Alþýðublaðið - 08.10.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.10.1942, Blaðsíða 5
Fimmtudagnr 8. október 1942. ALÞYÐUBLAÐI9 5 svo háa, að þeir fái sama verð fyrir útflutta kjötið og hteiLd- söluverðið á kjöti er hésr innan- lands. Nú er heildsöluverðið 6,40 fyrir kíló. Ég hygg, að fyrir kjöt, sem flutt yrði til Eng- lands nú, myndu bændur fá nálægt hálfri annarri krónu. Segjura að verðmunurinn sé 5,00 á kíló. Segjiun a5 út þurfi a8 flytja 2000 tonn, en 3000 kaupi landsmenn. Ríkis- sjóður þarf þá að greiða 10 millj. kióna til þess að við ís- lendingar fáum ekki að eta kjötið, greiða það sem með- gjöf með kjöti, sem Bretar borða. Ef til vill hefir ríkissjóður efm á iþessu, en þótt svo sé, er ekkert vit í slíku. Að flytja út úr landinu góðan mat, sem viö vildum fegnir borða, gefa með honum 10 millj. kxóna, binda skip til að flytja kjotið út og anrian ltriegri mat inn. Ég kann ekkert orð yfir slíkt háttalag annað en brjálæði. Segjum að ríkissjóður hafi Framhald af 4 síðu: HKœðQ MaraMs HnðBnnndssonar eíni á að greiða þessa upp- hæð. Væri þá ekki nær að lækka kjötið í verði, svo að við getum sjáííir, íslending- ar, keypt það og borðað, og þyrftum eldti að hafa áhyggj- ur af þeiro skipakosti? Með því að nota penmgana á þann há.tt, roætti lækka heildsölu- verðið niður í 5 kr. kíló. . . Jg hver veit, hve mikið þarf að flyija lit? Hváð kaupir fólk mikið af kjöti, þegar verðið er oröið svona hátt? Geta það ekki orðið 3000 tonn, sem þarf að flytja út? Þá þarf ríkissjóður að borga 15 millj., sem aftur svarar til 3 kr. lækkunar á kjöt- inu öllu, ef það væri selt innan- lands. Það er ljóst, að slíkt brjálæði sem þetta blýtur að hafa geigvænlegir afleiðingar, koma aí stað nýjum kröfum, ef ekki cr spyrnt við í tíma, nú þegax. Tillögur Alþýðuflokksins um lausn vandamáianna. En nú þarf meiri átök en þurfti 1940. Skriðan er marg- falt þyngri nú. En hættan er líka enn meiri. Hvað á að gera? Alþýðuflokk- urinn hefir þegar birt tillögur sínar um aðgerðir og ráöstafan- ir, sem gera þurfi, verði að gera: Efni þeirra er í höfuðdráttum þetta: 1. að girða fyrir stríðsgróða og auðsöfnun einstakra manna og fyrirtækja, en verja aukn- ingu þjóðarteknanna til kjarajöfnunar og á ' annan hátt til almenningsþarfa. Sá stríðsgróði, sem þegar hefir runnið til einstaklinga og fyrirtækja sé skattlagður með sérstökum eignaskatti í sama slcyni. 2. Það þarf að koma á heildar- samningum milli launþega og atvinnurekenda til langs tíme og helzt fyrir allt landið í einu. —En samtímis verður 3. að ákveða fast, sanngjarnt hlutfall milli afurðaverðs og kaupgjalds. þannig, að verka- mömum, f jómönnum, bænd- um og launþegum sé tryggð eðlileg hlutdei! i í aukningu þjóðarteknanna síðan ófrið- urinn hófst, og enn fremur þarf: 4. að tryggja nauðsynlega fram- leiðslu í landinu, aðkallandi framkvæmdir, hyggingar til eða kona óskast til hreingern inga 2 tíma að kvöldi. Baðhús Reykjavíkur.. Einnig stúlku til hádegis á sama stað. úrbótar húsnæðismálunum, í aamvinnu við ve kalýðs- samtökin og aðra aðila. 