Alþýðublaðið - 04.11.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.11.1942, Blaðsíða 2
. v,..t:5vv/,.c'vf: ALÞYÐUBLAÐKÐ Miðvikudagur 4. aóvcmber 1942t. Ríkisstjérn Ólafs Thors biðst lausn~ saman. í Svíplóð ib sfelpe- m á vðraverð! og vinnnlannnm. ■ ——» - .... Allsherjar verðstöðvun fyrirskipuð meðau samniögarsiir fara fram, SVÍAB fara öðruvísi að því að stemma stigu við dýr- tíð og verðbólgu en við íslendingar. Þar sameinast allir belstu stjórnmálaflokkamir, undir forystu Alþýðu- flokksins um að reisa skorður við vaxaridi dýrtíð, en hór keppast stærstu flokkamir í brjóluðu kapphlaupi um stund- arfylgi við að auka dýrtíðina. Um þessar mundir fara fram samningar í Svíþjóð um skipu- Jag á vöruverði og viimulamium og hefir verið fyrirskipuð aíls- herjar verðstöðvun meðan samningarnir fara fram. Torsætlsráðherra tiftkjrnnti rife* Isstjéra petta f iærmorpsi. Telur hiutverki stjórnarmnar lokið. Sléar i gær áttl rfilusstjéri tal vié formenn flokkanna* Hermana Jónasson bðfðar neiðirðamál gegn fiísla Jénsspi Jirrlr aðdr&ttanir nm foður- landssvik, samkvæmt vottorði Bergs Jónssonar. Hekmann jónasson til- kynnir í Tímanum nýl., að hann hafi ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn Gísla Jóns- syni forstjóra, þingmanna Barð- strendinga. Segir Tíminn að Hermann höfði mál þetta gegn alþingismanninum fyrir að- dróttanir, sem þingmaðurinn hafi verið með gegn Hermanni lim föðurlandssvik. Jafnframt birtir blaðið vott- orð frá Bergi Jónssyni bæjar- fógeta, sem var mótframbjóð- andi Gísla við síðustu kosning- ar. — Er vottorð Bergs Jóns- sonar svo hljóðandi: „Á framboðsfundi , Berufirði í Reykhólasveit 30. september 1942 sagði Gísli Jónsson, þing- snaður Barðstrendinga og fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins við þingkosningamar. svohljóð andi sögu um Hermann Jónas- son, fyrrverandi forsætisráð- herra: Hermann Jónasson hafði samvinhu við Fr. d. Fontenay, sndiherra Dana, s. L vor eða sumar ,um að fá frjálsa Dani í London til þess að fá frjálsa Dani í Washington til þess að koma því til leiðar, að ríkis- stjórn Bandaríkja Norður-Am- eríku sendi ríkisstjórn íslands snótmæli gegn því, að Islending tar lýstu yfir fullu sjálfstæði sínu og stofnuðu lýðveldi á ís- >S|ögu þessSa endurtók Gísli Jónsson á flestum framboðs- fundum í Barðastrandasýslu í haust, og þegar ég lýst söguna hina fáránlegustu slúðursögu og benti á, að G. J. væri með söguburði þessum að bera land- ráð og föðurlandssvik á Her- mann Jónasson vék Gísli á eng- Tth. á 7. * Um þetta segir í eftirfarandi frétt, sem Alþýðublaðinu barst í gær frá sænska sendiráðinu: „Allan októbermánuð hafa samningar staðið yfir milli sænsku stjórnarinnar og félaga þeirra innan framleiðslunnar, sem með starfsemi sinni hafa áhrif á verðmyndun í landinu. Samningar þessir voru hafnir eftir tilmælum stjómarinnar, og er árangur þeirra væntan- legur einhvern næstu daga. Byrjað var á samningunum í þeim tilgangi að skapa mögu- leika til almennrar skipulagn- ingar á vöruverði og vinnulaun- um og þannig koma í veg fyrir verðbólgu. Til þess að komast hjá, að verðhækkun hafi áhrif á saínu- ingana, ákvað sænska stjórnin síðastliðinn föstudag, að alls- herjar verðstöðvun skyldi kom- ið á þangað til lokaákvörðun hefði verið tekin um verðlag og vinnulaun. Þessi ákvörðun stjórnarinnar var ekki tekin vegna yfirvof- andi verðhækkunar, heldur er hún