Alþýðublaðið - 21.10.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.10.1942, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2L október 1942. ALÞYÐUBUÐIÐ De Gaulle skrífar um Trúarjátníng hins striðandi Frakklands. GREININ, sem hér birtist, er ejtir Charles de Gaulle hershöfðingja, hinn fræga forystumann hinna strið- andi Frakka. Greinin er þýdd upp úr brezka mánaðarritinu „The World Digest.“ EF ÞAÐ ER RÉTT, sem ég álít, að þjóðir, eins og ein- staklingar, hafi sál, samvizku og hlutverk að inna af höndum, hlýtur að leiða af því, að þær geta neitað sér um ýmislegt og lagt hart að sér á tímum 'þreng- inga. Það er af þessari ástæðu, sem landflótta Frakkar, sem eru sannfærðir um, að franska þjóð- in verði að inna af hendi hlut- verk sitt, hafa ekki viðunkennt, og snunu aldrei viðurkenna, uppgjöf Frakklands í júní árið 1940. Þannig eru franskir ættjarð- arvinir sinnaðir. Þannig eru til- finnjngar allra þeirra, sem trúa á framtíð Frakklands. Sál Frakklands á engan þátt í bak- tjaldamakkinu, blekkingunœn og tvísinnungshætinum, sem fá- einir franskir stjórnmálamenn og hernaðarleiðtogar hafa sýnt, og hún birtist ekki heldur í heigúlshætti þeirra, sem segja, að Frakkar séu sigruð þjóð. ,,Frakkar hafa tapað orrustu, en 'þeir hafa ekki tapað strið- inu.“ Þetta sögðum við í júní- mánuði 1940. Þetta er alheims- styrjöld og örlög mannkynsins eru undir þessari styrjöld kom- in. ÍHvernig gætu þá Frakkar staðið utan við? Ef við reynum að réttlæta þá eða veita þeim hugrakki, þá ljáum við 'þeim mönnum, sem eu að reyna að grafa. undan grunni Frakklands og búa Frökkum gröf. Þótt við látum fortíðina eiga síg og hugsum ekkert um fram- tíðina, getum við ekki neitað því, að Ijómi hefir staðið um nafn Frakklands: Sérhver þjóð hefir lagt sitt til þróunar mannkynsins. Ef til vill er eitt höfuðeinkenni Frakka það, hversu mjög þá langiar til þess að vera alþjóð- legir. Þeir unna frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Að minnsta kosti tvisvar sinum hafa Frakkar ver- ið aðalþjóðin í alþjóðlegum hreyfingum. Krossferðunum og stjórnarbyltingunni. Annar at- burðurinn var vegna Krists, hinn vegna frelsisins. Bergmál þeirrar raddar, sem hljómaði frá landi voru fyrir hálfri annarri öld, hefir ekki þagnað enn þá. Það var víst Roosevelt forseti, sem minnti Vichystjórnina á þáð, að enn þá væri Frakkland land frelsis, jafnréttis og bræðralags. Þetta eitt nægir til þess, að Frakkar geta ekki verið hlutlausir í þess- ari styrjöld. Vegna þess, að réttlæti og þolinmæði eru höfuðeinkenni franskrar skapgerðar, geta rit- höftmdar Frakklands enn þá skrifað í sama stíl og Voltaire eða Lamennais. En Vichystjórn- in er skrípamynd af Frakklandi, og hún vill, að allir Frakkar hugsi eins. Hún vill, að allir Frakkar gangi í takt. * jO RELSI, jafnrétti, bræðra- «■ lag! Þesái hugtök hljóta að verða ráðandi við framtíðar- skipun þjóðfélaganna. Áður fyrr skilgreindum við þessi hugtök. Það, sem nú er hlutverk okkar, er að koma þeim í framkvæmd. Að þessu máli mun franska þjóðin vinna með áhuga, því að hún hefir alltaf verið hliðholl þjóðfélagslegum endurbótum. En ef hún á að vinna að þessu af fullkomnum áhuga, verður hún að vera vitandi um sína eigin þýðingu og mikilleik. EITT af höíuðáhugamálum Hitlers hefir verið það, að spilla sál Frakklands. Væri það ekki mikid sigur fyrir Þjóð- verja, eftir' að þeir hafa afvopn- að frönsku þjóðina og sundrað henni, ef þeir gætu líka spillt sál Frakklands? Iivílíkur dýrð- arljómi myndi ekki sveipast um möndulveldin, ef þjóð þeirra Descartes og Pascals, Pasteurs og Cuxies aðhylltist fagnaðar- erindi Hitlers, sem hann boðar í guðspjalli sínu í Barátta mín! Til þessarar starfsemi hefir Hitler verið svo ósvífinn að nota þá af leiðtogum Frakka, sem áttu sök á uppgjöfinni 1940, og vonast eftir sigri Þjóðverja sem hinum eina möguleika til þess að sleppa við refsingu glæps síns. En þótt honum hafi tek- izt að finna menn,. sem