Alþýðublaðið - 03.11.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1942, Blaðsíða 4
4 /VLPYÐUBUÐIÐ Þríðjudagur 3. nóvember 1942. fUjrijftnbUfti* fTtgefandi: Aíþýðuflokkurinn. Bitstjóri: Stefán Pjetorsson. Hitstjóm og afgreiðsla í Al~ þýðuhúsinu við Hvérfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 30 aura. Alþýðuprentsmiöjan h.f. Dömnrion nm bif- reiðaAtblntnoina. DEILUNNI um bifreiðaút- biutunina vixðist nú vera lokið, með iþví, að fjármálaráð- herra og skilanefnd bifreiða- einkasölunnar hafa verið sýkn- uð af þeim kröfum, sem fram komu á hendur þeim eftir að skilanefndin neitaði að afhenda þær bifreiðar, sem bifreiðaút- hlutunarnefnd alþingis var búin ag úthluta einstökum mönnum. Þar með virðist úr því skorið fyíir dómstólunum, að f jármála- ráðheira skuli ráða úthlutun þeirra bifreiða, sem eftir eru á vegum bifreiðaeiníkasölunnar, en hin þingkosna 'nefnd ekkert hafa um hana að segja. Þessi dómur er byggður á þeirri forsendu, að þingsálykt- unin um kosningu bifreiðaút- hlutimamefndarinnar hafi ekki neitt lagagildi, og sé því sam- kvæmt henni ekki hægt að taka framkvæmdarvaldið til þess að úthluta bifreiðunum af fjár- málaráðherranum. Þingsálykt- unin sé ekkert annað en vilja- yfirlýsing alþingis. Það má vera, að frá strang- lagalegu sjónarmiði verði þessi dómsniðurstaða ekki véfengd. En frá pólitísku og stjómarfars- legu sjónarmiði virðist fjár- máiaráðherrann standa lítið bet vr að vígi á þessn hneykslismáli eftir en áður. Hann veit um vilja þingmeirihlutans. Og jafn- vel þótt sá vilji sé ekki látinn í Ijós í lagagreinum, heldur að- eins í þingsályktun, ætti ráð- herra í þingræðislandi að líta svo á, að honum bæri pólitísk og stjórnarfarsleg skylda til þess að beygja sig fyrir honum. En Jakob Möller sýndi ekki þann stjómarfarslega þroska. Hann gekk í berhögg við hinn nýja, í. yfirlýsta þingvilja, í voninni ; um að geta skotið sér undir gamla lagagrein, ákvað að af- nema bifreiðaeinkasöluna og hindraði hina þingkosnu úthlut ui.arnefnd í því að leysa það starf af hendi, sem henni var ætlað. En svo vítaverð, sem slík framkoma fjármálaráðherrans ef frá pólitísku sjónarmiði, þá er hún það ekki síður frá sið- ferðilegu sjónarmiði. Því að öll um er ljóst, að ákvörðun sína um að þrjózkast gegn yfirlýst- um vilja alþingis tók Jakob Möller aðeins til þess, að geta úthlutað gæðingum. sínum og Sjálfstæðisflokksins, sem búið var að lofa, að skyldu verða látnir sitja í fyrirrúmi fyrir Kristján Guðmandssop; fiknilDB á Eyrarbakba og tepjtiDO hans. ... # E^G hefi sjaldan orðið meira undrandi, en er ég las Al- þýðublaðið 27. þ. m. og sá þar, að einhver maður, sem nefnir sig Þórð Jónsson á Eyrarbakka, og sem ég hefi aldrei heyrt eða séð, skrifar þar um mig árásar- grein, þrungna af illkvittni og blekkingum. Tilef ni þesarar óvæntu órásar er samningur, sem fyrirtæki það, er ég starfa hjá, h/f. Pípu- verksaniðjan, gerði við ríkis- stjórnina í maí 1937, um vikur- tekju í landi ríkissjóðs á Eyrar- bakka. Þórður Jónsson virðist gefa í skyn í grein sinni, að í þessu vikurmáii hafi eitthvað ódæði verið framið og einhvers konar dularfullt pukur viðhaft, sem erfitt muni að upplýsa, til þess að sviþta Eyrbekkinga og jafn- vel alla þjóðina möguleikum til þess að ráða fram úr húsnæðis- vandræðunum og byggja sér ó- dýr hús. Allt þetta muni verða erfitt að draga fram í dagsljósið, því nú muni sökudólgarnir á- reiðanlega fara í felur. I þessum anda virðist öll greinin rituð. Ókunnugum til glöggvunar skal ég því rifja hér upp nokkur, að vísu alkunn atriði, sem við- koma aðdraganda þessa samn- ings. Þegar ég byrjaði starf mitt hjá h/f. Pípuverksmiðjunni fyr- dr um það bil 12 árum, var allt einangrunarefni, sem nota þurfti í Reykjavík og víðast an nars staðar á landinu, rnnflutt frá útlöndum. Það, sem notað var til einangrunar, var timbur, kork og ýmsar tré- og