Alþýðublaðið - 24.10.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.10.1942, Blaðsíða 5
ALÞVÐUBLADIÐ SunnudagTur 24. október 1942. Vígvöllurinn í eyðimörkinni Eftirfarandi grein um bardagana í eyði- mörk Afríku er eftir brezka blaðamanninn Frank Gervari Fór ixann til Tobruk til þess að kynnast bardögunum af eigin sjón og raun, og þaðan fór bann út á vígstöðvarnar. VE) VORUM í Senusilandi. Senusimenn voru þegar á leið til Tobruk með asna og úlf- alda, til þess að hirða það, sem ítalirnir og Þjóðverjamir skildu eftir. Tobruk var ekki merkileg borg. Þar voru um 20—30 þús- undir ’hvítra manna. Bygging- amar voru í þessum þunglama- lega nútímastíl, sem Mussolini krafðist. Þar var kirkjuturn og varðturn, sem við komum fyrst auga á, þegar við nálguðumst höfnina. Að öðru leyti voru öll þökin slétt. 'Nú vorum við rétt yfir flóan- im og gátum séð skipin, sem þar hafði verið sökkt í loftárás- um, þegar barizt var um borg- ina. Það voru um tuttugu og fknm kútterar, þúsund til tvö þúsund tonna að stærð. í norðvestuxhomi flóans lá rekaldið af ítalska orrustuskip- inu San Giorgio, sem lagt var þama sem virki til þess að vejja borgina. Enginn veitti komu okkar at- hygll Þetta fólk var eins og af öðrum 'heimi, og í göngum sjúkrahússins lágu hermenn frá Suður-Aíríku á bekkjum eða gólíinu og steinsváfu. Þeir fáu, sem vom vakandi, horfðu kuldalega á okkur. Ég var hálf sorgbitinn yfir því, að við yrðum að fara. Mig langaði til þess að dvelja meðal verjenda iborgarinnar eina nótt, til þess að kynnast þeim vítis- eldi, sem yfir þá yrði hellt, þeg- ar máninn kæmi upp. Þegar við vorum að taka vatnið, spurði ég einn af hermönnunum, hvort margir væm særðir í borginni. Hann sagði mér, að svo væri ekki. Nótt eftir nótt íleygðu ó- vinirnir sprengjum yfir borg- ina, án þess að hitta nokkum mann. Það var orðið nærri dimmt, þegar við komum að Emurher- búðunum, rétt innan við vam- arlínu Tobrukborgar. Þær voru grafnar inn í ofurlitla sandhæð. Þar borðuðum við kalt kjöt, þurrt kex og drukkum te. Við sváfum í öllum fötumun, en um miðnætti vöknuðum við við bjártan blossa og heyrðum flugvélardyn. Máninn var ekki ennþá kom- inn í ljós og það var kolsvart myrkur. Flugvélarnar notuðu því leitarljós til þess að finna staði, til þess að varpa á. Annars vissu óvinirnir mæta vel, hvar Tobruk lá, því að þeir höfðu gert flestar árásir á hana, næst á eftir Möltu.. Við settum á okkur hjálma og biðum svo. En við þurftum ekki að bíða lengi. Eftir ofurlitla stund féllu tvær sprengjur skammt frá okkur. Hávaðinn var ægilegur og loftþrýstingur- inn eftir því. Brotin úr sprengj- unum þeyttust allt í kring um okkur. Svo varð allt hljótt á ný. Flugvélarnar komu aftur rétt fyrir dögam, en við veittum þeim enga athygli. Allan næsta dag héldurn við í áttina til vígstöðvanna. Þenn- an dag heyrðum við stöðugt fallbyssuskothríð úti við sjón- deildarhringinn. Seint um kvöldið rákumst við á hluta af fjórðu vélaherdeild á eyðilegri flatneskjunni. Ég valdi mér grunna skotgröf til náttstaðar, og hún var ekki Ivíðari en svo, að aðeins var hægt að snúa sér við í -henni. Loftir var þrungið að púðurreyk og svælu, en þó sáust stjörnur á stangli og svalur vindur barst utan af hafinu. Þetta hlaut að verða köld nótt, og döggin sett- ist á pndlit okkar. í vesturátt í um tíu mílna fjarlægð gaus upp geysilegur eldstólpi, sem bar við himin. Það var líkast því, sem þar hefði kviknað í olíu- eða .benzíngeymi. Skö]nmu éeinna heyrðum við dimma sprengingu. Og hægra megin við eldstólpann gaus upp annar álíka logi, og eftir ofur- litla stund voru eldstólparnir orðnir sjö. Okkur var ekki ljóst, hvað þetta gæti verið. Svo fór að daga. Þetta voru vagnarnir okkar og skriðdrek- arnir, sem voru að brenna. Þetta gat aðeins táknað það, áð menn vorir væru á undanhaldi. Um nóttina komu skriðdrek- ar og vagnar indvérsku herdeild anna, sem áttu að verja svæðið milli Acroma og E1 Aden, þjót- andi eftir eyðimörkinni. Við heyrðum til þeirra,' fremur en við sæjum þá. Við þreifuðum uppi farangur okkar, létum hann á vagnana og héldupa af stað í austurátt. Eg leiðbeindi ökumanninum mín- um. Skyndilega heyrði ég brak og bresti undir vagnhjólunum. Ég bað ekilinn að nerna