Alþýðublaðið - 14.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1942, Blaðsíða 2
 Miðvikudagur 14. október 1942. —-t ■■■: : r.‘ 'M' J i fitaf MýrBm? Var horfið, Þeoar birti i oarmoroHn. M klukkan 7 á mánu- dagskvöld var Slysa- vamaféiaginu gert aðvart frá Straumnesi á Mýrum, að þaðan sæist úti í skerjagarð- inum, á líkum slóðum og þar, sem „Pourquois pas?“ fórst, Ijós á skipi, sem að líkindum væri í hættu statt. Strax var „Sæbjörg“ send vestur, björgunarsveitum á Mýrum gert að vart og annar undirbúningur hafinn til þess að hjálpa, ef skip væri þama í sjávarháska. En í gærmorgun þegar birti sást ekki til neins skips frá Straumnesi og er talið að skip- inu hafi tekizt að komast hjálp- arlaust út úr hættusvæðinu. AlpíðnflokkDrim berst fyrir fnlin békn i «o Hanii wlll stofna 16 manna monntamálaráH, starfi í nmboði alþingis að peim málum. er A-listum er listi Alþýðuflokksins. A-listann. Kjósið Svar Alþýðuflokksins til Banda lags islenzkra listamanna. "D ANDALAG ÍSLENZKRA LISTAMANNA sendi for- manni Alþýðuflokksins bréf nýlega, og munu samhljóða bréf hafa verið send formönnum annarra stjómmálafiokka. í bréfinu eru nokkrar fyrirspurnir, sem óskað er eftir svari við. Miðstjóm Alþýðuflokksins hélt fund í gær, og var þar meðal annars tekið til umræðu bréf listamannanna og því svarað. Bréf listamanna er svohljóðandi: „Bandalag íslenzkra iistamanna leyfir sér hér með að senda yður sem formanni Alþýðuflokksins eftirfarandi fyrirspurnir Verða þær einnig lagðar fyrir formenn hinna sjórnmálaflokk- anna, er ganga til aiþingiskosninga nú í haust, og væntir Banda- lagið þess, að flokkastjórnirnár svari þeim fyrir kosningar. Kjðtokrararnir ðttast áhrifln af erindi Jóhanns Sæmundssonar. Því að það sýndi, hverjir raunverulega eiga sokina á dýrtiðinni í landinu. HIÐ STÓRMERKILEGA útvarpserindi Jóhanns Sæ- mundssonar yfirlæknis um mat og matarverð, sem einnig birtist hér í Alþýðublaðinu á laugardaginn, hefir farið óþægilega í taugamar á þeím, sem staðið hafa að hinum ábyrgðarlausu verðhækkunum á innlendum landbúnaðar- afurðum. Enda hefir sjaldan verið sýnt með jafn óhrekj- andi rökum eins og í þessu hávísindalega, hlutlausa erindi yfirlæknisins, út í hvert brjálæði hér er komið. Blöð Sjálfstðisflokksins hafa að visu ekki þorað að minnast á erindi yfirlæknisins einu einasta orði. Þau vita skömmina upp á miðstjórn Sjálfstæðisfokksins; því að það var hún, sem ákvað síðustu kjöthækkunina, í von um það, að geta með því veitt nokkur lbændaatkvæði við kosningarnar 18. október. En Morgunblaðið og Vísir vita, að slík ráðstöfun muni ekki vera jafn vel til kjör- fyigis fallin í Reykjavík og bæjunum. Þess vegna þegja þáu um hana, og þess vegna þegja þau líka um erindi Jóhanns Sæmunds- sonar. En Tíminn getur ekki á sér setið. Þar hafa Framsóknar- höfðingjarnir sent Bjama Ás- geirsson fram á vígvöllinn til þess að reyna að draga úr þeim áhrifum sem erindi yfirlæknis- ins hefir haft. Bjami neyðist þó til þess að viðurkenna að það hafi verið „flutt á hlutlaus- an vísindalegan hátt, sem út af fyrir sig var ekkert út á að setja“, eins og hann kemst að orði. En hann óttast þær álykt- anir, sem hver einasti húgsandi maður hlýtur að draga af nið- urstöðum læknisins, og meðal annars voru dregnar hér í Al- þýðublaðinu sama daginn og er índi hans var birt. Það er af þessari ástæðu, sem Bjarni Ásgeirsson þykist þurfa að „gefa nokkrar bendingar“ í sambandi við hugleiðingar Al-yf þýðublaðsins um erindið, svb og pm erindið sjálft, „ef það á ekki að verða villandi í stað þess að vera upplýsandi!