Alþýðublaðið - 07.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞTÐUBLA0IÐ Miðvikudagur 7. október Í94j6l, Til Alþýðuflokkskjósenda hér i bænum, sem kosningarétt eiga annarsstaðar. " ■11 ♦ — ALÞÝÐUFLOKKSKJÓSENDUR, sem staddir eru hér í bænum, en eiga kosningaxétt úti á landi eru alvarlega áminntir um að kjósa nú þegar, þar sem nú fer að styttast til kosninga og ferðir fara að strjálast. Hvert eitt og einasta Alþýðuflokksatkvæði yerður að koma til skila við þessar kosningax, ekki eitt einasta atkvæði má gleymast eða tapast fyrir handvömm. Greiðið atkvæði núna fyrir helgina. Talið strax við kosningaskrifstofu Al- þýðuílokksins í Alþýðuhúsinu, sími 2931 og leitið upplýsinga. Það er mjög áríðandi að hver og einn einasti liðsmaður geri nú skyldu sína. Það getur oltið á einu atkvæði, hvort Alþýðuflokkurinn nær einum þingmanni meira eða minna. Láttu þitt atkvæði ekki vanta. Bæjarbloð Sjálístæðisflokksins stcinpegja m kjðthœkknnina £n sveitabiað hans hælir sér af henni. BLÖÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS hér í bænum. Morgunblaðið og Vísir, þegja eins og múlbundnir rakkar við þeim upplýsingum, sem Alþýðublaðið birti á sunnudaginn, að það hefði verið sjálf miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins, sem ákvað síðustu verðhækkunina á kjötinu, 100% hærra kjötverð en í fyrra haust, í von um að geta með slíkri ráðstöfun veitt nokkur bændaatkvæði af Fram- sókn við kosningamar 18. og 19. október. Sjálfstæðisflokkuriim þorir ekki að viðurkenna þessa slað- reynd frammi fyrir Reykvíkingum og íbúum bœjanna. Þess vegna eru Morgunblaðið og Vísir látin þegja. En í ísafold, sem að eins er sent út um sveitir landsins, var hinn nýi kjötverðlagsnefnd- armaður Sjálfstæðsins, Ingólfur Jónsson f á Hellu, látinn hæla sér af því fyrir fáeinum dögum, að hafa komið hinni nýju verð- hækkun kjötsins á. Þannig heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala tveimur tungum við kjósendur landsins, einni við bændur, annarri við íbúð bæjanna. Þannig heldur hann áfram kapphlaup- inu við Framókn í lýðskrumi fyrir bændum, á kostnað neytenda i bæjtmum. Bréf Jóds Arnasonar s&ú birt orðréftt. Hins vegar hefir nú Jón Árnason forstjóri neyðzt til að birta bréf það til kaupfélag- anna, sem Alþýðublaðið skýrði frá eitt allra blaða í vikunni sem leið. Birti hann bréfið í langri varnargrein um kjöt- verðið í haust, sem út kom í Tímanum í gær. Sýnir þetta bréf að það er allt rétt, sem Alþýðublaðið sagði utn það: að forstj&rinn hefir ráðið kaupfélögunum til þess að greiða bændum ekki nema 4 krónur út á kílóið af kjötinu, þar eð setuliðið muni sennilega hæita að kaupa kjötið vegna verðhækkunaxinnar, þannig að kjötsalan muni drag- ast mjög lengi og kaupfélögin liggja með kjötið. Fer bréf forstjórans hér á eft- ir orðrétt, eins og það var birt í grein hans í Tímanum í gær: „Alþingi hefir samþykkt þingsályktunartillögti um, að rikissjóður borgi þann verð- mun, sem verða kann á útfluttu kjöti og því kjöti, sem selt er , innanlands. Viröist kjötverðið ( því vera sæmilega tryggt með þessari ráðstöfun. Nú má þó bú- ast við, að sala verði tregari en áður hér innanlands. Meðal annars er líklegt, að mjög mikið dragi úr kjötkaupum setuliðs- ins, eða að þau hverfi jafnvel að mestu. Ameríkumenn neyta lít- ils af íslenzku kjöti. Síðastlið- inn vetur neyttu þeir þess í mesta lagi einu