Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 3
SunnudagMr. 18- < október 1M2. alþYoublaðio i. Urslítin óviss á Gaadalkanal Nytt o^stdp | BlðasúUellioflar I Frakklaid • Banlarlkfamenn balda enn ðllam stððvnm ð eynnt. London í gærkveldi. LITLAR fréttir hafa borizt af bardögunum á Guadál- canal eftir að Japönum tókst <tð koma þar liðsauka á land. í tilkynningu f lotastjómar- innar í Washington var aðeins sagt að barizt væri bæði á landi, sjó og í lofti á Sálomons- eyjum. Bandaríkjamenn eru sagðir halda öllum stöðvum sínum enn á Guadalkanal, en Japanar hafa haldið uppi miklum loftárásum á eyna. Hernaðarsérfræðingar amer- iskra blaða telja óvíst um hvernig úrslitin verða í þeim átökum, sem nú standa yfir á Salomonsey j um. Herlið frá BandarikJ- nnnm komiðtiI Liberin HERLJÐ frá Bandaríkjun- um er nú komið til Li- beriu, negralýðveldisins á suðvesturströnd Afríku. Li- beria hefir landamaeri að ný- lendum Frakka í Afríku. Stimson, hermálaráðherra Bandaríkjanna, hefir til- kynnt, að bandaríkskt herlið hafi verið sent til landa bandamahná víðs vegar á Kyrrahafi. Herlið frá Banda- ríkjunum er nú í Nýja Sjá- landi, Nýju Caledoníu, He- brides- og Fijieyjum. Ðýzka kerstjóroiD gefnr ffirlfsiigi! DK3 faoganiiin. ÞÝZKA herstjórnin hefir gefið út nýja tilkynningu út af fangamálunum. Segir í þeirri yfirlýsingu að Þjóðverj- ar hafi skjallegar sannanir fyr- ir því að Bretar hafi bæði í Dieppe-árásinni og eins í árás- inni á Sarkeyju farið illa með þýzka fanga. Lofar þýzka her- stjórnin því að þessi skjöl verði birt ásamt myndum þessu til sönnunar. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Bretar skjóti iðulega á þýzka sjómenn á sundi og hljóti það að vera gert með vitund bresku hernaðáryf- irvaldanna, þar sem þetta hefir margendurtekið sig. Út af þeirri yfirlýsingu í brezka útvarpinu, að brezka stjórnin geri engan greinarmun á ítölskum og þýzkum ef nauð- synlegt sé vegna gagnráðstaf- anna út af aðförum Þjóðverja við brezka fanga, svarar þýzka herstjórnin á þá leið að hún muni þá ekki heldur gera neinn greinarmun á föngum banda- manna og muni gagnráðstafan- ir hennar þá einni ná til rússn- eskra fangat. Myndin sýnir, þegar stærsta orrustuskip Bandaríkjamanna var hleyþt af stokkunum í Brook- lyn. Það er 45 000 smálestir að stærð og er sagt, að það sé hraðskreiðara og betur vbpn- að tn nokkuð annað skip, se n flýtm- á hafinu. Skipið hlaut nafnið Iowa. Ahlaupin á Stalingrad eru úr~ siitaáMaupin á borpina. __—...■»—---- Halder var andvigur því að hefja nýja stór- sókn, en Hitler tók ráðin af honum. LONDON í gærkveldi. RÚSSAR segjast háfa hörfað undan skipulega, þegar þeir yfirgáfu verksmiðjuhverfið í norðvestur hfuta Stalingrad, eftir að Þjóðverjum tókst að ná þar fótfestu. Rússar eyðilögðu allt, áður en þeir hörfuðu. Fréttir, sem borizt hafa til Stokkhólms frá Berlín, segja, að Hitler hafi sjálfur ákveðið að láta til skarar skríða í Stalingrad. Þeir von Bock og Halder eru sagðir hafa verið því andvígir, að Iggja að svo stöddu til úrslitaátaka í Síalin- grad, heldur að hefja umsátur og stórskotahríð á borgina og reyna að hindra alla aðflutninga til hennar, vegna þess, hve bardagarnir í borginni hafa verið mannfrekir fyrir þýzka herinn. Enn fremur segir í þessari frétt, að Halder hafi jafnvel viljað láta þýzka heinn hörfa til baka og skapa sér örugga vetursetu. Þetta er talin ein helzta ástæðan fyrir þyí, að Hitler hefir látið þessa hershöfðingja víkja. Þjóðverjar hafa reynt að færa út kvíarnar í verk- smiðju hverfinu til beggja handa, en Rússar segjast hafa hindrað allar tilratmir þeirra í þá átt. Þjóðverjar tilkynn, að þeir hafi tekið fallbyssuverk- j smiðjurnar „Rauða