Alþýðublaðið - 17.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.10.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 17.'1 oíttófeer;' 1942. Hvora leiðina á ad fara? Á morgun velur þjóðin milli Alþýðu- flokksins og gerðardómsflokkanna. % • • Vill hún fá hina „sterku stjórn“ Jónasar frá Hriflu og Ólafs Thors? f é? iótBœtroðnm! 1HAX<DIÐ hefir gefið út kosningapésa, sem nú er dreift út um bæinn. Kennir þar margra grasa og gullinna ioforða. En mesta athygli mun vekja forsíða þessa pésa. Þar eru spor eftir íhaldsfæturna sýnd, og í þeim sjást orðin: „Samhugur, Jafnrétti, Frelsi, Framtak, Sjálfstæði.“ Ekki er annað sjáanlegt, en að það sé þetta, sem íhaldið ætlar sér að fótumtroða — ef það vinn- ur kosningarnar! Eða stððvnn verðbðlgunnar samkvæmt tillðgnm AlÞýðuflokkslns ? A Mámsflokkar templara. Templarar eru beðnir að athuga, að í dag er síðasti dagurinn, er þeir geta látið innrita sig í námsflokka Reykjavíkur á vegum Stórstúk- unnar. Fer innritun fram í skrif- stofu hennar í Kirkjuhvoli, og þar eru einnig gefnar allar nánari upp- íýsingar. MÖRGUN ganga Reykvfkingar, gengur oll íslenzka þjóðín að kjörborðinu og velur á milli stefnu gerð- ardómsflokkanna, Framsóknarflokksins og Sjóífstæðis- flokksins, og stefnu Alþýðufiokksins. Alþýðuflokkurinn géngur til þessara kosninga eftir að hafa hrundið kúgtmarlögunum, sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn settu í vetur gegn launastéttum landsins, og eftir að hafa lagt að velli kaupkúgunardóm- stólinn, gerðardóminn, sem síofnaður var samkvæmt þeim. Launastéttirnar hafa fengið verulegar kjarahætur um land allt, en eftir er að tryggja, að þær verði varanlegar. í því skyni ber Alþýðuflokurinn fram við þessar kosningar ákveðnar, róttækar tiliögur um stöðvun verðbóígunnar og dýrtíðarinnar. Undir því, hvort þær ná fram að ganga á komandi þingi, er það komið, hvort hægt verður að tryggja þær kjarabætur, sem launastéttimar hafa fengið. AlÞýðnflokknrlnn er fi sókn í Reýkjavík. ------------».. Á morgtm verðurað fylgja henni eftir Þess er vænzt, að allir, sem vilja sigur hans, vínni fyrir A-listannS ALÞÝÐUFLOKKURINN heitir á alla fylgismenn sína að liggja ekki á liði sínu á morgun, en koma og starfa vel og drengilega fyrir málefni flokksins. Það ríður mikið á því, að allir geri skyldu sína, því að nú er unnið af ör- væntingarkrafti af andstæðingunum. Kommúnistar óttast, að hafa tapað allmiklu fylgi síðan í vor vegna undirlægju- skapar síns gagnvart hinu erlenda setuliði, og þeir hafa komizt að raun um í þessari kosningabaráttu, að rógur þeirra og níð hrífur ekki eins vel og í vor. Sjálfstæðisflokk- urinn gengur þess ekki dulinn, að hann er enn að tapa fylgi, og óttast, að fjórði maður sinn sé í mikilli hættu. Ámi frá Múla veit, að hann kemst ekki að, en vill hins vegar reyna af fremsta megni að skrapa til sín eins miklu af atkvæðum og hann getur. Alþýðuflokkurinn væntir þess mjög fastlega, að hann vinni á frá því í vor. Hann veit, að honum hefir 'bætzt fylgi og að augu. margra manna hafa opnazt bæði fyrir því, að tillögur flokksins í dýrtíðarmálunum eru hinar skynsamlegustu, og eins hinu, að skraf kommúnista er ekki annað en glamur og rógur, sem ekkert mark er á takandi. En það veltur á okkur öllum, hversu mikill ávinningur Alþýðuflokksins verður á morgun. Kosningaskrifstofa A-listans verður á morgun í Iðnó, og verð- nr hún opnuð kl. 8 að morgni. Allt starfslið listans verðiu- að koma ekki seinna en klukkan 9 fyrir hádegi. Þá verður hverj- am og einum fengið það starf í hendur, sem hann á að hafa. A-listinn ræður ekki yfir mörgum bifreiðum og væntir því þess, að sem allra flestir af kjósendum hans gangi á kjör- staðinn og kjósi fyrir hádegi. Það léttir mjög starf kosninga- skrifstofunnar. Það er því nauð- synlegt, að starfsfólkið komi snemma í kosningaskrifstofuna, og að sem allra flestir af ikjós- endum flokksins kjósi fyrir há- degi. Símar kosningaskrifstof- unnar verða: Fyrir bifreiðar: Frh. á 7. síðu. En gerðardómsflokkarnir, verðbólguflokkarnir, Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðis- flofckurinn, vilja ekkert af til- lögum Alþýðuflokksins vita. Þeir vilja ekki stöðva verðbólg- una, sem máttarstoðir þeirra græða á. Þeir vilja að eins reyra launastéttimar á ný í fjötra gerðardómsins, sem þeir urðu, aauðugir, viljugir, að afnema í sumar. Að kosningum afstöðn- um ætla þeir að éndurreisa gerð- ardóminn. Báðir þessir flokkar hafa á samvizkulausan hátt unnið