Alþýðublaðið - 03.10.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.10.1942, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ luaugardagitr 3. októbeir M4Í2. ■SrJARNARBlÚ Rebe&ka eftir hinni frsegu skáldsögu Daphne dn Manrier. Aðalhlutverk: Joan Fontaine, Lanrence Olivier. Sýning kL 4, 6,30 og 9. REIÐULEG rödd var hinum megin í símanum: „Þér lofuðuð að senda mann tíl þess að laga dyrabjölluna hjá mér og enginn maður hefir komið.“ „Það er rétt hjá yður, frú. Eg kom sjálfur og hringdi fjór- um eða fimm sinnum, og eng- inn svaraði, svo að ég gerði ráð fyrir að þér væruð ekki heima.“ N hátt. ONNI stóð við vöggu ný- fædds bams, sem orgaði „Er það satt, að þessi litli kútur hafi komið frá himnum?“ „Já, Nonni minn.“ „Þá er ekki undarlegt að þeir létu hann út fyrir dymar þarna upp frá.“ SONUR forstjórans hafði tekið traustataki nýja bílinn hans pabba síns og beyglað illilega á henni aurhlíf- ina. Hann fór með bílinn á verk stæði og sagði við viðgerðar- manninn: „Geturðu gert svo vel við aurhlífiha, að pdbbi viti ekki, að hún hafi beyglast?“ „Nei, en get get gert svo vel við hana, að eftir nokkra daga getur þú farið til pabba þíns og spurt hann, hvernig hún hafi beyglast.“ Það var freistandi að biðja hann um að fara ekki. En hún þorði ekki að biðja hann þess. Og henni fannst óbærilegt að horfa á þjáningu hans. Hún leit í augu hans og þóttist sjá þar innilega sorg. Það var hræðilegt að hann skyldi elska hana og hún skyldi stöðugt verða hon- lim til ama. Og þá greip hana enn hræðilegri freisting. Á einn hátt getur kona bundizt karl- manni um aldur og æfi þeim tengslum, sem aldrei bresta. Líkami hennar hrópaði á hann og hún titraði þegar hún hugs- aði um það, að hún gæti gefið Gerald hina ómetanlegu gjöf líkama síns. Svo gat hann far- ið, en það, sem gerzt hafði á milli þeirra varð ekki aftur tekið, óraleið gat verið á milli þeirra, en þó hlutu þau alltaf að vera tengd órjúfandi bandi. Líkami hennar æpti á líkama hans og þráin var ómótstæðileg. Hvernig gat hún sannað honum dásamlega ást sína á annan hátt? Freistingin var sterk og kom aftur og aftur og sjálf var hún veikgeðja. Þessi þrá stríddi á hana með ofurvaldi ímyndun- araflsins. Hún vísaði henni frá sér með reiði og leiða, en þó gat hún ekki annað en óskað þess að freistingin yrði nógu sterk. XXXII Loks átti Gerald aðeins eftir einn dag. Gamalt heimboð olli því, að Berta og Pála frænka urðu að skilja við hann snemma um kvöldið, en hann átti að fara klukkan sjö um morgun- inn. — Mér þykir mjög leiðinlegt, að þú skulir ekki geta verið með okkur síðasta kvöldið, sagði Pála frænka. — En Tre- vori-Jones fólkið fyrirgefur okkur aldrei, ef við förum ekki í kvöldboðið til þeirra. — Það er auðvitað mér að kenna að kynna mér það ekki fyrr hvenær skipið átti að fara. — Hvað ætlarðu að gera við þig í kvöld, veslingurinn? — Ætli ég sitji ekki heima og láti mér leiðast. — Ég var hrædd um, að þú yrðir því feginn, að við verðum ekki heima til að líta eftir þér. Litlu síðar leit Pála frænka á úrið sitt og sagði Bertu, að nú væri kominn tími til að búa sig. Gerald stóð upp og kyssti Pálu og þakkaði fyrir sig með fögr- um orðum. — Vertu ekki með neina til- finningasemi, drengur minn. Og þú kemur líka aftur. Þú ert viss rrieð að bæta ráð þitt og þá kemurðu heim, það gerir Leys- fólkið alltaf. Svo sneri Gerald sér að Bertu og rétti henni höndina. — Þú hefir verið ákaflega góð við mig, sagði hann og brosti, en augnatillit hans var ákveðið eins og hann væri að gera henni eitthvað skiljanlegt. — Við höfum haft það skínandi skemmtilegt saman. — Ég vona að þú gleymir mér ekki alveg. — Við höfum sannarlega gætt þín vel. Pála frænka horfði á þau og dáðist að stillingu þeirra. — Ég er viss um að þetta er ekkert annað en smávegis ástleitni og hún ekkert sérstaklega alvar- leg. Berta er svo miklu