Alþýðublaðið - 20.10.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1942, Blaðsíða 3
j’riðjudiágT.ir" 2Q. okiúbct Í942. ALÞYDUCLADID Heimurinn eftir priggja ára styrjöld. . , ..: 't ARCTIC OCEAN W *••••—*y ir Kortið sýnir útbreiðslu styrjaldarinnar frá því að Þjóðverjar hófu innrás sína í Pólland 1. september 1939. Fyrsta árið sigruðu Þjóðverjar Pólland, hernámu Danmörku, Noreg, Holland og Belgíu, og knúðu Frakka til uppgjafar með hjálp í- talíu (1). Þar næst hófst loftsóknin gegn Bretlandi. Á öðru ári styrjaldarinnar herjuðu Þjóðverjar suður á Balkanskaga (2), og gerðu innrás í Rússland (3) í júní 1941. Samtímis þessum atburðum byrjuðu átökin í Libyu (4). Á þriðja ári styrjaldarinnar réðust Japanir á Hawai-eyjar (5) og þátttaka Bandaríkjamanna í stríðinu hófst. Japanir hefja sókn suð- ur á bóginn til Malajalanda og Filippseyja og fleiri staða (6) og taka vestasta hluta Aleuteyja (7). — Bandaríkjamenn hefja síðan sókn til Salomonseyja (8), þar sem nú er mest barizt. Þjóðverjar herða loftárás- irnar á Stalingrad. —■— ♦1 . —1— ^ Tókú nýtt hverfi I norð-vestur hluta borgarinnar nm helgina. Kristján kon- ungur X slasast KRISTJÁN konungur X. féll af hestbáki, í Kaup- mannahöfn í gær, og meiddist nokkuð á andliti og hné. Hann var fluttur á sjúkráhús. Meidsli hans eru þó ekki talin álvar- leg. H JÓÐVERJAR hafa tekið hverfi í Stalingrad nú um 4 heigina. Það var verkamannahverfi í norð-vestur- hluta borgarinnar, þar sem Þjóðverjar höfðu áður tekið hinar miklu verksmiðjubyggingar. Báðir aðilar tala um mikla bardaga í borginni, en eng- ar fréttir hafa borizt um nýja framsókn Þjóðverja í Stalingrad. Þjóðverjar segja að þeir haldi uppi miklum loftárás- um á borgina og samgönguleiðir Rússa til borgarinnar. Rússar viðurkenna að þeir eigi í höggi við öfurefli flugliðs yfir Stalingrad, en þeir segja að rússneska fluglið- ið hafi þrátt fyrir mikinn liðsmun hrundið mörgum árás- um. í Rússlandi er litið mjög al- varlegum augum á ástandið í Stalingrad eftir að Þjóðverjum tókst að festa sig í norðvestur- hverfunum. Suður af Stalingrad segjast .Rússar hafa hrundið miklum á- hlaupum Þjóðvei’ja. Sókn Timoshenko norður af Stalingrad gengur seint, en Rússar segja að sókn þessi létti mjög undir með vörn borgar- innar vegna þess að Þjóðverj- ar verði stöðugt að senda nýjar hersveitir til að mæta' henni. Þjóðverjar búa sig nú undir nýja sókn til Grozny-olíulind- anna, segir í rússneskum frétt- um. Þjóðverjar hafa enn sótt fram eftir veginum til Tuapse. Veðrið er nú pðum að breyt- ast í Rússlandi. Á suðurvíg- stöðvunum eru nú miklar rign- ingar, sem hamla hernaðarað- gerðum að nokkru leyti. Hernaðarsérfræðingar enskra blaða ræða nú mjög um hvern- ig Þjóðverjum muni takast að skapa sér fastar vígstöðvar í Rússlandi í vetur. Þeir leggja áherslu á það, að nauðsynlegt sé. fyrir Þjóðverja ekki aðeins að taka Stalingrad, heldur einnig að hreinsa til á öllum vestri bakka neðri Volgu, ef þeir eigi að hafa fasta víg- línu á norðurvígstöðvunum í vetur. Þeir telja að Hitler sé umhugað að senda bæði her og fluglið til Vestur-Evrópu í vet- ur, til að verða í tæka tíð við- búinn við innrás Bandamanna á meginlandið, sem hann hefir Kvikmyndin „leeland4, heimskulegur uppspuni segja kvikmyndagagnrýaendur í Bandaríkjunum. YMSIR elztu