Alþýðublaðið - 02.10.1942, Page 3

Alþýðublaðið - 02.10.1942, Page 3
Fpstwdagur 2. október 1942. ALÞYÐUBUÐIÐ tslands minnst í ðld nngadeild Bandarikj- anna. Washington, 1. okt. Tveir Bandaríkjaþingmenn létu í ljós fögnuð sinn yfir opn .tm hinna 6 nýju ræðismanna- skrifstofa, sem sönnun um hina vaxandi vináttu milli 2ja frelsísunnandi þjóða. Robert M. LaFollette, þing- maður Wisconsin sagði: „Sambandið milli íslands og Bandaríkjanna vex með degi hverjum. Á þessum hættutím- um er það oss til góðs að hafa dæmi íslands um trú þess og baráttu fyrir lýðveldi í gegnum meir en þúsund ár, í huga. — Fjölgun íslenzkra ræðismanna hér x Bandaríkjunum bendir til skilnings beggja ríkjanna á skyldleik hins rökrétta sam- bands sem tengir oss saman.“ Henrik Shipstead, þingmaður Minnesota fagnaði boðskapn- um með þessum orðum: „Ffegnin af opnun hinna mörgu nýju íslenzku ræðis- mannaskrifstofa hér á landi er merki um hina vaxandi vin áttu milli elzta lýðveldisins og Bandaríkjanna. Eg tel engum vafa bundið, að amerísku hermennirnir, sem nú dveljast á fslandi, eru að læra að meta hina göfugu þjóð þessa lands, og að vináttuböndin munu haldast einnig að stríðinu loknu.“ flert hrösar brezka sjóliðiu. Kósakkar gera áhlaup. Kósakkar hafa mjög komið við sögu á suðurvígstöðvunum, og hafa riddaraliðssveitir þeirra oft gert skæðar atlögur að Þjóðverjutm.. Myndin sýnif Kósakkasveit gera áhlaup við hæð eina á suðurvígstöðvunum. taka nátí i árásinni á Stalin stjórnar sjálfur vörn borg * arinnar símleiðis frá Moskva. STALIN stjórnar sjálfur vörn Stalingrad, símar fréttaritari National Broadcasting Company í Moskva. Hefir hann stöð- ugt símasambandi við heipráðið í borginni. Ekkert lát verður á áhlaupum Þjóðverja í borginni. Hafa þeir gert hundrað áhlaup s. I. sólarhring. Mest er barizt í norðurhverf- um borgarinnar. Fyiir utan hið öfluga stórskotalið, sem Þjóðvérjar hafa við borgina, taka 2000 skriðdrekar og yfir 1000 flugvélar þátt í árásunum. Aldrei hefir eins stórum íier verið beitt á eins litlu bardagasvæði eins og við Stalingrad. Þjóðverjar hafa unnið nokkuð á í norðurhverfunum, og verður ástandið æ alvarlegra fyrir Rússa, ef Þjóðverjum tekst að brjótast þar í gegn austur að Volgu. Rússar nota nú bæði brezka og ameríkska skriðdreka í vörn Stalingrad, og reynast þeir mjög vel, að sögn Rússa. Herstjórnartilkynning Rússa á miðnætti í gærkveldi sagði, áð engar stórbreytingar hefðu orðið á neinum vígstöðvum, en umsögn fréttaritara og blaða í Rússlandi ber með sér að úrslitastundin við Stalin- grad nálgist óðum. Hvetur blaðið Rauða stjarnan verjend- ur Stalingrad enn einu sinni til að hopa hvergi. vmm HART flotaforingi, sá sem stjórnaði flota Bandaríkja- xnanna í suðvestur Kyrrahafi, meðan barzt var um Singapore, hefir skrifað grein í blað eitt vestan hafs, þar sem hann lofar mjög frammistöðu brezka flot- ans í styrjöldinni og dugnað brezku sjóliðanna. Telur hann, að óhjákvæmilegt hafi verið að senda orrustuskipin Repulse og Prince of Wales til Kyrrahafs- ins, þvi að það hafi verið það eina, sem hefði getað bjargað Singapore,- ef þeim hefði tekizt að leggja til orrustu við jap- anska flötann. Þjóðverjar tilkynna, að þeir stöðugt á og hrindi öll- um gagnáhlaupum Rússa. Hins vegar segjast Rússar hafa unnið á suður af borginni og tekið þar eitt víggirt þorp af Þjóðverjum. Sókn Timoshenko norð-vest ur af borginni gengur hægt, — og gera Þjóðverjar þar stöðug gagnáhlaup. Rússar felldu þar 500 Þjóðverja í gær. Á Mosdok víðstögvunum hef- verið mikið barizt. Gengur 1100 meiB bandtekmr í Washington í gærkveldi. Þjóðverjar hafa látið taka fasta 1100 Bandaríkjam. í hernumda hluta Frakklands. — Cordell Hull utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna hefir farið þess á leit við svissnesku stjórn ina, að hún rannsaki þetta mál fyrir Bandaríkjastjórn og at- hugi hverjir það eru, sem tekn ir hafa verið fastir. 