Alþýðublaðið - 11.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.10.1942, Blaðsíða 6
6 Að hverju Frh. af 2. síðu. ve$ og horfurnar fyrir heilbrigt atvinnulíf í framtíðinni fara sl- þvertandi, því lengur sem þessi brunadans er stiginn. Urn leið og verkalýðsfélogin hafa fellt niður smáskæruhern- aðinn, samningar eru á komnir og vinnufriðurinn þar með er ^^’ður í stað öngþveitisins, Sem gerðardómslögin skópu, er nýrri verðhækkunarskriðu hleypt af stað með hækkun kjöts og annarra landbúnaða- nfurða. Með þessu er stefnt að því að vekja glundroðann aftur upp, skapa nýtt öngþveiti, nýjar kröfur úr öðrum áttum. KJororðið verðnr: „Mlt er betra en ðngl»veitið!“ Öttinn við algert hrun magn- ast. Krafan um stöðvun óreið- unnar, hvað sem það kostar, með einhverjum ráðum, verður ríkari og ríkari hjá sívaxandi hluta fólksins. ^ Samtímis því er sú viilukenn- ing útbásúnuð, að það sé kaupið, sem sé undirrót dýríðar og allr- ar óreiðu. Það er unnið skipu- lega að tvennu í senn: Annars vegar að magna óreiðuna, hins vegar að kynda upp í hugum fólksins óttann vil hið yfirvof- andi hrun. Með þessu er verið að reyna að skapa grundvöll undir kröfuna um það, að tíl ein- hverra ráða verði gripið til þess að stöðva þessa óreiðu, hversu bölvuð og ógeðfelld sem þau ráð kynnu að véra. Þegar þessi krafa er orðin nægiléga sterk, óttinn nógu magnaður, þá er það ætluu forráðamanna Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins, að ganga oplnber- lega fram fyrir hinn ráðvillta lýð og bjóðast til þess að bjarga föðurlanðinu með því að ganga sarnan og mynda „sterka stjóm með öflugum þingmeirihluta** í traust þess að almenningúr sætti sig við slíka stjórn út frá þeim for- er stefní? sendum, að alit, jafnvel síík stjórn, sé minna bölvuð en á- framhald glundroðans. f stað þess að segja: „Allt er betra en íhaldið“, verður þá sagt: „Allt er betra en öngþveitið.“ Að þessu hefir verið og er stefnt af foringjum beggja flokkanna með ráðnum huga, allt frá því að hin opinbera samvinna þeirra slitnaði vegna frumvarps Alþýðuflokksins um kjördæmahreytinguna (fleygur- inn), samtímds því sem hinir smærri spámenn og óbreyttu liðsmenn flokkanna hafa verið látnir halda uppi íburðarmikilli orrahríð og sífelldum skömmum hver um annan fyrir svik og ó- heilindi, til þess að villa al- menningi sýn. í»ess vegna er Hermanni nú leyft að boða vinstri samvinnu, þótt hver maður viti, að undir hans for- ustu varð samvinnan við íhald- ið í þjóðstjórninni æ nánari og nánari, og afturhaldsöflin í báðum þessum flokkum uppi- vöðslusamari og uppivöðslu- samari, unz hámarkinu vár náð með setningu gerðardómslag- anna, Samspil Jónasar frá HrifIss og Ólafs Tbors Hias vegar er það hert af greinum Jónasar Jónssénar í Thnanm, að hann telur, að tímabært sé að kveða upp úr með það, að þessir tveir flokk ar, íhald og Framsókn, verði eftir kosningar að taka saman höndum og hefja opinbert samstarf að nýju á þeim grundvelli, sem samkomulag var orðið um og byggt var á, þegar gerðardómslögin voru sett. Það ágæta og þjóðnauð- synlega samstarf, sem þá var hafið með þessum tveimur flokkum, hafi illu heilli rofn- að vegna þess, að einfaldit Sjálfstæðismenn hafi, gégn vilja. forwanns. síns,. Ólafs Thor, látið ginnast og gleypt við „steiktu gæsunum“, þ. e. frumvarpinu um