Alþýðublaðið - 20.10.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.10.1942, Blaðsíða 5
Þriðjudagxu’ 20. ofctóber 1942. ALP¥ÐUBLAD!B AZISTAFORINGJARNIR í -* Berlín hafa ekki sparað neina fyrirhöfn til þess að gera Pyreneaskagann þýðingarmikið landssvæði í hernaðaráætlun- um Hitlers. Mikið hefir verið rætt og ritað um starfsemi og áróður Þjóðverja á Spáni, en starfsemi þeirra í Portúgal er engu þýðingarminni. Frá því árið 1924 hafa Þjóðverjar lagt mikla stund á að snúa Portú- gölum á sitt band. Þjóðverjum, búsettum á Spáni, hefir fjölgað úr 454 árið 1920 í 1885 árið 1936, og þessir Þjóðverjar leggja grundvöllinn undir naz- istaáxóðurinn. Þjóðv. hefir þegar orðið tölu- vert ágengt með áróðurinn und- ir leiðsögn Burbachs, þýzka ræðismannsins í Lissabon. Árið 1932 sagði hann í skýrslu sinni til Berlínar: „Ég hefi öðlazt mikil áhrif hjá portúgölsku blöðunum . . . aðalblað portú- gölsku stjórnarinnar er nú í mínum höndum.“ í þessu sama skyni var portúgölskum rit- stjórum oft boðið til Þýzka- lands og bar þýzka stjómin kostnaðinn af för þeirra. Árið 1930 voru portúgalskir blaða- menn neyddir til þess að hlusta á fyrirlestra hjá Göbbels og að- stoðarmönnum hans, og var að- alefni þessara fyrirlestra það, að Portúgalar ættu að hjálpa Þjóðverjum til þess að koma brezka heimsveldinu fyrir katt- arnef. Þýzkar menningarmiðstöðvar voru settar á stofn í Lissabon og Coimbra. Þýzkir kennarar heimsóttu portúgalska skóla, en þýzk-portúgalski klúbburinn í Lissabon sá um ókeypis fræðslu og skipulagði fyrir- lestra, söngskemmtanir og kvikmyndasýningar. Skóla- fólki, kennurum og nemendum, var boðið til Þýzkalands, þar sem þeir fengu flugvélar til um- ráða og allt var gert, sem unnt var, til þess að sýna, hversu voldugt herveldi Þýzkaland væri. Verzlunarviðskipti milli Þýzkalands og Portúgal voru efld og aukin. Árið 1937 hafði portúgalskur innflutningur auk izt upp í 3 200 000 sterlings- pund, en nam 2500 000 sterl- ingspundum árið 1936. Samn- ingur um vopnaskipti var und- irritaður skömmu seinna. Myndin er af einu flugvélamcðurskipi Bandaríkjanna og tveimur hráðbátum, sem eru í fylgd með því, þar sem það le _.gur af stað á hafið til skyldustarfa í styrjöldinni. Röðin komin að Portúgal? Frá því stríðið hófst hefir á- róðurinn magnazt mjög i Portú- gal. Hann hefir aðallega verið miðaður við það, að koma óeirð- um af stað meðal hinna fátæk- ustu, einnig í hernum og loks meðal einveldissinna. Þeir hafa ekki einu sinni hlíft Dr. Salazar j portúgalska forsætisráðherran- um. En Hitler hefir ekki látið á- róðurinn nægja. Frá því* Fran- co-sinnar sigruðu á Spáni, hafa Þjóðverjar róið öllum árum að því að koma á bandalagi Spán- verja og Portúgaia. Nýlega flutti hermála'ráðherra Spán- verja ræðu fyrir liðsforingja í Madrid, þar sem hann hrósaði Franco fyrir að hafa komið í veg fyrir aðskilnað Baska og Kataloníumanna og stakk upp á því, að næst yrði Portúgal sett undir spænska stjóm. ASTÆÐAN fyrir því, hvers vegna Þjóðverjar styðja tillöguna um bandalag Spánar og