Alþýðublaðið - 14.10.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.10.1942, Blaðsíða 3
■ •: ' S í f;- r.-frf&ÚA MiSvðcudágiir 14. október 1Ö4Z. ALH»ÐUBLAÐH> Til nýrra vígstöðva. Hér sjást1 hérsveitir Bandaríkjamanna með fullum hertýgjum fara um borð í skip, sem flytur þá til fjarlægra vígstöðvá einhversstaðar á hnettinum. Roosevelt segir: Nýjar vigstöðvar verða myndaðar til að létta af Riissum og Kinverjum Herráðið í Washington undirbýr sóknaraðgerðir, semmiða aðþvi. Bandaríkjamenii sækja íram ð Washington. 13. okt. J APANAR gera nú tilraunir til að ná flugvöllunum og öðrum þýðingarmiklum hern- aðarstöðvum af Bandaríkja- mönnum á Guadalkanal. Þeir reyna stöðugt að koma meira liði til eyjarinnar í þessum til- gangi. Flotastjórn Bandaríkjanna skýrir frá því að Japanar hafi sent 2 létt beitiskip og 4 tund- urspilla til árásar á Guadal- kanál. Annað skipanna var hæft með sprengjum og sióð í Ijós- um logum þegar síðast sá til þéss: Hiti beitiskipið laskaðist ' rríikið. Japanir notuðu einnig milcið flugizð í þessari árás og voru einú sinni 65 japanskar flúgvélar á lofti í einu. 15 þeirra vóru skotnar niður. Japönum tókst nýlega að koma á land á Guadalkanal 4 þungum fallbyssum, en Banda- ríkjahermenn náðu þeim af þeím. Síðan orrustan um Salomons- eyjar hófst hefir verið sökkt eða löskuð fyrir Japönum 3 stór herskip, e n 19 önnur löskuð. í loftorrustum hafa Japanar misst 133 flugvélar yf- ir Guadalkanal, en Ameríku- menn aðeins 25. Seinustu fréttir herma, að Íándgönguliðið á Guadalkanal sæki nú fram á eyjunni eftir 2 dága orrustur við Japana. Flug- ' vélar frá Nýja Sjálandi taka nú þátt í bardögunum um Salo- monseyjar með Bandaríkja- mönnum. Þaö verðnr ekki tilkynnt á opinberum vettvangi tavar og hvenær pessar hernaðaraðgerðir byrja. ÞAÐ er ekki til neins að vinna sigur, ef sigurinn verður ekld notaðúr, sagði Roosevelt í ræðu sinni í fýrrinótt. I framtíðinni yrði að sjá svo um, að afkomendur núlifandi kynslóðar þyrftu ekki að lifa í stöðugum ótta og kvíða við innrás og styrjaldir. Eins og Churchill í ræðu sinni benti hann á hinn greinilega ótta á bak við ræður þeirra Hitlers, Ribbentrops, Göbbels og Görings. Það hefði verið játað af Göring í ræðu hans, að það yrði að fæða Þjóðverja á kostnað hernumdu þjóðanna. Að lokum sagði Roosevelt, að herveldi Þýzkalands, Italíu og Japans yrði gereytt, og Bandaríkja- menn berðust fyrir því að endurreisa hjá mannkyninu trú, von og frið. Roosevelt flutti ræðu sína í Hvíta husinu og var henni út- varpað um allar stöðvar Báhda- ríkjanna. Ræðan hófst kl. 2 á miðnætti eftir íslenzkum tíiha. í upphafi ræðu sinnar lýsti Roosevelt ferð sinni urn Banda- ríkin. Þar hefði hann séð með eigin augum að bandaríska þjóð in er staðráðin í því að vinna eins mikið og hægt er á eins stuttum tíma og möguiegt er að hergagnaframleiðslunni til að unnt verði að sigra andstæð- ingana. Það hefði getað verið nokkuð lærdómsríkt fyrir for- ingja möndulveldanna að kynn ast því, sem hann sá á þessu ferðalagi sínu, bætti Roosevelt við. FJÖLGUN KVENNA í HÉR- GAGNAFRAMLEIÐSLUNNI Roosevelt kvað Bandaríkja- herinn, sem sendur hefði verið til vígstöðvanna vel mannaðan og vel vopnum búinn. Eins Væri komið gott skipulag á vinnuna Þjóðverjar kvartá um kulda i Rússlandi ■^T AZISTAFORINGJARNIR » eru nú byrjaðir að út- skýra það fyrir þýzku þjöðinni, að Þjóðverjair verði að heyja varnarstríð í vetur. Grein, sem gengur í þessa átt, hefir birzt í „Frankfurter Zeitung“. Rússar hrundu árás fótgöngu- liðs Þjóðverja í norðvesturhluta Stalingrad, þar sem Þjóðverjar gerðu tilraun til að ná dráttar- vélaverksmiðjunum, sem kennd ar eru inð Stalin, á sitt váld. Bretar koma orð- í verksmiðjunum. Eftir eitt ár, sagði forsetinn, verður eins margt kvenfólk í . hergagna- framleiðslunni eins og karl- mennirnir eru margir nú og það væri eins hæft til þerrra starfa og karlmennirnír. Roosevelt sagðist hafa tekið eftir því, á ferðalagi sínu um verksmiðjurnar, að karlmenn væru forvitnari en kvenfólkið. Þeir hafi litið fyrr upp frá vinn unni og farið að stinga nefjum saman um það, hvort maðurinn þarna með stráhattinn væri for- setinn. Roosevelt kvað það geta kom ið til mála að færa niður her- skyldualdurinn. Þannig .að fram vegis yrði miðað við 18 ára aldur í stað 20 ára nú. Ennfrem ur yrði nauðsynlegt að skammta ■ vinnukraftinn til hinna ýmsu atvinnugreina, en mestu. erfiðleikarnir inundu verða a.