eldri. en hann og svo skynsöm að það . er ólíklegt að hún geri sjálfa sig að fífli, hugsaði hún. En nú varð hún að fara að sækja gjaf- imar, sem hún hafði ætlað Ger- ald. — Bíddu svolítið, Gerald, ég þarf að sækja dálítið. Hún fór út úr herberginu og þá sneri pilturinn sér tafarlaust að Bertu. — Farðu ekki út í kvöld, Berta, ég þarf að tala við þig. Áður en Berta gat svarað, kall- aði Pála frænka utan úr borð- salnum. — Vertu sæl, sagði Gerald hátt. — Vertu sæll, og góða ferð. — Hérna er smágjöf handa þér, Gerald, sagði Pála frænka þegar hann kom fram. — Þú ert afskaplega eyðslusamur og það er eina dyggðin, sem ég hefi orðið vör við hjá þér og ég held að það sé rétt dð hlynna að henni. Og ef þig vantar aura einhvern tíma skaltu láta mig NYJA Blð Flnghetjurnar (Keep ’em Flying) Bráðskemmtileg mynd. Aðalhlutverkin leika ekop- leikararnir frægu: BUD ABBOTT og LOU COSTELLO Sýnd kl. 5, 7 og 9. I I IGAMLA Blð HS Waterloo- brúfe (Waterloo-Bridge) ameríksk stórmyzai. VIVIEN LEIGH ROBEBT TAYLOR Sýnd kL 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3)4—6Vís. LADDIE með Tim Holt. vita, ég skal reyna að skrapa saman einhverju handa þér. Síðan stakk hún tveimux fimmtíu punda seðlum í lófann á honum og flýtti sér síðan að ýta honum fram fyrir dyrnar eins og hún væri feimin, og gekk síðan til herbergis síns. Klukkutíma síðar kom hún niður í stofuna og beið eftir Bertu, sem kom bráðlega, full- klædd, en illa útlítandi og náföl. — Ó, Pála frænka, ég get bara ekki komið í kvöld. Mér er hroðalega illt í höfði, get rsrla opnað augun. Þú verður a® segja þeim, að mér þyki fyrir því, en ég er svo lasin. Hún settist á stól og tók höndunum um enni sér. Pále, frænka hrukkaði ennið, málið var auðsjáanlega alvarlegra e» hún hélt. Hún taldi samt hætt- una liðna hjá, Berta mundi sef- 'thOLn/nxx/yunoo f VA6MLAMDI velta aftur heim til þess, sem greiddi með þeim. Þannig fæ ég aftur peningana mína og get notað þá aftur næsta dag,“ „Þetta er sviksamlegt at- hæfi!“ hrópaði Fríða. „Þú ert viðbjóðslegur karl! Þú færð vörurnar með þessu lagi fyrir ekkert, og þegar vesalings búð- armaðurinn fer að gæta að peningunum, eru þeir allir á bak og burt. Þú ert viðbjóðs- legur karl!“ „Það er ekki sviksamlegt at- hæfi!“ hrópaði Slægur reiði- lega. „Ég er bara slungnari en búðarmaðurinn, það er allt og sumt.“ „Það getur vel verið, að þetta sé slungið, en það er ljótt,“ sagði Gunni. „En heyrðu mig nú, Slægur minn. Við höfum leyst af hendi mikið verk fyrir þig, og það væri ekki nema sanngjarnt, að þú lofaðir okkur að f^ra heim aftur.“ „Nei, það verður nú ekkert af því,“ sagði Slægur. „Ég ætla að halda ykkur framvegis til þess að hreinsa bílinn mirm og annast alla þvotta fyrir mig.“ „Þar skjátlast þér,“ sagðíi. Fríða. „Þú getux ekki hamið okkur hjá þér.“ „Ojæja,“ sagði Slægur, „við sjáum, hvað setur.“ „Við skulum greiða þér lausnargjald, ef þú sleppir okk- ur,“ sagði Gunni kvíðafullur. „Ef þú hagar þér ekki eins og prúðum manni sæmir, koma lögregluþjónar frá landi okkar til að taka þig fastan,“ sagðs Fríða. „Það eina, sem getur bjarg- að ykkur úr klóm mínum, er það, að þið reynist mér slyng- ari,“ sagði Slægur og glotti við. „Galdrakonur og galdramenn hafa fyrir löngu lært að kenna hjúum sínum ekki of mikið, svo að þau taki þeim ekki fram um kunnáttu. Og ég er viss um, að MVNDA* S AG A. tf/idc WoHd Fejlcfej &3AVING E5CAPSD THE ACK'ACKS OF THE JAPS, WHO HADTAKENOVEB THEIR REFUELING BA5E, SCORCHY'S PLANE IS FI6HTIN6 OFF PURSUIT SHIP6 WHICH HAVE # COME UP FROM THE ISLAND, TWO PLANES HAVE BEEN SHOT DOWN BUT A THIRD MANA6ES TO SLIPIN UNDER THEM. .. Öm: Það er enginn tími til að fá nokkurn niður í skot- turninn. öm: Standið ykkur strákar. Við skulum láta hann hafa kínversku kveðjuna. Njósnarinn: Lækkaðu flugið ofurlítið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.