Alþýðublaðið - 23.10.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.10.1942, Blaðsíða 3
f Föstudagur 23. október 1942. ALÞÝPUBLAÐiO loair og lin flýja frá Noregi. TVÆR nor$kar konur, báðar mjög ilia klæddar, komti mjög nýlega yfir sænsku landa- mærin. Þær höfðu með sér tvo ídxengi sína, annan tveggja ára en hinn þriggja ára gamlan. Með konrnn þessum komu fleira , flóttafólk, hæði konur og karl- ar á aldrinum 20—35 ára. Blaðamaður frá Aftenbladet í Karlstad hefir átt tal við einn flóttamannanna, sem sagði að Jbað væri erfitt að lýsa því hvað ástandið í Noiregi væri í raun og veru aivarlegt. „Þegar «þér at- hugio það að margur kýs held- ur að skipta á heimili sínu í Noregi og flóttamannabúðum í Svíþjóð, þá getið þér ímyndað yður hvernig ástandið er“, sagði flóttamaðurinn. En þér hættið lífi yðar með því að flýjá yfir landamærin, sagði blaðamáðurinn. „Við skulum ekki vera að tala um áhættu. Vitið þér hvað við leggjum 1 hættu með Íþví að dvelja heima í Noregi? Lífið í .Noregi er efcki mikils virði í dag. Landi okkar hefir verið breytt í Œíelvíti“. Aftenbladet segir ennfremur frá því að flóttamen nirnir verði oft að lifa vikum saman í skóg- unum matarlausir og iHa klædd- ir. Það kemur oft fyrir að flótta fólikið verður að ganga 100— 150 km. áður en það kemst til landamæranna ,og allt af á það von á því að verða handsamað af þýzkum hermönnum. Mlðjaffðarhafið: Hemaðaraðgerðir í lofti yfir Lybii og lalta. B' ANDAMENN gera nú dag- lega árásir á hernaðar- stöðvar möndulveldanna í Li- byu og Egyptalandi. Flugvélar. Bandamanna gerðu i gær loítárósir á járnbrautina á milli Sidi Barani og Gambut. 3 flugvélar mandulveldanna ■ voru skotnar niður. Enn fremur voru gerðar loft- árósir á Tobruk. 3 flugvéla er saknað. Flugvélar möndulveldanna gerðu nýja atlög'u að Malta í gær, en fáum flugvélum tókst að komast inn yfir eyna. Ein flugvél möndulveldanna var skotin niður. Bretar misstu enga flugvél. ítalir reyndu að varpa sprengjum niður ýfir Gibraltar, en voru hraktir á flótta og vörpuðu enn einu sinni sprengj- um sínum yfir spanskt land. . .Sænskir blaðamenn hafa að tmdanförnu verið á ferðalagi um Bandaríkin. Þeir voru við- staddir . síðasta . umræðufund Roosevelt með blaðamönnum.. Darlan . meðlimur . Vichy- stjómarinnar er nú staddur % Dakar og er sagt, að hann sé 'þiar í eftirlitsferð. ^ Skip til skriðdrekaflutninga. r • Myndin ær af nýrri gerð skipa,, sem smíðuð eru nú í Bandaríkjunum í stórum stíl og eru ætluð til þess að flytja skriðdreka. Hvað svona skip getur flutt marga skriðdreka er hald ið leyndu af hemaðarlegum ástæðum. Urslit bardaganna mllli Donog Volgu ákveða ðrlðg Stalingrad Engin breyting í Stalingrad.' Snjór fellur á suðurvígstððvum London í gærkvöldi. JÓÐVERJUM hefir ekkert frekar orðið ágengt í Stalin- grad og einnig virðist sókn þeirra stöðvuð í Kákasus. Timochenko hefir brotizt í gegnum tvær varnarlínur Þjóðverja norður af Stalingrad, er þetta viðurkennt í frétt- um Þjóðverja, en þeir segjast hafa gert áhlaup og hrundið hersveitum Timochenko til baka. Talsmaður þýzku herstjómarinnar sem ræddi um har- dagana í Stalingrad í dag, sagði, að örlög Stalingrad yltu á bardögunum milli Don og VolgU. Snjór. hefir fallið á vígstöðvunum milli Don og Volgu og bráðnaði hann fljótt og breytti öllu i aur. Þjóðverjar kvarta líka undan að veðurfarið hamli mjög öllum hemað- araðgerðum. þeirra á Mosdok-vígstöðvunum stöðvast í bili. Loftárásirnar á meginlandið. arasir Brezkar flugvélar gerðu björtu á jámbrautar- línur og samgöngumiðstöðvar í Noyður-Þýzkalandi. Hópur brezkra sprengjuflug- véla. fór til árása á Norðvestur- Þýzkaland og Ruhr-hérað. Eínnig var farið í árásarleið- angra til hernumda hluta Qnislino sendir njésn ara til Svíþjóðar. FRÉTTIR frá Svíþjóð hexm* að Quislmg hafi setó nokra nasista sína til Svíþjóðaar til að njósna um Norðmenn þé sem dvelja í Svíþjóð. Stokkhólmsblaðið „SociaA- ' demokraten“ hefir átt tal við Höyer forstjóra félagsmálaskríl stofunnar og spurt hann hvers- vegna quislingamir séu ekM sendir aftur til Noregs. Hann sagði iað flestir þeirra vildu ekki viðurkeama að þeir yæru quislingar, stundum játa þeir að hafa verið meðlimir National Samling, en hafi lent