Alþýðublaðið - 22.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.10.1942, Blaðsíða 6
6* ALPYOUBLAOIÐ _________ Fimmtudagur 22. oktúber 1942. Þróun félagsmála- löggjafarinnar. Frh. á 4. síðu. standandi stríð vor-u Norður- Idnd um allan heim viðurkennd forgöngulönd réttlátrar og full- kominnar félagsmáJalöggjafar. Hámark alhliða löggjafar um alþýðutryggingar og opinbera forsjá hingað til má.sjálfsagt telja hinn mikla lagabálk Dana „Socialreformen“, sem sam- þykktur var 1033 og kenndur hefir verið Steincke, þáverandi félagsmálaráðherra. Norðurlönd munu fyrir yfir- standandi stríð haf a verið komin nær því en nokkur önnur lönd að gera þá hugsjón að veruleika sem lýsir sér í orðum hins danska skálds: ,,Og da har i Rigdom vi drevet det vidt, naar faa har for meget og færre for lidt “ Quisling Indlands. (Frh. af 5. síðu.) Hitlers. Eftir dauða Heyderichs fór Bose, sem var í Prag, til Sofia, til þess að ræða við Boris. Því næst heimsótti hann Búká- rest, Belgrad, Budapest og Tyrkland. Alls staðar reyndi hann að útvega stuðning við „frelsisstyfjöld Indverja“ qg Allir kannast við ameríkska bófaforingjann A1 Capone, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir skattsvik, enda þótt hann hefði marga stæfri og verri glæpi á „samvizkunni. Hahn hefir nú verið látinn laus og er kvæntur á ný. [ ■ 1 HANNES Á HORNJONrU (Frh. af 5. síðu.) ins — þessara,. sem eru 'yfir 40 ára.“ Eftir námið nítján alda neyð er signet mannsins valda, herjar rángjörn hyggjan kalda höfin, jörð og loftin blá. Kristnin er sem kalið strá. Klökkar súlur kærleiks tjalda klæðir hræsni víma. Horfa niður herrar vorra tíma. Stefna hels í hugum manna, hjartasláttur framfaranna, víðfeðm bylgja viðburðanna veifar þungri neyðarspá. Kristnin er sem kalið strá. Breiðar elfar blóðstraumanna býsn og ógnir stíma. Horfa niður herrar vorra tíma. Heimskan kitlar valdið villta, vekur mannsins eðli spillta, elur hræsni trúar tryllta, treður spor á bleikum ná. Kristnin er sem kalið strá. Stofni lífsins býst að bylta, bragi hels að ríma. Horfa niður herrar vor artíma. Lítil von aö lýsi bráðum Ijós frá mannsins valda sáðum, brjálæðis af ríkum ráðum rósir manndóms falla’ í dá. Kristnin er sem kalið strá. Hvergi sést frá hærri gráðum hagnýt vegar skíma. Horfa niður herrar vorra tíma. Jón frá Hvoli. J. G. SKBIFAR: „Nú iangar mig til að spyrja þig um hvert sé eiginlega raunverule'gt starf loft- varnabyrgisvarðanna og hvar ber þeim að vera'á meðan hætta stend- ur yfir. Ég efast um að margir þeirra viti nokkuð hvert starf þeirra ér í raun og veru. Ég tel einnig gott fyrir byrgisgesti að vita hvað byrgisvörður er. — Er starf hans' utan dyra eða innan? Og hvað á hann að gera?“ „HVEK Á AÐ HAFA BEKKI og annað í byrginu í reglu? Hver á að hreinsa þar til? Eins og gefur áð skilja, er þetta oft mjög mikill átroðningur og ohreinindi, sem þetta getur borið með sér, og þá alveg sérstaklega bvimleitt, þar sem byrgi hafa verið tekin í íbúð- arhúsi fyrir vegfarendur, svo mað- ur tali nú ekki um að nokkuð slíkt sé látið leyfast inni í íbúðum fólks þó í kjallara sé. Slíkt hlýtur að vera alveg óþolandi fyrir viðkom- andi íbúa.