Alþýðublaðið - 24.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1942, Blaðsíða 2
* _____. . _________ ALÞYPUBLAÐIP Laugardagur 24. október 1945L Verönr alpingi kaOað samantilMarlð.niv? Oppbðtarsætin reiknuð ðt eftir helgíua. ......t ...-......— FUIANAÐAKÚÍRSLIT í KOSNINGUNUM munu ekki verða kunn fyr en í kvöld; enn er eftir að telja í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu. — En þó að úrslitin í kjördæmunum verði kunn í kvöld, þá veriSur enn eftir að reikna út uppbótarþingsætin og hvernig þau skiptast á flokk- ana. Mun það taka nokkra daga, vegna þess að landskjör- stjórn þarf að fá til sín öll gögn. Mun þetta þó ganga greiðar eii við UnBínfamar kosningar, nú er kosið um lista í tvímenningskjördæmum og atkvæði skiptast því ekki milli manna út tvéimur flokkum, en það hefir komið fyrir í öllum tvímenningskjördæmunum áðúr. Umboð þingmanna féll niður á kjördegi, og spyrja menn nú mjög að því, hvenær alþingi verði kallað saman. Enn mun engin fullnaðarákvörðun hafa verið tekin um það, en sagt er að talað hafi verið um að hægt yrði að kaila það saman ' til fundar 10. nóvember. Mun þetta þó ekki verða fyllilega ákveðið fyrr en eftir helgina. Merfciiegar brejftligar á omferðarreglom í bænnm Sérstakar aðalumferðagötur og •{ . ’ • <r bifreiðar burt frá Lækjartorgi. Viðtal viA Erlinn Pálsson. ;fir!SgreglBp]Aa. ----------«--------- NÝJAR UMFERÐAREGLUR hér í bænunx voru ræddar á bæjarráðsfundi í gærkveldi. Eru þetta allvíðtækar breytingartillögur við umferðareglur þær, sem nú gilda og hefir Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn samið þær. Ennfremur var rætt um tillögu nefndar, sem starfaði í sumar að því að finna ný faifreiðastæði í bænum og flytja bifreiðastæðin frá Lækjartorgi. En bæjarráð tók enga afstöðu til tillagnanna í gærkveldi. Virðist þetta mál þó ekki þola neina hið. Hitaveitnefoið fengið vestra. Ný lántaka rædd i bæjar- ráði. Abæjarráðsfundi í gær var ræíí um nýja lán- tofcu til hitaveitunnar, en engin fullnaðarákvörðun var tekin. Mun nú vera fengin full vissa fyrir því að við getum fengið allt það efni, sem vant ar til hitaveitxmnar, í Banda- ‘ ríkjunum en ekki mun full vissa fengin fyrir því, hvenær hægt verður að fá efnið hingað. Hámarki póstávísana , hefir verið breytt, þannig, að það hækkar úr kr. 5.000,00 í kr. 10.000,00 til kaupstaða, og úr kr. 1,000 í kr. 2.000 til annarra póst- afgreiðslustaða. Hámark póstkrafa hefir verið hækkað úr kr. 1.000 í kr.. 10.000, ef póstkröfu.ávísunin á að útborgast í kaupstáð, ánnairs kr. 2.000. Kaupstaðir eru: Rvík, Akranes, ísafjörður, Siglufj. Ak- nreyri, Seyðisfj., Neskautpstaður, Vestm.eyjar og Hafnarfjörður. Umferðin hér í Reykjavík og raunar á öllum vegum, sem liggja að borginni er að verða æ meira vandamál, sem ekki er hægt að láta dragast lengur að leysa á viðunandi hátt. Síðan 1938 að núverandi um- ferðareglur voru ákveðnar í aðalatriðum, að vísu hafa þær breytzt nokkuð, hefir umferðin þrefaldast eða jafnvel fjórfald- ast. Hér inni í borginni stafa vandræði af þeim bifreiðum, sem standa jafnvel daglangt á aðalgötunum. Veldur þetta gíf- urlegum umferðaörðugleikum og stórfelldum töfum. Alþýðu- blaðið hafði í gærkveldi