Alþýðublaðið - 05.11.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.11.1942, Blaðsíða 6
« ALP>YOU8lAÐI^ Fjutnmtudagur 5. nóvember 1942 Verð i sindi, mðl 01 mnliiinsi ta|á saidtðki og grjdtoámi bæjariHs. Verður £rá 5. nóvember 1042 sem kér sefir: Sandur Möl nr. I Möl nr. H Möl nr. HI Möl nr. IV Óharpað efni Salli Mulningur I Mulningur II Mulningur III Mulningur IV kr, 1,65 pr. hektolítra — 1,90 — — — 3,65 — — — 2,60 — — — 1,75 — — — 0,45 — — — 5,40 — — — 6,10 — — — 6,10 — — — 4,70 — — — 4,70 — — Bæjarverkfræðingur, SJk' PAKKINN KOSTAR KR tíK jt'Tfí' (. f t .f4 tj HANNES Á HORNINU 'Frh. af 5. síðu.) þetta sætti og svaraði hún að sér væri bannað að afgreiða mjólk á flöskur, og alls ekki, nema í brúsa“. NÚ HEFI ÉG og margar aðrar húsmæður hér í Hafnarfirði gert í trekaðar tilraunir til að fá keypta mjólkurbrúsa, en ,þeir eru ófáan- legir, bæði hér í Hafnarfirði og eins í Reykjavík. Hvemig eig- um við nú að fara að. Ég álít svona framkomu alveg óþolandi. Með því að banna að selja okkur mjólk á flöskurnar er raunverulega verið að banna að selja okkur mjólk, aem ekki eigum brúsa“. BRÉFRITARINN ÁLÍTUR, að hér sé um að ræða fyrirskipun frá Mjólkursamsölunni. En svo er ekki, eftir því, sem forstjóri Mjólkursam sölunnar skýrði mér frá í gærmorg un. Mjólkurbúið í Hafnarfirði mun standa fyrir þessu. MÐ þýðir vitanlega ekkert að toanna að selja mjólk í flöskur ef brúsar fást ekki — og slíkt er alls ekki hægt að fyrirskipa, því að ílátið er á ábyrgð kaupandans. Hins vegar væri æskilegast að hægt væri að koma því þannig fyrir að öll mjólk væri afgreidd í brúsa. Það myndi greiða fyrir afgreiðslunni, en þröng er alltaf mikil í mjólkur- búðunum. Það er líka miklu hent- ugra fyrir húsmæður að kaupa mjólkina til dagsins í brúsa en í flöekur. AUK ÞESS mun það vera alveg icétt að margar húsmæður skila 6- hreinum flöskum í búðimar — og kenna svo mjólkursalanum xmi það, þegar eitthvað er að mjólk- inni. Ég veit áð flestar húsmæður eru ekki slíkir sóðar, en fólkið er misjafnt. Það er ekki nóg að losa mjólkina úr skítugri flösku þegar hún kemur úr búðinni, því að þá hefir mjólkin tekið í sig óhrein- indin og spilst. EN ÞETTA ERU NÚ hugleiðing- ar um málefnið. Aðalatriðið er að hvetja fólk til að kaupa sér brúsa, ef þeir fást, en það verður að selja þeim mjólk á flöskur, sem ekki eiga brúsa. Þeir, sem hafa gefið fyrirskipanir um að hætta því, verða að afturkalla þær fyrirskip- anir nú þegar. Hannes á horainu. MALTA. (Frh. af 5. síðu.) ekki verið til ehaískis, að þeir hafa lagt fram ríkulegan skerf í þágu hins sameiginlega mál- staðar. Þeir uxðu þvi glaðir við, þegar kommgurinn sæmdi eyjuna Georgskrossinum. Og gleði þeirra var meiri fyrir þá sök, að þetta kom alveg á óvænt og átti sér ekkert fordæmi. Þetta veitti þeim aukinn kjark, þrek og þol, En ég þoxi að fullyrða, að emgir hafa átt þann hedður bet- ur skilið en íbúarnir á Möltu. Það verk, sém ég vann með mestri gleði þau tvö ár, sem ég var þar landstjóri, var að flytja fólkinu þessa gleðifregn. Hjónaefni. S. 1. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Jóhanna Hall- dórsdóttir frá Stykkishólmi og Þór Nilsen verzlunarmaOur, Draumur borgarstjórans. (Frh. af 4. sfðu.) þýðuflokkinn og forsvarsmenn hans. Og þó hæstiréttur hafi dæmt dauð og ómerk öli um- mæli eins af rógberunum, hefir það ekkert haft að segja. Þessu hefir verið haldið fram í blöð- um, útvarpi og persónulegum áróðri jafnt fyrir það, alveg kinnroðalaust. Sá mannorðsþjófnaður, sem þarna hefir verið rekinn af kommúnistum og Sjálfstæðis- mönnum í félagi, er með þeim fádæmum, að varla þekkist meðal siðaðra manna. Hér við má bæta því, þó sérstök dæmi skuli engin nefnd, að hinn rætnasti persónulegur rógur um einkalíf manna hefir verið beinlínis skipulagður af komm- únistum og honum