8. herinn gerir á- Meop í Afriku. 8HERINN hefir gert á- . hlaup á miðvígstöðvun- um í Egyptalandi og tekið nokkr ar herstöðvar af óvinunum. Loftárásir hafa verið gerðai'á Tobruk og fleiri borgir í Afríku. I höfninni í Tobruk var skip fyr ir sprengjum. ír sókn Þjóðverja þar hægt og eru þeir enn þá 50 mílur frá Grozny-olíulindunum. Rússar hafa í seinustu bardögum fellt 1500 Þjóðverja og eyðilagt 60 skriðdreka á þessum slóðum. Við Novorossisk hefir rúm- enskt herfylki goldið mikið af- hroð fyrir Rússum. Féllu 1000 menn í liði þeirra. floosevelt á ferða- lagi nm Bandarikin. Roosevelt forseti hefir verið undanfarið á ferðalagi um Bandaríkin. Heimsótti hann bækistöðvar hersins, skipa- smíðastöðvar og hergagnaverk smiðjur víðs vegar í ríkjunum. Roosevelt ferðaðist 10,000 míl- ur. Fór hann alla leið til Kyrra- hafsstrandarinnar. Ástralíumenn reka fiótta Japana. INÝJU Guineu eru Ástra- líumenn í sókn norður af Port Moresby. Hafa Ástralíu- menn tekið Noro. Þar var búizt við að Japanir reyndu að stöðva Ástralíumerm. Japanir eru enm á undanhaldi og hafa skilið mik ið af hergögnum eftir á flótt- anum, sem fallið hafa í hendur Ástralíumanna. Ef Japönum tekst ekki að stöðva sókn Ástralíumanna má búast við að allur her þeirra verði hrakinn norður fyiir Owen Stanley fjöllin. , Samtímis þessu gera amerísk ar sprengjuflugvélar stöðugar á rásir á flutningaleiðir Japana milli Buna og Kokoda. Prakkar aðvaraðir. Háttsettur brezkur liðsfor- ingi las ávarp til Frakka í brezka útvarpið. Bað hann Frakka að vera viðbúna því, að fleiri strandhögg yrðu gerð og einnig, að brezkar flugvélar gerðu loftárásir á hernaðar- stöðvar í hernumda hluta Frakk lands. Norðurlandamenn og sam vinnuhreyf ingin í Ameríku. Á fundi samvinnufálaga bænda, sem haldinn var hér í dag, viðurkenndu fulltrúarnir að samvinnufélögin ættu for- ýstu Norðurlandanná mikið að þakka og ætla þeir að byrja að undirbúa áætlun til að auka starfsemi sína eftir stríð. Á mótinu kom í ljós, að einn sjötti af öllum afurðum bænda sem keyptar hafa verið í Banda ríkjunum hafa farið í gegnum neytendafélög; að 700,000 bændafjölskyldur fá nú.ljós og rafmagn frá neytendasamvinnu félögum, og að milljón bænda hafa látið líftryggja sig, einn- ig hafa þeir vátryggt bíla og aðrar eignir í vátryggingarfé- lögum samvinnufélaganna. Sömuleiðis er bent á hinn mikla þátt, sem Norðurlanda- þjóðirnar eiga í samvinnuhreyf- ingunni, í nýútkominni bók, — sem Jerry Voorhuis frá Califor- níu, þingmaður í fulltrúadeild- inni hefir skrifað. Stððngarbandðk nr í Noregi. Stokkhólmi í gærkv. SOCIALDEMOKRATEISf" í Stokkhólmi skýrir frá því að stöðugar handtökur eigi sér stað í Noregi, aðeins í Kxist- iansand hafi 700 manns verið handteknir. 19. ágúst komu 1200 rússn- eskir fangar með þýzku skipi til Oslo. Þeir voru sendir til fangabúðanna í Jörstadmoen skammt frá Lillehammer. London — Enskir fallbyssu- bátar réðust á þýzka skipalest við Hollandsstrendur og sökktu einu meðalstóru flutningaskipi. Bretar misstu einn fallbyssu- bát. Verða norsk born send til Svíþjóðar. 17 ARAFORMAÐURINN fyr- " ir sænska Rauða Krossin- um hefir verið á ferð í Oslo til að ræða við yfirvöldin þar og félög um tilboð sænska Rauða Krossins að taka norsk börn til dvalár í Svíþjóð. Tilboði hans var tekið vinsamlega og ákveð- ið að rannsaka hvort þess væri þörf. Rússar tilkynna að þeir hafi sökkt 10 þúsund smálesta þýzku flutningaskipi á 'Eystra- salti. Um 6 milljónir erlendra manna vinna nú nauðugir í Þýzkalandi. Allir þessir verka- menn bera hatur í huga til þýzku nasistanna og gæti það orðið nasistunum hættulegt ef til innanlands átaka kæmi í Þýzkalandi að hafa alla þessa erlendU Verkamenn í landinu. )

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.