Morris var skipaður sendi herra hér á íslandi fyrir nokkr- um vikum — og var bóizt við honum nokkru fyrr hingað. .Síðast var Mr. Morris sendi- fulltrói í Berlín fyrir utanríkis- málaráðuneyti Bandaríkjanna. Thor Thors var kvaddur heim til viðræðna við ríkisstjórnina. Mun hann dvelja hér nokkurn tíma. Mánaðarkaupið (grunnkaup- ið) var kr. 232,00 á ísfiskveið- um, en kr. 224,00 á saltfisk- veiðum. Nú verður mánaðar- grunnkaupið jafnt á ísfisks- og saltfisks-veiðum kr. 359,60. Við þetta bætist svo full dýrtíðar- uppbót mánaðarlega, en áður var hún greidd ársfjórðungs- lega eftir á, eins og hún var í byrjun ársfjórðungsins. Þess skal jafnframt getið, að samn- ingarnir gilda frá fyrsta sept. Þetta varð síðast eitt aðal deilumálið. — Útgerðarmenn vildu ekki láta samningana gilda nema frá 1. október, en það hefði munað sjómenn upp undir 500 kr. Fengu sjómenn vilja sinn í þessu fram. Lifur var áður greidd með kr. 90.00 fatið (165,9 lítrar). — Nú verður lifrin greidd með kr. 139,50. Þessi hækkun nemur einnig 55%. Lifrin skiptist milli 21 manns, jafnvel þó að fleiri séu á lifrarhlut. Samkv. þessum nýju samningum eiga nú allir sjómenn sem fara á veiðar að fá kaup og fæðispen- inga, ef þeir sigla ekki með skipinu í söluferð. Áður var þetta miðað við 19 manna á- höfn. Fæðispeningar verða nú kr. 3,75 og dýrtíðaruppbót að auki. Áður voru fæðispeningar kr. 2.50 á dag. Fæðispeningar greið ist skipverjum fyrir þá daga, sem þeir njóta ekki fæðis um borð í skipinu. Skipstjóra ber að sjá um að allir hásetar, þar með taldir bátsmenn og bræðslumenn eigi kost á að sigla í utanlandssigl- ingum eftir réttri röð. Um þetta atriði, eins og það var, hefir verið nokkur óánægja á einstaka skipi. Sumarfrí fá togarahásetar allir samkvæmt orlofsfrumvarpi Sigurjóns Á. Ólafssonar og Har- alds Guðmundssonar. Verðxir Frh. á T. síðu. Jón Árnason viðufkennir: Réði kanpfélögnnnm tii að greiða aðeins 4 krónnr út á kjötkiiöið. ----- ■»■■■ - En heldur þvi eftir sem áður fram, að kjötveiðið veiði að hækka enn á ný!! JÓN ÁRNASON forstjóri viðurkennir í viðtali við Tím- ann í gær, að það sé rétt, sem Alþýðublaðið skýrði frá, að hann hefði skrifað kaupfélögunum og ráðið þeim til þess, að greiða bændum ekki nema 4 krónur út á hvert kg. af kjöti. Orðrétt segir hann um þetta: „í haust er heildsölu- verðið kr. 6,40, og kaupfélögin mimu almennt áætla eða lána út á það kr. 4,00 á kg., eins og ég hefi lagt til.“ Sömu- leiðis viðurkennir forstjórinn, að hann hafi í bréfi sínu til kaupfélaganna bent á, að kjötkaup ameríkska setuliðsins muni sennilega verða mun minni en brezka setuliðsins. Framhald á 7. síðu. | Skeiitifevald Al- \ Mðofl.f élagsios. ÍA SKEMMTI- og( fræðsluf undi Al- S iþýðuflokksfétagsinis annað $ kvöld flytur Sigurður Ein-^ arsson erindi sitt: „Erfum S vér landið eða töpum vér^ því?“ \ Kaupið aðgöngumiða tím-S anlega. Þeir fást í Al- • þýíjuhúsinu, í Alþýðu- brauðgerðinni og í síma S 5020. i S Munu báðir aðilar hafa talið þessa lausn deilumálsins um kaffihléið viðunandi fyrir sig. Þjóðviljinn sýndi í gær, hvað honum lá mest á hjarta í sam- bandi við bakarasveinaverkfall ið, með frásögn sinni af því. Var hún ekkert annað en ræt- inn pólitískur áróður gegn AI- þýðuflokknum og Alþýðu- brauðgerðinni, byggður á hel- berum ósannindum um það, sem verkfallinu olli. Sagði Þjóðviljinn í þriggja dálka fyr- irsögn: — „Alþýðubrauðgerð | Stefáns og Sigurjóns neitar bakarasveinum um 20 mínútna kaffihlé,“ og sýnir slík með- (Frh, á 7. síðu.) Bæjarstjórnarfundurinra í gær: r Ihaldiö slnn í afhjnpar shripaleih hhsnæöismálnnum. Það vill bersýnilega ekkert géra til þess að draga úr neyðarástandhra. Q KRÍPALEIKUR íhalds- j ins í húsnæðismálunum varð augljós á bæjarstjómar- fimdi í gær. Það er bersýni- legt á því, hvemig bæjar- stjómarmeirihlutinn tók í til- lögur Haralds Guðmimdsson- ar um úrræði í húsnæðis- vandræðunum, að íhaldið vill bókstaflega ekkert gera í þessum vandamálum. í byrjun fundarins lagði Haraldur Guðmundsson fram eftirfarandi tíllögu: ,JBæjarstjóm Reykjavíkur skorar á ríkisstjómina að gefa nú þegar út bráðabirgðalög, er heimili bæjarstjóminni: að ákveða hámarksstærð hús- næðis, er einstakiingar og fjölskyldur af mismimandi stærð megi hafa til eigin af- nota. að taka leigunámi til ráðstöfun- ar handa húsnæðislausu fólki allt ónotað eða lítt notað hús- næði í bænum, sem er íbúðar- hæft eða unnt er að gera í- búðarhæft. að ógilda uppsagnir á húsnæði og skuldbindingum um að rýma húsnæði, eftir því sem nauðsyn krefur og ástæður Frk. á 7. suðuu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.