með- an á bæjarráðsfundinúm stóð tal af Erlingi Pálssyni um til- lögur þær, sem hann hefir gert um breytingar á umferðaregl- unum og tillögur, sem nefnd, sem hann átti sæti í, hefir gert um ný bifreiðastæði í bænum. „Aðalefni tillagna minna, sagði Erlingur Pálsson, „er að gera vissar götur að svokölluð- um aðalbrautum og skipa þeim ákveðinn sess í umferða- reglunum. Þessar götur eru: Laugavegur, Bankastræti, i Austurstræti, (Frh. á 7. sfíta.) Kosningaárslitin: Sjálfstæðlsflokkurlnn fékk annað sætið i Eyjatirði. Talning atkvæða fer fram í tveimur siðustu kjördæmunum siðdegis I dag. -------♦----- KOSNINGAÚRSLIT bárust úr þremur kjördæmum í gær, þar á meðal úr fimmta tvímenningskjördæminu, Eyjafjarðarsýslu, þar sem tvísýnt hafði verið talið, hvemig fara myndi — hvort Sjálfstæðisflokkurinn næði öðru þing- sætinu, eða Framsókn héldi báðum, eins og í Suður-Múla- sýslu. Úrslitin urðu þau, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk annað þingsætið. Hér fara á eftir atkvæðatöl- urnar í þeim þrem kjördæm- um, sem kosningaúrslit bárust úr í gær: Eyjaíjarðarsýsla. Úrslitin í Eyjaf jarðarsýslu urðu þessi: Kosnir voru Bernharð Stefáns son af lista Framsóknarflokks- ins, B-lista, og Garðar Þorsteins son af lista Sjálfstæðisflokksins, D-lista. Atkvæði féllu þannig á list- ana: B-Iisti, Framsóknarflokksins, fékk samtals 1373; D-Iisti, Sjálf stæðisflokksins, .796; . C-Iisti, kommúnistar samtals 294; og A-listi, Alþýðnflokksins sam- tals 73. Nordur-Þingeyjar'' sýsla. Úrslitin í 'Norður-Þingeyjar- sýslu urðu þessi: Kosinn var Gísli Guðmunds- son frambjóðandi Framsóknar- flokksins, með 566 atkæðum og 24 á landslista, samtals 590 (608 í sumar). Benedikt Gíslason, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins, fékk 93 atkvæði .og 13 á landslista, samtals 106 (133 í sumar). Kiristján Júlíusson, frambjóð- andi kommúnistá, fékk 48 at- kvæði og 13 á landlista, samtals 61 (49 í sumar). Landsliti Alþýðuflokksins fókk 18 atkvæði (Benjamín Sigvalda son fékk 23 í sumax). Ríorður-Ísaflaröar-' sýsla. Úrsiitin í Norður-ísafjarðar- sýslu urðu þessi: Kosinn var Sigurður Bjarna- són, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, með 668 atkvæðum og 4 á landslista, samtals 672 (611 í sumar). Barði Guðmundsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, fékk 378 atkvæði og 14 á landslista, samtals 392 (432 í sumar). Kristján Jónsson, frambjóð- apdi' Framsóknarflokksins, fékk 113 atkvæði og 14 á landlista, samitails 127 (148 í sumar). Aðalbjom Pétursson, fram- bjóðandi kommúnistaflokksins, fékk 39 atkvæði og 2 á landlista, samtals 41. í dag verður talið í tveimur síðustu 'kjcardæmunum: Suður- Þingeyjarsýslu og Norður-Múla- sýslu. / Brngamálið? Kastaði logaodi sígarettn frá sér Var nýbúiim að stela úri og 600 króDDm úr herbergl á Barónsstfg. BYRJUNARYFIR- HEYRSLUM er nú lok- ið yfir mairni þeim, sem sást klifra yfir vegg út úr porti hússins nr. 6A við Lækjar- götu, rétt eftii^ að kviknaði í því. Maður þessi er fæddur 1915 og heitir Leifur Helgi Hannesson Jónsson Aust- mann og kom hann frá Siglu- firði síðastliðinn laugardag, peningalaus og allslaus. Við yfirheyrslurnar játaði maðurinn að hafa klifrað yfir