Alþýðublaðið - 06.10.1942, Side 3

Alþýðublaðið - 06.10.1942, Side 3
KISKÁ^j^* '» ✓ti \amchitka tanaca';;^ il\o o\v. OUTCH HARBOR ... V ONALASKA UMNAK Pacific Ocean ; í gær bárust fróttir um að Ban daríkjamenn héfðu sett lið á land á Andreanof-eyjunum, sem J eru miðhluti Aleuteyjanna. Eins og kortið sýnir er lega þessara eyja mjög þýðingarmikil fyrir hernaðinn í norð-vestur Kyrrahafi og skapar Bandaríkjamönnum möguleika til að herja á -Japana norðan frá, samtímis sem þeir herja á þá að sunnan með Ástralíu sem aðalbækistöð. Barizt með sama ofsa og Bándarikskar flug- vélar byrja loftárás ir frá hinum nýju bækistöðvum á Aleuteyjum. Daglega loft- árásfr á Kiska. : ! Washington. 5. okt. Ameríkski land- og flugher- inn hefir stöövar aÖeins 125 mílur frá Japönum á Aleuteyj- um. í tilkynningu frá flotan- um er sagt, að hinir ameríksku herir, sem fá aðstoö frá flotan- um hafi komizt á land á And- reanofeyjum, sem ef til vill er fyrsta sporið í dllsherjarárás til að stökkva Japönum á flótta frá þrem vestustu eyjunum í Aleuteyjaklasanum. Hinar sjö Andreanofeyjar eru 245 mílum fyrir vestan að- albækistöð Ameríkumanna á Dutch Harbor. Nú þegar eru ameríkskar sprengju- og árás- arflugvélar byrjaðar að ráðast á Japani á höfninni í Kiska. Flotinn skýrði frá því að flug vélar hafi gert sprengjuárás á japanskt flutningaskip, og einn ig hafi aðrar flugvélar kastað sprengjum, gert vélbyssuárás á óvinahöfn og hafnarmannvirki Ameríkumenn misstu enga flug vél. ÞJóðverfar vinna á í norý - urhverfnnnm en Rnssar suður af borginni. Rússar í sókn við Rzhev. B ARIST er í Stálingrad af sama ofsa og áður, en engar stór- breytingar hafa orðið á vígstöðvimum í borginni. Rússar halda öllum stöðvum sínum í miðhluta borgarinnar, en í Norður- hverfunum, þar sem Rússar gerðu nýlega miklar tilraunir til að stöðva Þjóðverja, hafa Þjóðverjar samt unnið eitthvað á. Fyrir sunnan borgina ganga bardagarnir hinsvegar Rússum í vil. Sókn Timoshenkos er enn hæg. Á Rzhev vígstöðvunum hefir Riissum tekizt að hrekja her- sveitir undir stjórn von Hoffmans 11 km. til baka. Báðir aðilar tilkynna mikla loftbardaga yfir Stalingrad víg- stöðvunum. Reyna báðir aðilar að fremsta megni að eyðileggja samgönguleiðirnar hvor fyrir öðrum með loftárásum. BRETAR tilkynna, að 40 skipum hafi verið sökkt fyrir andstæðingunum í sl. mánuði á hinum ýmsu höfum heims. Aðaljárnbrautarlínan á Ma- tíagrskar er nú á valdi Breta. Enn eitt flugvéla móðurskip. Washington, 5. okt. Bráðlega mun koma enn eitt flugvélarrióðurskip, sem mun bera nafnið “Yorktown.” Frank Knox flotamálaráðherra segist hafa gefið samþykki sitt til að breyta nafni flugvélamóður skipsins Bon Homme Richard, sem nú er verið að smíða.'York town er flugvélamóðurskip af Essex-gerðinni. ' Essex var hleypt af stokkun- um 31. júlí. Það er 26000 smá- lesta skip og tekur 2.000 menn og meir en 100 flugvélar. Hið nýja “yorktown” mun verða fjórða skipið og annað flugvéla moðurskipið, sem hefir fengið nafn af orustunni, sem var sú síðasta í ameríksku bylting- unni. Hinu fyrsta var hleypt af stokkunum 1839, öðru 1888,' og hinu þriðja “Yorktown” flugvélamóðurskipinu var sökkt í Midwayorustunni. KÁKASUS Rússar segjast hafa hrundið árásum Þjóðverja við Mosdok og hersveitum þeirra verði vel ágengt við Novorossisk. Hins- vegar segjast Þjóðverjar hafa tekið tvo bæi við Terekfljótið. VORONES og RZHEV Á Vorones-vígstöðvunum til- kynna Rússar aS þeir hafi fellt 800 Þjóðverja á emum degi. Á Rzhev vígstöðvunum hafa Rúss ar hrakið hersveitir sem stjórn- að er af von Hoffmann hers- höfðingja 11 km. til baka. Tveir hershöfðingjar falla. í Berlín var tilkynnt í dag að tveir hershöfðingjar hefðu fallið á austurvígstöðvunum. Var ann ar þýzkur freiherr von Lange- mann