Alþýðublaðið - 02.10.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 2. oktáber 194& Útgef *»«.: Alþýffaflnkkurinii. Ritefcfóri: Stefáa Pjetorsswi. lUtatáöra og afgreiSsla í Al- þýðuhásinu við Hverfisgðtu. Símar ritstjórnar: 40S1 og 4902. Simar afgreiðslu: #98» og VerS í lausasðtu 3« aura. 1 AlþýðuprentsmíSjan hX T^eioir tiuar. ÞAB iná með saríni segja, að tvennir haf i verið tím- arnir í afstöðu kommúnista til setuMðsvínnunnar thér á landi. Um éramótin 1940 og 1941 var húsbóndi þeirra Stalin enn í vináttubandalagi við Hitler á móti Breturn og bandamönnum þeirra. Þá kölluðu kommúnist- ar bér setuiiðsvinnuna land- ráðavinnu og æstu upp til yerk- falls í henni, enda þótt engiim ágreiningur væri um kaup og kjör við setuliðsstjórnina þar eð hún fór þá í öllu eftir þeim samningum, sem í gildi voru milli verkamanna og íslenzkra atvinnurekenda. Þetta er öllum enn í svo fersku minrd, þótt aldrei væri nema vegna dreifi- bréfsins fræga, sem kommún- istar gáfu þá út, í sambandi við verkfallið, til brezku hermann- anna, þar semskorað var á þá, að óhlýðnast yfirboðurum sín- um. Þá var nu ekki verið að hugsa um „málstað banda- manna", „baráttiina gegn fas- ismanum", né landvarnimar hér hjá okkur! En nú er öídin önnur. Nú er Stalin kominn í stríð við Hitler, að vísu ekki af sjálfsdáðum né af neinum sýnilegum áhuga fyr ir „baráttunni gegn fasisman- um". En þrátt fyrir það er hann nauðugur viljugur orðinn bartda maður Breta og Bandaríkja- manna- Og þegar iþannig er komið, eru kommúnistar nú ekki alveg á þvi, að gera verk- fall í setuliðsvinnunni, sem þeir kalla nú landvarnavinnu í stað landráðavinnu. Þó að setuliðsstjórnin þverskallist vikum saman við því að semja við verkamenn, eftir að samn- ingar hafa tekizt milli þeirra og íslenzkra atvinnurekenda um mikla kauphækkun og kjara- bætur, hvetja kommúnistarnir verkamenn til þess að halda á- fram að vinna hjá setuliðinu fyrir hið gamla lága kaup. Og þegar setuliðsstjórnin eftir langt þóf gefur út valdboð um kaup qg kjör verkamanna í setuliðsvinnunni, leggja komm- únistar alveg niður skottið, beygja sig auðmjúklega fyrir valdboðinu, selja. samningsrétt verkalýðsins þannig af hendi við hinn erlertda atvinnurek- anda og réttlæta slíkan undir- lægjuhátt sinn með slagorðum um „landvarnirnar", „málstað bandamanna" og „baráttuna gegn fasismanum"! Jú, það vantar svo sem ekki ábyrgðartilfinninguna hjá kom- múnistum, hinum „nýábyrgu," eins og þeir eru nu kallaðir — PÉTUR SIGURDSSON: 24 stunda dagbókarefni. ÞEGAR kunnugir menn hitt- ast, þá er jafnan spurt: „Hvað er í %éttum"? „Ekki neitt", segir hinn vanalega, og þó vita flestir menn ósköpin öll og kunna frá mörgu að segja Ég skrifa dagbók. Þó ekki nógu rækilega. Hér er til dæníis of- urlítið af því efni, sem ég hefi í dagbókinni síðustu 24 klukku- stundirnar: * Meðal annara frétta segja blöðin frá bílstjóra, er seldi tveimur piltum áfengi. Þeir voru farþegar hans. Þeir not- uðu tækifærið, er bílstjóirinn fór út úr bílnum til þess að þeysast áfram, ókuj yfir allt sem fyrir