Alþýðublaðið - 02.10.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.10.1942, Blaðsíða 8
8 AUÞYÐUBLAfMÐ F&stndagur 2. oktober 1S42. JSSTJARNARBiOB Rebekka eftir hirrni frægu skáldsögu Daphne du Maurier. Aðalhlutverk: Joan Fontaine. Laurence Olivier. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. i A irto T7' ERLING lá veik og sendi eftir presti að þjónusta sig. Prestur kom, og er þá kerl- ing í rúmi sínu, vel málhress og eigi þungt haldin. Vill hún þó fyrir hvem mun fá þjónust- una, og fór það fram. Prestur tekur að skrifta henni með á- hrifamiklu orðfæri, svo sem honum var lagið og setur henni Ijóslega fyrir sjónir, að með því einu móti megi hún vænta náð- arinnar, að hún iðrist synda sinna og hiðji fyrirgefningar á þeim o. s. frv. Og er kerling beyxir slíkt, þykir henni það hörð kenning, byltir sér til í rúminu og segir: „Ég sný mér þá upp í hom, ef þú ferð að jaga mig“ ❖ Ijl AÐUR hét Þorvaldur og var kallaður krókur. Hann bjó austur í Gaulverja- bæjarhreppi. Var hann ein- kennilegur nokkuð, greindur vel og góð skytta. Hann sagði svo, að til væru þrjár tegundir af spóa, og lýsti þeim á þessa leið: Fyrst er það nú andskotans mýraspóinn, þvengmjór og grindhoraður og sem sagt ekk- ert nema hálsinn og lappirnar. Svo er það heiðaspóinn, allra vænsti fugl, stór og feitur. Og loks er það gammaraspóinn. Hann er svo stór, að hann slag- ar eftir gæs, og svo feitur á haustin, að ekkert heyrist til hans, því að hann kemur ekki upp nokkru hljóði fyrir feiti. (Sagnaþættir Guðna Jónssonar) að ég skyldi ekki drepa mig. — Ég elska þig af öllu hjarta, Berta, sérðu ekki, að ég elska þig? Ó, þetta er ólíkt öllum mínum fyrri tilfinningum, þetta er allt — allt öðruvísi. Ég get ekki lifað án þín, Berta. Ó, lof- aðu mér að vera hjá þér. — Það er ómögulegt. Komdu nú, góði við höfum verið hér of lengi. — Kysstu mig aftur. Berta lagði höndina um háls honum, bæði brosandi og vikn- andi, og kyssti mjúkar, ung- lingsvarir hans. — Þú ert góð við mig, hvísl- aði hann. Þau gengu þögul á jámbraut- arstöðina, og komu brátt til Chelsea. Við dyrnar inn í íbúð- ina rétti hún fram höndina og Gerald leit á hana svo dapur- lega, að Bertu brá við; svo snerti hann aðeins fingur henn- ar og gekk burtu. En þegar Berta var komin inn í herbergi sitt, kastaði hún sér í rúmið og grét. Nú vissi hún, að hún elskaði hann. Hún fann enn kossa Geralds brenna á vörum sínum og fann snert- ingu hans á fingrum sér. Hún sá nú, að hún hafði blekkt sjálfa sig, það var ekki vinátta, sem gripið hafði hug hennar, það var ást, heit og áköf ást. Hún varð snöggvast ofsaglöð, en minntist þess brátt, að hún var gift og nokkrum árum eldri en hann. Nítján ára gömlum pilti hlýtur að finnast tuttugu og sex ára gömul kona mið- aldra. Húri tók spegil og horfði á sjálfa sig, gekk nálægt ljós- inu til að sjá betur. Hún sá smáhrukkur, merki um hverf- andi æsku. — Þetta er fásinna, sagði hún. — Ég geri mig að flóni með þessu. Gerald var hverflyndur, eftir viku var hann sjálfsagt orðinn ástfanginn af einhverri stúlku, sem var honum samskipa. Jæja, en hvað gerði það? Hann elsk- aði hana nú af öllu hjarta, hann skalf af þrá, þegar hann snerti hana og ástríða hans var sárs- aukablandin. Hún gat ekki misskilið hina áköfu þrá í aug- um hans. Æi, já, þetta var ást- in, sem hún þráði. Hún breiddi út faðminn sigri hrósandi og hvíslaði út í tómt herbergið: — Komdu, ástvinur mipn, komdu, því að ég elska þig. En með morgninum kom dap- urleikinn yfir hana. Berta sá hve ást hcnnar var tilgangs- laus, hjónaband hennar og burt- för hans gerðu allt ómögulegt, og aldursmunurinn gerði það ó- eðlilegt. En hún gat ekki sefað sálarstríð sitt né stöðvað tárin. Gerald kom um hádegið • og hitti hana eina. Hann virtist vera feiminn. — Þú hefir verið að gráta, Berta. j — Mér hefir liðið svo illa, sagði hún. — Ó, Gerald, gleyrndu þessari flónsku í gær- kveldi. Segðu nú ekkert, sem ég má ekki hlusta á. — Ég get ekki að því gert að ég elska þig. — Sérðu ekki, að þetta er hrein vitfirring? — Ég get ekki farið frá þér, Berta. Lofaðu