Alþýðublaðið - 24.10.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.10.1942, Blaðsíða 5
L.a«garfagn.r 24. oktíibess 1M2. ALÞYDUBLADIÐ Jðrðin og reikistjörnurnar. i GREININ, sem fer hér á eftir, birtist nýlega í brezka útvarpstímarit- inu „The Listener" í Lon- don, og er eftir þekktan hrezkan fræðvmann, Sir James Jeans. \ JÖRÐIN virðist vera traust, þegar við stöndum á henni, <sg srtór yf irferðar, svo að það er engin fuíða, þótt fólk áliti, /hér áður fyrr, að jörðin væri óbif an- legur miðdepill alfaeifmsins. Ýmsir álitu, að jörðin væri flöt og himininn hvelfdist yfir henni eins og glerhjábttur. Auðvitað veittu menn því at- faygli, að stjörnurnar hverfðust vm pólinn, svo að nienn álitu, að fajálmurinn snérist. Það virtist eintfakLari skýrtng en sjú, áði jörðin snérist. Meðal forn- Grikkja voru þó uppi ýmsar skoðanir. Meira en finutn öldum fyrir Krists burð faélt Pytha- igoras því fram, að jörðin væri hnöttótt, hnöttur, sem svifi um geiminn, sagði hann. Fáeinum ölduim síðar voru til menn með- al Grikkja ,og þar var Aris- tarchus fremstur í flokki, sem héldu því fram, að jörðin færi sínia ákveðnu braut umhverfis sólu. En þessi skoðun varð ekki almenn. Menn vildu ekki trua öðru, en að jörðin, sem þeir byggðu væri miðdepill alheims- ins. Þeim fannst það enn fremur miklu virðulegra, að jörðin stæði -kyrr, en allt annað snérist uto hana. Þannig óðu menn í sömu villu og svíma um nærri því tvö þúsund ára skeið eftir að Aristarehus hafði komið auga á sannleikann og birt hann. En k»ks, fyrir hér um bil fjogur hundruð árum, skrifaði pólskur maður, Kopernicus að nafni, mjög þýðingarmikla bok. Hann benti á það, að hreyfingar stjarnanna og sólarinínar um faiminhvolfið imætti einfaldlega skýra á þann hátt, að hugsa sér að sólin stæði kyrr, en jörðin og stjömurnar snerust um hana. Meðan enm þá var verið að ræða þessar kenningar, smíðaði Gali- lei, prófessor við háskólann í Padua, ofurfa'tinn stjörnukíki omeð elgim höndum og sannf ærði bæði sjálfan sig og aðra imi það, að Kopernikus hafði á réttu að'' standa. Sólin snérist ekki um- faverfis jörðina, heldur snérist jörðin uimfaverfis sólina. Jarðar- búar urðu því að sætta sig við það, að hnötturinn þeirra væri ekki midepill alheimsins, heldur væri thún aðeins venjuleg plán- eta, sem snérist umhverfis sólina Og þriggja alda stjörnurannsókn ir hafa dregið enin þá meira úr tmikilvægi hennar. Ef við lítum út um gluggann okkar á heið- skýrri en tuoglskinslausri nóttu, munum við sjá vetrárbrautina eins og perlufesti eftir himnin- um. Við vitum, að vetraírfarautin er f jarlægt stjömubelti, en sér- hver stjarna er sól, mjög svipuð sólinni . okkair. Stjörnurniar eru svo fjarlægar að ekki er hægt að telj'a þær í bezta stjörnukíki, en þótt furðulegt megi virðast, er hægt að vega .allan sæginn með því að reifcna út aðdráttar- afl þeirra á sólina. Á þennan hátt getum við kom- izt að rauin um, að í vetrarbraut- inni eru um 100 000 milljónir stjarna. Það skal játað, að erfitt er að hugsa sér slíkan aragrúa. Það er hægara með því að hugsa sér fimmtíu stjörnur á hvern í- búa jarðar. En jafnvel þessi fjöldi er aðeins örlítill hluti af ölluma stjörnum himdnsiins. Vetr- larbrautin er stjörnuþyrping, sem sóhn er innan í. Þess vegna sjáum við stjörnur hennar um- hverf is okkur. Og þetta er aðeins ein af mörgum stjörnuhvdrfing- um og sérhver þeirra telur um 100 000 milljónir stjarna. Það er erf itt að segja, hversu