aðeins gerð vegna þess, að verðlagið virðist vera nokkuð stöðugt nú og þess vegna txma- bært að gera ákveðnar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir verðbólgu. Þess vegna verður verðstöðvunin ekki þung byrði fyrir sænsku framleiðsluna“. Þetta talar sannarlega sínu máli til okkar ísiendinga á bess um tímum. AÐ VAR OPINBERLEGA TILKYNNT frá skrifstofo 1 ríkisstjóra síðdegis í gær, að Olafux- Thors forsætis- ráðherra hefði í gærmorgxin tilkýnnt ríkisstjóra, að stjóm hans myndi biðjast lausnar undír eins og alþingi væri komið saman. Forsætisráðherra mun hafa fært þá ástæðu fyrir þess- ari ákvörðun, að stjómin teldi hlutverki sínu raunverulega lokið. Hins vegar myndi hún telja sér skylt að gegna störf- um þangað til þing kæmi saman. Síðar í gær boðaði ríkisstjóri formenn allra flokkanna, Stefán Jóh. Stefánsson, Jónas Jónssorx, Ólaf Thors og Brynjólf Bjama- son, á sinn fund og átti tal við þá hvern í símn lagi. Það verður ekki arniað sagt en að sú ákvörðun forsætis- ráðherrans, að biðjast lausn- ar, sé í fullu samræmi við það, sem hann lýsti yfir bæði í vor, þegar stjóm hans var mynduð, og í sumar, eftir að kjördæmabreytingin hafði náð fullnaðarsamþykkt. En eins og öllum mun enn í fersku minni, var því yfirlýst af hon- um í vor, að stjórnin væri mynduð til þess eins, að tryggja framgang kjördæmamálsins, og í lok sumarþingsins lét hann orð hniga að því, að stjómin .færi þá ekki áfram með völd nema til þess eins, að láta fara fram nýjar kosningar, sam- kvæmt. fyrirmælum stjórnskip- unarlaganna um kjördæma- breytinguna. Nú hafa þessar kosningar farið fram, og er því stjóminni ekki nema rétt og skylt að segja af sér. Engin opinber tilkynning hef ir enn verið gefin út um það, hvenær þingið verði kallað saman. Landkjörstjórn hefir enn ekki lokið störfum og eng- an úrskurð kveðið upp um það, hverjir náð hafi kosningu sem uppbótarþingmenn. Líklegt þykir þó að sá úrskurður komi í þessari viku. Og heyrzt hefir áður, að fyrirhugað væri að kalla þingið saman 10. nóvem- ber, eða eftir eina viku. Stórstfikai stotnar drjkkja manahæli fi næstanni. ..... —......— Það verður rekið samkvæmt lögum um framfærslu sjúkra manna ogorkumla ■.....»- ■ STÓRSTÚKA ÍSLANDS er í þann veginn að setj^ á ' stofn drykkjumainnahæli í Kumbaravogi, sem er jörð austanvert við Stokkseyri. Á jörðinni eru mjög sæmileg húsakynni og hefir verið unnið að endurbótum á þeim og lagfæringum í sumar og í haust. Drykkjumannahælið verður rekið eins og sjúkrahús og sam- kvæmt sömu lögtun og önnur sjúkrahús, eða lögunum um fram- færslu sjúkra manna og örkumla. Én samkvæmt þeim lögum ber ríkinu að greiða fjóra fimmtu hluta dvalarkostnaðarins og við- komandx bæjarfélag eiun fimmta hluta. Það kostar allmikið fé að i þann kostnað verður stórstúk- stofna drykkjumaxuxahælið og I ~ (Frh. á 7. aíOa.) ð. tiing S. D. J. sett 15. þ. m. AT ÍUNDA þing Sambands *■ ^ ungra jafnaðarmanna kernur sam.an hér í Reykja vík 15. þessa mánaðar. Helztu mái þingsins munu verða útbreiðslxxstarfið, sam- starfið við Alþýðuflokkínn og skipulagsmák Ýmsir full- trúar sem sæti eiga á þing- um Alþýðsambandsins og Al- þýðuflokksins, munu einnig sitja þetta þing. JUpýðHblaOiO stækkar í dag. Lesmái þess anfeið sem svar ar fjérnm dálkum. FRÁ OG MEB' DEGINUM DAG er tekin upp ný» breytni við Alþýðublaðið, sem felur í sér mikla raxmverulega stækkujn þecss, svo mikla, að framvegis