Alþýðublaðið - 02.10.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.10.1942, Blaðsíða 7
Föétnd&gwr 2. október 1942. ALÞYÐUBLAPIÐ h l \ Bærinn í dag. j Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Næturvörður er í Lyíjabúðinni Iðunni. Trúlofun. Nýlega nafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sólborg Einarsdóttir nemandi Garðyrkjuskólans að Reykjum í ölvesi og Jakob Árna- son, ritstjóri, Akureyri. Hjónaband. S.l. laugardag yoru gefin sam- an í hjonaband ungfrú Jóna D. Kristinsdóttir, Ásvallagötu 59 og Ríkárður Jónsson, teiknari, Frakk. 23. Heimili ungu hjónanna er é Frakkastíg 23. Séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup gaf brúðhjónin saman. Á f undi skólanefndar Austurbæjarskól- ans, sem haldinn var í fyrradag var samþykkt að mæla með þess- um kenmírum: Ársæli Sigurðs- syni, Katrínu Jónsdóttur og Guð- ríði Magnúsdóttur. Þá var sam- þykkt að ráða til stunda og for- fallakennslu í handavinnu stúlkna þaer Elísabetu Helgadóttur og Rannveigu Jónsdóttur. Ennfremur var samþ. að ráða til forfalla- kennslu í bóklegum greinum þá Björn Guðmundsson og Friðrik Ólafsson, og loks var skólastjóra falið að ráða teiknikennara í for- fölium Valgerðar Briem. Ármenningar! Æfingarnar í kvöld eru sem hér seéir: í minni salnum: kl. 7— 8 leikfimi (öldungar). Kl. 8—9 frjálsar íþróttir (leikfimi). Kl. 9 —10 handknattleikur kvenna. — í stóra salnum: Kl. 8—9 1. fl. karla, leikfimi. Kl. 9—10 2. fl. karla B leikfimi. Látið innrita ykkur. Skrifstqfan er opin milli 8 og 10. Verið með frá byrjun. Stjórnin. fiverfisstiörafnndor í hvðld. HVERMSSTJÓRAR Al- þýðuflobksfélagsins eru beðnir að muna, að í kvöld kL 8,30 er áríðandi fundur, sem þer eru allir beðnir að mæta á. Fundurinn er í Iðnó uppi. Bakarasveinaverk- fallið. Fnh. af 2. síðu. ferð staðreynda, svo og tilraun in til að blanda Stefáni Jóh^ Stefánssyni ¦ og Sigurjóni 'M^' Ólafssyni inn í þetta mál, hváð f yrir kommúnistum hef ir vakað í sambandi við bakarasveina- verkfallið. Hvað deiluna um kaffihléið snertir hafði Þjóð- viljinn að vanda endaskipti á sannleikanum. Því að tilboð brauðgerðarhúsanna, þar á j meðal Alþýðubrauðgerðarinn- ar, til bakarasveina, var frá upphafi einmitt það, að þeir skyldu fa 20 mínútna kaffihlé í 8 stunda vinnutíma! j Var allur málflutningur kom \ múnistablaðsins í sambandi við bakarasveinaverkfallið hinn óviðurkvæmilegasti og má mikið vera, ef bakarasveinum hefir verið nokkur þægð í þeirri þvælu áf flokkspólitísk- uwt áróðri og ósannindum. Lausn togaradeil~ unnar. Frh. af 2. síðu. það 1 xlagur fyrir hvern unn- inn mánuð, hvar sem sjómað- urinn vinnur, en í gömlu samn' ingunum skyldu hásetar fá 7 daga sumarleyfi, ef hann hefði unnið í 10 mánuði hjá sama atvinnurekenda. Fyrir kolalempun úr fiski- rúmi verða greiddar 6 krónur á vöku í stað 4 kr. áður. Á þetta kemur svo vitanlega full dýrtíðaruppbót. Vinnutími í landi við hreins un og því um líkt skal vera 48 stundir á viku í stað 55 áð- ur. Sjómenn eiga nú að fá á- kveðna 24 klukkustunda frí í heimahöfn eftir hverja ferð, en áður var þetta ekki fastmæl- um bundið í samningum. Útgerðarmenn skulu greiða fyrir tjón á fatnaði, ef sjóslys verður 