kjördæma- skipunina, sem vondir Al- þýðuflokksmenn hömpuðu framan í_þá. alþvourlaðið Þessí skoðun. Jónasar er mjög greinilega staðfest af Ólafi Thors, sem margsinnis lýsti því yfir oþinberlega, að ef 'Fram- sókn aðeins fengist til þess, að láta kosningarnar niður . falla, þá væri hann og Sjáiftæðis- flokkurinn reiðubúinn til þess að leggja kjördæmamálið á hilluna fyrst um sinn — og þá að sjálfsögðu einnig „helgasta mál þjóðarirmar”, sjálfstæðis- málíð. Nú er „fleygurinn“ úr sög- unni, kjördæmamálið afgreitt að fullu, ágreiningsmálið út- kljáð og því eðlileg og rökrétt afleiðing, að Framsóknar og Sjálfstæðisflokkurinn taki þegar að kosningum afstöðnum aftur UPP opinbert samstarf. En vegna þess, hve mjög þeir hafa ausið hvor annan auri og svívirðingum, og þó öllu fremur vegna þess magn- aða ógeðs og ýmigusts, sem meirihluti þjóðarinnar hefir á slíku samstarfi, er engin leið að réttlæta það, afsaka það í augum fólksins, nema hægt sé að telja almenningi trú um, að þjóðamauðsyn . krefjist slíks samstarfs. Þess vegna ríður einmitt á því, að gera ástandið nógu illt, glundroð- ann sem stórkostlegastan, ó- reiðuna sem taumlausasta, til þess að óttinn við algert hrun verði allri skynsemi yfir- sterkari, unz krafan um breytingar á stjórnarformi er orðin svo rík og almenn, að þjóðin sætti sig við hvaða breytingu, sem er, út frá þeirra forsendu: Að allt sé hetra en öng- þveitið, jafnvel stjóm Jónas- ar Jónssonar og Ólafs Thors. Þegar svo er komið þá er kominn tími til að stöðva hækk- un kjötverðsins, þá en ekki fyrr. En þá er líka kominn tími til, hugsa þeir forráðamenn Framsóknar og Íhalds, að koma aftur á gerðardömslögum og framkvæma þau, með nauðsyn- legum viðaukum. Og þá er lika kominn tíini til að taka upp úr salti höggormsfrumvarp Jónas- Jónssonar, sem Alþýðuflokkur- (Frh. á 7. aíðtt.) HANNESA HORNINU (Frh. af 5. síðu.; kompa kostar ein.ii einstakling' jafn mikið og 1. fl. 2—3 herbergja íbúð kostar heila fjölskyldu". „HVERNIG SEM á þetta mál er litið verður eigi um það deilt, að hér er um stórkostlegt ósamræmi og misrétti að ræða á báða bóga, sem stjórnarvöldunum ber skylda til að lagfæra, og það nú þegar“. „Óánægður" skrifar: „Eg ferð- ast dálítið með strætisvögnunum. Eg hefi alloft rekið mig á all mik- inn ósið sem þar ríkir meðal far- þega .Það kemur þráfaldlega fyrir að maður rekur sig' á, í troðfullum vögunm, að fullorðið fólk, jafnvel gamalmenni þurfa að standa, með- an ki'akkar sitja hinir rólegustu, án þess að láta sér detta í hug að bjóða þeim fullorðnu sæti. Úr þessu má auðveldlega bæta, með því að innræta hjá börnunum þá sjálfsögðu kurteisi að víkja úr sæti fyrir þeim fullorðnu! Annars er það með æsku þessa lands að mjög skortir á kurteisi og siðfágun. Eigi óalgengt fyrirbrigði er það, að sjá og heyra götustráká hafa í frammi herfilega ósiðsemi og ruddaskap við vegfarendur, háðsglósur og jafnvel klæmni við kvenfólk.