Portúgals var ljóslega út- skýrð of von Reichenau mar- M m með deginnm i dag verður framvegis tekið næturgjald fyrir akstur eftir kl. 7 að kveldi. Bifreiðastðð Steindórs. Tll brúðargjafa. Kaffi-, Te og Matarsteii o. fl. Krystaivörur — Keramikvörur K. Einarsson & Björnsson. j Bankastræti 11. $ skálki. Arið 1938 sagði hann í fyrirlestri í Berlín: ..Okkur er hagur að því, að Spánn og Portúgal sameinist. Þessar tvær þjóðir hafa margt sameiginlegt og nú er meira tækifæri til samvinnu milli þeirra én nokkru sinni áður. Það þýðir, að brezkt bandalag myndi verða Portúgal einskis virði, og \ið verðum að leggja áherzlu á að styrkja vináttu- böndin við þessa þjóð. Þjóð- verjum er það mikill hagnaður að styrkja bandalag Spánverja og Portúgala. Við getum stofn- að áróðursflokka í portúgalska hernum, sem fyrr eða seinna hljóta að koma okkur að not- um. Ef í nauðir rekur, getur hinn voldugi her, sem Franco hefir undir sinni stjóm, eftír að hann hefir sigrað á Spáni, lagt lóð sitt á vogarskálina. Sá her verður nægilega sterkur til þess, að koma á stjórn í Portú- gal, sem er okkur hliðnoll.“ An þess að hirða um það, að Portúgalsmenn hafa aldrei gleymt eða fyrirgefið það, að Spánverjar þrúguðu Porbúgal undir sig 1580 til 1640, eða það, að Spánn og Portúgal undirrit- uðu ekki-árásar-samning árið 1939, hafa áróðursmenn Þjóð- verja á Spáni róið öllum árum að bandalagi Spánverja og Portúgala. Yfirvöldin í Berlín láta telja Spánverjum trú um það, að slíkt bandalag sé nauð- synlegt skilyrði til þess, að upp geti risið sftænskt heimsveldi. Sveitablöð breiðfylkingar- manna á Spáhi tala um, að þetta heimsveldi eigi að ná yfir frönsku Marokko, Gibraltar og Portúgal. IPORTÚGAL hefir nasist- iskur áróður síðustu mán. einkum verið rekinn méðal háttsettra fjölskyldna í því skyni að koma á bandalagi við Spán. Þessar fjölskyldur hafa verið varaðar við því, að ef til vill geti Spánn aftur orðið sós- íahstiskur, og þess vegna væri hyggilegt, að Portúgal gerði .. --yssa bandalag við Franco. Oll hugs- aníeg tækifæri eru notuð til þess að telja Portúgölum trú um að Bretar eigi mjög erfitt með að koma Portúgölum til hjálp- ar, ef’ þeir þyrftu skyndilega á hjálp að halda, eða yrðu fyrir árás. Það er sýnilegt, að annað- hvort með hjálp Spánverja, eða án hennar, ætla Þjóðverjar að ná Portúgal undir áhrif sín. Hernaðarsérfræðingar Þjóð- verja hafa þegar bent á, hverja þýðingu það hefir frá hernaðar- legu sjónarmiði. D ORTÚGALAR hafa engan mátt til þess að standast þýzka árás. Portúgalski herinn er svo lítill, að hann getur ekki vaxið landamærin og hann er ekki þannig útbúinn að hann geti staðizt þýzkar leiftur- stríðsaðferðir. Og loks er portúgalski herinn algerlega háður því að fá vopn og skot- færi úr þýzkum verksmiðjum. Árás Þjóðverja á Portúgal myndi mjög tefja eða jafnvel breyta áætlunum um innrás bandamanna í Evrópu. Hún myndi einnig hafa mjög mikil áhrif á stríðið í Miðjarðarhafi, ekki sízt, ef Hitler gerði til- raun til þess að loka Gibralt arsundi. Hinsvegar myndi myndi brezki loftflotinn fá stærra svæði til árása. Þó er á það að líta,' að kafbátar myndu fá auknar stöðvar til árásar á skip bandamanna og kann vel að vera, að Þjóðverj- um finnist borga sig að gera tilraunina. Leikféíagið, leiksýningar og „fyrirframsalan.