sinni í viku, en Bretar 4—5 sinnum í viku. Þá tmá og búast við, að kjötverðið fæli þá einnig frá að kaupa. Að öllu þessu athuguðu álítum vér rétt að áætla kjötverðið ekki mjög hátt, þar sem búast má við, að kjötsalan dragist mjög lengi, og er því þetta áætlaða haustverð, ef það er fært í reikninga manna, í rauninni ekki annað en lán út á kjötið. Vér höfum ekki átt kost á að tala við marga kaupfélagsstjóra um það, hvað ráðlegt sé að áætla kjötið í haust, en vér álít- um nægilegt að áætla það kr. 4,00 pr. kg., þó kjötverðið, eins og það er ákveðið af kjötverð- lagsnefnd, eigi að vera tryggt með þeim ráðstöfunum, sem Al- þingi hefir gert, eins og áður er fram tekið.“ (Frh, & T. Má.í Sjálfstæðismálið: Orðsendingar ríkisstjórnar^ innar og Bandarik|asi|órnar. Allir flokkar stóðu að orðsendingu rikisstjórnarinnar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir £ dag orðsendingar þær, sem fóru milli íslenzkra stjómarvalda og fulltrúa Banda- ríkjastjórnar 8. og 20. ágúst síðastliðinn út af fyrirætlunum okkar í sjálfstæðismálinu og afstöðu Bandaríkjastjóraar til þeirra. En Ólafur Thors forsætisráðherra skýrði frá þessu máli í ræðu í útvarpinu í fyrra kvöld og var nokkuð skýrt frá upplýsingum hans hér í blaðinu í gær. Hér er um söguleg skjel að ræða, sem þjóðin á kröfu til að fá að kynna sér til hlítar, en það getur hún ekki, ef látið er nægja að lesa þau upp í útvarp. Hefði verið heppi- legra ef ríkisstjómin hefði gefið þessi skjöl út miklu fyrr. Alþýðublaðið hefir allt af haldið því fram, að sjálfstæðismálið eigi að vera hafið yfix dægurþras stjórnmálaflokkaxma. Það er mál allrar þjóðarinnar, hvaða skoðanir sera menn hafa á öðrum málum, hvar í flokki sem þeir standa og hvaða stétt sem þeir til- heyra. Það hefir verið reynt að blanda þessu viðkvæma máli inn í þær pólitísku deilur, sem nú standa, en með þessum skjölum eir sannað að alþingi tók þá afstöðu, sem fram kemur í þeim, einhuga ogóskipt- ’ ! íi! iíf;íjlli Hér fara á eftir þær tvær orðsendingar, sem fóru milli ríkisstjómar ísiands og fulltrúa látið verður ganga áður en mál inu er ráðið til lykta til fulln- ustu. i Stjórnmála- i i kvöld í Iðnó i J ► J - i á morgun. i j Mstinn boðar til al ;; menns fnnðar. ; A -LISTINN, listi Alþýðu- flokksins í Reykjavík, ; boðar til almenns kjósenda- fundar í Iðnó annað kvöld 'kl. 8%. Er það fyrsti opin- J beri kjósendafundurinn hér ; ;:í Reykjavík í tilefni af kosn-;: ;;ingxmum 18. október. ;; Margar ræður verða flutt- ; ; ar. Fundurinn verður nánar ; ; auglýstur í Alþýðublaðinu á ; morgun. !<£$£! Bandaríkjastjórnar: I. Erindi ríkistjórnar- innar afhent sendifull- trúa Bandaríkjanna af forsætisráðherra þann 8. ágúst 1942. „Út af hinum vinsamlegu skilaboðum, sem þér fluttuð mér 31. júlí þ. á., um óþægindí þau, sem stjórn U.S.A. telur að ótímabær ógilding á sambands- sáttmála íslands og Danmerkur geti valdið, hefi ég haft samráð við formenn og forustumenn allra flokka Alþingis, enginn þeirra undantekinn, og standa þeir óskiptir bak við það, sem nú skal greina: 1) Það hefir ekki verið og er ekki ósk íslendinga að baka stjóm U.S.A. nein óþægindi, heldur að áfram haldist óskert það vinsamlega samneyti, sem verið hefir. 2) Orðalagið ótímabær ógild- ing á væntanlega við ógildingu, sem gangi í gildi fyrir 1944, því að frá þeim tíma að telja gefur samningurinn sjálfur skýlausa heimild til þess að slíta sam- bandinu einhliða. Um það hefir aldrei verið neinn ógreiningur milli íslendinga og Dana né við aðra, enda orð samningsins um það efni ótvíræð. 