að því síðustu mánuðina, að auka verðbólguna og dýrtíð- ina, að auka öngþveitið í Iandinu ti! þess að undirbúa jarðveginn fyrir svo fcallaða „STERKA STJÓRN“, það er stjóm Jónasar frá Hriflu og Ólafs Thors. Og eina stefnu- málið, sem sú stjóm á að hafa, er endurreisn gerðar- dómsins til þess að leggja launastéttir landsins á ný í þá þrælafjötra, sem byrjað var á með gerðardóminum í vetur, en þá mistókst fyrir einbeitta mótstöðu Alþýðu- flokksins og launastéttanna. ÞaS er þetta, sem bíður þjóð- arinnar — stjórn Jónasar frá Hriflu og Ólafs Thors, á grund- velli gömlu gerðardómslaganna, ef hún mótmælir henni ekki nógu kröftuglega fyrir fram með því að veita Alþýðuflokkn- um það farautargengi við kosn- ingarnar á morgun, sem hann þarf til þess að standa á móti fyrirætlunum þessara herra og knýja fram tillögur sínar um stöðvim verðbólgunnar og dýr- tíðarinnar. Alþýðuflofckurinn getur knú- ið þessar tillögur fram á næsta þingi. Hann getur knúið fram þær ráðstafanir, sem nauðsyn- legar eru til þess að stöðva verðbólguna og dýrtíðina og tryggja kjarabætur launastétt- anna — alveg eins og honum tókst að leggja gerðardóminn að velli í sumar,, En skilyrðið fyxir því er að kosningarnar sýni, að Al- þýðuflokkurinn sé vaxandi flokkur, að sá hluti þjóðarinn- ar fari stækkandi, sem fylgir stefnu hans og skilur, að ekk- ert annað en tillögur Alþýðu- Bokksins geta bjargað þjóð- inni út úr þeim ógöngum, sem gerðardómsflokkarnir, verð- bólguflokkamir, kjötokurs- flokkamir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, búnir að leiða hana út í, Þeir eiga að vera ð verði gagavart erleuda valdii! Katrín thoroddsen byi-jaði útimrpsræðu sína á fimmtudagskvöldið með því að brýna fyrir ís- lendingum nauðsyn þess, að kjósa þá menn á þing, sem hægt væri að treysta til að standa á verði fyrir þjóðina gagnvart erlendu valdi. Því næst stakk hún upp á því. að menn kysu kommún- ista, mennina, sem aldrei hafa tékið afstöðu til neins máls, nema samkvæmt fyrir- skipun frá húsbændum sín- um austur í Rússlandi, menn ina, sem svínbeygðu sig fyrir valdboði ameríska setuliðs- ins og létu af hendi við það dýrmætasta rétt íslenzkra verkamanna, samningsrétt- inn. Þessum mönnum telur Katrín Thoroddsen bezt treystandi til þess að vera á verði fyrir íslenzku þjóðina gagnvart erlendu váldi. Nær 500 fjðr tðp- uðast frð 0 bæjum ’ ■! N U HAFA BORIZT ná- kvæmari fréttir um fjár- skaðana, sem urðu í Norður- ísafjarðarsýslu í síðustu viku og hafa þeir jafnvel orðið enn meiri en menn bjuggust þó við. Nákvæm skýrsla um fjölda hins tapaða fjár liggur þó enn ekki fyrir. Fjárskaðarnir í ofviðrinu urðu lang mestir á 6 bæjum: Unaðsdal, þar fórust 150 fjárr eru \ Skjaldfannardal 200 fjár, Mel- graseyri 50 fjár, Hafnardal 30 fjár, Nauteyri 20 fjár og Skjaldönn 20 fjár. Á þessum 6 bæjum hafa því tapazt hvorki meira né minna en 480 fjár. Allir þessir bæir eru á Snæ- f jallaströnd og Langadalsströndt og því norðan við Djúpið. En auk þessa hafa tapazt kindur á mjög mörgum öðrum bæjum. Er þetta eins og gefur að skilja stórkostlegt tjón fyrir bænduma. Hjónaband. f dag verða gefin saman í hióna- bnad á ísafirði Ingibjörg Jóns- dóttir, fyrrverandi forstöðukona húsmæðraskólans á ísafirði, og Gísli Guðmundsson tollvörður í Reykjavík. Erifldi Jihanns Sæmnnds- sonar seldist á svipstnndi .. »-----— Efni þess og ofbeldisverk kjötokurs-' flokkanna er aðalumræðuefnið í Rvík* ERINDI Jóhanns Sæmundssonar yfirlæknis, sem kom út sérprentað í fyrradag síðdegis, seldist upp á mjög skammri stundu. Var mikil eftirspurn eftir því hæði undir kvöld á fimmtudag og eins í gærmorgun, og ákvað læknir- inn þá að gefa út annað upplag af því. Hvar, sem maður fór í gær, heyrði maður menn vera að ræða um efni erindisins og of- beldi formanns útvarpsráðs. Fannst mönnum, sem vonlegt var, að hér væri um fádæma ó- svífni að ræða af hálfu þeirra manna, sem skipuðu Jóni Ey- þórssyni fyrir verkum, og reiði manna var mikil. Það hefir vakið nokkra undr- un meðal almennings, að Morg- unblaðið hefir þagað um þetta mál, svo að segja alveg. Hið eina, sem það hefir sagt, var sairia villandi klausan, sem birt var í útvarpinu kvöldið, sem Jóhann laaknir átti að flytja er- indi sitt. Hvernig stendur á þessu? spyrja menn. Svarið liggur opig fyrir: Kjötokrarar Sálfstæðisflofcksins og Fram- sóknarflokksins stóðu sameigin- lega að banninu á erindinu. — Blað komúnista hefir lítið sagt Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.