Alþýðublaðið - 07.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.10.1942, Blaðsíða 6
« Dómnefnd i verOiagsmálnm hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð: I. FISKUE í Reykjavík og Hafnarfirði hámarksverð gildandi frá 6. okt. Nýr þorskur slægður með haus ............ kr. 0.77 pr. kg. Nýr þorskur slægður hausaður .......... — 1.00 — : — Nýr þorskur slægður og þversk. í stykki — 1.05 — — / Ný ýsa slægð með haús ..................... — 0.82 — — Ný ýsa slægð hausuð ....................... — 1.05 — — Ný ýsa slægð hausuð þverskorin í stykki — 1.10 — — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður með roði og þunnildum ..................... — 1.65 — — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður með roði án þunnilda .................. . — 2.30 — — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður roðflettur án þunnilda ................ — 2.75 —< — Nýr koli (rauðspretta) .................... — 2.65 — — Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fiskinn til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisksalinn reikna kr. 0.10 pr. kg. aukalega. Fisk-ur, sem frystur er, sem varaforði, má vera kr. 0.40 dýrari pr. kg. en að ofan greinir. II. HAFRAMJÖL Hámarksverð í heildsölu kr. 92.80 pr. 100 kg. Hámarksverð í smásölu kr. 1.20 pr. kg. Álagning í heildsölu má þó aldrei vera hæxri en 8V'2 'og í smásölu aldrei hærri en 30%. e.jóý'? Reykjavík, 6. október 1942. Dómnefnd í verSlagsmálmn. . ALÞYÐUBLAÐIÐ________________ Rœða Haralðs Gnðmnsdssonar. Fjfrirsprnir til bjóðenda sjálfstæðis flokksins. h. m & Morgunblaðið neitaði að birta þessar fyrirsþurnir til frabjóðenda Sjálfstæð- isflokksins: 1. Teljið þér réttlátt að hús- eigendur standi sjálfir á göt- unni af því að þeir komast ekki í íbúð sína vegna húsaleigulag- anna? 2. Teljið þér sæmandi, að fjöídi fólks verði að hafast við í sumarbústöðum jafnvel tjöld- um og kolahjöllum samtímis því að fámennar fjölskyldur, ef til vill aðeins hjón og jafnvel einn einhleypingur hafa til um- ráða heil hús* með 5—10 her- bergjum? 3 Hvað viljið þér gera til að bætá úr þessu? Þessum spurningum óskast svarað undandráttarlaust ann- hvort í Morgunblaðinu eða í út- varpsumræðum. Kjósandi. Hver var ,viðhengi‘ ð snniartiwgiiiu? Framh. af 4. síðu. ðýtti sér að bera fram svo að I segja nákvæmlega sömu tillög- una. Alþýðuflokkurinn bar fram þingsályktunartillögu um samn inga af hálfu ríkisstjómarinh- ar við verkalýðsfélögin og und- irbúning löggjafar um 8 stunda vinnudag. Kommúnistaflokkur- íbd bar frarn svipaða tillögu, en þar vantaði ákvæðið um 8 Stunda vinnudaginn, því að haan var ekki búinn að hlera, að það ákvæði væri í þingsálykt unartillögu Alþýðuflokksins! Ea þannig voru vinnubrögð ImnuRÚnisla á sumarþingitui. Þeir þorðu ekki að taka afstöðu til neins máls fyrr en þeir Vissu hvaða afstöðu Alþýðuflokkur- inn ætlaði að taka. Þessvégna voru þeir alltaf að reyna að hlera það. Og svo tóku þefr;*iiá- kvæmlega sömu afstöðuna. Þeir eltu Alþýðuflokkinn í einu og öllu — voru „viðhengi" hans í öllum aðalmálum sumarþings- ins. Þetta er ekki sagt kommún- istum til lasts.' aÞð er miklu frekar lof um hann eri last, að hann skyldi þó hafa vit á því að hengja sig aftan í Alþýðu- flokkinn og láta hann ráða stefnunni. Þetta er bara rifjað hér upp til þess, að benda Brynjólfi og liðsmönnum hans í allri vinsemd á, að þeir skuli fara varlega í að tala um „við- hengi“ annarra flokka. Þeir, sem sjálfir búa í glerhúsi, skyldu yfirleitt varast að kasta grjóti. Framh. af 5 s.