mun beildarlesmaf þess verða sem svarar fjórum dálkum meira en það hefir ver- ið síðan blaðið var stækkað í febrúarmánuði síðástliðnum. Stækkun þessi fer fram mcð þeim hætti að lesmál blaðsinS verour sett miklum mun þétt- axa en áður, samtímis því, sem dálkarnir eru lengdir lítið eitt. Væntir blaóið þess, að les- endixr þess xmumi taka þessari nýbreytni með þökkum. Hún kostar þá ekkert, þvx að verð 1 blaðsins hækkar : ekkert við hreytinguna, En þéir fá mun | xneira að lesa, og er því hér un> j mikla breytinaru til batnaðar á blaðinu að ræða. f Að sjálfsögðu hefði ekki ver- ið í hana ráðizt, ef vinsældir blaðsins hefðu ekki faæið öi*t vaxaíndi síðan það var stækkað og baupendum þess fjölgað stórlega. En sízt ætti • það að draga úr vinsældum þess og vaxaadi útbreiðslu. að lesmál •þess er nú erm aukið fxá. þvj. sem áður var. Aðeins 4 ijósmaeðnr nískrifaðnst f banst I LOK septembermánaðar s. 1. útskrifuðust 4 nýjar ljós- mæðxxor úr Ljósmæðraskóla ís- lands. Það voru þær Ingibjörg Stefánsdóttir frá Mýrum í Skrið dal, Katrín Loftsdóttir, Bakka í Landeyjum, Margrét Jóns- dóttir, Amarstapa á Snæfells- nesi og Sigríður Jónsdóttir frá Læknisstöðum á Langanesi. Þetta er mixmsti ljósmæðra- hópurinn, sem útskrifazt hefir frá Ljósmæðraskólanuxn síðan hann kom í Landsspítalann, og mun breyttum aðstæðum í at- viixnuháttum að kenna, nóg og vel borguð atvinxxa að öðru leytinu, en lélega borguð ljós- móðurstörf að hinu. Útvarpstiðindi 1. hefti 5. árgangs er núkomið út. Sú nýlunda er í þessu blaði, að þar er atkvæðaseðill, þar sem hlustendum er ætlað að greiða at- kvæði um það, hvaða útvarpsefni þeim geðjist bezt. Er nánar í blað- inu skýrt frá tilhögun þessarar at- kvæðagreiðslu. Þá verður og sú breyting á, að nú koma útvarps- tíðindi út allt árið, en áður komu þau. ekki út tíma úr sumrinu. Loks er heitið verðlaunum fyrir beztu vísur og útvaipsleikrit, sem berast innan tiltekins tíma. Blað- ið. er mjög vandað og fjölbreytt að efni. Ritstjórar þess eru JÓn úr Vör, skáld, og Guxxnar M, Magnúm, rithöfundur. Bygging fiallgríis- kirkjn ai^ heíjast. Maláberzlan Iogð á að byggja bapellsna fyrst BYGGING Hallgríms- kirkju á Skólavörðuhæð hefst inn&n fárra daga. Verð- ur kirkjan eitt mesta mann- vii'kið í höfuðstaðnum og stærsta kirkja, sem nokkru sinni hefir verið reist á Is- landi. Fyrst verður lögð á- herzla á að byggja kapellu kirkjunnar, en hún ein á að taka um 300 kirkjugesti í sæti. Síðan verður haldið á- fram að byggja kirkjuna alla. Á sunnudagsmorgun var biskup landsins ásamt sókxxar- prestum Hallgrímssafnaðar og fléiri kirkjunnar mönnum staddui’ á lóð kirkjunnar, en hún hefir nú mikið verið rýmd fyrir góðfúsan skilning yfirhershöfð- ingja Bandaríkjaliðsins, en þar hafa, eins og kunnugt er staðið herbúðir undanfarið ár eða meira. Það er langt frá því, að nægi- legt fé sé fyrir hendi til að reisa Hallgrímskirkju að ’fullu, en nægilegt mun vera til iþess að hægt sé að foyrja, og prest- arnir og sóknamefndin, svo og allir velunnarar málsins vænta þess, að fjárskortur verði ekkx til þess að stöðva framkvæmd- imar, þegar þær eru hafnar. Og að sjálfsögðu er það æski- • lgast, að hægt sé að halda áfram með byggingu þessa musteris þar til byggingu þess er að fullu loldð. Hingvegar eru margir óánægðir með þá teikningu, sem gerð hefir verið:1 Og er það annað xnál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.