kvikmyndadagagnrýnendur Ameríku eru sam- rnála í dómum sínum um kvikmyndina „Iceland“ sem áður hefir verið getið um hér í blöðunum, og nú er byrjað að sýna í Bandaríkjunmn. Gagnrýnendurnir segja að kvikmynd þessi sé mjög heimsku- leg og fjarri öllu sanni og gefi rangar hugmyndir um íslendinga. Aðrir gagnrýnendur afsaka kvikmyndina með því að hún sé gamanleikur og ísland hafi aðeins verið valið til þess að skauta- íþróttir Sonju Henie gætu notið sín en ekki bera þeir neitt lofs- orð á kvikmyndina. Eins og kunnugt er hefir íslenzka ríkisstjórnin látið bera fram mótmæli í Washington vegna þess myndin væri kennd við ísland og látið líta svo út sem kvikmyndin gerðist í íslenzku umhverfi. Hér fer á eftir úrdráttur úr nokkrum ritdómum Banda- ríkjablaðanna: Bosley Croæther, bezti gagn rýnandi New York Times, skír skotaði til gremju þeirrar, sem ríkti á íslandi vegna kvik- enga hugmynd verður gerð. um, hvenær myndarinnar. Hann sagði einn- ig, að þótt ameríkska þjóðin liti ekki alvarlega á þetta, „er ekki hægt að neita, að „Iceland“ er ekki til þess að hæðast að því.“ Hinn áhrifamikli og víðlesni kvikmyndadómur í tímaritinu „New Yorker,“ segir: „Þessi kvikmynd ér vitleysa, og er með því grófasta, sem nú er Flugvélar f rá Ástra liu ráðast á stððv- ar Japana á Gua- dalkanal. BARDAGARNIK um Salo- monseyjar halda áfram. Flugvélar frá Ástralíu hafa gert árásir á stöðvar Japana á Guadalkanal með góðum ár- angri. Fljúgandi virki hafa hæft 3 japönsk beitiskip við vestur- hluta Salomonseyja. Japömun mistókst að land- setja meira lið á Guadalkalan. Lið það sem áður hafði tek- ist að landsetja gerir nú harða hríð að flugvelli Bandaríkja- manna á Guadalkganal.: 33 japanskar flugvélar hafa. verið skotnar niður í síðustu bardögum yfir Salomonseyj um. Bandaríkjamenn hafa sökkt tveimur tundurspillum í loft- árásum áKiska á Aleutaeyjum. Djóðverjar taka tékk neska gísla. JÓÐVERJAR hafa látið handtaka í Tékkóslóvakíu ættingja ýmissa þeirra Tékka, sem dvelja erlendis og halda áfram baráttunni gegn ÞjóS- verjum. Verður þeim haldið sem gíslum, ef frjálsir Tékkar hætta ekki áróðri sínum og und irbúningi sínum undir uppreisn í Tékkóslóvákíu. Mazaryk utanríkismálaráðh. tékknesku stjómarinnar í London hefir haldið ræðu í út- varp vegna þessa tiltækis Þjóð verja. Hann kvað þessar of- beldisráðstafanir Þjóðverja myndu engin áhrif hafa á af- stöðu Tékka. Hann sagði að Tékkar myndu aldrei hætta bar áttu sinni fyrr en síðasti Þjóð- verinn væri rekinn út úr föður- landi þeirra. Þjóðverjar gera nú hverja þvingunar- og ofbeldisaðgerð- ina á fætur annarri gagnvart hernumdu þjóðunum af ótta við uppreisn þeirra ef til innrásar kemur á meginlandið. Þýzk ferja með mörgum farþeg- um hæfð íundur- skeyti. ÝZK ferja sem var á leið- ^ inni frá Noregi til þýzka- lands, með yfir 1000 farþega, var hæfð með tundurskeyti frá óþekktum kafbáti á leið sinni til Þýzkalands. Ferjan var stödd út af Sví- þjóð þegar atburður þessi skeði. 5 farþeganna fórust, en margir særðust og voru þeir fluttir á land í Svíþjóð. sýnt á Broadway. Þó Irvikmynd þessi um ísland sé einkennileg fyrir venjulega áhorfendur, er hún ekki nærri því eins ein- kennileg og það ráð, sem tekið var aðeins til að sýna skauta- íþróttir Sonju Henie.“ fA á t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.