“ — Vel- vakandi skrifar um verkamannasmjaður kommimista og efndir þeirra. — Gvendarbrunnar, hundar, kettir, minkar. — Mataræði í Landsspítalanum. — Fyrirspumir frá „Brandi.“ „Á“ SKRIFAIt MÉR: „Mnnch sagffl: (um norsku « landriáms- menniua) Med sig fra Norge de höjsædet tog for at oprejse det bedre...... Yderst mod Norden lyser en ö. Þetta datt mér í hugr í morgnn þegar allir vorn aff spyrja hver annan, hvaff væru fastir frnm- sýningargestir. Viff sem förum á fyrstu- sýningn leikrita ef svo ber undir, furðum okkur á þess- ari „klíkukenndu“ auglýsingu.Við minntumst þess er frú Anna Borg ein bezta Icikkona Norðurlanda, kom hér, hve fallega var auglýst affgöngumiðasalan — hún hófst kl. 1. — Ekkert meff hækkaff verff — samkvæmisbúning og fálkaorð ur effa þv. I. Allir voru velkomnir — til þess aff njóta listarinnar gleffja leikendufr meff nærvern slnni og borga innganginn! Þaff var jafnaffarstefna í verki.“ „HINGAÐ KOMU NORÐMENN þeir sem undu illa annara yfir- ráðum — flýðu konungdóm, tild- ur, smáborgarahátt, til þess að reisa betra ríki — endur fyrir löngu, og síðan stærum við okkur af því að vera elsta lýð- veldi heimsins. Þessvegna kemur þessi framkoma okkur annarlega fyrir sjónir. Við komum í hrein- um og heilum fötum og að sjálf- sögðu í okkar beztu fötum, og við spyrjum enn: Hverjir eru þeir útvöldu?“ „VELVAKANDl" SKRIFAR: „Eginlega er ég hálf ,,fornemaður“ við þig, vegna þess mig vantar fná þér nokkur atriði, sem mér fanst máli skipta að kæmu i blað- ipp. En samt ætla ég að benda þér og ykkur á það, hvað komm- arnir eru fljótir, að éta ofan í sig það sem þeir hafa verið að finna t að og segja. Þeir gera það ekki í blaðinu, en þeir gera það í fram- ' kvæmdum sínum. Þú manst ef til vill eftir því þegar komn'arnir voru að hamra á því að verka- menn væru ekki hafðix frammi við kosningar; þeir væru ekki hafðir nema í vonlausum sætum, kæmust hvergi að fyrii- broddun- um. NÚ STILLA KOMMAR VIÐA um land, ég hefi nú ekki talið hvað marga brodda og fína menn þeir hafa í kjöri. En það er stað- reynd að hér í Reykjavík er ekki verkamaður fyr en í fjórða sæti, Og þó lá það harla nærri að „Kata Skans", en ekki verkamaðurinn hlyti það sæti.“ Á SIGLUFIRÐI var verkamað- ur látinn víkja fyrir .fyrrverandi bæjarstjóra. Þó hafði verkamað- urinn staðið þar í verkalýðsbarátt unni um tug ára, verið í kjöri alltaf meðan erfiðast var upp- dráttar. Og fekk hærri atkvæða- tölu við kosningu til stillingar heldur en Áki fyrrverandi. Það er annað orð eða efndir. — Og það orðtæki á sannarlega vel við kommana .“ GÆTUM VATNSUPPSPRETTU HÖFUÐBORGARINNAR, hinna heilnæmu Gvendarbrunna. Nú er aðeins gaddavírsgirðing um upp- sprettuna, en utan á þá girðingu þarf að koma þéttriðað vímet. Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.