vegginn. Kvaðst hann hafa far- ið upp tröppurnar inn í skotinu, þar sem kassarnir stóðu hjá: Kvaðst hann hafa barið að dyr- um, en bæði voru dyrnar læstar og enginn svaraði. Hann segist hafa ætlað að hitta stúlku, sem hann hélt að byggi þar, en það hefir komið í ljós, að stúlka með því hafni bjó alls ekki í húsinu. Maður þessi segist muna, að hann hafi verið með sígarettu er hann stóð á tröpp- unum og hafa kastað henni frá sér, en hann man ekki hvar hún lenti. Neitar hann algerlega að hann hafi kveikt í viljandi eða komið þarna til að vinna tjón. Hins vegar viðurkennir hann að hafa verið undir áhrifum áfengis. Maður þessi hefir viður- kennt, að nokkru áður en hann kom þarna hafi hann farið inn í herbergi inn á Barónsstíg, þar sem maður svaf og stolið af náttborði hans 600 krónum og úri. Var sagt frá þessu í blaðinu 'í gær.' Maðuriiui situx nú í gæslu- varðhaldi. |Ný framhaldssagaj i byrjar í blaðioo \ j f dag. j s Fyrirheitna lanúið, eftir $ l Stuart Gloete. s S — S Ý jramlialdssaga byrjar & áttundu síðu blaðsins í dag. Heitir hún Fyrirheitna. landið, og er eftir Stuart Cloete, ungan rithöfund af breskum ættum, sem hefir árum saman dvalizt í Suður-Afríku, þar sem sagan gerist. Segir hún frá hinni ævintýra- legu för Búa frá Höfðanýlend- unni inn í landið á árunum 1830 —1840 í leit að nýjum heim- kynnum ,áður en þeir settust að í hinum sögufrægu Búalýðveld- um, Oranje og Transwaal. Getist margt ævintýralegt í þeirri för, bæði meðal leiðang- ursfólksins sjáKs og í baráttu þess við villimenn og villidýr £ hinu óþekkta landi. En ógleym- anlegust verður mönnum sagan fyrir hinar ástríðufullu aðal- persónur hennar, sem samtímis berjast sinni innri baráttu, unn ast og hatast, í hópi útflytjend- anna sjálfra. Hér verður ekki farið fleiri orðum um söguna að sinni. Hún mælir með sér sjálf, enda hefir hún á þeim stutta tíma, sem lið- inn er frá því að hún kom út, verið þýdd á flest Evrópumál, óg náð meiri útbreiðlsu og við- urkenningu en flestar aðrar skáldsögur síðustu ára. Hlutavelta! Knattspyrnufélagið Víkingur heldur hlutaveltu í í. R.-húsinu á morgun. Mun þetta verða síðasta hlutavelta ársins í þeim húsakynn- um, því að íþróttafélögin eru nú óðum að hefja velrarstarf sitt„ Hafa félagarnir í Víking unnið kappsamlega að söfnun muna á hlutaveltu þessa, enda verður hún, að dómi þeirri, er séð hafa, hvað á boðstólnum er, mjög margbreyíi- leg og margt gyrnilegt gpfur þar að líta. Má t. d. nefna: Farseðil til New York, ferð frá Reykjavík til Mývatns, vikudvöl í Skíðaskálan- um í Hveradölum, o. fl. o. fl. Mat- ur, klæði, innanstokksmunir, hrein Iætisvörur og svo flóð rauðra seðla og allavega litra. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Bamaguðsþjónusta á morgun kl„ 2, séra Jón Auðuns. í kfðld eigið þið að seinka klnkk- ' nooi. ÞAÐ er í kvöld, sem þið eigið að seinka klukk- unni, samtvæmt fyrirmæl- umun að hverfa frá sumar- tímanum í nótt klukkan tvö og taka upp vetrartíma. Á þá að flytja klukkuna aftur um eina stund, svo að liún verði 1. En ráðiegast mun að gera þetta í kvöíd hegar maður fer að sofa, svo að maður rjúki ekki upp fyrir allar aldir í fyrramálið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.