pappa- plötur. Auk þess að þessi efni voru útlend og greidd með okk- ar takmarkaða erlenda gjald- eyri, vonu þetta lífræn efni og því forgengileg bæði gagnvart eldi og fúa. Ég hóf þegar að leita fyrir mér um, hvar fáanlegur væri vikur á Suðurlandi, sem nota mætti til framleiðslu ó einangr- unarplötum, (,það hafði lítils háttar verið gert á Akureyri), en þrátt fyrir allar eftirgrensl- anir mínar og fyrirspurni,r gat ég ekki frétt um vikur neins staðar nær Reykjavík en í Þjórsárdal. Vorið 1931 fengum við leyfi bændanna að Ásólfs- stöðum og Skriðufelli til vikur- tekju í landareignum þelrra. Vegalengdin var að vísu löng og illfær síðasta áfangann, en þrátt fyrir það réðumst við í það að flytja vikurinn til Reykjavikur og hófum þá þegar framleiðslu á einangrunarplöt- um til húsagerðar, sem við höf- um haft með höndum síðan. Síð- ar fannst ágætur vikur á Rang- árvöllum, og hefir hann nokkuð verið notaour. í 5—6 ár fluttum við að okk- ur vikurinn úr Þjórsárdal á hverju sumri. Að vísu þurfti ekki á miklu magni að halda, því í fyrstu gekk mjög erfiðlega að fá byggingamenn til að nota vikur til ernangnmar, bæði vegna fastheldni-við áður kunn efni og neyslu- og þekkingar- skorts á nothæfni vikursins. Úr þessu smá rættist þó með hverju árinu, eftir því sem reynslan færði mönnum heim sanninn um nothæfni og gæði þessa efnis. Það var vorið 1936, að ég uppgötvaði vikui-sandinn á Eyr- arbakka. Undrun Og ánægja mín og annara var mikil, er ég hafði gengið úr skugga um þá stað- reynd, að þarna á þessum stað var ágæt vikumáma, sem virtist mundu vera óþrjótandi, þar sem Ölfusá flytur stöðugt með sér vikur innan frá öræfunum. Undrun naín var ednna mest yfir því, að enginn skyldi fyrr hafa veitt þessum vikri þarha hag- ræna athygli, ekki einu sinni þeir menn, sem höfðu haft hann við fætur sér kynslóð fram af kynslóð. Það er til marks um grunleysi Eyrbekkinga og ann- arra um nothæfni vikursins, að þetta vor var verið að byggja myndarlegt íbúðarhús úr stein- steypu við aðalgötu þorpsins. Útveggir ,þess voru einangraðir , með hraungjalli, sem flutt var ofan úr Grímsnesi. Aðeins ör- fáa metra frá húsinu var ó- þrjótandi vikurnáma. (Þetta at- riði hefði ég ekki nefnt, ef Þórð- ur Jónsson befði ekki látið líta svo út í igrein sinni, sem að ég hef ði hvergi komið nærri því að gera vikurinn á Eyrorbakka að verðmæti.) ‘ Til þess að fá ýtarlegar full- vissu mína um nothæfni vikur- sandsins á Eyrarbakka, sendi ég tveimur rannsóknarstofum er- lendis strax sýnishorn af honum til prófunar. Sjálfur tók ég til við að steypa úr vikursandinum ýmsar gerðir af byggingastein- um, fékk Rannsóknarstofu ríkis ins í lið með mér við endurtekn- ar prófanir á nothæfni stein- anna, sérstaklega burðarþolinu. Því um þessar mundir hafði mér hugkvæmst sú þýðingar- mikla nýjung, að byggja mætti hús að öllu leyti, bæði útveggi, innveggi og þak úr vikri, og þá sérstaklega úr þessum vikri á Éyrarbakka. Af mikilii bjart- sýni og sannfæringu, en minni f járhagsgetu, afréð ég að byggja þegar íbúðarhús í Reykjavík öðrum, þær bifreiðar, sem eftir voru. Þar með bætti hann gráu ofan á svart — hinni pólitísku siðspillingu ofan á hina stjórn- arfarslegu óhæfu. Allt þetta bifreiðaúthlutun- armál heldur því áfram að verða fullkomið hneykslismál og soralegt brennimark á nú- verandi stjórn Sjálfstæðis- flokksins og þá fyrst og fremst á fjármálaráðherra hennar, þó að hinn nýfallni dómur viiðist skera úr um það, að framkoma hans hafi ekki beinlínis varðað við lög. S s s s s s s s •s s s s s s s s s s s Independence eldspýtur Kosfa 12 aœra stokknrlna. * v * s s s s s s s s s s s s s s s s s eingöngu úr vikri (frá Eyrar- .bakka), og gera það svo stórt og myndarlegt, að það gæti orðið þjóðinni fullgild sönnun um not- hæfni og ágæti vikursins sem byggingarefnis. Eftir nokkurt þóf við vantrú á þessa djörfu nýung, tókst