“ „ÞEGAR MERKI ER gefið ná- lega á hverjum degi og stundum tvisvar, þá gefur það að skilja, að hér er orðinn mikill átroðningur og að sumu leyti skemmd á við- komandi stöðum. Hér verður ann- að að koma til sögunnar, sem bæði veitir meira öryggi og önnur þæg- indi fyrir alla aðilja, sem þessum störfum eru háðir, og í skjól þessi þurfa að flýja.“ BYRGISVERÐI ber áreiðanlega að vera í byrginu eða við byrgis- dyrnar. Hann verður að hafa eftir- lit með byrginu og nothæfni þess. Honum ber einnig að líkindum að hafa samband við yfirmenn sína um ræstinguá byrginu. Hannes á horninu. reyndi að öðlast samúS með því að þykjast vera „fórnarlamb lýðræðisins". Þessi einkavinur og fulltrúi Hitlers efir reynt að telja mönnum trú um, að hinar vestrænu lýðræðisstjórnir fari illa með þær þjóðir, sem þær stjómi. Þessi áróður átti einnig að gilda til þess að ná vináttu Mannerheims í Finn- landi og Knut Hamsuns í Noregi. Hin hættulega stefna Subhas Bose er í eðli sínu mjög ein- föld. Hún r byggð á þeirri í- myndun, að ekkert gott geti komið frá Englandi. Vissulega lítur hann á sjálfan sig sem mikinn stjórnmálamann og von- ast eftir, að hann geti teflt Japönum gegn Þjóðverjum og ítölum, Indverjum til hagnaðar. En í raunveruleikanum er Bose ekkert annað en verkfæri í höndum einræðisherránna, og hann leikur sa-ms konar hlut- verk og kvislingarnír í Evrópu, sem hafa ger.t þjóðir sínar að þrælum. Tiúlofun. Trúlofun sína opinberuðu á laug ardaginip ungfrú Lilja Sigurjóns- dóttir, Leifsg. 9 og Jón Sigurðsson, Hringbraut 180. í Hringið í síma \ ! 4900 ! i S $ Og gerist áskrifendur að ^ ! Alpýðublaðlna. j s s s s Merkilegur visir tll leiklist- arstarfseml I Hafnarfirði. KUNNINGI minn, borinn og barnfæddur Hafnfirðing- ur, sem ég átti taí við nýlega, lét svo um mælt, að sér fynd- ist sama máli að gegna með Hafnarfjörð og dreifbýlið, unga fólkið flykktist þaðan til Reykjavíkur eða eitthvað ann- að. Gamla fólkið eitt sæti eft- ir, rorrandi á húsatröppum, — sleikjandi sólskinið og veður- blíðuna, eða „sprangandi eins og höfuðsóttarrollur á gróður- lausum öræfum.“ Þetta er aftur á móti alröng mynd af Hafnarfirði dagsins í dag. Þar flýgur tíminn, pen- ingarnir og nú flýgur unga fólkið aftur í Fjörðinn, ef það þá hefir nokkurntíma horfið á braut. Hitt má til sanns vegar færa, að miðað við fólksfjölda, hafa skemmtanirnar verið fáar og fábreytilegar suður þar, að því er ókunnugum virðist í fljótu bragði og mun um það mega kenna því, hve nærtækt er að sækja skemmtanir til höfuð- staðarins. Engum mun vera betur ljós nauðsyn úrbóta á þessu sviði, en einmitt æskunni þar í bæ. Hafa því nokkrir ungir Hafn- firðingar bundizt samtökum um leiklistarstarfsemi og þeg- ar náð merkilegum árangri. — Þegar þess er gætt, að starf þetta er á byrjunarstigi, spáir það símnarlega góðu um fram- tíðina, að leikur sá, „Æfintýri á aönguför,“ er sýndur var þar á s.l. vetri, var leikinn þá 15 sinnum að sögn, og voru áhorf endur þó hvergi búnir að fá nægju sína, ]?ví nú varð, vegna ítrekaðra tilmæla, að taka leik- inn til sýningar að nýju. Má geta þess, að áður hefir enginn leikur náð fleiri en 8 sýningar- kvöldum þar syðra í röð. Hvað vel er af stað farið, hefir að sjálf sögðu ýtt undir þessa ungu áhugamenn, að láta ekki svo búið standa, enda hyggja þeir til stórræða á næstunni. Ákveð ið