5. að tryggja aðflutninga og birgðasöfnun nauðsynja, en láta óþurfann sítja á hakan- um, 6. að gera verðlagseftirlitið starfhæít með því að fela það eimun ábyrgum framkvæmd- arsijóra, en nefndir séu að- eins ráðgefandi. Sé þetta gert með festu og röggsemi er hægt að stöðva verðbóiguna og þar með gengi íslenzku krónunnar, endur- vekja trú fólksins á gildi pen- inganna og þar með hvötina til að safna þeim í stað þess að eyða þeim jafnharðan. Til þess að girða fyrir stríðs- g"óða og auðssöfnun einstakra manna og fýrirtækja er engan veginn nóg að leggja skatt á gróðann löngu eftir á, jafnvel þótt þeir verði hækkaðir. Á skal að ósi stemma. Það verður að taka stríðsgróðann við upp- tökin. Af útflutningsvörunum, svo sem ísfiski togara, verður að taka hana með útflutnings- gjeldi um leið og sala fer fram. Utanríkisverzlunina onrfir opiksbera síprM Margt bendir til þess, að gróði útgerðarinnar, að togur- u.num undanskildum, sé nú orð inn miklu þýðingarminni hluti striðsgróðans en áður var og sumstaðar á þrotum, vegna vaxt ar dýrtíðarinriar, en gróðinn af verzluninni, iðn- og iðjufyr- irtækjum og allskonar innlend- um viðskiptum sé nú orðinn langtum stærri hluti. Meðal annars vegna þess, hve verð- lagseftirlitið er gagnslítið. Vegna þessa og til þess að tryggja það, að, nauðsynjar séu fluttar til landsins en skipin eigi fyllt með óþarfa og óhófs- vörum, er það ljóst að eina ráðstöfunin, sem að haldi kemur til að taka stríðsgróð- anrt og um leið að gera verð- iagseftirlitið ann .ð og meira en gagnslííið kák, er að taka alla uíanríkisverzlunina und- ir ema oumbera stjórn og á- kveða útsöluverð á hverri vörutegund urn Ieið og hún er afhent kaupmönnunum eða kaupfélögunum, þeim, sem dreifinguna annast. Þetta var gert að nokkru í síðusta stvrjöíd og gafst vel, meðan stríðið stóð. Hver feikna gróði lielir runn ið til verzlananna má nokkuð marka af því, hversu gífurlega verzlunúm hefir fjölgað og þá íýrst og fremst hpildsölum. Alla utanríkisverzlun undir eina opinbera stjórn. ásamt öfi- ugu verðlagseftirliti í höndum eins manns með fullri ábyrgö og valdi, en nefndir séu aðeins ráðgefandi er eins og rui stend- ur lang áhrifarík:.sta ráðstöfun- in til þess að girða fyrir stríðs- gróða og auðsöfnun og til að stöðva dýrtíðina, sú eina sem er líkleg til að bera árangur. Samhliða þessu verður svo jafnframt að taka verulegan hiuta þess stríðsgróða, sem þeg- ar hefir safnazt, og nota hann til þess að undivbúa nýskipun atvinnuháttanna að stríðinu loknu, tií tryggingar sem mest- lun jöfnuði í lífskjörum almenn- ings,- öryggi gegn atvinnuleysi og yfirleiít réttlátara þjóðskipu- lagi í öllura greinum. Stríðsgróðinn á að vera al- menningseign, enginn einstak- . ur hefir rétt til hans öðruxn fremur. * Þeíía cr álit Alþýðuflokksins. 4 Kosnmgarnar. Góðir Alpýðuflokksmenn og Alþýðuflokkskonur hér í Reykjavík og úti í kaupstöðum, þorpum og sveitum, og ekki sízt þið, sem á sjónum eruð! Við ykkur vil ég segja þetta: Kosningabaráttan er hafin. Heyið hana með einbeitni, dugnaði og fullum drengskap. Látið andstæðingunum eftir að nota r.íð 'og róg að vopni. Boðið kenningar jafnaðarstefnunnar, flytjið mál Alþýðuflokl. rins hvar sem því .verður við komið, í heimahúsuVn, vinnustöðvum, við vini, kunningja og venzla- fólk, hvar sem maöur hittir mann. Alþýðuflokkurinn hefhr lagt fram tillögur sínar um, hversu sigrast skuli á erfiðleik- um líðandi stundar og afstýra yfirvoíandi hættum. Þessar til- lögur leggur hann undir dóm þjóðarinnar við kosningarnar þ. 18. og 19. október. Eg heiti á ykkur öll, konur og menn að , gera alít, allt, sem í ykkar valdi stendur til þess að auka svo fylgi flokksins, að þeim verði komið í framkvæmd. Sýnið fram á, að þær eru skynsamleg- asta leiðin, líklegasta leiðin, eina