Alþýðublaðið - 11.10.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.10.1942, Blaðsíða 8
'JARNARBIÚ Ingrid Bergm.an Leslie Howard. Samkvæmt áskorunum. SSýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9 Á morgun kl. 7 og 9. Ribir og fátækir (Tfte Common Touch) Gaman og alvara úr auð- mannahöllum og fátækra- hverfum Lundúnaborgar. Dans og hljóðfærasláttur Framhaleusyning: Ki. 3—6. FRÉTTAMYNDIR. HLJÓMMYNDIK A HEIMILl auðugs herra- manns hajði' það lengi nerið þrætuejni milli vagn- mannsins og eldastúlkunnar, hvort þeirra ætti að sækja rjóm ■ann á morgnana til bónda nokk urs þar í nágrenxiinu. Húsbónd- inn kallaði því einn dag bæði hjúin jyrir sig, sagði þeim að skýra sér jrá málavöxtum, og kvaðst hatin mundu skera úr þrætu þeirra. Eldastúlkan sagði, að vagnmaðurinn væri að slóra allan daginn í eldhúsinu og nennti þó aldrei að sækja rjómann, hversu mikið sem hann sæi, að hún hejði að gera. Vagnmaðurinn sagði, að það væri ekki sitt verka að sækja rjóma. Húsbóndinn mælti: „En hvað kallarðu þá þitt verk?“ „Að sjá um hestana, aka vagni og halda öllu, sem því til heyr- ir í reglu“, mælti vagnmaður- inn. „Rétt hejir þú að mæla“, sagði húsbóndinn. „Ég ætlast heldur ekki til, að þú gerir önn- ur en þín skylduverk. En nú sTdpa ég þér að haja vagninn tilbúinn á hverjum morgni og aka eldastúlkunni til bóndans til að sækja rjómann. Eg vona, að þú getir ekki neitað, að það sé þitt verk. * ORÐ í tíma talað er ejns og gullepli í grajinni siljurskál. (Salomon). Surmudagur II. o-któber í 9>42. Stundum gekk hún niður að ströndinni og horfði út á múr- grátt hafið svo langt sem augað eygði. Hana langaði til þess að ferðast þangað, sem hugur hennar hafði svo oft flogið, suð- ur undir safírbláan himin, til hins geislafagra sólarlags. Hún gekk fram með strönd- inni, horfði á hinn óteljandi fjölda skelja og hugleiddi, hvað hún ætti af sér að gera á kom- andi tímum. Henni var það ijóst, að hér gat hún ekki verið. Hún fór heim og hugsaði til kvöldsins með hryllingi. Berta var orðin gersamlega eirðarlaus. Hún gat gengið um gólf í herbergi sínu stundunum saman. Hún settist við píanóið lék brot úr lagi og stóð svo strax á fætur aftur. Hún reyndi að lesa, en gat varla fengið sig til þess að byrja á nýju bindi. Hún las fáeinar blaðsíður og fleygði svo bókinni frá sér. Svo fór hún út afíur — allt var betra en kyrrsetan. Hún gekk hratt, en aldrei bar neitt nýtt fyrir augu, og svo sneri hún fljótlega heim aftur. Berta var neydd til þess að ganga sömu leiðina dag eftir dag, og hún var farin að hata vegina, trén, gerðin og akrana, sem sífellt urðu fyrir augum hennar. En hún varð að ganga úti vegna heilsunnar og hún gekk hratt sömu vegarlengdina dag eftir dag. Þetta var storma- sarnur vetur og næðingssamur. Stundum fór Berta í heim- sóknir, og þá bráði af henni um stundarsakir, en um leið og hún var farin, sótti dapurleikinn á hana aftur. Stundum langaði hana til þess að hafa glaðværð kring- um sig og bauð þá til sín gest- um. En þegar leið að samkvæm iskvöldinu fór hún að kvíða fyr ir því, og hana hryllti við því að þurfa að taka á móti gest- unum. Lengi á eftir vildi hún engan mann sjá og bar við veik- indum. Stundum hélt hún, að hún væri að missa vitið, þegar hún var ein. Hún reyndi að grípa til bænarinnar, en þar eð hún var ekki trúuð kona, fann hún þar enga huggun. Hún fór með ungfrú Glover í heimsókn- ir út um sveitina, en það var henni engin afþreying. Hún var oft með höfuðverk og grúfði sig þá jafnan ofan í svæfil og grét. Eitt sinn fann Eðvarð hana þannig útljíandi ®g spurði hana, hvernig á þessu stæði. — Ó, mér er svo illt í höfð- inu, sagði hún. Hann sendi eftir Ramsay lækni, en Berta vissi, að öll læknislyf yrðu til einskis. HúV þóttist sannfærð um, að ekkert gæti leyst hana frá þessum þján ingum nema dauðinn. Hún vissi, hvílíkt kvalræði henni var það að vakna á morgnana við þá hugsun, að enn þá væri dagur tilgangsleysis og þján- inga að hefjast. Og hún vissi, hve fegin hún var á kvöldin, þegar hún átti von á fáeinna klukkutnna svefni og hvíld frá þjáningunum. Nótt kom á eftir degi og dagur á eftir nótt, mán- uðir og ár liðu í algeru tilgangs- leysi. Menn segja, að ævin sé stutt, en þeim einum, sem líta um öxl, finnst hún stutt. Þeim, sem horfa fram, finnst hún hræðilega