hefir verið að taka hinn vin- sæla og sprenghlægilega gam- anleik, „Þorlákur þreytti,“ til sýningar strax og „Æfintýrið“ hefir farið sigurför sína. Ekki ætti það að spilla ánægju hafn firzkra leikhússgesta, að Har. Á. Sigurðsson hefir ráðizt til að leika aðalhlutverkið (hann er líka orðinn gráhærður í al- vöru) og væntanlega fer núv. „revyustjarna“ bæjarins, frú Emilía Jónasdóttir, með aðal- hlutverk leiksins. Það, sem staðið hefir í vegi fyrir þróun leiklistar í Hafn- arfirði, að því er kunnugir hafa tjáð mér, er skortur á húsnæði og aðallega öðrum útbúnaði til sýninga, óg eru það því léttir gamanleikir, sem ekki útheimta leiksviðstækni — svo nokkru nemi, er helzt hafa verið sýnd- ir. Hafa þó hafníirzkir leikarar og leiklistarunnendur fullan hug á að taka þyngri og veiga- meiri verk til viðfangs, en það hefir strandað á ónógum og oft illum aðbúnaði. Nú birtir aftur á móti mjög yfir á þessu sviði, því Hafnar- fjarðarbær er að láta reisa stór hýsi eitt mikið við Strandgötu, þar sem komið verður fyrir á- gætu leiksviði, svo og tækjum til kvikmyndasýriinga. — Voru enda leikararnir þar syðra ekki lengi að nota tækifærið, heldur settu sig þegar í samband við bæjaryfirvöldin og fengu þau til.að koma útbúnaði þar fyrir — svo hentugast væri leiklist- arstarfseminni. Voru óskir óskir þeirra og tillögur og tekn ar til greina. Þar verður kopaið fyrir sérstöku, mjög fullkomnu búningaherbergi, ,,smink-“her- bergjum, ljósaútbúnaður settur upp með leiksviðsnotkun fyrir augum, leiktjaldageymslur o. fl. Má segja, að augu þeirra allra, sem við leiklist fást og leiklist unna í Hafnarfirði ihæni á þetta hús. Þar á að verða framtíð- arheimili hafnfirzkrar leiklist- ar ,en ekki gráir steinveggir, sem skýla matvælum og öðrum nauðþurftum erlendra manna, vegna framtaksleysis þeirra, er málum áttu að ráða. G. S. Hræsnarar. ALLTAF eru kommúnistar samir við sig. Fyrir al- þingiskosningariiar jusu þeir úr skálum reiði og rógs yfir Sig- urjón Á. Ólafsson, birtu af honum skrípamyndir ög töldu hann verkalýðssvikara. í blaði sínu og með rægirófum sínum eltu þeir hann á röndum með alls konar óþverra og álygar. En nú, eftir kosningarnár, eftir að þeim tókst að firra Sigurjón þingsæti, taka þeir sig til að tala um, að það hafi Ver- ið rétt að efla Sigurjón til for- ystu á sviði stjórnmálanna. Vei yður, þér hræsnarar, Sigfús og Einar. Seinna opnast augu alþýðunnar fyrir skemd- arverkum yðar óg skaðsemi, rógi og yfirdrepsskap. En Áki Jal^obsson er kallað- ur „einn skeleggasti baráttu- maður hinnar ungu íslenzku verkalýðshreyfingar.“ Hann er „lítilmótlegur Íögfræðingur,“ svo notuð séu orð Þjóðviljans. Og auk þess er hann einn af hinum nýríku stríðsgróðamönn um, er græðir offjár á striti íslenzkra sjómanna. En hvað hefir hann yfirleitt gert fyrir sjómennina og verkamennina? Ekkert. En hann er einn í for- ingjaklíku þeirri, er stráir ryki í augu íslenzkrar alþýðu. Síðar koma þeir tímar, er á- þján þessarar ófrægingarklíku verður velt af bökum alþýðunn ar. Sundrungarflokkur alþýðu — kommúnistaflokkurinn — á eftir að steita skip Sitt á skeri — og verða dæmdur óbætandi. Gamall sjómaður. Revyan , „Nú er það svárt, maðúr", er sýnd í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.