Alþýðublaðið - 22.10.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1942, Blaðsíða 3
íFSmmtadaí»'ur 22. október 1942. ALÞYÐUBLAÐIO Flughetjur Midway-orustunnar heiðraðar. Myndin er tekin á flugvellinum í Honolulu ‘þegar 79 flugmenn sem þátt tóku í Midway- orrustunni voru sæmdir heiðursmerkjum fyrir frækilega framgöngu. Eins og menn muna beðu Japanar mikið herskijaatjón vegna loftárása badarískra flugvéla í þeirri orrustu. 28 bonur úr Rauða Krossi Bandaríkjanna tóku við heiðursmekjum þeirra flugmanna, sem í orrustutíni og verða þau send ættingjum þeirra. Barizt dr vfirráðin á Volgu. ---------*-------- Síðustu áhiaupum Þjóðverja í Stalin^ grad hrundið. Þýzkar flugvélar varpa tundurduflum niður á Volgu. ÞJÓÐVERJAR hafa ekkert sótt fram í Stalingrad undanfarna tvo sólarhringa. Þjóðverjar segjast vera að Iireinsa til í |>eim hverfum, sem þeir hafi tekið að undanförnu, því að rúss- neskar leyniskyttur leynist þar í rústunum. Þjóðverjar hafa styrkt mjög aðstöðu sína í Stalingrad síðan þeim tokst að ná þessum hverfum, en Rússum hefir tekizt að safna kröftum á ný, og hafa þeir hrundið mörgum áhlaupum Þjóðverja í norðvesturhverfinu s. 1. tvo sólarhringa. Rússar nota nú allt, sem getur flotið til að ferja á vistir, lið og hergögn vestur yfir Volgu til verjenda Stalmgrad. Úrvalssveitir rússneslcra sjóliða hafa verið sendar til Stalin- grad til að aðstoða verjendur borgarinnar. Áður höfðu Rússar sent til borgarinnar skyndiálilaupasveitir undir forystu Rodim- stev s. Þjóðverjar hafa varpað tundurduflum úr flugvélum niður á Volgu og halda uppi stöðugum loftárásum á ferjurnar. En rússneskir tundurduflaslæðarar vinna að því að eyðileggja tundurduflin, þótt þeir séu aldrei óhultir fyrir skothríð óvinanna. Kyrrafaafið: Bandaríkjamenn missa 2 tindirspiUi við Salomonsejrjar. Sðkn á Nija-Gnioiu Norður af borginni hefir* Timoshenko hafið nýjar árás- ir og brotizt inn í víglínu Þjóð verja, en Þjóðverjar tilkynna, að þessum áhlaupum hafi verið hrundið tili baka. Á Mosdok-vígstöðvunum til- kynna Rússar að herir þeirra hafi tekið eitt þorp aftur af Þjóðverjum, en á öðrum stað þeirra vígstöðva hefir Þjóð- verjum orðið eitthvað ágengt. Sókn Þjóðverja til Tuapse virðist stöðvuð í bili. Þjóðverjar segja frá því í fréttum sínum, að það snjói nú mikið í Kákasus og sé víða 3 metra djúpur snjór. Rússar tilkynna, að þeir hafi sökkt rúmenskum tundurspilli á Svartahafi og 3 skipum á Ba- rentshafi, samtals 60 þús. smál. iji í Serbneskum ættjarðarvinum sem átt hafa í bardögum við þýzkar stormsveitir í norð- vestur Bosníu hefir tekizt að ná á sitt vald tveimur þýðing- armiklum fjallaþorpum, Kljuc og Merkonitshgrad. 40 norskir sjómenn hafa enn strokið af þýzkum skipnmí lyfEIRA en 40 norskir sjó- X»J.menn hafa flúið af norsk- um skipym sem voru undir yf- irráðum Þjóðverja, á leið'inni um Kattegat. er tilkynnt frá sænsk-amerísku fréttastofunni í Stokkhólmi. í einu tilfelli strauk öll skips höfnin af skipi einu eftir að liafa læst skipstjórann og stýri- mann inni. Þann áttunda októ- ber komu 21 norskir sjómenn til Lysekil. Þetta var ■met eins dags. Einnig er tilkyimt að hryðju- verkin sem nýlega áttu sér stað í Noregi hafi gert það >að verk- um að sænsku blöðin lasta Þjóð vei'ja af meiri ákafa en áður. Blöðin skýirðu frá því að jþeir sem líflátnir voru hafi ekki get að verið viðriðnir skemmdar- starfsemi, vegna þess að þeir hafi verið fangar þegar fram- k væmdimar skeðu. JAPANIR hafa ekki gert frekari tilraunir til að land setja lið á Guadalkanal. Hins vegar hafa Japanir gert loftá- rásir á flugvöll Bandaríkja- manna á eynni. Bandaríkskar flugvélar, sem réðust gegn flug vé.lum Japana hafa skotið nið- ur 2 sprengjuflugvélar og 16 steypiflugvélar. Flotastjórn Bandaríkjamanna hefir tilkynnt tap tveggja tundurspilla við Salomonseyj- ar. Bandaríkskar flugvélar, sem réðust á 3 japanska tundur- spilla við Salomonseyjar tókst að hæfa einn þeirra. ( Japanir hafa dregið saman mikinn skipaflota norður af Salomonseyjum. Ástralíumenn hrekja nú Ja- pani niður Owen Stanley-íjöll-' in, þrátt fyrir öfluga