mér að vera. — Það er ómögulegt, þú verður að fara, nú er það ein- mitt mest áríðandi. Samtal þeirra slitnaði vegna þess að nú kom Pála frænka inn. Hún fór að tala við þau, en furðaði sig á því, hve þau voru lítið skrafhreyfin. — Hvað gengur að ykkur báðum í dag? spurði hún. — Þið hlustið óvenjulega vel á það, sem ég er að segja. — Ég er þreytt, sagði Berta, — ég hefi höfuðverk. Pála frænka horfði nánar á Bertu og duldist það ekki, að hún hafði verið að gráta. Ger- ald var Iíka mjög eymdarlegur. Áreiðanlega ... Sannleikurinn rann nú upp fyrir henni. — Hamingjan góða! hugsaði húri. — En hve það er gott að hann fer eftir viku. Pála frænka þóttist nú sjá, að henni hefði oft yfirsézt upp á síðkastið. Hún var alveg for- viða. — Svei mér þá, hugsaði hún, — ég held varla, að óhætt sé að hafa sjötuga kerlingu í fé- lagsskap fjórtán ára stráks BS NYJA BiO I Flnghetjurnar (Keep ’em Flying) Bráðskemmtileg mynd. Aðalhlutverkin leika skop- leikararnir frægu: BUD ABBOTT og LOU COSTELLO Sýnd kl. 5, 7 og 9. IGAMLA BiO Waterloo- brúln (Waterloo-Bridge) ameríksk stórmynd. VTVTEN LEIGH BOBEBT TAYLOR Sýnd kl. 7 og 9. stundinni lengur án þess að / hætta sé á, að þau geri ein- hverja vitleysuna. Gerald og Bertu fannst vikan líða ægilega hratt. Pála frænka hélt smáveizlur, sem hún þótt- ist gera frænda sínum til heið- urs, en fyrir bragðið fengu þau hjónaleysin fá tækifæri til þess að vera saman tvö ein. — Við megum til með að vera eftirlát við þig áður en þú Framhaldssýning kl 3%—6Mí. LADDIE með Tim Holt. ferð, sagði frænkan við Gerald. — Þú hefir kannske illt af því, en það veltist af þér á skipinu. Berta kvaldist. Hún vissi að ást hennar var þýðingarlaus, en hún vissi líka að hún gat ekki haft hemil á tilfinningum sín- um. Hún reyndi að sýna sjálfri sér fram á'hve óskynsamlegt þetta var, en árangurslaust. Hún hugsaði um Gerald sí og æ og hún unni honum af alhug. fi VA6NALANDI og finndu fötu. Náðu þér svo í vatn og dulu og hreinsaðu bíl- inn fyrir mig. Og þú, stúlka mín, gétur farið að þvo undir eins. Borðbúnaðurinn síðan í morgun bíður þín allur. Svo geturðu farið að þvo glugga- tjöldin mín og borðdúkana." Hann ýtti bömunum á undan sér upp tröppurnar, og þau urðu að hlýða því, sem fyrir þau var lagt. Brátt var Gunni farinn að þvo bílinn og Fríða farin að þvo upp leirinn frá morgunverðinum. Slægur karlhin brá sér í burtu til þess að fara í búðir. Þegar börnin höfðu lokið verki sínu, settust þau niður og hvíldust. Þá mundi Fríða allt í einu eftir svarta lakkrísborðan- um í vasa sínum. Hún tók hann upp til þess að fá sér bita. í sÖmu andránni komu til hennar lítil börn, líkust dverg- um í hátt, og góndu á hana. Þau virtust vera mjög forviða að sjá hana borða lakkrísinn. „Sjáið þið,“ hvísluðu þau hvert að öðm. „Hún er að borða teygjubönd! En hvað það er skrýtið!“ Fríða fór að hlæja. Hún gerði ráð fyrir, að dvergbörnin hefðu aldrei séð lakkrísborða fyrr. Hún ætlaði að fara að bjóða þeim bita, þegar Slægur birtist í dyrunum, ljómandi af ánægju. „Ég hefi gert góð kaup í dag,“ sagði hann. „Ég notaði töfra- peninga." Hann var með fullt fangið af kartöflum, sykri, brauði og epl- um og hlammaði þessu ánægju- lega á borðið. „Hvernig líta töfrapeningar út?“ spurði Gunni. Slægur glotti illkvittnislega. „O þeir líta út eins og venju- legir peningar, þegar ég fæ búðarmanninum þá — en um leið og hann snýr sér við, þá skoppa þeir út úr búðinni og YNftA SA6A flVHO TAUGHT YOU TO 5HOOT pEFENSELESS fl/íENj TH/NK YOU'RE FLY/NG ONE OFHERR SH/CKLEGRUBER': Örn: Hver kenndi þér að skjóta á varnarlausa menn? — Heldurðu, að þú sért að fljúga nazistaflugvél? Njósnarinn: Mér þykir þetta leitt, en ég var dálítið ruglaður Öm: Hægan, piltar! Þarna kemur flugvél að neðan. ( NO ONE MANNIN6THE BOTTOM TURPET.., HAVE TO MANEUVER HIM OUTOF THEEE...1FWEOAN/ Njósnarinn (hugsar); En hve þetta var kjánalegt af mér! -— Ætli ég sé nú búinn að koma upp um mig? Öm: Það er enginn í flugvél- artuminum. Nú vérðvun við að sn úa ó þá . | Flugvélin nálgast óðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.