varð og seinast í £l;rand og gengu frjá ibílnum hálfeyðilögðum, stálu öðrum bíl og bjuggu til nýtt ævintýri. Fréttir líkar þessum eru ekk- ert sjaldgæfar, og ekki er sjá- anlegt að ráðandi menn þjóðar- innar séu þreyttir á þeim, því óspart er áfengið látið úti. Þeir sem selja, græða, þeir sem drekka, skapa ævintýri og sjá um atvinnu handa lögreglunni; en við, sem nöldrum um ósóm- ann, mannskemmum okkur á því. Allt situr við sama, og of- beldishugsanir þróast í brjóst- um manna. « Er ég hafði lesið fréttir blað- anna, gekk ég niður í bæ. Hitti kunningja minn ¦ á leiðinni. Mesta sæmdarmann, einn hinna eldri og virðulegustu borgara borgara bæjarins. Hann sagði mér iþessa sögu: P. Ó. hafði verið óreglumað- ur, en var hættur að mestu leyti. P. Ó: er landskunnur maður. Hann sneri sér til þess embættismanns ríkisins, er sval ar þyrstum og sagðist una því illa að hafa þurran bæ. Þyrfti að fá nokkrar flöskur. „I til- efni af hverju"? spurði sá, sem valdið hafði. „Eiginlega ekki neinu", svaraði hinn. „Já, við skoðum það sem risnu", sagði veitandinn, og þar með voru kaupin gerð. Mér er sagt, að hvert einasta fyrirtæki geti fengið risnuáfengi, svo koma öll afmælin, giftingar og gervigift ingar, skemtiferðir, reisugildi o. fl. Fyrirtækin eru mörg á meðal vor, afmælin ekki síður, byggingar allmiklar, töluvert um giftingar, bæði alíslenzkar og ástandsgiftingar, og svo gervigiftingar, svo það er engin þurrð á áfengi. Það er svo sem enginn ískyggilegur þurkur í landinu. Áfengisdýrkendur þurfa ekki að ganga til neinna alvarlegra blóta þess vegna. « Maður nokkur fann upp á því fyrir nokkrum árum, að eiga dreng utan hjónabands og laga, svona rétt að gamni sínu. Það eru alltaf einhverjix tií í slíkt gaman. En svo hirti iþessi mað- ur aldrei neitt um drenginn. Nú bar svo við að drengurinn náði fermingaraldri, einmitt á þessum peninga og tækfæristím- um. Faðirinn sótti um undan- þágu. Fékk nokkrar flöskur, seltíi þær háu verði, en kom hvergi nærri fermingu drengs- ins, sendi honum ekki einu sinni heillaóskaskeyti. Föður- lega að verið. — Ég sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana. Svo leið nóttin með dýra dr-aiMna innan veggja, og hávaða á götunni. Ég gekk enn niður í bæ.) A5 iþessu sinni snemma dags. Einn landsliunnur em- bættismaður vék sér að mér á götunni og færði í tal við mig mikið vandamál. En frá þessu áræði ég ekki að segja ítarlega. Talið barst að þörfinni á ýmsum hælum og stofnunum, svo sem fávitahæli, drykkjumannahæli, hæli fyrir fáyísar meyjar o. fl. Vöntún á slíkum stofnunum er mjög tilfinnanleg, en önnur vöntun er þó enn alvarlegri. Það er vöntun á forstöðumönn- um og konum, slíkum, sem mættu kallast forstöðumenn af guðsnáð, sem finna til köllunar brenna af áhuga, sjá takmörk að keppa að. Um þetta er ekki hægt að tala gálauslega. Þetta er mikilvægt alvörumál. Það er nöpur staðreynd, að þrátt fyrir allt menntaflóðið, aila skóla og allan lærdóm, þá er tilfinnan- lega skortur á hinum útvöldu mönnum til hinna brýnustu þjónustustarfa í