göíuvirkið“. Þeir leggja áherzlu á það í tilkynningum sínum, að þir hafi yfirráðin í lofti yfir Síalingrad. Það er barizt mikið í borginni, en síðast liðinn sólarhring hafa ekki orðið neinar stórbreytingar, en frétta- ritarar eríehdra blaða álíta, að báðir aðilar búi sig undir úrslitaátökin um borgina. Timochenko verður enn á- gengt í sókninni fyrir norðan borgina, en ekki verður séð, hvort honum tekst að koma verjendum Stalingrad til hjálp- ar í tæka tíð, ef Hitler leggur til urslitaátaka í borginni eins og allt bendir til. Hersveitum Timoshenkos, er komizt hafa vestur yfir Don, hefir þegar tekizt að trufla að einhverju leyti aðflutninga Þjóðverja til Stalingrad. Rússar viðurkenna að Þjóð- verjar sæki fram til Tuapse, en segja að sókn þeirra sé hæg. Á Mosdok vígstöðvunum segj ast Rússar hrinda áhlaupum Þjóðverja og verði Þjóðverjar stöðugt að grípa þar til nýs varaliðs, vegna þess hvað mann fallið sé mikið, og beiti Þjóð- verjar nú mjög Króötum á þeim vígstöðvum. Hríðarveður er nú yíða í Kákasus, og segja Þjóð- 1 verjar það hamla mjög hem aðaraðgerðum þeirra. Rússneska herstjórnin til- kynnti í dag að 200 þúsund Rúmenar hefðu fallið á suður vígstöðvunum síðan í maí í vor. Engar mikilvægar breyting- ar hafa orðið á öðrum vígstöðv- um, en Þjóðverjar segja frá miklum liðsflutningum Rússa til Kalíninvígstöðvanna undan- farið. Þeir segja, að með stöð- ugum loftárásum hafi þeim tek- izt að tefja mjög fyrir þessum liðflutningum Rússa. Astralínmeno Sireija japanska herflokka á nndan sér. JkSTRALÍUMENN halda á- fram að hrekja Japani til baka á Nýju Guineu, þótt fram- sóknin gangi hægt fyrir sig, þar sem landið er mjög erfitt yfirferðar. Þeir hrekja víða á undan sér smáflokka japanskra hermanna, t. d. komu Ástralíumenn að flokki japanskra hermanna í Owen Stanley sem voru að snæða morgunverð. Japanarnir hlupu frá ósnertum hrísgrjón- unum sínum. 108 flugvélar hafa nú verið skotnar niður í loftsókn mönd- ulveldanna yfir Malta. Aðeins fáum flugvélum þeirra hefir tekizt að ikomast yfir eyna vegna þess, hversu flugvélar Breta hafa tekið öfluglega á móti. 40 manns drepnir i Lpon oo 200 særðir. ÉGAR Laval lét birta liskc yfir þá verkamenn, sem senda átti til Þýzkálands, fcom tií blóðsúthellinga í Lyon. Þeg- ar verkamenn þeir, sem sendast áttil til Þýzkálands, létu andúð sína í Ijósi, létu margir borgar- búar andúð sína með þeim í Ijós. Vopnuð lögregla kom é vettvang og skaut á mannfjold- ann. 40 manns voru drepnir en 200 særðust. I Tulon og víðar í FrakklandH kom til óeirða af sömu ástæðum . Alls munu um 550 manns hafa verið skotnir í óeirðunxim í Frakklandi, en mörg hundniS særzt. Laval hefir fyrirskipað sér~ staka dómstóla til að dæma I málum þeirra verkamanna, sens. óhlýðnast því að fara til Þýzka- lands, Þjóðverjar eru þegar byrjað- ir að flytja fólk úr hernumda hluta Frakklands til Þýzka- lands. Laval hefir fyrirskipað ai láta bæla niður alla mótspyrini með harðri hendi. Laval, böðull franska verkalvA°5"“ (Sjá frétt á öðrum 1 unní Wilhelmina drottning ir Bollendioga B AND ARÍKJAMENN hafa gert loftárásir á Kisk á Aleut- eyjum og hæft tvo tundur- spilla fyrir Japönum. jondon í gærkveldi. WILHELMINA Hollands- drottning ávarpaði Hol- lendinga í útvarp frá London. Hún snéri máli sínu sérstaklega til verkamanna í Hollandi og sagðist skilja örðugleilcá þeirra. Þeir yrðu _ smiðjum fyrir Þjöðverja leggja hart að sér, en þegar sig- urinn væri unninn, sagðisfc drottningin ekki vera í'nokkr- um vafa um það, að þeir yrðu eins miklir ættjarðarvinir og áður, og þeir mundu gera allt sem í þeirra valdi stæði, til þess að vinna að frelsihu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.