í_andstöðu í.flokknum.ogjverið reknir úr honum. Aðrir þeirra þykjast vera flóttamemi, en í gegnum nobska ættjarðarvini, sem hér em landöótta hefir komizt upp um þá og sannast að þeir tilheyra flokki Quisl- ings. Það kemur oft fyrir að þeir sverja að líf þeirra liggi við, ef við sendum þá aftur tál Noregs og þegar svo stendur á er ekki svo þægilegt fyrir okk- ur að senda þá til baka, þó sterk ur grunur liggi á þeim. Það ihefir þó stuindum komið fyrir, að eftir að þeir hafa ver- ið hafðir í haldi nokkurn tíma, að 'þeir hafa óskað eftir að verða sendir aftur til Noregs“, sagðí forstjórinn. Frakklands, þar var aðallega ráðist á samgönguleiðir og skip út af ströhd Frakklands. Þjóðverjar tala um í fréttum sínum að þeir hafi tekið nokkur götuvígi og skotgrafir í verk- smiðjuhverfinu í Stalingrad og tekizt með því móti að stytta víglínu sína. Þeir segjast og gera stöðugar loftárásir á sam- gönguleiðir Rússa yfir Volgu. Rússar tilkynna, að þeir haldi öllum þeim húsum, sem þeir tóku aftur af Þjóðverjum í gær og hafi hrundið 9 áhlaup um þeirra. í þeim árásum mistu Þjóðverjar 16 skriðdreka. í áhlaupi Timoshenkos norð- ur af Stalingrad, þar sem aðal- bardagarnir eru nú háðir, féllu 200 Þjóðverjar. Vegna mikils skriðdrekatjóns Þjóðverja hafa stór áhlaup Cliianci Kaj Ghetet Japanir verða gersigraðir CHIANG KAl CHEK mar- skálkur hefir flutt ræðu, þar sem háhn sagði, að næsti áfangi Kínverja í stríðinu væri að hefja sókn gegn Japönum og hrekja þá úr landinu. Hann sagðist ekki efast um það, að Japanir yrðu gersigraðir eins og hin möndulpeldin í þessu stríði. Hann fór lofsamlegum orðum um Breta og Bandaríkjamenn fyrir að hafa afsalað sér for- réttindum sínum í Kíná. Sókn Þjóðverja til Tuapse virðist einnig stöðvuð og hafa Þjóðverjar ög Rúmenar beðið par feikna manntjón, misst 4000 menn í 11 daga orustum, sem hafa staðið þar yfir og geisa enn. Refsing nazista eftir stríðið. . London í gærkveldi. TRYGEV LIE, utanríkis- málaráðherra Norð- manna talaði í London í dag. Hann sagði, að.þau 1000 norsku skip, sem sigldu um öll heims- ins höf hefðu í öllu hlýtt fyrir- mælum norsku stjórnarinnar í London. ZJtanríkisráðherrann sagði ennfremur, að þeir meðlimir National Samling í Noregi, sem væru ábyrgir fyrir hryðjuverk um, yrðu einnig dregnir fyrir hinn álþjóðlega dómstól Banda manna, sem kæmi til að dæma í stríðsglæpum nazista að styrj öldinni lolánni. Áður hafði utanríkismála- ráðherra Pólverja lýst því yfir að pólska stjórnin hefði samið lista yfir 3000 þýzka nazista, sem framið höfðu hryðjuverk í Póllandi. Ræða Kalinfns: Þjóðverjar hafa beðið meira manntjón en Rússar. Matvælaskortur aðaláhyggjuefni Rússa --*----&----— London í gærkvöldi. TjT ALININ forseti Sovétríkjanna flutti ræðu í dag á þingi rússnesks æskulýðs. Kalinin sagði í ræðu sinni að tjón Þjóðverja í stríðinu í Rússlandi væri orðið meira en Rússa. Hann kvað her- gagnaframleiðslu Rússlands ganga vel og væri rauði her- inn nú betur vopnum búinn en í byrjun stríðsins. Hann sagði að aðal erfiðleik- ♦ ar Rússa væri á sviði matvæla- framleiðslunnar og mikil átök þyrfti að gera til þess að hægt yrði að veita þjóðinni nægilegt brauð eftir að Þjóðverjum tókst að ná hinum frjósömu landbún- aðariióruðum frá Rússum. Að lokum sagði hann að þa væri hlutverk rússneskrar æsku a byggja upp landið á ný eftir að Þjóðverjar faafi verið reknir út fyrir ilandamæri þesS. En það verður ábyggilega gert, sagði Kalinin. 18 ára karlmenn herskyldir í Bret- iandi. " — ^ '*■ ir GEORGE VI. Bretákonung- ur hefir undirskrifað lög, sem heimila ríkisstjóminni að KyrrahafssMdii ASTRALÍUMENN hafa gert nýja hliðarárás á her Japana í Owen Stanley-fjöll- unum. Japanar láta enn und- an síga. Afstaða Japana kemur mjög til að versna, ef Ástralíu mönnum tekst að hrekja þá niður í hlíðar Owen Stanleys- fjallanna, því þá verða þeir ber skjaldaðir fyrir árásum þeirra. Loftárásir hafa verið gerðar á Rambul. Engir landbardagar hafa átt sér stað á Guadal Canal. í loft- bardögum þar var ein japönsk sprengjuflugvél skotin niður. kveðja 18 ára karlmenn til her- þjónustu, áður var herþjón- ustualdurinn miðaður záð 19 ára áldur. . ■ ..-.k'lÍSSÉK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.