vilja svíkja land sitt, þá er almenn- ingsálitið þannig, að það lætur ekki blekkja sig. Nú skuluð þið, ef þið viljið, hlusta á raddir Frakklands. Leggið eyrað niður að jörðinni og hlustið á þessar raddir. — Hlustið á bréfin, sem hafa sloppið gegnum bréfaskoðunina. Við vitum, hvað þessir menn hugsa, og við vitum jafnvel, hvað þeir segja eða hvísla heima hjá sér, á strætunum, í verksmiðjunum og á markaðs- torgunum. Hlustið á, hvað konan sagði, þegar hún stóð yfir rústum heimilisins í Billancourt, en brezki flugherinn hafði sprengt húsið í loft upp. — Þetta skiptir engu, ef það aðeins flýtrr fyrir því, að við verðum frjáls á ný. Dvöl þýzkra hermanna á Fraikklandi hefir haldið við hatrimi á óvinunum. Þegar Bandaríkin fóru í stríðið, var Frökkum það ljóst, að þeir máttu ekki gefast upp. En löngu áður höfðu margir Frakkar getað sloppið úr landi, og nú hafa þeir allir gengið undir eitt merki. Þeir haí'a án afláts barizt fyrir frelsi lands síns og endurreisn ,þess. Þetta hefir gefið þeim Frökkum, sem heima búa, byr undir báða vængi og gefið vonum þeirra aukinn mátt. * TIL þessara manna mæna nú vonaraugum allir þeir Frakkar, sem elíki hafa misst trúna á sjálfa sig. Það er bar- átta þessara manna, sem fær meiri hluta frönsku þjóðarinnar til að líta enn þá á óvinina sem óvini, svikarana sem svikaxa og bandamenn sem bandamenn. Sál Frakklands býr ekki í harð- síjóranum, heldur í baráttu- mönnuœ frelsisins og nsannúð- arinnar. Vantar nokkra verkamenn í innanbæjarvinnu Jén Ganti. Sími 1792 ----------------------- Hia margeftirspurðii ulBartepp! KomiD aftnr. Enn~ fremar goff ímí af kasngaras ©S drengjafataefainui. Verksmiðjuútsalan. • 6 \ _ I 'j ; fiefjn-Um, Aðalstræti Góður eiginmaður. Cliff Thompson er sölumaður í Bandaríkjunum. Hann vegur 460 pund og er talinn vera yfir 8,7 fet á hæð. Á myndinni sést hann vera að hjálpa konu sinni við eldhússtörfin. Thomp- son hefir látið smíða, sér sérstaka bifreið, sem hann ekur í á söluferðum sínum. Hrunadansinn okkar. — Vísitalan nýja og kosningarn- ar. — Þróunin heldur áfram. ÍSITALAN ER KOMIN upp í #50, kommarnir komnir npp í tæp 6000 atkvæði í Reykjavík. Svona Ieikum viff okkur héma. Þaff eru ekki allir leikir eins! Beztir eru þeir, sem ekki krefjast neinnar hugsunar, dansandi líffum við um leiksviffiff, ekki þó meff gleffi í augunum, heWur hatur og tortryggni, úlfúð og íllgirni. Skál í vodka! NÚ KEMCR stjórnartímabil Ól- afs Thors og Jónasar Jónssonar. Það verður stjórnað með harðri hendi atvinnumálum, félagsmál- um, verzlunarmélum — og svo andlegum málum. Fólkið vill ekki heiðarlega, rólega umbótastarf- semi. Það vill bara slagorð og hávaða! Á ÞVÍ KJÖRTÍMABILI, sem nú er að hefjast, er hætta á að al- þýða manna tapi miklu af því, sem Alþýðufl. hefir aflað henni af'rétt- indum og umbótum á undanförn- um árum. Og það mun taka lang- an tíma fyrir hana að afla sér þess alls aftur. KOMMÚNISTAR HALDA, að þetta muni auka byltingarhneigð fólksins og flýta fyrir framkvæmd sósíalismans. Ég trúi því ekki. Mér finnst reynslan annars staðar hafa afsannað þetta, Það er hægara að kúga atvinnulausa alþýðu en bjargálna. En úr þessu deilumáli sker reynslan. OG ÁRNI FRÁ MÚLA komst ekki að. Gefst hann nú upp við flokkinn sinn? Hann jók þó fylgið að miklum mun, enda hafði ?j§nn ekkert fram að færa í kosninga- baráttunni frekar en kommúriist- ar, en það er nú skilyrði fyrir því að vinna fylgi! ÉG BÝST ÞÓ EKKI VIÐ því að Alþýðuflokkurinn bregði út af sinni venju. Hann mun halda á- fram að gera ráð fyrir því að hann tali við hugsandi fólk. Hann hefir ákveðna stefnu. Hann berst fyrir henni — og svo ræður fólkið hvort það vill hana eða ekki. Þess er að velja á milli. NÚ ER KOMMÚNISTAFLOKK- URINN orðinn allstór flokkur. Nú á hann að standa á verði fyrir al- þýðuna. Nú krefur hún hann reikningsskapar. Nú. á hann að halda í þær umbætur, sem Alþýðu- Framh. á 6. síðu. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.