“ Og hvaða bendingar eru það þá, sem Bjarni Ásgeirsson vill gefa í sambandi idð erindi Jó- hanns Sæmundssonar? Það er þetta: „Það sannar ekki“, segir hann, „að okrað sé á landbún- aðarvörum, þótt það komi í ljós, að þær hafi hækkað meira síðan fyrir stríð heldur en út- lendu vörurnar. Vinnulaun eru vitanlega einn af aðalkostnað- arliðunum við framleiðslu mat- vörunnar . . .“ En þá vill Alþýðublaðið spyrja Bjarna Ásgeirsson: Sýndi ekki Jóhann Sæ- mundsson yfiriæknir einmitt fram á þaft í erindi sínu, að innlendar iandbúnaðarafurð- ir hafa ekki einungis verið hækkaðar iangt umfram er- lendar nauðsynjar, heldur og einnig iangt umfram kaup- Frii. á 7. síðu 1. Viðurkennir flokkur yðar að fullt andlegt frelsi rithöf- unda og listamanna sé eitt meginskilyrði þess, að bók- menntir og listir fái blómgazt og þá jafnframt, að takmark- anir á frjálsri bókaútgáfu og hvers konar listastarfsemi sam- rýmisf ekki fullu andlegu frelsi? 2. Viðurkennir flokkur yðar, að til þess að tryggja að and- legt frelsi fái notið sín til. fulls verði rithöfundar og lista- menn að eiga við öryggi um af- komu að búa og eins og hér hagar til beri því ríkinu að tryggja þeim slikt öryggi, enda séu opinbér laun og styrkir til slíkra manna eingöngu miðuð við afrek þeirra í bókmenntum og listum, hvað sem líður skoð- unum þeirra á stjórnmálum og öðru, sem ekki varðar verk þeirra og vinnubrögð á þva sviði? 3. Telur flokkur yðar nauð- synlegt að haga opinberum af- skiptum af málum rithöfunda og lístamanna betur en nú er að- þessu leyti? 4. Ef svo er, vill þá flokkur yðai* stuðla að því að næsta Al- þingi taki mál þessi til með- ferðar í því skyni, að um verði bætt? f. h. Bandalags íslenzkra lista- manna Jóhann Briem, formaður Tómas Guðmundsson, ritari Til formanns Alþýðuflokksins. Miðstjóm Alþýðuflokksins svaraði með eftirfarandi bréfi, sem stjórn Bandalags íslenzkra listamanna var sent í gær: „Út af fyrirspurnum Banda- lags ísl. listamanna, -í bréfi dags. 3. þ. m., hefir miðstjórn Alþýðuflokksins á. fundi í dag, samþykkt í einu hljóði að svara fyrirspurnunum á þessa leið: Við 1. Flokkurinn er fylgj- andi fullu andlegu frelsi, jafnt í málefnum bókmennta og lista, eins og í stjómmálum, en er al- gerlega andstæður skipulagi ein ræðisríkjanna, er binda útgáfu bóka og rita við hagsmuni og áróður þess eina stjómmála- flokks, er leyfi hefir til að stefnu flokksins. Við 2.—4. Sem svar við þess- um spurningum, vísar mið- stjórnin til 27. liðs í tillögum flokksins um lausn vandamál- anna, og sendir hér með eitt ein tak af tillögum þessum. Að sjálf sögðu er flokkurinn því fylgj- andi að á næsta Alþingi verði mál þetta tekið til meðferðar og afgreitt í samræmi við yfirlýsta stenfu flokksins. Virðingarfyllst. F. h. miðstjórnarinnar. Stefán Jóh. Stefánsson. Til Bandalags íslenzkra listamanna 27. liðurinn í tillögum Al- þýðuflokksins til lausnar á vandamálunum, sem vitnað er til í bréfi Alþýðuflokksins, er svohljóðandi: „Sikpið sé 15 manna mennta málaráð, er annist í umboði