margar stjörnuhvirfingarnar eru, en h'klegt er, að þær séu um það bil jafnmargar og stjÖrnurnar eru í hverri hvirfingu, nefnilega um 100 000 milljónir. Ef svo er, munu verá um f immtíu stjörnu- hvirfingar á hvern íbua jarðar- innar eða fimm milljónár millj- óna stjarna á mann. Óhætt mun að segja, að það séu eins margar stjörnur á mamn og stráin á hverri fermílu þéttsprotins vall- lendis. Hugsið um þetta næst þegar þið gangið um túnið og hugsið ykkur svo geysistærð al- heimsins, sem við lifum í. Það hljóta að vera fleiri stjörriur á himninum, en grösin á öllu yfir- borði jarðar. Það er aðeins tilgáta,^ að öðr- um sólum fylgi plánetur. Þær eru svo f jarlægaa-, að við getum ékki vænzt þess að sjá nokkru sinni pTánetur þeirra. Ef við gætum ikomizt að því, hvers vegna plánetur eru í fylgd með Tilkynoing til lækna og sjúkrahúsa. Eins og yður mun kunnugt er það míklum erf iðleikum bundið að fá Rekordsprautur erlendis frá. Hefir oss nú tekizt að fá brezkt firma til að gera við þær brotnu sprautur, sem til eru í landinu. * . .'¦.'¦ Eru það því vinsamleg tilmæli vor, að þeir, seto brotnar «prautur eiga, sendi oss þær, sein aíUra fyrst. okkar sól, gætum við ef til vill myndað okkur skoðanir á því, hvort líklegt sé, að svo sé um aðrar sólir eða ekki. Það er vissuiega engin ástæða til að ætla, að okkar sól sé gert hærra undir höfði en öðrum sólum með tilliti til fylgihraatta, Hún er aðeins ein af 100 000 milljón- um stjarna vetrarbrautarinnar og auk þess mjög venjuleg stjarna, í meðall'agi stór, með- allagi þung, meðállagi björt, heeit og þar fram eftir götunum. Sumar stjcrnurnar eru mörgum milljónum sinnum stærri en sól in, en meirihluti þeirra er þó töluvert minni. Sumiar stjörn- urnar gefa frá sér miklu meina ljósmagn og hita en sólin, en sumar minna. Sólin er því svona hér um bil mitt á milli öfganna. Um 'hana hverfast átta piánetur auk jarðorinnar. og aUar eru þær mjög litlar samanborið við sólina. Fjórar plánaturnar eru stærri og f jórar minni en jörðin. Jörðin er þaimig pláneta af meðalstærð. Þar er líka Jöeðal- hiti, eða rétt þaryfir. Við búum því á venjulegri plánetu, sem snýst um venjulega sól. , ,Þá er og annars að gæta. Ef við getum komizt að því, hvern- ig plánetunnar yrðu til, gætum við ef til vill komizt að raun um, hvort aðrar sólir gætú'Mtið sJcap ast um sig plánetur eða ekki. Áður fyrr yar litið svo á, seim plán,eturnar væru brot, sem hrokkið hefðu út frá sólunni á hinum hraða snúningi hennar. Ef svo væri, gætum við dregið af því þá ályktun, að þær sólir, sem snúast hratt, hefðu einnig myndað út frá sér pláneturj en hinar ekki. Við vitum, að þessi skýring nægir ekki. Sólih hefir aldrei getað snúizt svo hratt, að hún varpaði frá sér plánetum, og við verðum að skyggnast betur uim eftir því, hvernig pláneturnar hafi myndazt. Flest ir stjörnuifræðingar álíta nú, að plánetur hafi'myndazt á þann hátt, að önnur stjama hafi komið nálægt sólunni á sveimi sínu um geiminn. Mikil flóð hafi orðið á sólu og pláneturnar hafi niyndazt af sindri út frá sól- unni. Ef við eigum að gera okkur skiljanilegt, hvernig þetta hafi orðið, skulum við hugsa okkur flóðin, sem við þekkjum héma við sjávarsíðuna. Það eru flóð, sem myndast fyrir aðdráttaraf 1 tunglsins. Tunglið hefir álíka verkanir á jörðina og gufuhvolf ið, en þær eru ekki eins áber- andi o gsjávarflóðin. Flóð þessi eru mjög smávægileg, sumpart vegna fjarlægðar tuniglsins og sumpart vegna