staðar, fór ofan úr vagninum og þreif- aði fyrir mér. Þetta voru kross- ar. Við vorum komnir í graf- reit óvínanna. Fáeinum mínútum seinna vor- um við staddir í hópi vagna, sem voru á austurleið, og við nám- um staðar. Þegar vélamar höfðu verið stöðvaðar, heyrðunn við glamra í skóflum þúsunda manna, sem grófu allt hvað af tók. Um morguninn skein sólin í andlit okkar. Við höfðum svæð- jð eingöngu fyrir okkur. Við heyrðum skotdrunur í vestur- átt, en að öðru leyti var allt rólegt og kyrrlátt, svo sem jafn- an er í Afríkueyðimörkinni. Næstu daga geisaðí æðisgeng- in orrusta um Libyueyðimörk- ina, og einn daginn féll Bir Hacheim. Hinir vösku, frönsku verjendur oirðu að láta undan síga. Suður-Afríkum. Pienaards neyddust til þess að hverfa frá E1 Gazala, og enn þá var setzt um Tobruk. AUs staðar bárust að fregnir um fallhlífarher- menn. Við komum til Sollum og urðurn þess varir, að vegurinn var girtur. Forverðir okkar höfðu lokað honum með sprengj um tveimur klukkutímum áður, vegna þess að þeir séu ellefu skriðdreka og marga brynvarða vagna óvinanna ko,ma 'þessa lið. í fjarska heyrðum við spreng- ingu, og þegar við snérum okk- ur við til að horfa í áttina, sem hljóðið baxst úr, sáum við reykjarsúlu bera við himin. Einhver hafði getað. komið slcoti á brynvarða bifreið og eyðilagt hana fyrir óvinunum. Við snéruBt frá Sollum í átt- ina til Haifaya. Tveimur klukkutímum seinna féll To- bruk. TILBOÐ óskast í hálfa jörðina Minni - Vogar, með Va úr Norðurkoti. SencJist v undirrituðum skiptaráðanda fyrir 10. nóvember n. k. Skíptaráðandinn í Gullbringu-ogKjósar^ sýzlu#23. okt. 42. Bergur Jónsson. IGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að xmdanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar una vöru- sendingar sendist Calliford’s Assocaited Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD I Rafmagnsturn. 1 Þerrnan Ijósturn hefir rafmagnsverksmiðja ein í Pensilvaníu látið útbúa. 500 000 volta spenna, sem leikur í gegnum glerein- angrara myndar þennan einkennilega ljósastraum. Tónlistarmenning íslenskrar alþýðu, harmonikugarg og æðri tónlist. — Ávaxtaleysið og loforð Sjálfstæðis- flokksins. — Afgreiðslan í búðum. — Tvær vísur. GLCGGA-GÆGIR“ sbrifar mér: „Getur þú frætt mig á því, Hannes minn, á hvaða rök- um hann byggir frásögn sína þessi faníasíu-spekúlant, sem skrifaði nm þessa svoköliuðu æðri tónlist í dálkinum þínum á þriðjudaginn var? Hann segir að íslenzk alþýða hæli sér af því að hún sé á háu menningarstigi (samanborið við alþýðu anuarra þjóða). Þetta er ekki nema satt og rétt, hvað al- genga menntun snertir, en að ís- Ienzkur alþýðumaður hæli kunn- áttu sinni í því, sem hahn hefir aldrei Iært, það er langt frá því að vera satt.“ „NEI, ÞAÐ ÞARF eitthvað meira en að vera söngelskur til þess að geta melt allar þessar sym- fóníur og sónötur, fantasíur og fúgur, með öllum sínum c-mollum, b dúrum og tilbrigðum. Ég er ansi hræddur um það, að 9 af hyerjum 10 hlustendum tapi því ómeltu niður. Flestir af þeim, sem ég hefi talað við, vilja heldur hlusta á létt sönglög, ‘ danslög og umfram allt fleiri harmóníkulög, en færri són- ötur.“ „AXNAJRS FXNNST MÉR að út- varpshlustendur eigi heitntingu á því, þegar um svona stóran dag- skrárlið er að ræða, að það sé lát- in fara fram almenn atkvæða- greiðsla og hlustendur þannig látn- ir svara því, hvort þeimMíkar þessi æðri tóplist vel eða illa. Svo að endingu þetta: Ef útvarpsráðið sér sér ekki fært að stöðva þetta æðra tónlistarflóð, sem flæðir svo trölls- lega fyrirferðarmikið og áberandi yfir dagskrórliðinn, að ég held að flestum finnist nóg um, þá finnst mér ekki aema sanngjarnt, að það fengi einhvem af sínum æðri tón- listagörpum til að útskýra þessi tónverk íyrir hlustendum áður en þau eru flutt.“ ÞAÐ ER ALLT OF MIKIÐ gert ur því, hvað svokölluð ærði tónlist taki mikið rúm í dagskránni. Það hygg ég að myndi koma í ljós, e£ tónlistardeild útvarpsins fengist til þess að birta skrá yfir tónlistar- efnið. „ALVILDA" skrifar nýlega: „Heyrðu, Hannes minn, .getur þú ekki frætt mig á því hvernig stend- ur á því, að ekki eru fluttir inn ávextir. Væri nú ekki dálítið skyn- Fremh á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.