íðu. þess sem byggt hefir verið og 'byggist í öðrum kaupstöðum. Hvemig væri ástandið hér í Reykjavík í húsnæðismálunum nú, ef verkamannabústaðanna nyti ekki við? Alþýðuflokkur- inn hefir barfzt fyrir því, að Reykjavíkurbær byggði einnig hentugar smáíbúðir í nýtízku sambýlishúsum í stað Pólanna illræmdu. Nú er hafin byrjun á þessu. Haldið þið að vanþörf hafi verið á því að byrja fyrr? Alþýðutryggingarnar 3, Alþýðuflokkuriim kom fram lögunum um alþýðutrygg- ingar og stríðsslysatryggingu sjó manna (sem Sigurjón flntti). Ég veit, að til eru menn, sem telja tryggingarnar einskisvert kák. En hafið þið gert ykkur grein fyrir því, að alþýðutryggingarn ar greiddu árið 1941 nálægt 6% milljón króna í slysabætur, sjúkrahjálp, ellilaun, örorku- bætur og lífeyri, óg að 57% af þessu fé (nærri 3/5) var greitt af öðrum en þeim tryggðu, og að stríðsslysatryggingin greiddi sama ár nærfellt 2 milljónir króna í bætur til eftirlátinna vandamanna sjómanna, sem farizt höfðu vegna stríðsslysa,og að atvinnurekendur greiddu þessa upphæð alla. (Af 8% milljón greiddu þeir tryggðu aðeins 3,8 milljónir). Mundi hagur þess fólks, sem þessa f jár hefir notið, ekki sem ölmusu, sem veitt er gustuka- manni, heldur sem bóta, sem það á rétt til að fá, ekki hafa .verið annar, ef tryggingarnar væru ekki til? Hverjn var sjðmað* urlnn bættnr í síð- asta stríði? Það er fróðlegt að líta aftur í tímann og bera saman: Sjá, hvort við höfum haldið „aftur á bak, ellegar nokkuð á leið“. Hvernig Var þetta í síðustu heimsstyrjöld, fyrir 25 árum, um það bil, er Alþýðuflokkur- inn hóf starf sitt? Þá fengu vandamenn sjó- manns, er fórst af stríðsslysi í millilándasiglingum, 400 krónur til samans, kona, börn og aðrir vandamenn. Og þess- ar 400 krónur voru greiddar með 100 krónum á ári í 4 ár. — Nú eru bætumar fyrir sjómann, sem ferst af stríðs- slysi, hvar sem er, oftast frá 35 þúsund til 65 þúsund krón- ur, eftir því, hve mörgum hann hafði fyrir að sjá, eða um 50 þúsund krónur að meðaltali. Ég veit, að- til er fyndið fólk, sem kalla þessa starfsemi Óla Skans dans fram og aftur. En ég spyr: Haldið þið í alvöru,að rétt sé að gera gys að starfsemi trygginganna? Enginn skal fúsari en ég til að viðurkenna, að þeim er ákaflega áfátt í mörgum efnum, og ég hefi þegar borið fram ýmsar til- lögur til umbóta á þeim og fleiri eru í undirbúningi. En hitt fullyrði ég hiklaust, að þær eru nú þegar mikilsverður þáttur í því starfi að jafna lífskjörin, gera líf þeirra bærilegt, eða bærilegra, sef erfiðast eiga. Ég veit vel, að margir læknar, ég vil segja flestir, eru hjarta- góðir menn, sém myndu aldrei neitað um nauðsynlega læknis- hjálp, þótt pyngja sjúklingsins væri tóm. En ég veit líka, að flest fólk er svo skapi farið, að það vill heldur leita læknis, að því er sú ganga ekki jafn þung, ef það veit að hann fær fulla og rétta greiðslu fyrir starf sitt, en veitir ekki læknishjálpina sem ölmusu tili gustukaman ns. „Sigarjónskan.4* 4. Ég minni bara á togara- vökulögin, afnám sveitaflutn- inga, sjómannalögin, „Sigur- jónskuna“ yfirleitt. Þa§ er: mn- bætur á kjörum og öryggismál- um sjómanna, sem núverandi hæstvirtur atvinmunálaráðherra Magnús Jónsson var svo hneykslaður á, þegar hann var að lyfta sér upp á Fulton gamla á leið til landsins helga. Ég minni á bæjarútgerðina í Hafnarfirði og samvinnuútgerð ina á ísafirði. Þessi fyrirtæki T A F L A9 yflr rekstrartlma Sundhallarlnnar veturinn 1942-43 (5. okt. til 