al- þingis úthlutun styrkja til rit- höfunda, listamanna og náms- manna. Pváðið starfi samkvæmt reglugerð, er það setur sér og ráðherra staðfestir. Rithöfunda- og listamannastyrkir séu veitt- ir eftir föstum reglum, og mætti flokka þá í þrennt, eftir því hvort um er að ræða upp- örvandi styrki til byrjenda, styrki til rithöfunda og lista- manna, sem þykja efnilegir, en hafa ekki náð fullri viðurkenn- ingu, og loks styrki til viður- Hafa ffleaa tekið eftir Dví? HÁFA MENN tekið eftir því, að Þjóðviljinn þeg- ir eins og múlbundinn rakkí um kjöthækkun Sjálfstæðís- flokksins og Framsóknar- flokksins? Hvað halda menn að komi til? Kommúnistar ætla að reyna að veiða nokkur bændaatkvæði við kosning- arnar. Þeir eru kómnir með í kapphlaupið um bændafylg- Ið. Þess vegna þégja þeir nm kjötverðið! kenndra rithöfunda og listá- manna, er ákveðin væru föst árslaun til jafiis við fasta opin- bera starfsmetin. Ráðið komi saman í heild a. m. k. einu sinni á ári, úthluti aðalstyrkjum til rithöfunda og listamanna og geri samþykktir um starfsemi næsta árs, er sérstökum mennta málastjóra sé falið að fram- kvæma með aðstoð sérfróðra ráðunauta í ýmsum greinum (listaverkakaup). Menntamála- stjóri geri og tillögur um allar styrkveitingar til rithöfunda og listamanna. Hann vinni og að því, að verk listamanna og starf semi nái sem bezt til alls al- mennings (listsýningar, alþýðu hljómleikar, leiksýningar o. s. frv.)“. Bílstuldur. í fyrradag var stolið bifreiðinni R 424 fyrir framan Hótel Bjömitm í Hafnarfirði, Bifreiðin fannst aft- ur í fyrrakvöld óskemmd úti á Sel- tjarnarnesi. Var hún mannlaus, þegar hún fannst, og er þjófurinn. ófundinn. Mf loflárás á fslenzk-' an sveltabæ i gær. -----4---- Tweiasmr sprengjam warpað, en báðar anissfa enarks. i GÆR var tvisvar sinn- um gefið loftvarnar- merki hér í Rejkjavík. í bæði skiptin stóð, hættan yfir í um 30 mínútur. Ennfremur voru gefin hættumerki í Hafnarfirði, á Akureyri, á Sauðárkróki og ef til vill víð- ar. Þýzkrar sprengjuflugvél- ar mun hafa orðið vart í ná- lægð allra þessara staða. Fréttaxitari Alþýðublaðsins á Sauðárkróki símaði blaðinu í gærkveldi á þessa leið: í „í dag fyrir hádegið heyrðist mikill flugvéladynur í lofti hér yfir Sauðárkróki og nágrenni. Þeir, sem voru úti við, sáu stóra sprengjuflugvél allhátt í lofti, en ýmsir iþóttust jafnvel hafa séð tvær sprengjuflugvélar. Eg hef haft tal af bóndanum í Skarði í, Gönguskörðum, en hann var staddur úti, þegar hann sá stóra sprengjuflugvél yfir fjallgarði skammt frá. — Þegar hún kom j’fir bæinn Tvmgu, sem er þama nálægt, lækkaði hún skyndilega flugið — og bóndinn sá, að hún kastaði tveimux sprengjum í áttina að bænum. Komu báðar sprengj- urnar niður í mela neðan vert við Hryggjarfjall. Gaus við það upp mold og reykur. Heimamönnum frá Skarði sýnd ust hafa myndazt tveir stórir gígir í melnum, og voru þeir með stuttu millibili. Enn hefir ekki tekizt að ná tali af heimilisfóLki frá Tungu. Menn, sem voru á báti úti á flóanum, skammt undan ströndinni, sáu er flugvélin kast aði sprengjunum. En dynkirnir af sprengingunum heyrðust hingað til Sauðárkróks og víðar um nágrennið. Er flugvélin hafði kastað sprengjunum, hækkaði hún aft ur flugið og hvarf í skýja- þykkni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.