mót- spyrnu þeirra. í gær voru þeir hraktir 5 km. Markmið Ástra- líumanna með sókn þessari er að sækja til Kokoda, en þar eru aðalbækistöðvar Japana. Fljngandi virki gera loftárásir á flngvöil eg kafbátastðö i Frakklandi. London í gærkveldi. LJÚGANDI virki fóru til árása á meginlandið í dag. Það var tilk. í Bretlandi í dag. að fljúgandi virlú og brezkar orustuflugvélar hafí gert loft- árásir á kafbátastöðvarnar í Loriean og á flygvöll hjá Cher burg. 3 sprengjuflugvélar komu ekki aftur til bækistöðva sinna , úr árásunum. > Smuts segirs Timi séknarinaar er knmino Rússar haf a bakað Þjóðverjum mikið tjóxa Frakkland er ekki daatt. Það sefur, --------*-------- London í gærkvöldi. O MUTS marskálkur og forsætisráðherra Suður-Afríku á- ^ varpaði báðar deildir breska þingsins í dag. Þeisr Churchill, Lloyd George og forsetar breska þingsins fylgdta honum inn í salinn og var honum ákaft fagnað af þing- mönnum. Lloyd George aldursforseti breska þingsins setti þing- fund og lýsti ánægju sinni yfir því að mega kynna fyrir þingheimi Smuts marskálk „hinn- vitra, og reynda stjór»- málamann" eins og Lloyd George komst að orði. Síðan tók Smuts til máls. Smuts þakkaði þann heiður sem sér væri sýndur. Hanm fór síðan lofsamlegum orðum um Lloyd George, sem var forsætisráðherra Breta í síðustu heimsstyrjöld og sagði að undir öruggri forystu hans hafi Bretum tekist að sigra í síðustu heimsstyrjöld. Nú í þessari styrjöld hafi Bretar eignast annan frábæran forystumann, þar sem Winston Churchill er. Hann sagði að 'ræður ChurchiII á hinum ýmsu tímum styrjaldarinnar hafi ékki aðeins verið leiðar ljós og hvatning til Breta heldur allra Bandamannaþjóðanna. BRESKU SAMVELDIS- . . LÖNDIN. Síðan minntist Smuts í ræðu sinni á brezku samvóldislönd- in. Hann sagði að með stofnun bréska heimsveldisins ’hafi ver- ið gerð stærsta tilraun sögunn- ar til þess að skapa friðsamlegt samstarf .margra ríkja og þjóða. Hann kvað að þrátt fyrir öll á- föll þess í stríðinu. myndi brezka heimsveldið koma sterk ara en nokkru sirini áður út úr þessari styrjöld. ‘HETJUSKAPUR BREZKU ÞJÓDARINNAR. Því næst ræddi Smuts um hetjuskap brezku þjóðarimiar í þessari styrjöld. Hann sagði, að það myndi aldrei gleymast í sögunni hvernig brezka þjóðin snérist við atburðunum eftir fall Frakklands þegar allt virt- ist vera tapað og svo þegar Þjóð verjar hófu loftárásir sínar á Bretland, Þeir héldu þá einir merkinu á lofti, þó ekkert virt ist framundan nema braut þyrnum stráð. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR. Þá vék Smuts í ræðu sinni að þátttöku sameinuðu þjóðanna í styrjöldinni. Kínverjar hafa bar izt hetjulegri baráttu í 4 ár gegn innrásarherjum Japana. Hinar litlu þjóðir sem berjast með Bandamöninmn skapað sér orðstír, se mlengi mun í minn- um hafður. Hin frækilega vörn .Grikkja gegn ítölum imun seint gleymast, sagði Smuts. Rússar hafa harizt að þeirri mestu þrautseigju og harðfengi sem þ'ekkst hefir í 'þessari styrj- öld oig þeir einir hafa bakað Þjóðverjum> verulegt tjón. Þátt- taka Bandaríkjanna í stríðinu hefir haft stórkostlega þýðíngu. Smuts sagði að það mætti ekki gleyma Frakklandi. Frakkland er ekki dautt. Það sefur, en það vaknar þegar kallið kemur. Frh. á 7. síðu. BeYir slotið 309 Þjóðverja. Hún fær hríðsboíabpsi að gjof frá Bandarikf- unum. Liudmila Pavlichenko. LIUDMILA Pavlichenko, rússneskri stúlku, sem er liðsforingi í rauða hernum og hefir getið sér það til frægðar að hafa frá byrjun stríðsins í Rússlandi skotið 309 Þjóðv. verður send liríðskotabyssa að gjöf frá Bandaríkjunum. Hríðskotabyssan er gjöf frá meðlimum vélamannadeildar C.I.O. í Colt Firearms-verk- smiðjunum. Byssan hefir verið afhent æskulýðsnefnd „Rúss- nesku stríðshj álparinnar í Bandaríkjunum og var 'merkt tölunni „310.“ TRAFALGAR-DAGUR í ENG- LANDI. T GÆR var aninnst í Eng- * landi, að þá voru liðin 137 ár síðan Nelson vánn hinn fræga sigur sinn í sjóorustunni við Trafalgar. í tilefni dagsins var það til— kynnt, að Bretar hefðu tekið tvö ný orusttLskip í notkun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.