leiðin til þess að stöðva dýrtíðina. Síðustu , kosningar voru ekki Alþýðuflokknum hag stæðar. Ekki tjáir að fást um það. Nú þarf að láta hendur standa íram ur ermum. Úrslit kosninganna, atlcvæðamagn Al- þýðuflokksins er undir ykkur komið. Mætið öll á kjördegi, kjósið. Sjáið um að allir þeir, sem hlynntir eni málstað Al- þýðuflokksins og aðhyllast til- lögur hans komi einnig og kjósi, kjósi frambjóðendur Alþýðu- flokksins og lista Alþýðuflokks- ins, þar sem hann ekki hefir menn í kjöri. Og þið sem utan kjörstaðar dveljið, kjósið strax. nú þegar, og sendið atkvæðin. Háttvirtir kjósendur! Kosn- ingaréttur er dýrmætur réttur. En honum samfara eru skyldur, ríkar skyldur. Fyrst sú, að mynda sár sjálfur skoðun um málefni og stefnur. Meta sjálf- ur og dæma um, hvað er rétt og hv.að rangt, hvað stefnir til heilla og hvað til óheilla. Síðan er það skylda hvers drengs, konu og manns, að styðja það, sem til rétts vegar horfir, en berjast gegn hinu sem stefnir í óheilla átt. Alþýðuflokkurinn biður engan um atkvæði, en hann hefir tröllatrú á skynsemi fólksins. Kynnið ykkur alla málavexti. Látið svo dómgreind ykkar ráða. Ykkar eigin dóm- greind, ekkert annað á að ráða því hvernig þið greiðið at- kvæði. Mnnið, að í lýðfrjálsu landi, bera kjósendur allir og hver og einn ábyrgð á stjórnar- fari landsins. Líka sá, sem heima situr. Úrslitin geta oltið á einu atkvæði, atkvæði hans. Mætio því öll og kjósið. Kjósið samkvæmt ykkar eigin dóm- greind og sanníæringu. Frjálst ?ólk i frjálsn landi. Kjósendur! Síðasta alþingi afgreiddi sjálf- stæöismálið þannig, að eitt þing getur nú ákveðið að stofna skuli lýðveldi og slíta að fullu form- legum Itíófum sambandsins við Dani. Allir vonum við, íslendingar, að aiþingi því, sem kosið verður 18. og 19. október, auðnist að stíga þetta lokaskref í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar strax nú í liaust, svo að þjóðarat- kvæðagreiðsla geti fram farið á næsta ári og forsetakjör, svo fljótt, að óháð, frjálst íslenzkt lýðveldi verði formlega stofnað eigi síðar en vorið 1944. Vissulega er oss sjáKstæðið milcils virði, ómetanlegur feng- ur, ef rétt er á haldið.. En eigi sjólfstæðið og frelsið að verða meira en fögur orð fyrir þégn:. þjóðarinnar, verður fólkið í landinu að vera frjálst, andlega frjálst, stjórnarfarslega frjálst og efnalega frjálst og sjálfstætt. Þá verður að bægja frá þeirri hættu, að dýrtíðin haldi enn áfram að magnast, að hún haldi áfram að gera þá snauðu snauðari og þá ríku rík- ari, unz öil helztu verðmæti þjóðarinnar, framleiðslutæki, lóðir og iendur, eru komin í hendur nokkurra fárra stríðs- gróðamanna og fólkið, sem vinn* ur, er orðið eignalaus þjónustu- lýður þeirra — eins konar út- lagar í sínu eigin föðurlandi. Slíkt má ekki ske, má aldrei ske. > S S S s s s s s S V s s s s s s s k s s s s s s s s s s s } s s Stjérnmáíakvðlri Alþýðuflokksins. Almenmr kjéseidafmðar verður haidinn í Iðnó í kvöld, finimtn- daginn 8. október, kl. 8 '|2 e. h. RÆÐUMENN: Stefán Jóh. Stefónsson, form. Alþýðuílokksins. Ágúsi Pétursson, form. Félags ungra jafnaðarmanna. Sigurjón Á. Ólafsson, forseti Alþýðusambandsins. María Knudsen, frú. Ólafur Friðriksson, riíhöfundur. Sigurður Einarsson, dórent. Haraldur Guðmimdsson, alþingismaður. FJÖLMENNIÐ Á FUNDINN. MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA. A-Iistinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.