þjóðfélaginu. Ég játa það, að ég hrökk við, er hinn reyndi og hátt setti embættismaður setti mig inn í þessar staðreyndir. Hér stönd- um við enn andspænis þeim veruieika, að í þjóðaruppeldið hefir eitthvað það vantað, sem gerir mönnum Ijóst, hver sé köllun þeirra, og gefur þeim sterka trú á mikinn i tilgang. * Á leiðinn heim, varð mér gengið framhjá husi nokkru. Þá heyri ég allt í einu yfir höfði mér: „Manni, manni! Þú mistir eitthvað"! Ég Íét sem ég heyrði ekki. En köllin mögnuð- ust og urðu flerrraddaðri. Þá staldraði óg við og leit upp. Þá gall við í tveimur eða þremur yngismeyjum, sem voru komn- ar næstum hálfar út úr hæsta glugga hú»sins: „Það var bara til að fá þig til þess að líta upp". Ég spuí-ði, hvort þeim hði illa, hvort þær væru í fangelsi, en heyrði ógloggt svör þeirra, því ag þær töluðu margar í einu. Éq hélt leiðar minnar, en þær tóku fyrir þann næsta. Þá mætti ég menntaskólaiennara af Akureyri, sagði honum frá hættu á siglingaleið og lét hann svo halda leiðar sinnar. Jú, viti menn, þær létu köllum sín- um rigna einnig yf ir hann, en hann stóð sig vel. Svo fór ég í krihgum þær, komst inn, í húsið og leitaði mér upplýsinga um dömurnar. Þetta var þá að- eins vinnustofa. Aumhi|aa stálkurnan. Ég finn nú til með þeim og hefði farið upp til þeirra og spjallað við þær, hefðu þær ekki verið svona margar, en þar sem marg-^ ar kvensur tala allar í. einu, verður lítið úr mælsku minni. Það e,r gott að ungar stúlkur séu kátar, en eitthvað er iþetta skrítið. Ég er eig^nilega fáð- laus með svona framkomu kvenna, og ætlast til annars af þeim. Þá komu til mín góðir gestir. Einn þeirra sagði mér þessa hryggilegu sögu: Móðirin var í hermannaskála, drifin þangað af ást tii hermannanna, — auðvitað ,en á meðan dó barn hennar heirna hjá henni á sótt- arsæng sinni. En það má ekki kasta steini að ásthneigð kvenna. Það eru vondir menn, sem slíkt gera. Ásthneigð þeirra er svo rétthá og heilog, að hana ber að setjn ofar ætt- 'jarðarást, þjóðrækni og ef tfll vill móðurást líka. Það er nú meiri bjargvætt* urin þetta sögulega hernám fyrir þánn hluta ísl. kven- þj^arinnar, sem var í hiau hormulegasta karimannshraki. Hugsa sér! Konur svo þúsund- um skipti fleiri en karlar í Reykjavík. Og að leggja sig nið- ur við það, að vera húsmóðir í sveit, þar sem f jöldi bændá býr konulausir. Það er eiltof „sveitó" fyrir konur, sem lært hafa að mála varir sínar, lakk- era neglur, réykja sígarettur og jafnvel teka staup. * • Nú barst talið við kaffiborðið að þrifnaði. Gestur minn hafði nýlega átt tal við læknisfrú, er séð hafði' mjög sóðalega um~ gengni í einu matsölu- og gisti- húsi landsins. Þá sagði eina borðgestanna þessa sögu: Tveir ungir menn voru að snæða í matsölu einni í Rvík. Þá sting- ur ÖU, sem kallaður er Magga- don, höfðinu í gegnum rifu á dyrum eða einhverja lúku og kallar: „Á ég að skræla meiri kartöflur"? Óli er sjálfsagt góð sál og sennlega betri en bæði ég og margur annar. Flestir mundu þó sammáia um, að aðr ir séu betur fallnir til eldhús- starfa. Ungu mennirnir