löng, endalaus. Stundum fannst Bertu lífið ó- bærilegt. Hún óskaði þess oft, að hún gæti sofnað og vaknaði aldrei aftur. En hve þeir menn hljóta að vfira hamingjusamir, sem trúa á eilífa sælu. Bertu fannst það hræðileg tilhugsun, ef hún ætti að lifa eilíflega. Hún þráði ekkert annað en langa hvíld, eilífan svefn. Einu sinni datt henni í hug að svipta sig lífi, en hún var hrædd. Menn segja, að ekkert hugrekki þurfi til þess að svipta sig lífi. Þeir menn eru heimsk- ingjar. Þeir skilja ekki þá hryll ingu, sem undirbúningur sjálfs- morðsins veldur: grunurinn um þjáningarnar, og hinn hræði- legi grunur um, að mann kunni að iðra, þegar það er orðið of seint, þegar lífið er að fjara út. Og við þetta bætist óttinn við hið óþekkta. XXXIV. Ef mannleg sál, hjarta, hugur, eða hvað sem þið viljið kalla mvja bio wm imál The Cisco Kid and the Lady Æfintýrarík og spennandi mynd. Aðalblutverkin leika: Cesar Ecraero Marjorie Weaver George Montgomery Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. jAðgöngumíðar seldir frá kl| 11. f. h. m GAMLA Bfð Keppinaat&r. (Seeond Chorue) íTed Astaire Paulette Goddard Artie Shaw og hljómweií. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðgönguæ.iðar seltíir feé kl. 11 f. bád. það —• er hljóðfæri, sem hægt er að leika á ótlejandi lög, þá má hinsvegar fullyrða, að þar getur ekki sama lagið hljómað lengi. Tíminn læknar öll sár, að því er sagt er, og lægir jafnvel í VAeNALANDI og vatt sér upp í bílinn sinn í skyndi. „í guðsbænum leikið þið ekki fleiri listir en orðið er! Eg er dauðskelkaður við allt ykkar athæfi“. Hann settist við stýrið og skalf eins og hrísla. Fríða sá, að tár runnu niður vanga hans. En hún kenndi ekki hót í brjósti um hann. Henni hló hug ur í brjósti, að einhverjum hefði þó tekizt að skjóta hon- um skelk í bringu. Hann hafði sífellt verið að angra fólk og hrella — nú fékk hann að reyna það sjálfur, hvernig var að verða fyrir því. Það var hon um mátulegt! Svo óku þau af stað í gula vagninum með rauðu dílunum, og ekki leið á löngu, áður en þau voru komin út úr Vagna- l landinu. Þau fóru fram hjá kastalanum með silfurturnun- inum og álfaborginni með sveppahúsunum. Loks komu þau að markaðs- hliðinu. „Eg þakka þér kærlega fyrir“, sagði Gunni kurteislega, um leið og hann steig út úr- vagninum. „Komdu, Fríða. Við verðum víst að hafa hraðann á. Vertu sæll, Slægur minn goður, og mundu nú að ræna aldrei, ALDREI, börnum framar. Það kosta þig það, að þú verður að borða teygjubönd og drekka sjóðandi vatn — ha, ha, ha!“ Slægur karlinn beið ekki boð anna, heldur ók aftur af stað eins og örskot. Það munaði minnstu, að hann æki á Ijós- kersstaur í ósköpunum. En hann slapp við það, með naum- indum þó. „Jæja, Fríða“, sagði Gunni. „Nú skulum við flýta okkur heim og segja mömmu upp alla söguna“. Og svo héldu þau heimleiðis. Þegar mamma þeirra hafði heyrt alla söguna, ætlaði hún varla að trúa sínum eigin eyr- um. Það eina, sem hún sagði, var þetta: „Jæja, munið þið ekki það, sem ég sagði ykkur? Eg sagði, að ykkur mundi stafa eitthvað illt af því, ef þið fær- uð upp í ókunnugan bíl með bílstjóra, sem þið þekktuð ekki. Látið ykkur þetta að kenningu verða og GERIÐ ÞAÐ ÁLDREI AFTUR. Eg heid, að þau hafi farið að ráðum móður sinnar framvegis, eða haldið þið það ekki? En var það ekki gott, að þau skyldu kaupa lakkrísborðann og pok- ann með límonaðiduftinu urn morguninn? Ef þau hefðu ekki gert það, Væru þau líklega enn í dag í þjónustu Slægs! ENDIR. SAGA. f H£y, I CURLY-TOP/ HOW MANV’DJ VOU TA<E í V OJTF J ! ONLY-TWO, BUT THE H LOW-DOWN VABM1NTS R <EPT US HOPPlNG TOO Lc PAST TO BE ANY HELP TO yOU/ HOW’D YOU MANAGE? f \F FLETCH HADN’T V STUNTED WITH THE \ N&ATEST TRíC< OF ' THE WEEK, WE’D SE PAST ANY MANAG5MENT '—j BYNOW/ mmvfáZ THECE’S CUELV/ LOOKS LIKE HE polished off 1 HISQUOTA/ Á f 0ETTER SAVE THE 0OUQUETS, LADDlE/ WE MIGHTNEED L 'EM YET.-.yi ' ...FOR WRBATHS. (•WíftMK, RQIJfMN! Örn: Þarna er Curly. Raj: Halló, Curly, hvað hæfð ir þú margar. Curly: Aðeins tvær, en okkur var ómögulegt að hjálpa ykk- ur. Hvernig gekk ykkur? Örn: Stormy tókst með töfra- brögðum, að gera út af við þá. Stormy: Við skulum geyma öll hrósvrði þar til seinna. Örn: Hver þremillinn, hvað er nú á seyði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.