3) Tvisvar löngu fyrir núver- andi q^rið Jyafíl- Alþingi lýst því yfir tinróma, að þessi heimild yrði notuð af íslands hálfu, þ. e. sambandinu slitið þegar eftir árslok 1943. Þetta er á vitorði Dana, hinna Norðurlandaþjóð- anna og annarra, sem fylgjast með málefnum íslands. Hafa menn því verið við því búnir. 4) Ákvörðunin um að slita sambandinu og stofna lýðveldi á íslandi hefir að baki sér ekki eingöngu alla flokka þingsins, heldur og alla þingmenn án undantekningar (ekki aðeins “certain factions”) og væntan- lega yfirgnæfandi meirikluta þjóðarinnar. Mun það koma flram við þjóðaratkvæði, sem 5) Vakin skal athygli á því, að 17. maí 1941, lýsti alþingi því yfir einróma, að það teldi ís- land hafa öðlast rétt til fullra sambandsslita við Danmörku og að það vildi, að stofnað verði lýðveldi á íslandi jafnskjótt og sambandinu við Danmörku verði formlega slitið. Þessar á- lyktanir höfðu þannig verið gerðar og birtar opinberlega áður en hervernd U.S.A. á ís- landi kom til tals. Þessar á- lyktanir alþingis voru tilkynnt ar stjórn Dana formlega stjórn arleiðina. 6) Rétturinn til sambands- slita nú þegar byggist á þeirri skoðun íslenzkra fræðimanna* sem þeir telja í samræmi við skoðun flestra fræðimanna um alþjóðarétt, að samningsslit séu réttmæt, ef annar aðili ekki full nægir í verulegum atriðum. En síðan 9. apríl 1940 hafa Danir ekki átt kost á að fullnægja skuldbindingum sínum samkv, samningnum, og hann þar með burtu fallinn, er ísland óskar þess. Enda frumréttur viður- kendrar fullvalda þjóðar, að á- kveða sjálf stjórnarfyrirkomu- lag sitt. Frh. á 7. síðu. Pálmi Hannesson biðsft lansnar frá embæfttiS Ósamkomulag út af ráðstöfun á hús- næði Menntaskólans eða hvað? PÁLMI HANNESS ON, rektor Mermtaskólans í Reykjavík, hefir sótt um Iausn frá embættL Afhenti hann kennslumálaráðherra, Magnúsi Jónssyni, lausnar- béiðni sína í gærmorgun. Alþýðublaðið gerði ítrekaðar tilraunir í gær til að ná í P. Hannesson, til að fá upplýsingar hjá honum viðvíkjandi þessari lausnarbeiðni hans, en það tókst ekki enda er rektorinn á hrak- hólum með húsnæðL Fyrir nokkru síðan skýrði hann frá því í viðtali við blað eitt hér í'bænum, að svo liti út sém hann yrði aö segja lausu embætti sínu, ef honum tækist ekki að útvega sér húsnæðL Aiþýðublaðið átti Mnsvegar tal við kennshmxálaráðherra Magxtúa Jónsson, aeint i gær- kveldi, og aagOi hann það rétt vera, aö Pálmi Hanaeaaoa kafðl »ótt um lauan flrá acabætti, es ekki kvaðst ráðherrann hafa tekið neina afstöðu til lausnar- beiðni rektors enn sem komið væri. Alþýðublaðið spurði ráðherr- ann að því, hvort honum væri nokkuð kunnugt um það, hvaða ástæðux lægju til þessaxaa? lausnaxbeiðni Pálma Hannes- sonar. Svaraði ráðherrann því, að rektornum myndi finnast hann ekki ráða yfir húsnæði Menta- skólans eins og haim vildi. Fyr- ir nokkru hefði veiið tekin sú ákvörðun, að setja þar upp skrifstofur fyrir fyrirframkosn- ingar hér í bænum, og hefði það verið gert, meðan frektor vax fjayverandi. Þegar Pálml Hannesson koro heim, hefðl hann krafist þeaat, að skrifstof- umar yrðu fluttar niður á neðti hæð húsains. Þegar það hefðt hirwvagar dregUtt tsm tvo daga Fxwnlwld 4 T síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.