þess, að tunglið er, svo lítJiSL sataanborið við jörðina. Ef ^glið yrði skyndi- lega jafnstórft, og jörðia, yrðu flóðið áttatíu sinnum meira. Og ef þetta stóra tungl f ærðist tíu sinnuim nær jörðdrmi, myhdi flóðið aukast enn þúsunfdalt. Jörðin myndi því aflagast öll fyrir tilverknað tunglsims. Hið satma myndi yerða um solina, ef hún færðist tveimur eða þraaur milljónum mílna niser aijaiaaTi etærri stjörau, m '¦Wxfa, & 9, síthfc. Clarke Gable Clarke Gable, hinn frægi kvikmyndaleiícaii, sem niissti konu sína Carole Lombard, kvikmyndaleikkonu við flugslys í Banda- rítkjunum, er, nú faættur að leika og genginn í ameríkska sjóliðið. Myndin var tekin skömmu áður en hann fór í einltennisbúning flotans. . Hjalað um Kristmann duðmundsson fertugan. —- Nokkrar minningar rifjaðar upp. Enn um symfoníur, útvarpið og a?ðri tónlist. KBISTMANN varS fertngur í í gær. Ég hefði þorað aS sverja ftaff, að þessi einbúi unðir „Hamr- inum" vært yngri ea ég, én kirkja bæk^rnar skrökva ekki ,annars hygg ég að Kristmann hafi treyst betar eigin minni en kirkjubókon um. ÉG ÓSKA KRISTMANNI til hamingju með afmælið og þakka honum fyrir ..Morgun lífsins", „Ármann og Vildís", „Brúðarkjól- inn" — og yfirleitt bækurnar hans. Svo þakka ég honum fyrir rigning arkvöldin, stundirnar undir veggn um í drífunni —- og fyrstu kvæðin hans sem ég heyrði þar. ÞAB VAR GAMAN að vera með Kristmanni á þeim árum. Þávar hann eins og Bólu-Hjálmar, sem krítaði ljóðin sín á súðina af því að hann átti engan pappír. Þá vissi hann að hann yrði mikið skáld ¦— og, þá sagði hann mér sögurnar, sem hann hefir síðan skrifað — og skapað hafa honum mesta frægð. VIB börðumst stundum í þá daga sameiginlega við glerhálar gðturnar í Reykjavík á vetrarkvöld um. Eg vissi þá, að enginn fótaði sig betur á hálku en Kristmann — og þetta hefir síðar komið fram/ Hann hefir alltaf staðið einn og aldrei stutt sig við neinn. Ég hygg að hann myndi ekki einu sinni grípa til þess næsta, bó að hann væri að missa fótanna á glerhálli götu. EK ÞE0& BRC lika ofiast sterk aaíir, sem standa einir. Þegar KjMraawQ Í6r ttl Nojpegs sOgHki flestir: Þú ert bjálfi. Hann vissl betur — og honum varð að trú sinni. Hefði hann orðið kyrr, þá hefði hann týnst á Bergþórugöt- unni eða Þórsgötunni — og engina hefði auglýst eftir honum. í stað- inn fengum við bækurnar hans, hetjusöguna af Halldóri Bessasyní og allar hinar. ÞEGAR KRISTMANN hafði unnið sigur, kom hann heim. Og nú býr hann undir „Hamrinum" ~ og þegar hann kemur út á kvöldin sér hann myrkan „haus" hamarsins glotta að sér eins og nátttröll. Þar sér hann fleiri mynd ir, en allir aðrir íbúar Hveragerð- is, og næsta saga hans kvað eiga að heita: „Nátttröllið glottir." KRISTMANN er einhver sér- stæðasti persónuleiki, sem ég hef þekkt. Hann stefnir jafnvel einn upp á öræfin, þegar allir aðrir leita til stranda. Hann trítlar ekkl gömlu fjárgötuna, eða hestaslóð- ina, sem troðin hefir verið í alda- raðir. Hann býr til nýja slóð — og varðar það engu, þó að aðrir fari hina leiðina. \ • SÚMIR SEGJA, að stjórnmála- foringjar eigi að hlusta eftir'því, sem fólkið segir, og fara svo eftir því, annars nái þeir ekki hylli fjöldans. Kristmann myndi, eftir þessari kenningu, ekki verða vin- sæll „pólitíkus", — en það gildir víst önnur regla um rithöfunda óg skáld! ÞÍÍTXA ER EKKI ^mœUsgreio' ekw og þið ajéið. Kg mlnnist aðeke 'Framh. é 8. sS&a.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.