100% hærra en ákveð- ið er í reglugerð og fulla dýr- tíðaruppbót að auki. Samningurinn gildir' frá 1. september 1942 til 1. júlí 1943. Ef hvorugur aðili segir samn- ingnum upp með löglegum fyr irvara framlengist gildi hans í 6 mánuði. Um kaup og kjör á síldar-og karfaveiðum var ekki samið að þessu sinni. Samningarnir voru undirrit- aðir af hálfu sjómanna af stjórnum sjómannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði og að auki af togarasjómonnum úr báðum féiögunum ,sem kosnir höfðu verið á fundum félag- anna. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hafði umboð til samninganna fyrir Sjómanna- félags Patreksfjarðar og sjó- mannadeildar Verkalýðsfélags- ins Vörn á Bfldudal. Þetta eru án efa beztu kjara samningar, sem gerðir hafa verið síðustu mánuði hér. Og eru sjómenn sannarlega vel að því komnir að fá sómasamleg laun fyrir vinnu sína. Waterloo-brúin heitir myndin, sem Qamla Bíó sýnir núna og er það ameríksk stórmynd með Vivien Leigh og Robert Taylor í aðalhlutverkun- Sigffis fékk lof Framsóknarforingj ans á Húsavík! SIGFÚS SIGURHJART- ARSON kom til Húsa- víkur! í, löosningaleiðiangri sínum um síðustu helgi og hélt þar fund. Var hann lítið sóttur. í fundariok stóð forystu- maður Framsóknar á staðn- um, 'Karl Kristjánsson, á fætur, bar mikið lof á Sig- fus og kvað hann vera kom- múnista, sem sér litist vel á og Framsóknarmenn hefðu ástæðu til að gera sér góðar voni- um! Húsnæ ðis van dræðin Frh. af 2. síðu. leyfa að mati bæjarstjórnar." Haraldur fylgdi þessum til- iögum úr hlaði með skörulegri ræðu. Hann sagði, að hann og aðrir hefðu orðið fyrir sárum vonbrigðum af meðferð þeirri, er tillögur bæjarráðs hefðu hlotið hjá ríkisstjórninni með bráðabirgðalögum þeim, er ný- lega hefðu verið gefín út, og þess vegna legði Alþýðuflokk- urinn fram þær tillögur, sem að ofan getur. Haraldur kvaðst viðurkenna það, að margir annmarkar væru 'á skömmtun húsnæðis, en hitt væri augljóst, að taka yrði til ráðstafana, sem ein- hver árangur gæti orðið af. — Hitt væri annað mál, að sjálf- sagt væri að gera sem minnst tilfinnanlega skömmtunina, enda engin ástæða til að ætla, að beita þyrfti harðræði í þess um efnum. E£ þeir, sem bua í óþarflega stórum íbúðum, vita, að þeir verða að láta hluta þeirra af hendi, taka þeir vini sína og kunningja og vensla- fólk, heldur en að eiga á hættu að þeim ókunnugt og óvið- komandi fólk verði sett inn í hluta íbúðanna. Líka ber að gæta samræmis og réttlætis í þessum ráðstöf- unum, sagði Haraldur. Það er Birn eða nagllnga vantar til að bera Alþýðnblaðið tsl kanpenda f Mafnarfirði. Uppl. hjá Sigríði Erlendsdéttnr Kirkjuveg 10. S«r m DANSLEIKUR í G.-T.-húsinu í kvöld. • JÉA.* JL • Miðar kl. 6%. Símí 3355. Hljómsv. S.G.T. Hringið í síma 4900 og gerist áskrifendur að Mpýðublaðlnu. Móðir mín, MA»ÍA JÓHANNESDÓTTIB, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni laUgardaginn 3. okt. Athöfnin hefst M. 1 á heimili hennar, Þórsgötu 26. Valgerður Vigfusdóttir. ) Vantar S V 11 bifvélavirkianerai og 1. sendisveina \ l •| nú þegar. S Umsækjendur snúi sér til Björgvins Jóhannssonar ^ ST^ÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR HF. ^ c c