dreift út meðal fólks. Opinberlega hafa Sjálfstæðismenn ekki stutt þann róg kommúnistanna, en ekki er mér grunlaust um, að þeir hafi tekið nokkum þátt í hinni „leynilegu11 dreifingu hans. Svona eru ráðin, sem notuð hafa verið til þess að rægja Al- þýðuflokkinn, og kommúnistar og Sjálfstæðismenn hafa verið dyggir samherjar í þeim verkn- aði. Þar áttu þeir samleið vegna hins sameiginlega haturs í garð Alþýðuflokksins. LygÍD jnm brottflutci" ing Þjóðvilja- ritstfdranna. Þó hér sé af miklu að taka, vil ég láta nægja að nefna hér, auk þess sem nefnt hefir verið, aðeins eitt atriði enn um sam- starf Sjálfstæðismanna og kom- múnista á þessum þokkalega vettvangi. Geri ég það eingöngu vegna þess, að hvorki Fram- sóknarmenn né nokkur Sjálf- stæðismaður hefir fundið hvöt hjá sér til þess að bera sann- leikanum vitni í því efni, sem þó hefði ekki verið annað en sjálfsagður drengskapur, sem hverjum óspilltum manni var skylt að sýna, án þess að hann væri sérstaklega til þess hvatt- ur. Á ég hér við þá fáránlegu lygi kommúnista, að foringjar Alþýðuflokksins hefðu átt þátt í brottflutningi ritstjóra Þjóð- viljans og banninu á honum veturinn 1940—41. Ræðumenn kommúnista í útvarpi — nú síðast Katrín Thoroddsen — hafa látið sér sæma að bera þessa lygasögu á borð fyrir al- menning í landinu, og blöð Sjálfstæðismanna hafa dyggi- lega haldið henni á lofti. Flestum í Alþýðuflokknum hefir ekki þótt ómaksins vert að minnast á þessa reginlygi, og talið, að engir legðu trúnað á hana. En það er öðru nær en svo sé. Mun ég því segja hér sögu þessa máls, eins og hún er, til þess í eitt skipti fyrir öll að reka hana til baka og jafn- framt til þess að sýna þá dæma- lausu þjónkun, sem Sjálfstæð- ismenn hafa sýnt kommúnistum í því skyni einu að reýna að fá ráðið niðurlögum Alþýðuflókks ins og hirði ég ekfci þó það verði talið „trúnaðarbrot“. þess að gera nokkuð eða gefa Bretum ábveðin svör, og voru það einkum ráðherr- ar Sjálfstæðismanna, sem af- tókv að • ' "ð yrði reynt að hindra þessa starfsemi kom- múnista. Eftir dreifbréfsmálið voru nokkrir kommúnistar dæmdir í fangelsi. Skrifaði þá einn þess- ara manna úr fangelsinu mikla grein í Þjóðviljann, þar sem ráð ist var á Breta af þeirri illgimi og þeim ódrengskap, að öllum hlaut að ofbjóða. Tveim dögum eftir gekk sendiherra Breta hér á fund ríkisstjórnarinnar og til- kynnti henni, að yfirstjórn setu liðsins, krefðist ákveðins svars um það, fyrir nánar tiltekmn tíma, hvort ríkisstjórnin vildi reyna að hindra eða draga úr áróðri kommúnista gegn setu- liðinu og Bretum, og ef hún treystist ekki til þess, eða svar hefði ekki borizt fyrir hinn til- tekna tíma, mundi málið ekki verða rætt frekar við íslenzk stjómarvöld, heldur mundi setu liðið taka til sinna ráða. Þegar þetta gerðist, sat al- þingi á rökstólum. Ráðherrarn- ir boðuðu flokka sína, Sjálfstæð isfi., Framsóknarfl. og Alþýðu- fl., á fund í alþingishúsinu, alla samtímis, og mættu þar einnig miðstjórnir flokkanna. Var þessi krafa sendiherrans fyrir þá lögð. Alþýðuflokkurinn svaraði for- sætisráðherra, Herm. Jónassyni, sem fór með þetta mál, sem var í eðli sínu innanríkismál og heyrði undir dómsmálaráðherra á þá leið, að hann væri þeirrar skoðunar — og hefði ráðherra flokksins áður lýst því yfir í stjórninni, að íslenzkum stjórn- arvöldum bæri að reyna að af- stýra því að flokkar eða einstakl ingar aðhefðust nokkuð það, sem ætla mætti að hefði í för með sér afskipti setuliðsins af innanlandsmálefnum og myndi því fylgja hóflegum aðgerðum í því efní, ef hi’nir flokkarnir gætu komið sér saman um ein hverjar slíkar aðgerðir. Hins- 'vegar vildi Alþýðuflokkurinn eins og málum væri komið nú, ekki bera fram neina tillögu í málinu, þar sem hann hefði fullkomna ástæðu til að ætla, eftir fyrri framkomu kommún- ista að