Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 7
SiiuMJttddgnr 18. október 1942- ALÞYÐUBLAÐÍD iBærinn 1 da§- Helgidagslæknir er Jóhannes lijömsson, Hverfisgötu 117, sími: 3S80. Næturlæknir er Þórarinn Sveins aen, Ásvallagötu 5, sími: 2714. Næturvörður er í Reykjavíkur- apótekl MESSUR: í dómkirkjunni kl. 11, sira Frið- rik Hallgrímsson; kl. 1 % barna- guðsþjónusta, síra Fr. Hallgríms- son; kl. 5 síra Bjami Jónsson. Hallgrímsprestakall. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 f. h., síra Jakob JÓnsson; kl. 2 e. h. messa, síra Sig- urbjörn Einarsson. Laugarnesprestakall. Barnaguðs þjóíiusta í Laugarnesskóla kl. 10 f. h. Hjónabanð. Á morgim verða gefin saman í hjónaband ungfrú Áslaug Helga- dóttir hárgreiðslumær og Bjarni Valdemarsson verzlunarmaður. Heimili þeirra verður á Grettis- götu 16. 80 ára var í gær hinn þjóðkunni bóndi Ágást Helgason í Birtingaholti. Leikfélag Reykjavíknr sýnir Heddu Gabler næstkom- andi mánudagsltvöld kl. 8. X.ei@rétting! Inn í sérprentunina á erindi minu hefir slæðst eftirfarandi prentvilla: Á bls. 5 stendur að 900 gr. mjólkur þurfi til að vega á móti 30 gr. smjörs, en á að vera 700 gr. — Jóhann Sæmundsson. Fiöttamennirnir heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Clark Gable og Joan Crawford. .Framhaldssýningin á Gamla Bíó heitir: Hjá Rio Grande. Aðalhlut- verkin leikur Tim Holt. Kfósið A>listannl * \ „Sigríður46 hleður á morgun {xnánudag) til Vestmannaeyja. Vörumót- taka til hádegis. „Ponnóðnr44 í áætlunarferÖ á morgun (mánudag) til Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, StykkishóLms og Búðardals. Vörumóttaka til hádegis. 1—2 herberfli vantar mig nú 'þegar. — Vil borga 200—400 kr. á mánuði. — Húshjálp getur komið til greina. — Uppl. í sima 3189. Kosningin hefst kl. 10 tyrir hádegi í dag . Kosningaskrifstofa A-listans er i dag í Alþýðuhúsinu Iðnó. Vinnið af krafti að sigri A-Iistans A Ð þessu sinni verða kjördagarnir tveir. í dag, sunnudag, er kosið í bæjunum og kauptúnunum, en í sveitum verður kosið bæði í dag og á morgun. Þessi breyting á kosn- ingalögunum var gerð á þinginu í sumar. • Af þessu leiðir, að talning atkvæða getur hvergi hafizt fyrr en annað kvöld, á miðnætti. Kosning hefst kl. 10 f. h. í dag hér í Reykjavík. Verður kosið í M iðbæj arbarnasli ó lan - um, Iðnskólanum og í Elliheim- ilinu. Kosningaskrifstofa A-Jádtans er í Iðnó. Símar 5020, 1915, 2931 og 3980. Allt starfsfólk A-listans og bifreiðastjórar er beðið að mæta í kosningaskrifstofunni kl. 9 f. h. Skipting kjördeilda er sem hér segir: MIÐBÆJARSKÓLINN. Á 'fieðri hæð: 1. Aagot — Anna Matthíasd. 2. Anna Oddgeirsson — Ásrún 3. Ásta — Bjarnason. 4. Bjarndís — Bögeskov. 5. Camilla — Elías. 6. Elín — Finnrós. 7. Finnur — Guðbjartur. 8. Guðbjörg — Guðlína. 9. Guðmann — Guðmundur. 10. Guðni — Guðrún ívarsd. 11. Guðrún Jakobsdóttir — Gunnar MIÐBÆJ ARSKÓLINN. Á efri hæð: 12. Gunnarína — Hannveig. 13. HanS -—- Héðinn. \ 14. Hilaríus — Ingibj. Gunnl. 15. Ingbjörg Halld. — Jarl. 16. Jarþrúður — Johnson. 17. Jón — Jóna. 1J. Jónas — Katrín. 19. Keil — Kristine. 20. Kristinn — Lea. 21. Leifur -— Margeir. 22. Margrét — Mattína. 23. Meinholt — Ólafur Júliuss. I LEIKFIMISHÚSINU. (Gengið úr portinu inn í kjallarann að norðanverðu) 24. Ólafur Kárason — Páll. 25. Pálmar — Reynir. 26. Richard — Sigríður Gúst- afsdóttir. 27. Sigríður Hafliðad. — Sig- urbjörg. 28. Sigurbjörg — Sigurlás. 1 IÐNSKÓLANUM. 29. Sigurlaug — Stefán. 30. Stefana — Sveinlaug. 31. Sveinn — Ustrup. 32. Vagn — Zophonías. 33. Þjóðbjörg — Þórir. 34. Þórkatla — Össur. 35. í ELLIHEIMILINU. Harald og Signrjón eða SigSús og Sigurð ? (Frh. af 2. síðu.) þýðu þessa lands? Svari þeir sem það vita. Almenningj er ekki kunnugt um að hann hafi neitt afrekað. Hver er sá, sem ekki veit, hvað Sigurjón Á. Ólafsson hef- ir afrekað á þingi þau ár, sem hann hefir verið þar? Hver er sá sem ekki veit, hvað hann hefir þýtt fyrir sjómannastétt þessa bæjar og þessa lands? Hver er sá, sem ekki hefir heyrt talað um „Sigurjónskuna" í seinni tíð — allt það, sem gert hefir verið til þess að bæta kjör og tryggja líf og öryggi sjó- manna okkar? Það getur verið að einhverjir landkrabbar séu svo hugsunarlausir um