hættu að eta og fóru út. Nokkrum stundum síðar en þetta samtal fór fram, tilkynnti útvarpið, aS einu hóteh bæjarins hefði veriS lokað sökum sóðaskapar. — Hér gerist þó alltaf eitthvað Frh. á ð. ^Oa, fyrir málstað bandamanna nú, síðan'Stalin varð fyrir barðinu á Hitler, þó að þeir væru fyrir rúmu háMu öðru ári eins og út- spýtt hundskinn í þjónustu Hitlers, leitandi að tækifærum til þess að spilla fyrir setuliði Bretar hér á landi og viðbúnaði þess til að geta varið landið! En hvar er ábyrgðartilfinning þeirra fyrir málstað íslenzkra verkamanna í baráttunni við er- lenda jafnt sem innlenda at- vinnurekendur? K3SNINGABARÁTTA kom múnista er hafin. Þið vitið hvernig hún er: Alþýðan á einn óvin, það er Alþýðuflokkurinn! Haldið þið, að íhaldsflokkurinn, flokkur heildsala og stóreigna- manna, sé hættulegur alþýð- unni á íslandi? Eða þá Fram- sdknarmenn, sem harðast gengu fram í setningu gerðardómslag- anna? í Þjóðviljanum fáið þið svar við þessum spurningum: Sei, sei, nei, íhaldið og Fram- sókn eru barnaleikur á móts við bölvaðan Alþýðuflokkinn! Allir sannir „sósíalistar"!! verða að sameinast um það að tortíma Alþýðufl^kknum, einkum þó forystumönnum alþýðusamtak- anna. Það er sameiningin! ! Virðinguna fyrir lesendum sínum sýnir Þjóðvilji kommún- ista m. a. með "þessum orðum sínum í gær: .Jíver samþykkti að hækka alla tolla á nauðsynjavöram? Hver var meö því að gera stríðsgróðann skattfrjalsan og brjála með því allt verðlag í landinu? — Það var Al- þýðuflokkurinn. Og hver óttast nú dóm fólksins, fyrir öll þessi svik, svo mikið, að hann reynir að ljúga sig frá fortíð sinni? — Alþýðuflokkurinn." Alþýðublaðið flytur þessi um mæli „sameiningar"-blaðsins ó- breytt og ætlar þeim að dæma þau. -Þau sýna okkur, alþýðu- fólkinu, einu sinni enn, að kommúnistar eru hjálparkokk- ar auðvaldsins, flugumenn í al- þýðusamtökunum, sem vinna að því að tvístra þeim með lyg- um, rógi og svikuni. Alþýða fs- lands mun fyrr eða síðar dæma shka fimmtu herdeildarmenB og klofningskempur. Morgunblaðið heldur áfram þjóðfélagshugleiðingum sínumý vegna þess að Alþýðublaðið hrakti firrur þess um Alþýðu- flokkinn, fyrir nokkrum dög- um. En speki Moggans er eins og áður hvorki fugl né fiskur. Hér er einn fróðleiksmolirm: „Sjálfstæðisflokkurinn lítur hins vegar á stéttarskiptingu þjóðfélags ins sem eðlilega þróun víðtækrar verkaskiptingar til þess að auka starfshæfni þjóðarinnar. Stéttirnar mynda hins vegar eina samfellda keðju innan þjóð- félagsheildarinnar; seni grundvall- ast á samstarfi þeirra." Þetta er ésköp fallega sagt. En „samfellda keðjan innao þjóðfélagheildarinnar" er bara óhugsandi meðan ein fámenn stétt situr yfir rétti fjöldans, býr í lúxus-villunum þegar fjöldinn stendur húsnæðislaus á götunni, og sópar að sér millj- ónum þegar dýrtiðin rýir aðra inn að skyrtunni. Þess vegna áun stéttabaráttan halda áfram unz yfir lýkur. Alþýðuflokkur- inn mun jafnan vera þar fremst ur í flokki, er alþýðan heimtar rétt sinn af yfirstéttinnl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.