dæma, að þeir myndu saka Alþýðuflokkinn um að hafa staðið að eða átt upptökin að þeim aðgerðum, sem gerðar kynnu að verða. Þessi afstaða Alþýðuflokksins var svo til- kynnt forsætisráðherra. Mér þykir rétt að taka það fram, að ég einn allra Alþýðuflokks \ manna, er þennan fund sátu, vildi láta flokkinn gera þá á- kveðnu tillögu, að stöðva út- komu Þjóðviljans um stundar sakir, en eins og áður segir, voru allir aðrir á móti því að gera nokkrar ákveðnar tillögur. Við biðum þesss nú, að heyra frá hinum flokkunum, og þegar fréttin loksins kom var hún sú;, að háðir flokkarnir hefðu samþykkt með öllum atkvæð um, að stjórnin gerði ekkert í málinu, en láta skeika að sköpuðu um það, hverju Bretar færu fram. Þetta var tilkynnt hernaðar- yfirvöldunum fyrir hinn til- set.ta tima og þá „tóku þeir til sinna ráða“ og bönnuðu Þjóð- viljann og fluttu ritstjóm haus til Englands. Þetta er sannleikurinn í þessu máli og ég skora á Sjálf stæðismenn að hnekkja hion- um ef þeir geta. En drengskap ur þeirra kemur bezt fram í því, að þegar í stað, er Bretar „taka til sinna ráða“ eins og þeir höfðu tilkynnt, flytja blöð Sjálfstæðisflokksins þau vísvit andi ósannindi, að við Alþýðu- flokksmenn hefðum staðið að þessum aðgerðum setuliðsins. Við, sem einmitt höfðum viljað hið gagnstæða, viljað að ís- lenzk stjómarvöld tækju í taum ana til þess að firra þjóðina slíkum afskiptum erlends her- valds! Hvað finnst mönnum nú um drengskapinn og heilindin, sem þarna koma fram? Og hvers vegna segja Sjálfstæðdsblöðin vísvitandi ósatt um þetta mál? Það er ekki af umhyggju fyrrr íslenzkum mönnurti eða íslenzk um málstað, það er heldur ekki af því þau kæri sig um að segja rétt og satt frá málunum. Það er eingöngu vegna þess, að þau hræddust að það kynni að verða Alþýðuflokknum til ein- hvers framdráttar, ef kommún istar yrðu knúðir til að fara eitthvað gætilegar í sakimar. Mér er sagt að kommúnistar hafi lengi talið mig fjandmann sinn nr. 1, en ekki veit ég um sönnur á því. Hitt veit ég, að ef mínum ráðum hefði verið fylgt, hefðu kommúnistamir aldrei verið „fluttir út“ á föð- urlandsvinaskólann í Englandi, heldur verið knúðir til þess að fara gætilegar að gagnvart setuliðinu, sem hingað var kom ið og við höfðum þá alls enga hugmynd um hvernig hyggi-í legast var fyrir okkur að lcoma fram við. Eg ásaka ekki komúnista sér- staklega fyrir útbreiðslu þeirra á þessum ósannindum um brott flutning ritstjórnar Þjóðviljans. Kannske'vita þeir ekki enn í dag, að þetta gerðist með þess- um hætti. En ég ásaka Sjálf- stæðismenn fyrir afstöðu þeirra og fyrir þá dæmalausu lítil- mennsku, sem kemur fram í slíkri afstöðu sem þeirri, er þeir tóku — og tóku eingöngu í því skyni að reyna að hagnast eitt- hvað pólitízkt á þeirri lyga- fregn, sem kommúnistar breiddu út í því heimskulega heiftaræði, sem greip þá, er . þeir höfðu fyllt mæli synda sinna gagnvart setuliðinu, sem þeir þá hötuðu en nú virðast elska. (Niðurlag á morgun). Qigurgeir^igMiyqnssgp é )t hqEstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofutími ’ 10-12 og í—ó. ; ... I ■ ... : ■ . Aðalstrœti 8 Sími 1043 ÚtbreiHIð AlÞýðublaOIð. 38S Saga málsins er þessi: Þegar Bretar hernámu ísland í maí 1940, voru Rússar enn eins konar bandamenn Þjóð- verja og kommúnistarnir hér töldu þá Breta og bandamenn þeirra höfuðfjendur sína.' Þessi afstaða kommúnista til Breta skapaði hér nokkra árekstra og er frægast af þeim hið svo- nefnda „dreifibréfsmál“. IJm þessa afstöðu kommúnista ræddi sendiherra Breta hér hvað eftir annað við ríkisstjóm- ina og bað um að stjómarvöldin reyndu á einhvern hátt að draga úr þessum andróðri kom- múnista gegn setuliðinu. En ríkisstjórnin var ófáanleg til Hringið i sima 4900 og gerist áskrifendur að Alpýðnblaðlno.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.