1. mai). Kl. 7.30—10 Kl. 10—12.30 Kl. 12.30-2.15 Kl. 2.30—5 Kl. 5-7.30 Kl. 7 30—10 Mánud. Bæjarbúar og yiirmenn úr hernum Skólafólk og bæjarbúar (fullorðnir) Herinn Skólafólk \ Bæjarbúar Bæjarbúar (9—10 Æf. Sundfél.) Þriðjud. »» » t>"' " *•"" » T Herinn Miðvikud. » - » 1» n »' Bæjarbúar (9-10. Æf. Sundf.) Fimmtud. i » n » Bæjarbúar og yfirmenn úr hernum Bæjarbúar Föstud. ~ It ~ n Bæjarbúar (5—6 konur) Bæjarbúar (930—10) Æf. Sundf. Laugard. Bæjarbúar Bæjarbúar Bæjarbúar Bæjarbúar Herinn Sunnud. (8-10) » (12,30—3) m ' (3-5) Herinn ATHS. Á helgidögum og lögskipuðum frídögum er opið eins og á stmnudögum, nema annað sé auglýst. A stórhátíðum er lokað allan daginn. Aðgöngumiði veitir rétt til 45 mín. veru í Sundhöllinni og er þar í talinn tími til að afklæðast og að klæðast. — Böm, 12 ára og yngri, fá ekki aðgang eftir kl. 7 e. h. nema þau séu í fylgd með fullorðnum. — Miðasalan hættir 45 mín. fyrir skóla-, hermaima- og lofcunartíma. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUE. Miðvikudagur 7. október 1942. 'SS. i M ■ PAUTG EPÐ r?rirrpii?r< L.v. „Sigriðor“ hleður til Vestmannaeyja og Hornaf jarðar í dag. — Flutn ingi veitt móttáka fram til hádegis. voru bjargráð þessara kaup- staða, þegar atvinnuleysið og kreppan svarf fastast að. Og nú þegar útgerðin græðir, safna þau varasjóðum fyrir almenning þessara staða. Sjóðum, sem eiga að verða lyftistöng nýrra fram- kvæmda í atvinnumálum, þégar ófriðnum lýkur. Haldið þið að það hefði vérið óhyggilegt fyrir Reykjavíkurbæ að fara að dæmi Hafnarf jarðar og reyna að draga úr atvinnuleysinu með því að stofna til útgerðar? Þór var leigður í tæpan mánuð; bæriiui græddi á honum þann tíma 20® þúsund krónur. Þá var þeirri útgerð lokið. Alþýðuflokkurinn ræður, hefir meíri hluta, á ísa- firð og í Hafnarfirði — íhald- ið hér. Ef farlð hefði verið að ráðum Alpýðu- flokksins 1937. Árið 1937, þegar Alþýðu- flokkurinn sá hvert stefndi fyrir útgerðinni, hárum við Jóri heit- inn Baldvinsgon fr;^tí í efri deild frv. um ráðstafanir til við- reisnar togaraútgerðinrii. Efni þess var að rannsókri færi fram á hag útgérðarinnar og þáu fyrir tæki, sem ekki ættu fyrir skuld um, skyldu gerð upp, og ríki, bankar, bærinn og einstakling- ar, þ. e. sjómennirnir, mynduðu félag til þess að taka við og gera út þau skip, sem væru í eigu gjaldþrota fyrirtækja, sem hvort sem var voru rekin á á- hyrgð bankanna, þ. e. þjóðar- innar allrar. : Þetta gekk ekki fram. í .þess stað var látið reka á reiðanum þar til gengislækkunin var orð- in veruleiki 1939. Haldið þið nn að það hefði verið illa ráðið að fara að tillögum Alþýðuflokks- ins þá? Hvert hefði stríðsgróð- inn þá runnið nú? Þessi fáu mál, sem ég hefi drepið á, af þeim sem Alþýðu- flokkurinn heftr komið fram, eru ekki framkvæmd jafnaðar- stefnunnar. Þau eru aðeins um- bætur á því skipulagi, sem' við búum við. En þau eru líka jafn- framt undirbúningur undir það, að unnt sé að gera jafnaðarstefn una að veruleika hér á landi. Betri undirbúningur, að dómí Alþýðuflokksins, en kúgun, hungur og hatur örvona fólks, sem engu hefir að tapa nema hlekkjunum. (Niðumlag á morgim). Ármetmingar! fflfingar I kvöld eru sem hér segir: í stóra salnum: Kl. 7—8 Handknattleikur karla. JCl. 8—9 ísl. glíma. Kl. 9—10 1. fl. karla, leikfimi, í minni aalmnn: Kl. 7— 8 Telpur, leikfiml. Kl. 8—9 Dreng- ir, leikfimi. Kl. 9—10 Hœfaleik- ar. Látið innrita ykkur. Skritet. er ojtíntró kl 1—10: St)ðnún.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.