ð sjá landbúnaðinum fyrir nægilegu vinnuafli. London í gærkveldi. rS ÍJURCHILL ræddi í neðri VÝ'' málstofu brezka þingsíns í dag um meðferð Þjóðverja á brezkum föngum. Hann skýrði þingmönnum frá því að brezka stjómin hafi sent Þjóðverjum mtómæli út af meðferðinni á þeim 1270 föngum, sem Þjóð- véfjar hafa sett íbönd, þár sem það sé freklegt brot á Genfar- samþykktinni. Ríki það, sem gætir hags- muna Bretlands í Þýzkalandi mun koma þessum mótmælum á framfæri við þýzku stjórnina. Churchill bað þingmenn að ræða þetta mál ekki frekar fyrr en svar hefði borizt. NÝJAR VÍGSTÖÐVAR. Um nýjar vígstöðvar Roosevelt. að herforingjaráð, sem væri í Leahy flotaforingi, Marshall hershöfðingi, King flotaforingi og Arnold flughers- höfðingi, héldi áð staðaldri fundi í Washington og í ráðum með því væru hermálaíulltrú- pr Breta, Rússa og Kínverja þar. : Eitt af helztu verkefnum her- ráðsins væri að undirbúa sókn- araðgerðir, sem dreift gætu her- afla möhdulveldanna, svö létt yrði af Rússum og Kínverjum. En hvar þessar sóknaraðgerðir yrðu hafnar og hvenær, væri ekki hægt að skýra frá opinber- lega. Rooseyelt minntist sérstak- lega á ræðu Görings þegar hann ræddi um ræðuflutning nazista foringjanna undanfarið, og benti á, að.Göring hefði játað, að hernumdu þjóðirnar yrðu sveltar til þess að hægt yrði að fæða Þjóðverja. Ofbeldi Þjóð- verja við hernumdu þjóðirnar færi stöðugt vaxandi. SIGURINN VERÐUR AÐ TRYGGJA FRAMTÍÐINA. Synir hins nýja heims berj- ast nú víðsvegar á hnettinum til þess að leysa þjóðirnar úr áþján. Það er ekki nóg að vinna sigur í stríðinu. Það verður að nota sigurinn til þess að tryggja framtíðina þannig að sama sag- pn endurtaki sig ekki svo barna börn núlifandi kynslóðar geti prðið laus við óttann af innrás- um og styrjöldum. sagði Roose- velt að lokum. Timoshenko hefir fært út sóknarsvæði sitt til suðurs og austurs milli Don og Volgu. Á einum stað er barizt 30 km. frá Stalingrad. í rússnesku herstjórnartil- kynningunni á miðnætti segir áð engar breytingar hafi orðið á vígstoðvunum á þriðjudaginn. í Kákasus hafá rússnésku hermennirnir klætt sig vetrar- klæðum. Barizt er bæði á mið- vígstöðvunum og Leningradvíg- stöðvunum. Rússar halda uppi öflugri stórskotahríð á hersveit- ir Þjóðverja suður af Rzhev. Þjóðverjar segja að mjög sé nú farið að kólna í veðri á mið- og norður-vígstöðvunum. Þjóðverjar ræna M- stofni Norðmanua. T FRÉTT frá Oslo segir að Þjóðverjar hafi keypt 220 þúsund kýr í Noregi tit að senda til Mið-Evrópu eða Ukraniu. Þetta er sjöundi híuti alls nautgripastofns Norð- manna fyrir stríðið. Sála naut- gripanna var þvingunarráðstöf- un Þjóðverja. Sænska blaðið „Aftentidn- ingen“ skrifar á þá leið, að þetta sé eins og hnefahögg fram an í fólk, sem ekki hafi bragð- að kjöt mánuðum saman og sem verður að sætta sig við sáralítinn mjólkurskammt dag hvern. Blaðið' bætir við, að það líti út fyrir að Þrændalög hafi orðið sérstaklega hart leikin og Þrændir því risið til andstöðu gegn þvingunarráðstöfunum og þettá sé kjarninn í þeifri ákæru Terbovens að þar hafi átt sér stað „skemmdarverkastarfsemi sem sett hefði framleiðslu lands ins í hættu, hefði hún heppn- azt“, eins og hann komst að prði í yfirlýsingu sinni þegar sett voru hérlögin í Þrándheimi. Snmiiep Welles: UiDDHt brjáluða diödddid sem stjðrna vllja lielm- laurn Dieð ofbelfll verð- ur útrýmt. BOSTON, 13. okt. Q- UMNER WELLES, aðstoð- kJ arutanríkisráðherra, til- kynnti í dag utanríkisverzlunar- félagi Bandaríkjanna, að „þeg- ar við höfum útrýmt hinum brjáluðu mönnum, sem vilja stjórna heiminum með valdi og kúgun, munum við, bandamenn, í sönnum félagsskap gangast fyrir að efna þau heit,.sem við höfurn lofað hverjir öðrtun og öllum heiminum.“ Sumner Welles hélt því fram, að bandamenn yrðu að útbte fjárhagsáætlun til margra ára til að rétta við hin fátæku lönd. Hann sagðlst vera viss um, að aftur að einangrunarstefmimsi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.