Hánaðarreikninoar Það er hér með vinsamlega skorað á viðskiptavini okkar að greiða reikninga sína við fyrstu sýningu, þar sem við sökum fólksleysis getum ékki sent oft með þá, eða, sem væri æskilegt, að koma og greiða þá í búðunum. Fléra. Blém & Ávextir Litla bléniabilðiii ranglátt að banna manni, sem býr í 2—3 herbergja íbúð með stóra fjölskyldu að rýma um sig, en láta mann, sem situr í 7—8 herbergja íbúð með litla f jölskyldu,búa áfram við óskert húsnæði. Borgarstjóri reyndi á allan hátt að draga úr þvi, að þessar tillögur líaralds til úrbóta á hús næðisvandræðunum hlytu skjóta afgreiðslu, enda lögðu Sjálfstæðismenn til, að máli þessu yrði vísað til bæjarráðs, til frekari athugunar. Haraldur mótmælti þessari afgreiðslu og krafðist þess, að bæjarstjórn gerði ákveðnari ráðstafanir strax. Hér þyrfti skjótra aðgerða við, málið þyldi enga bið, eins og þeir gætu bezt borið um, sem stæðu nú uppi húsnæðislausir. Hann kvaðst einmitt meðfram hafa borið þessar tillögur fram til þess að fá úr því skorið, hvort meirihluti bæjarstjórnar væri ekki á sömu skoðun og bæjar- ráð hefði verið, þegar það samdi tillögur sínar. Það kæmi fram í atkvæða- greiðslu um þetta mál. Úrslit urðu auðvitað þau, að tillögu Alþýðuflokksins var vísað til bæjarráðs til þess að tef ja málið enn. Á þejssu er ljóst, að fram- koma íhaldsmeirihlutans í hús- næðisvahdamálunum er lodd- araleikur einn, til þess að ganga í augun á bágstöddum Reyk- víkingum fyrir kosningar. Því að hver trúir því, að bæjar- ráðsmaðurinn Jakob Möllej hafi ekki með Öflúgum stuðn- ingi Bjarna Benediktssonar borgarstjóra ekki getað fengið Jakob Möller ráðherra til þess að sníða bráðabirgðalögin í samræmi við tillögur húsnæðis nefndar bæjarráðs? Kjötverðið. Frh. af 2. síðu. Þrátt fyrir þessa greinilegu viðurkenningu þess, út í hvaða vitleysu útsöluverðið á kjötinu er komið, heldur Jón Árna- son, í viðtalinu við Tímann, á- fram að berja höfðinu við stein inn og segir: „Það hefir aldrei hvarflað að mér, að núverandi kjötverð myndi verða hækkað, heldur muni verða nauðsynlegt að hækka það, eftir því, sem vísitalan hækkar." Það er alveg eins og þegar hundurinn er að elta skottið á sér: Fyrst er kjötið stórhækkað í verði, þann ig, að vísitalan tekur stórt stökk upp á við; svo verður að hækka kjötið aftur vegna hækkaðrar vísitölu! Og svo er Jón Árnason að kvarta undan því, að slík verðlagspólitík skuli vera kolluð vitfirring í dálkum Alþýðublaðsins! Jón Árnason getur, í viðtali sínu við Tímann, ekki stillt sig um að láta geðvonsku sína í ljós yfir afhjúpunum Alþýðu- blaðsins með því að kalla grein þess „rætna á^ás" og „æsinga- skrif", sem „geti haft nokkur áhrif í þá átt að draga úr kjöt- kaupum almennings." Hver hefir heyrt annað eins? Er ekki bréf Jóns Árnasonar sjálfs til kaupfélaganna full- komin viðurkenning þess, að verðlagspólitík Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sé á góðum vegi með að eyðileggja kjötsöl- una hér innanlands? Maður skyldi ætla að það sæti því sízt á honum, að saka Alþýðu- blaðið um að vilja spilla fyrir kjötsölunni, þó að það áfellist svo ábyrgðarlaust okur á kjöt- inu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.