“ „UM ANNAÐ MÁLEFNI lang- aði mig til áð skrifa þér: Útvarp- ið. Mikið hefir verið um það rit- að, af óánægðum hlustendum, en aldrei hafa kvartanir fólks verið teknar til greina. Hvaða rétt hef- ir útvarpsráð á því að skammta hlustendum, það sem allir lands- menn eru óánægðir með. Svoköll- uð æðri tónlist hefir þrautpýnt út- varpshlustendur í mörg ár. Óþol- andi synifoníiir og sónötur eru spil aðár kvöld eftir kvöld. Ef dag- skrá sú sem íslenzka ríkisútvarp- ið híður hlustendum sínum upp á, er borin saman við það sem út- varpsstöðvar annarra þjóða bjóða sínum hlustendum má sjá hinn geysiiega rhismun. Öft kemur það fyrir að hætta verður flutningi á skemmtilegum og fróðlegum fyrir- lestrum, í miðju kafi vegna þess að nauðsynlegt þykir að hlustend- ur megi ekki fara á mis við hinn daglega skammt áf hinm „þrosk-: uðu“ æðri tónlist. Hánnes á heminu. HVAÍ) SEGJA HIN BLÖÐIN? ' Frh. á 4. síðu. kreppum og atvinnuleysinu með umbótastarfi innan auðvaldsþjóð- félagsins. Á þessum meínsemdum verður ekki ráðin bót nema með Sœnaanudag'ur 11. okióbcir 1#42. LESTRARBÓ.KIN Framh. af 4. síða. þann tíma, t. d. Jón Helgason, sem ekki gaf út ljóðabók fyrr en 1939, og flest allt í þessum við- auka hefir ekki sézt á preastti fyrr en löngu eftir 1930, þótt höfundarnir hafi áður vesrið kunnir að meira eða minna leyti. Nú er það fjarri mér að and- mæla því, að okkar ágætu rit- höfundar séu teknir upp í þessa skólabók. En hvers vegna er þá miðað við árið 1930, fyrst ekki er farið eftir því? Á það að skilj- ast sem gagnrýni Sigurðar Nor- dal, að gengið er fram hjá Guð- mundi Böðvárssyni og Jón Helgason tekinn í staðinn? (svo eitthvert dæmi sé nefnt). Og meðal annarra orða, hvers vegna er ekki Jóhann Jónsson með í þessari bók? Er það einnig gagn- rýni prófessorsins, sem veldur því? Það er heldur ekki úr vegi að benda Sigurði Nordal á einn íslenzkan smásagnahöfund, sem heitir Halldór Stefánsson, ef vera kynni að þess sæust ein- | hver merki, þegar f jórða útgáfa Íslenzíkrar lestrarbókar kemur á markaðinn. Ég veit, að það er bæði erfitt verk og vanþakklátt, að taka saman bók eins og þessa, en það er samt sem áður mjög leiðin- legt, ef í því starfi þarf að felast einhver neikvæð íhaldssemi eða fj ölskyldus jónarmið. Um yrti frágang bókarinnar er það að segja, að hann er lítt sæmilegur, pappír og bamd ljótt og lélegt, auk þess virðist próf- arkalesturinn hafa farið í handaskolum. Steinn Steinar. því að uppræta orsokina, sjálft hagkérfi auðvaldsins.“ ' 1 Já, þetta hafa nú „kratarnir41 nokkuð oft sagt. En hvað hafa kommúnistar sagt þá? Hvað sagði fröken Katrín Thoroddsen í sumár? Sjáið þið til, sagði hún. „Kratamir vilja bara „kák“! Kjósið ekki „kratana“ og „kák“ þeirra! En nú koma kommúnistar og segja: Við vilj- um líka „kákið“! Kjósið okkur! Engin núll! HLUTAVELTA Engin nilll! Af ölln |ivi, sem þar er í boði, má nefna er verða aflientar á HLDTAVELTUNNI Knattspyrnafélagsins Fram verður haldin i Í.R.-'húsinn I dag kl. Z : 1500 kr. í peflingum, par af 1000 kr. i einnm drætíi f BÚÐ, 1 herbergi og eldhús, leigufrítt til 14. maí 1943vieinum drætti,fyrir aðeins 50 au. (ekki happdr.) f ðlUBIFREIÐ, 2 tonna, fyrir að eins 50 auræ ef heppnin er með. Hver hlýtur bifreiðina? Hlutaveltan hefst kl. 2. Issngangnr 50 anra, Hráttnrínn 50 anra. Hver hefír efni á að iáta sig vanta á bestn hlHtaveltu ársins? Skíðasieði Málverk 400 kr. virði Ljósm. frá Ól. Magnússyni 500 kg. kol i einum drætti 1 skrokkur dilkakjöt Matarsteil 12 manna Herrafrakki Góifteppi Ferðatöskui* : Kaffístell Búsáh^d Svefnpokar Skófatáaður Ötvarpatæfci flUóðfærasláttur allt kvðidifl Hlé klukkan 7 til 8 XuttspTrnBfélagið Fraio.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.