Alþýðublaðið - 30.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.10.1942, Blaðsíða 6
 Hrlngið i 4900 | og geristjáskrifendur að I Alþýðablaðino. \ s * _ _ _ _______ HaUgrfi ur Pétursson. Frh. af 4. síðu. ir fram á, að Hallgrímur hefir beinlinis stutt sig við rit, sem hét „Eintal sálarinnar,“ og var eftir Martin Moller, þýzkan prest og rithöfund. En Moller þessi var einn þeirra, sem ruddu braut hreyfingu, er var hlýrri og 'persónulegri en sú sem við- ast ríkti innan kirkjunnar. Þessi stefna teygaði lífsþrótt sinn af gamalli lind, þar sem var hin kaþólska ,,mystik“ á miðöld- ununm. Áherslan var nú aftur lögð á dulræmt samband við frelsarann, innileik trúartil- finningarinnar og íhugun hjart ans um helgidóma trúarinnar. Hvort Hallgrímur hefir jnokk- urntíma komist í kynni við þessar hreyfingar utan lands, er ekki gott að segja, enda þurfti þess ekki við, þar sem Guðbrandur biskup hafði þýtt nokkur rit Mollers á íslenzku. í bók sinni um Passíusálmana sýnir Dr. Árni Möller fam á bókmenntalegt samband þeirra og „Eintals sálarinar", en þar skortir mjög á ítarlega greinar- gerð fyxir því, hvar í passíusálm unum verður mest vart við mystik einkenni. Orðalag eða samlíkingar úr bókum eftir dulhneigða menn sannar, þar minna en tilfinningin sjálf. En nú hygg ég, að það megi ein- mitt sérstaklega í seinni hluta passíusálmanna finna, að uppi- staðan í trúarlífi Hallgríms hafi veiið íötehi-mystik, sem þó er einkennilega ^ealfetiskri" eða raunhæfri innsýn í eðli hlutanna. Lesið til dæmfs sálminn um Jesú síðu- sár, þar sem þetta vers er: „í þínum d^uða, ó Jesú, er mín lífgjöf og huggun trú, dásemdarkraftur dauða þíns dreifist nú inn til hjarta míns. Upp á- það synd og illskan þver út af deyi í brjósti mér.“ Eða versið: I gegnum Jesú helgast hjarta o. s. frv. En nú er það alkunnugt, að dulsæishneigðin hefir stundum lent út á þær villigötur að verða væmin og óraunhæf íhugun andlegra sanninda, en fjarlæg hinu ytra borði lífsins. Það er íreistandi að láta hugðnæmar stemningar komahí stað áþreif- anleglrar breytni.j En það er sennilega eitt af dásamlegustu einkennum pajssíuisálmanna, að fiá Kristur, sem þar er tilbeðinn og tignaður er ekki aðeins hin fiögulega persóna, ekki heldur hinn dulræni Kristur æðra heims, heldur sá Kristur sem er hvortveggja þetta. en aúk þess sá sem lifir og starfar og þjáist í hinu raunverulega lífi mann- kynnsins. Og af því að Jesú Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir, gerist píslar- för hans ekki á einum sérstök- um stað né stundu, heldur sam- tímis í fortíð og nútíð og sam- hliða í fjarlægð og nálægð. Þetta skilur Hallgrímur, og þess vegna gerir hann jafn á- þreifanlegt fyrir sjónum lesand- ans það, sem gerðist við kross- inn á Golgata og það, sem fram fer í íslenzku þjóðlífi. Ljóð hans verða því hvort tveggja í senn, innileg trúarljóð og framsetning véraldlegrar vizku og lífseynslu, þó þannig, að hvorugt verður frá öðru skilið. Og þar kem eg áftur að því, sem ég drap á áðan, að presturinn í Saurbæ er andlega skyldur hinu heiðna skáldi, 'sem orti Hávamál. Ef til vill má segja, að það stafi af því, að Hallgrímur var lærður maður um norræn efni og hafði yndi af fornum ljóðum. En má ekki al- veg eins álykta hinn veginn og gera ráð fyrir því, að áhugi hans á fornum ljóðum hafi spottið af því, að hann átti sömu innsýn í eðli mannlifsins og jaín skarpa vitsmuni og höfundur Háva- mála. Það má að sjálfsögðu gefa mörg og allóHk svör við þeirri spumingu, 'hvers vegna Hall-. gímssálmar hafi náð svo sterk- um tökum á hugum þjóðarinn- ar, og þar getur ekkert jafnast á við þá. En mér hafir komið til hugar, að það mætti svara því m. a. þannig: Hallgrímur skilux þrent jafnvel, kenningar Lúth- ers um synd og náð, dulsæi ka- þólskunnar og norrænan lífs- vísdóm. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh.' af 4. síðu. angur, að það opinberast fullkom- lega, hvort lýðræðisstefnan eða byltingarstefnan er meira ráðandi í Sósíalistaflokknum". Hvernig lízt ykkur á þetta sýnishorn af vinstri samvinn- unni? Þessir herrar eru með öðrum orðum að berjast og bít- ast út af því, hvorir þeirra eigi meiru að ráða í væntanlegri ríkisstjórn, hvor hljóti hærri ráðherraembætti. Samvinna al- þýðustéttanna, málefnin sjálf, úrlausnir vandamálanna, — skipta minna máli. Þeir standa hvor framan í öðrum með steytta hnefa og hrópa: „Éjg vil háfa forystuna! Ég vil vera forsætisráðherra!" Ætlast þeir til að þetta verði upphaf „vinstri samvinnunnar?“ m ik j iiHIMiii m 1Mb .. , - __ . . _ _ _ Samtok gegn tialdinn við stúdentaráðskosningar. Samningur þriggja sfúdentafélaga. ------------ VI£) stúdentaráðakosning- ar í Háskólanum, sem fram fara á morgun, verður uppstillingu hagað þannig, að þrjú stjómmálafélög stúd- enta sameinast um einn lista gegn íhaldsmönnum, sem hafa haft meirihluta í ráðinu. Hér fer á eftir samkomulag það, sem félögin þrjú gerðu með sér um uppstiHinguna: ,Þ>ar eð fundir haldnir í eftir- töldum félögum stúdenta: Félagi frjálslyndra stúdenta, Félagi róttækra stúdenta og Alþýðuflokksfélagi háskóla- stúdenta hafa samþykkt að nefnd félög leggi fram sameiginlegan fram- boðslista við stúdentakosningar þær, er í hönd fara, og kosið þriggja manna nefnd, hvert fyr- ir sig, til að finna grundvöll fyr- ir samkomulagi áðurgreindra félaga, og ákveða sætaskipun þeirra á framboðslistanum, tel- ur nefnd sú, er hér um ræðir, sér skylt að gefa út svofellda Yjirlýsingu: ■ Áðurgreind félög geta hvorki varið það fyrir sjálfum sér né þjóðinni, að stuðla óbeint að því, með því að standa sundruð, að Háskólinn, æðsta menning- arstofnun þessa lands, sé gerður að einu öruggasta vígi aftur- haldsins, sem þjóðin sjálf er að brjóta á bak aftur. Þau geta ekki varið það fyrir þjóðinni, að þau með sundrung sinni láti, það viðgangast, að íhaldi|S hreiðri um sig í Háskólanum, eins og það hefir gert í öllum beztu stofnunum og stöðum þessa þjóðfélags, þegar þjóðin er nú alls staðar annars staðar að reka það á flótta. Þau geta heldur ekki í menn- ingaflegu tilliti varið það, að íhaldið, sem er höfuð-andstæð- ingur allrar frjálsrar menntun- ar og menningar, höfuðand- stæðingur þess, að öllum stétt- um þjóðfélagsins sé veittur frjáls og jafn aðgangur að skól- um landsins, sé látið ráða lög- um og lofum í Háskólanum, án þess að gert sé hið ýtrasta til að sporna við því. Þau geta ekki varið það fyrir -minningu hirrna mestu og beztu menntunar-4 menningar- og frelsisunnandl manna, sem þessi þjóð hefir átt, að íhaldið, höfuðandstæðingur alls þessa, sé látið drottna í einni helgustu og hjartfólgn- ustu stofnun landsins, Háskól- anum. Þess vegna hafa þau á- kveðið að leggja fram sameig- inlegan framboðslista við Stúd- entaráðskosningar þær, er í hönd fara í fyrsta skipti síðan þessi félög voru stofnuð. Þess vegna hafa þau ákveðið að láta streituna, sem skapazt hefir mHli þeirra af mismun- andi innbyrðis skoðunum, að mestu niður faUa, en hefja í þess stað samvinnu um áhuga- mál stúdenta. Þess vegna hafa þau ákveðið að hefja sameiginlegt átak um að hrinda áf stúdentum ósóm- anum, sem leiðir af stjóm Vökuíhaldsins á rrfHefnum stúdenta í Háskólanum. Þess vegna skora þau á aUa stúdenta, sem menntun, menn- ingu, frelsi og jafnrétti unna, að létta þeim þetta átak með því að kjósa framboðslista: Félags frjálslyndra stúdenta, Félags róttækra stúdenta og Alþýðuflokksfélags háskóla- stúden.ta við Stúdentaráðskosningar þær, er í hönd fara. Enn fremur hefir nefndin orðið sammála um eftirfarandi Samkomulag: 1. Félag frjálslyndra stúd- enta, Félag róttækra stúdenta og Alþýðuflokksfélag háskóla- stúdenta skuldbinda sig til að vinna saman að öllum þeim málum, er varða hagsmuni stúdenta álmennt. Þau skuld- binda sig enn fremur, til að taka fullt tillit hvert til annars í þeim málum, er fram kunna að koma, t. d. við kosningu í nefndir, trúnaðarstöður o. a. þ. h. Þau skuldbinda sig enn frem- ur til að vihna saman að öðrum málum, sena fram kunna að koma, ef þau koma ekki í bága við sérhagsmuni, stefnu eða starfsemi einhvers eða ein- hverra nefndra félaga. Verði svo, eru þau ekki skuldbundin til að vinna saman um af- greiðslu þeirra mála samkv. þessu samkomulagi, enda skulu öll slík mál borin undir stjórn viðkomandi félags, verði því við komið. 