en hinn ungverskur, að nafni Naki. Hann telur varnarmátt RAssa meiri en sóknarmátt Þjóðverjau C TALIN hefir átt viðtal* við amerískan blaða- mann í 'Moskva. Svaraði hann þremur spumingom, sem blaðamaðurinn lagði fyr- ir hann. í fyrsta lagi lagði Stalin áherslu á nauðsyn nýrra víg- síöðjva í Evrópu, með því einu sköpuðust möguleikar til þess að sigra Þjóðverja. í öðru lagi kvað hann h jálp Bandamanna til Rússa vera litla í hlutfalli við þá hjálp, sem Rússar veittu Banda- mönnum með baráttu sinni við þýzka herinn, sem mest allur berðist nú í Rússlandi. Að lokum sagði Stalin, að varnarmáttur rauða hersins væri;nú meiri en sóknarmátt ur hins þýzka hers. Ræða Stalins hefir vakið nokkra athygli og margir vilj- að 'álykta, að samkomulag Russaá við Bandaménn sína væri-.; ekki sem ákjósanlegast. En nú hafa þeir Sumner Well- es varautanríkisráðh. Banda- ríkjanna og Halifax lávarður sendiherra Breta í Washingtön átt tal við blaðamenn út af ræðu Stalins. Wells sagði, að Bandaríkin mundu standa við þau. ákveðnu loforð sín við Rússá að hjálpa þeim eins mik ið og eins fljótt og hægt væri. Halifax lávarður: „Það er enginn. misskilningur á milli Stalins, Churchill og Roose- velts. Þeir skilja fullkomlega hver annan.“ Halifax sagði enn fremur, að það gleddi sig að heyra ummæli Stalins um varn armátt Rússa. Hann kvað enn- fremur að loftárásir Banda- mánna á Þýzkaland hefðu lam að mjög siðferðisþrótt þjóðar- verja og veikt þýzka herinn. Gera Þjóðverjaí nýjar kröfur til Dana? Umræðnr staadft yfir í Berlfn og Kaupmannahöfn. London í gærkvelcS. P RETTIR frá Stokkhóhm herma, að miklar um- ræður fari nú fram miM dönsku og þyzku ríkisstjómm- innar. Fara umræðumar bæM fram í Kaupmannahöfn og í Berlín og hafa sendiherrar rfh- isstjórnanna milligöngu. Orðrómur gengur um, að Þjóðverjar séu með nýjar kröf- ur á hendur Dönum um mexrí stuðning við Þýzkaland í stríÖ- inu. Umræðum þessum verðirr lok ið á mánudag, segir í fréttinni ennfremur. Þjóðverjar her- skylda Slovena. ÞJÓÐVERJAR hafa á- kveðið að allir vopnfærir karlmenn í Sloveníu skulu her skyldir. — Afsaka Þjóðverjar þetta með því að Slóvenar séu af þýzkum uppruna og banda- menn Möndulveldanna. En eins og kunnugt er, haía Slóvenar tekið öflugan þátt í baráttu Júgóslavnesku þjóðar- •innar gegn þýzka innrásarhern um, sem mun vera orðínn von- daufur með að geta innleitt ný skipun Hitlers með nokkrum árangri í Júgóslavíu. Ræða Görings: Þjóðverjar mnnn halda í sér lífinn á kostnað hernnmdn hiéðanna. GÖRING hélt ræðu í Berlín í gær. Hann er fjórði nazistafor- inginn, sem heldur ræðu til að stappa stálinu í Þjóðverja undir veturinn. Áður höfðu þeir von Rippentrop, Gobbels og Hitler flutt ræður. Ræða Görings hefir vakið mikla athygli vegna þess hve hann var berorður um örðugleika Þjóðverja. Hann talaði um matvælaástandið og mótmælti því að nokkurt hungur væri á meginlandinu. Hann sagði, að ef matvælaskortur . yrði mundu Þjóðverjar svelta síðastir. Göring skýrði frá því að 6 milljónir stríðsfanga væru við allskonar störf í Þýzkalandi. Kjötskammtur aknennings verður aukinn á. næstunni um 50 gr. á viku, sagði hann enn- fremur. Fólk fengi aukaskamt fyrir jólin. Eins og Hitler gerði í ræðu sinni hótaði Göring Bretum hefnd fyrir loftárásir þeirra á Þýzkaland. Þegar Þjóðverjar eru búnir að sigra Rússa, sem hann kvað gert, mundu þúsund- ir þýzkra orrustuflugvéla fylla ioftið yfir þýzkum borgum. Göring lauk ræðu sinni með því að lýsa því yfir að hver sá hermaður eða foringi, er brygð ist skyldu sinni yrði hiklaust skotinn. Blöð Bandamanna benda á að nú finnist nazistum þurfa mikils við, þegar fjórir helstu foringjar nazista halda opin- berar ræður hver á eftir öðrum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.