Alþýðublaðið - 24.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.10.1942, Blaðsíða 6
6 alþyðublaðið Sunnudagur 24. október 1942« ■ I Slasaði drpnDriirinn á Sp.vðisfirfii. Hér birtist mynd af litla drengnum á Seyðisfirði, sem misti fótinn af völdur þýzkrar sprengjukúlu ö. september síðást 'liðinn. Hann heeitir, eins og menn muna Grétar Herald Oddsson og dvaldi hjá ömmu sinni á Seyðisfirði. Hann slasáðist svo mjög á fætinum að það varð að taka hann af um hné. Grétar litli var að leika. sér með bróður sínum og tveimur öðrum börnum, þegar hann varð fyrir brotum úr sprengikúlu, er féll skammt frá. — Grétar' litli er glaðlegur á myndini, sem tekin er af honuir. þar sem liann liggur í sjúkrahúsinu. Börn eru líka allt af hugrö'kk. (Myndin er tekin af U. S. Army signal corps.) HANNES Á HORNINU 'Frh. af 5. síðui)' samlegra að flytja inn nýja og nið- ursoðna ávexti heldur en allt þetta skran, sem flutt er inn, og er -það einstakt, að leggja menn og skip í hættu til að flytja þetta drasl, sem selt er óheyrilegu verði, inn í landið?" „EN HVERNIG ER ÞAÖ annars, mig hálfminnir að héma á árun- um, þégar Hermann sat við stýrið, hafi íhaldið óskapazt yfir ávaxta- leysinu og lofað að þegar það fengi völdin, skyldi vera nóg af ávöxt- um. Er þetta nú af gleymsku í- haldsins eða er það misminni hjá mér?“ „SVO LANGAR MIG til að minnast ögn á búðarstúlkurnar hér í bænum. Hafa þær alls enga hug- mynd um, hvernig þeim ber að haga sér? Ég skrapp í búð í dag, sem ekki er í frásögur færandi, og var hún næstum full af fólki. Þar var aðeins ein afgreiðslustúlka, en hún hafði nú ekki alveg tíma til að hugsa*um viðskiptavinina. Hún var að rabba við vinkonu sína í símann, sagðist ekki geta, komizt út á þeim tíma, sem vinkonan vildí, sagðist þurfa að þvo upp fyrir mömmu o. s. frv. Ég beið dálítið, en árangurslaust. Það var svo margt, sem spjalla þurfti ;um, svo þaðan fór ég án afgréiðslu.-“ „SEM BETUR FER eru undan- tekningar frá þeirri óþolandi af- greiðslu, sem víða er hér í búðúm, en undantekningarnar eru öf fáar. T. d. er prýðileg afgreiðsla í öllum lyfjabúðum bæjarins, afgreiðslu- fólkið mjög kurteist, Ég held að ég hafi komið í flestar verzlanir bæjarins og er í mörgum þeirra ágæt afgreiðsla, en í öðrum ■ alveg ófyrirgefanleg. Það er ein af- greiðslustúlka, sem að mínu áliti ber af öðrum. Hún kann virkilega að afgreiða, er dugleg, minnisgóð og getur afgreitt marga í einu og er alltaf regluleg dama. Hún vinn- ur í herradeildinni hjáá Haraldi. Afgreiðslustúlkur! Lítið þangað inn og sjáið hana afgreiða!" í KOSNINGAHRÍÐ síðaátliðins sumars var í blaði kommúnistanna ráðízt óvenjulega svívirðilega* og er þá mikið sagt, á Gretar Fells, en hann var þá á lista ÞjóðVeJ'dis- manna. Níðskrif þWsi voru al- meimt eignuð Ólafi Jóhanrií Sig- urðssyni rithöfundi. Gretar Fells svaraði níðskrifum þessum mjög hógværlega, og vildu sumir kunn- ingjar hans láta harin taka betur í lurginn á hinum illvíga rithöfuridi. Gretar Fells svaraði þeim með þessari vísu: „Spara mun ég biöð og blek. Bezt er að náða krógann. Alvarlega ég ekki tek Óla litla Jóhann.“ Á FUNDI Sjálfstæðisflokksins í Gamla Bió nýlega datt einum á- heyrandanum eftirfarandi vísa í hug, þegar hann heyrði konu nokkra tala: „Skynsemin er höf<J í hafti, heimskan spilar aríu, hótar bæði klóm og kjafti og kallar sig nú Maríu.“ Hannes á horninu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. á 4. síðu. af þvá, að þróun kommúnista- flokksins sé að komast á svipað stig og Framsóknar? Fyrst var kommúnistafl. blóðrauður bylt- ingaflokkur, og viðurkenndi það hiklaust. Svo varð hann „lýðræðis" og þingræðisflokkur að því er hann segir. Kannske hann eigi líka eftir að komast á „milliflokkastígið11 líka? En hvað sem: því líður, mun Al- þýðublaðið ekki taka þau orð aftur, að millistefna Framsókn- ar sé hvellandi bjalla,“ hvað sem Þjóðviljinn segir um það. Viðtal við Jens Guðbjörnsson. Framh. af 4. síðu. þeir, sem leggja oft bæði fram fé og tíma, stundum jafnvel sér um megn, geti dregið sig í hlé frá þessum erli, í fullvissu um það, að starf þeirra væri þýðingarlaust og áhuginn ómet- ■ inn ' af öllum, Eins og málum er nú komið, er hvorki um líf eða dauða hjá íþróttafélögun- um að ræða. Þ.au verða að. fá þá fjárhagsaðstoð, sem ■ þau þarfnast nú þegar, svo hægt sé að inna starfið, csem framund- an er, af hendi, ■ til heilla fyr- ir æskulýð landsins, arftaka oklcar verka.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.