2. Ofangreind félög ákveða að leggja fram sameiginlegan framboðslista við Stúdentaráðs- kosningar þær, er í hönd fara, er sé þannig skipaður sætum milli félaganna: Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Félag róttækra stúdenta Félag frjálslyndra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdentá Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Féjlag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta 3. Samkomulag þetta skal gilda við Stúdentaráðskosning- ar þær, er í hönd fara, starfsemi þessara félaga í Stúdentaráði, sem og starfsemi þessara félaga á almennum stúdentafundum, sem haldnir kunna að verða á yfirstandandi kennsluári, skv. efni og anda þess. 4. Þrátt fyrir þennan mál- efnasamning halda félögin á- fram að starfa að sínum sér- stöku áhugamálum, hvert fyrir sig, eins og þau hafa hingað til | gert. Háskólamim, 17. október 1942. V%6t«dagur M. oktáher JM, F. h. Fél. frjálslyndra stódenia. Bergur Sigurbjörnsson, Þorvarður K. Þorsteinssott, Einar Ágústsson. F. h. Félags róttækra stúdente . Sigurhjörtur Pétursson, Ólafur S. Bjirnsson, Skúli Thoroddsen. F. h. Alþýðufl.fél. háskóiastúa. Gnnar Vagnsson, Helgi Þórarinsson, Kxistinn Guxmarsson. Loftárásirnar. ■ Frh. af 5. síðu.) í baráttu sinni gegn kafbátun- um. Þó hafa ameríksku flug- vélarnar komið þar rösklega til hjálþar. En það, sem mesta þýðingu hefir um þessar mundir er það, að Bretar eru nú að mynda nýjar vígstöðvar í lofti, þar sem Þjóðverjar, sem byrj- uðu með miklum loftsóknum, eiga nú örðugt um flugvéla- framleiðslu. ' Og að síðustu þetta: Forystu- menn brezka flugflotans eru sannfærðir um það, að þeir geti komizt langt, áður en þetta ár er liðið, í því að sprengja í loft upp iðnaðarmiðstöðvar Þjóðverja. Þeir líta að vísu ekki svo á, að hægt sé að vinna fullnaðarsigur með loftárásum, en hins vegar sé hægt að veikja Þjóðverja mjög með þeim, áð- ur en sóknin hefst á landi. HANNES Á HORNÍNU (Frh. af 5. síðu.) marga, hina hámenntuðu tónlis*- armenn vora, gagnrýni mín á tón- list útvarpsins. Slíkt fæ ég ekki skilið. Útvarpið er fyrst og fremst fyrir alþýðu íslands, og hún hefir fullan rétt á því að tónlistin sé við hennar hæfi. Meistaramir Mozárt, Schubert, Beethoven og fleiri, sömdu fleira en háklassisk ,verk. Enda hygg ég að vinsældir þeirra hjá alþýðunni, séu vegna hinnar fögru léttu klassíkur.“ ‘ÞAÐ EKU EINMITT hin léttu og fallegu alþýðulög, sem fólk vill heyra en elcki löng og torskilm tónverk. Hvort þykir þér íallegra að heyra Útvarpshljómsveitina spila létt alþýðulög, Hánntes minn, eða Útvarpstríóið með sinn þreýt- andi einíeik á celló, píanó óg fiðlu? Um dansmúsík útvarpsins er það að segja að hún er hin herfi- legasta. Mætti ekki útvarpa frá skemmtihúsunum danzmúsík á laugardagskvöldum? Slíkt yrði á- byggilega vinsælt. Að sjálfsögðu er ekki hægt að krefjast þess að hin torskilda klassik hverfi algjör- lega, vegna þeirra sem hafa gam- an af henni“. „PÁLL ÍSÓLFSSON benti oss hlustendum á, einkar vinsamlega, að einfalt ráð væri til, ef mönnum þætti leiðinlegt að hlusta á þjóð- kórinn, og það væri að loka fyrir útvarpið. Ja, þetta er nú gott nokk! Hann verður að hafa það hugfast, að útvarpið er jafnvel eina ánægj- an í skammdegismyrkrinu hjá sumum landsmönhum og einkum upp til sveita. Hinsvegar finnst mér þáttur hans fremur skemmti- legur, en' þó held ég að það væri betra að hafa sönginn margradd- aðan. Og Páll er sjálfur maðui' skemmtilegur og fyndinn í útvarp- inu. En hann má ekki bregðast illa við, þó að honum berist óánægju raddir“. Kaupum hreinar lérefta- tuskur hæsta verði. A lþýðuprentsmiðjan h.f: i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.