mér að lokum að fá byggingarleyfi fyrir slíku húsi í bæjarlandi Reykjavíkur. Um haustið 1936 var hús- ið orðið fokhelt. Með vori 1937 stóð fyrsta hús, sem byggt er í veröldinni að öllu leyti úr vikri, bæði útveggir innveggir og þak, fullert við Kleppsveg í Reykjavík. {Húsið er 15 metra langt, 10 metra breytt.) Nú veit þjóðin, að þessi við- burður var miklu þýðingarmeiri Frh. á 6. síðu. TÍMINN hefir undanfarna daga verið að birta athygl- isverða grein um Rússland eftir ameríkska blaðamanninn Wil- liam Henry Chamberlin, sem dvalið hefir árum saman þar eystra. Hefir þessi grein vakið töluverða eftirtekt, ekki aðeins sakir innihalds síns, heldur og vegna þeirrar óánægju, sem blað kommúnista, Þjóðviljinn, hefir látið í ljós út af því, að hún skuli hafa verið þýdd á ís- lenzku og birt í íslenzku blaði. í niðurlagi greinarinnar, sem birtist í Tímanum á laugardag- inn, segir meðal annars: „Um eignarrétt í Rússlandi er tvenns konar misskilningur al- gengur. Sumir halda, að öllum lífsins gæðum sé þar jafnt skipt. Aðrir halda, að sovétstjórnin hafi tekið upp auðvaldsskipulag að nýju. Hvort tveggja er rangt. Sov- étstjórnin hefir aldrei reynt þá tegund kommúnisma, sem sum trú- bræðrafélög hafa stundum reynt, sem sé að skipta jafnt fæði og klæðum. Þvert á móti hefir mikil áherzla verið lögð á nauðsyn þess að greiða mismunandi afköst og vinnugæði. Starfsmenn ríkisins og forstjórar fyrirtækja fá miklu hærri laun en fagverkamenn. Og fagverkamenn fá mun hærri laun en ólærðir verkamenn. Þegar alls er gætt, er varla minni munur á lífsafkomu fólks í Sovétríkjunum en í öðrum londum, sem kölluð eru auðvaldsríki. En eignarréttur einstaklinga á framleiðslutækjum er afnuminn með öllu. Aðeins stöku bóndi fær enn að hjara með gamla laginu. En langflestum bændum hefir verið þröngvað til starfa á sam- yrkjubúum, sem eru eins konar ríkisreknar landbúnaðarverksmiðj ur. Bændurnir mega hafa kálgarð til eigin nota, og þeir mega ala grísi, sauðkindur og hænsn fyrir sjálfa sig. En aðalstörf sín verða þeir að vinna fyrir samyrkjubúið.’ Nazistar og fasistar hafa beitt öðrum aðferðum, en þeir hafa náð saraa tukmarki með því að taka í hendur ríkisvaldsins strangt eftir- lit með allri framleiðslu, launum, verðlagi og lánsfé. En Rússland hefir gengið feti framar með þv£ að útrýma eignastéttinni með öllu. Framleiðslan hefir verið sett undir eftirlit skrifstofustjórnar, sem er nýlega stofnuð og reikul í ráði. Allir yfirmenn í þessu skrifstofu- bákni eni meðlimir Kommúnista- flokksins.“ • Og enn fremur segír í grein- inni: „Þegar reynt er að dæma um áhrif byltingarinnar á lifnaðar- hætti þjóðarinnar/verður að dæma mjög varlega. Með lagi má vitna þannig í hagfræðilegai skýrslur, að þær sanni hvort heldur sem vera skal, að Rússland sé orðin jarðnesk paradís undir handleiðslu sovétstjórnarinnar, eða versta víti, sem sögur fara af. Margt í fari sovétstjórnarinnar þýðir ekkert að rökræða. Það eru smékksatriði. Svörin íara eftir því, hvort mönnum geðjast eða geðjast elcki að samvizku þjóðfé- lags, þar sem stjómin er alll í öllu, og olnlx)garúm einstaklingsins er ákaflega iítið. Ritskoðun er mjög ströng á öll- /um sviðúm.- Möguleikar tii opin- berrar gagnrýni voru takmarkaðir á keisaratímunum, en eru með öllu útilokaðir undir núverandi einræð- isstjórn. Fleira fólk kann nú. að lesa og skrifa. P.tjórnin hefir ýtt undir vísindastörf og listir. En )iið andlega frelsi, sem. talið er sjálf- sagt í lýðræðislöndum, fær varla að njóta sín í öðru en landkönnun og eðlisfræði.” Hér. geta menn séð, hvað meðal annars það er, sem blað kommúnista hér vill ékki láta koma fyrir alrnenningssjónir. Væri flokkur þeirra ráðandi hér hefði þessi grein alls ekki fengið að birtazt frekar en aust- ur á Rússlandi, og blaðið, sem birti hana ekki heldur fengið að koma út!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.