sjó- mannastéttina og líf hennar að þeir vita það ekki. En sjómenn- irnir sjálfir vita það nægilega vel, hvar í flokki, sem þeir eru. Og þeir munu sjá til þess að Þökkum auðsýnda vinsemd við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RÓSU SIGURÐAKDÓTTUR, Sölvhólsgötu 7. Fyrir hönd aðstandenda. Áslaug Guðmimdsdóttir. Sigurjón Pálsson. V ogrek. í vor rak lítinn bát (skektu) á fjöruna fyrir framan Selbúðir við Vesturgötu hér í bænum. Báturinn er •< ’a- laus og nokkuð brotinn. Er hér með skorað á eiganda að gefa sig fiwm fyrir 1. nóvember og sanna rétt sinn. Reykjavík, 17. okt. 1942. Lögreglusjóri. \ S S s ' | $ s i s S s s s 1 s Jónas frá Hriflii og „ hr æðslupeningsirnir Sigurjón fari á þing og geti haldið þar því starfi áfram, sem þegar hefir borið svo giftusam- an árangur fyrir þá., En ’hvað hefir Sigurður Guðnason lagt eftir sig í bar- áttu alþýðunnar fyrir bættum kjörum? Hvað á sá maður að gera á þing? Reykvíkingarí Getið þið ver- ið í vafa um það, eftir að þið hafið hugleitt þetta, hvorn þið eigið að kjósa fyrir 8. þingmann ykkar: Harald Guðmundsson eða Sigfús Sigurhjartarson, og hvorn þið eigið að senda á þing sem landkjörinn: Sigurjón Á. Ólafsson eða Sigurð Guðnason? Nei, þið getið ekki verið í vafa um það. Þið kjósið A-listann við kjörborðið í dag og sendið Harald og Sigurjón á þing! JÓNAS gamli er ávallt hinn sami í garð sjómanna. Öfundin og illgirnin í þeirra garð er svo takmarkalaus, að ekki getur hann sagt rétt frá þegar um tekjur þeirra er að ræða. 80—100 þús. kr. eru árs- launin hjá sjómönnum í hans munni, sem hann fræðir les- endur Tímans um. „Fáir ljúga meira en um helming“ segir gamalt máltæki. En Jónas skáldar þrefalt, fjórfalt. Tekjur þær sem hann ræðir um geta aðeins gilt hjá hinum tekju- hæstu skipstjórum. En það er lítill hluti sjómanna. En út yfir tekur, þegar hann vill kenna ’áhættuþóknun sjómanna um alla verðbólguna sem orðin er. 1 útvarpinu í gærkveldi taldi hann áhættuþóknun sjómanna, sem stéttarfélögin sömdu um 1940 „hræðslupeningana“ sem hann kallar fyrstu orsökina til þess að Framsóknarflokk- urinn sveikst undan merkjum um að halda verði landbún- aðarafurða í jafnvægi við al- mennt kaupgjald í landinu eins og gengislögin ákvæðu frá 1939 Veit Jónas ekki að áhættuþókn- un var ákveðin hjá öllum þjóð um í nærliggjandi löndum þegar styrjöldin hófst og virð- ist ekki raska jafnvægi um verð landbúnaðarafurðanna í þeim löndum? Veit Jónas ekki að sjómenn hverrar þjóðar, sem ekki var þátttakandi í ófriðnum, voru hinir fyrstu sem sendir voru út á vígvöllinn á meðan aðrir borgarar gátu talizt nokkurn- veginn öruggur um líf og limi? Veit Jónas ekki, að einu fórnirnar sem íslenzka þjóðin hefir fært í þessum ófriði enn sem komio er, eru sjómenna- mannslífin? Vill hann hafa þau fleiri til að einhver samúðar- kennd vakni hjá honum með sjómannc;:téttinni? Veit Jónas ekki að þessi stétt heldur þjóðar skútunni á floti fjárhagslega? Hvað yrði gjaldeyririn mikill ef enginn færi á sjó eða ef enginn flytti fisk á erlendan markað? Hvernig færi þjóðin að afla er- lendra fæðutegunda og annarra nauðsynja ef enginn sjómaður hætti lífi sínu til þess að flytja þær að landi? Nei, Jónas, þú veizt þetta allt saman, þú veizt að íslenzku sjómennirnir eru einu þegnar þjóðfélagsins sem eru á orrustuvellinum. En þú bara sérð ofsjónum yfir hverri krónu sem þehn hlotnast ef þær eru fleiri en krónurnar sem renna í skaut þeirra sem þú telur þig málsvara fyrir. En viðvíkjandi dýrtíðinni skalt þú minntur á að sam- kvæmt vísitölunni eru neyzlu- vörurnar sem sjómennirnir flytja að landi með „hræðslu peningakaupinu“ helmingi lægri heldur en þær vörur, sem framleiddar eru á íslenzkri jörð. Þrátt fyrir gífurlega hækk aðan kostnað á rekstri skipa, svo sem vátryggingu, eldsneyti, siglingatafir og langleiðir m. m. Hræðslupeningarnir þínir eru mikill minni hluti af þeim kostnaði. Að síðustu þetta: Hættu þessu narti í sjómanna- stéttina og hugsaðu til fyrri daga þegar þú varst meðlimur í stéttarfélagi sjómanna. Sjómannafélagi 247. \ Kvittið fyrir undirlægjuhátt kommúnista fyrir vald $ * boði setuliðsstjúrnarinnar! Kjósið A-listann!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.